Morgunblaðið - 18.08.2022, Page 30

Morgunblaðið - 18.08.2022, Page 30
BAKSVIÐ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Síðustu frönsku hermennirnir sem tilheyrðu Barkhane-aðgerðinni voru kallaðir heim frá Malí á mánudaginn. Markaði það nokkur tímamót en franski herinn hefur verið með við- veru í landinu í nærri því áratug. Tilgangur Barkhane-aðgerðarinn- ar var að koma í veg fyrir uppgang íslamista í Malí og nágrannaríkjum þess. Frakkar hafa einnig sent herlið til Búrkína Fasó, Máritaníu, Níger og Tjad, en öll ríkin voru á sínum tíma undir nýlenduvaldi Frakka. Þá tilheyra ríkin öll svonefndu Sahel- svæði, sem er svæðið þar sem Sa- hara-eyðimörkin tengist við suður- hluta Afríku. Sahel-svæðið þykir hrjóstrugt og á síðustu árum hefur það einkum skapað frjóan jarðveg fyrir íslamsk- ar öfgahreyfingar á borð við Boko Haram í Nígeríu og Níger; Ríki ísl- ams og samtökin Jamaat Nusrat al- Islam, en þau eru laustengd Al Qaeda-samtökunum. Hafa þessi samtök og fleiri staðið að fjölda hryðjuverka á Sahel-svæðinu sem hafa fellt nokkur þúsund manns og neytt tugþúsundir annarra til að flýja heimili sín. Tekið fagnandi í fyrstu Árið 2013 ákváðu Frakkar að skerast í leikinn til þess að koma í veg fyrir að ríkin á svæðinu lentu undir ægivaldi íslamista, og hafa frá þeim tíma verið um 5.000 franskir hermenn á svæðinu. Þegar Frakkar héldu innreið sína í Malí var þeim tekið fagnandi, en fjarað hefur nokk- uð undan þeim stuðningi á síðustu árum. Fyrir tveimur árum sló svo í brýnu á milli Frakka og stjórnvalda í Malí, en þá var herforingjastjórn nýbúin að ræna völdum í landinu. Greindi Frakka og herforingja- stjórnina á um þann tímaramma sem það ætti að taka að færa borgaraleg- um öflum aftur stjórnartaumana í Malí, og jókst enn spennan á milli Frakka og Malíbúa þegar herfor- ingjastjórnin ákvað að bjóða Wagner-hópnum svonefnda, sem tengist rússneskum stjórnvöldum nánum böndum, að senda þangað málaliða til þess að herða tök herfor- ingjanna á stjórnartaumunum. Ákvað Emmanuel Macron Frakk- landsforseti því að herlið Frakka yrði kallað heim frá Malí og hófst sá brottflutningur í febrúar síðastliðn- um. Um svipað leyti hertu öfga- hreyfingar íslamista á aðgerðum sín- um á Sahel-svæðinu, en um 2.000 óbreyttir borgarar hafa fallið í Malí, Níger og Búrkína Fasó á þessu ári. Óvissa um framhaldið Macron hrósaði franska hernum í yfirlýsingu á mánudaginn fyrir að- gerðir sínar í Malí, og sagði hann herinn hafa komið í veg fyrir að stofnað yrði nýtt kalífadæmi á Sahel- svæðinu. Þá hefði hann barist við hryðjuverkamenn sem væru ógn bæði við íbúana þar og ríki Evrópu. Sagði Macron að flestir leiðtogar hryðjuverkahópanna hefðu nú verið teknir úr umferð, en Frakkar hafa misst 59 hermenn á þeim níu árum sem aðgerðin hefur staðið yfir. Henni er þó ekki lokið, þar sem enn munu um 2.500 hermenn verða eftir í hinum ríkjunum fjórum sem aðgerðin hefur náð til. Ljóst er þó að þeir geta ekki sinnt gagnhryðju- verkastarfsemi af sama krafti og fyr- ir brottförina frá Malí, og sagði Laurent Michon, hershöfðingi og yfirmaður Barkhane-aðgerðarinnar, að héðan í frá yrðu Frakkar að sinna henni í meira samstarfi við gistiríkin. Brotthvarf Frakka frá Malí mun því auka enn á óvissu í heimshlut- anum, og óttast sérfræðingar í mál- efnum Vestur-Afríku að uppreisn ísl- amista á Sahel-svæðinu kunni nú að breiða enn frekar úr sér, og þá í átt að strandríkjunum á vesturströnd Afríku og við Gíneuflóa, líkt og Ben- ín, Fílabeinsströndinni og Tógó. Öll ríkin þrjú hafa orðið vör við aukna hryðjuverkastarfsemi innan landamæra sinna á síðasta ári og munu stjórnvöld þar vera að skoða grannt hvernig hægt sé að stemma stigu við uppgangi öfgahópanna, sem helst oft í hendur við mikla fá- tækt á afskekktari svæðum. Stjórnvöld í Benín hafa til dæmis hafið uppbyggingu á skólum og sjúkrahúsum í fátækari héruðum, og stjórnvöld á Fílabeinsströndinni hafa varið miklu fé til svipaðrar upp- byggingar. Það þarf hins vegar mun meira til að mati sérfræðinga í þess- um heimshluta til að koma í veg fyrir að fátækt og vansæld ýti fólki í faðm öfganna. Óttast uppgang öfgamanna - Aukin óvissa á Sahel-svæðinu eftir brotthvarf Frakka frá Malí - Munu áfram sinna aðgerðum gegn íslamistum - Óstöðugleiki gæti breiðst út fyrir svæðið AFP/Thomas Coex Brotthvarf Franski fáninn sést hér blakta við hún við Menaka-herstöðina í Malí, en Frakkar hafa nú dregið allt her- lið sitt til baka frá landinu. Frakkar hafa eytt þar tæpum áratug í að berjast gegn íslömskum öfgahreyfingum. 30 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 SPORTÍS SKE I FAN 1 1 1 08 REYKJAV ÍK S POR T I S . I S 520-1000 BONDI 8 ER LENTUR! UPPLIFÐU HÁMARKS DEMPUN OG VELLÍÐAN Á HLAUPUM SJÁUMST Á FIT & RUN Í LAUGARDALSHÖLL! Repúblikaninn Liz Cheney tapaði í fyrrinótt prófkjöri innan flokks síns um það hver eigi að vera fulltrúi hans í Wyoming í þingkosningunum í nóv- ember. Mótframbjóðandi hennar, Harriet Hageman, fékk rúmlega tvo þriðju atkvæða, en hún naut stuðn- ings frá Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta og ýmsum öðrum framámönnum innan flokksins. Cheney, sem hefur orðið hornreka í Repúblikanaflokknum fyrir tilraunir sínar til að draga Trump til ábyrgðar fyrir áhlaupið á þinghúsið 6. janúar 2021, ávarpaði stuðningsmenn sína þegar úrslitin voru ljós, og sagði að hún hefði léttilega getað tryggt sér annað kjörtímabil með því að taka undir staðlausa stafi Trumps um for- setakosningarnar 2020. Cheney vann sama prófkjör fyrir tveimur árum með 73% atkvæða, en fékk nú ein- ungis um 29,3%. Sagðist Cheney myndu halda áfram að gera það sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að Trump sneri aftur í Hvíta húsið. „Enginn Bandaríkjamaður ætti að styðja þá sem afneita kosningunum í neina ábyrgðarstöðu. Neitun þeirra á að framfylgja réttarríkinu mun menga framtíð okkar,“ sagði Cheney, en hún hefur nú þegar verið orðuð við mögu- legt framboð í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024. Trump fagnaði niðurstöðu próf- kjörsins og sagði hana „yndislega niðurstöðu fyrir Bandaríkin“. Sagði Trump að nú gæti Cheney loks horfið í „pólitíska gleymsku“ og kallaði eftir því að þingnefndin, sem rannsakar árás stuðningsmanna hans á þing- húsið, yrði leyst upp. Það þykir hins vegar ólíkleg niðurstaða, en nefndin hefur umboð til starfa þar til næsta þing tekur við í janúar 2023. AFP/Patrick T. Fallon Prófkjör Cheney ávarpaði stuðn- ingsmenn eftir að úrslit lágu fyrir. Liz Cheney felld í prófkjöri sínu - Trump fagnar ósigri hennar Scott Morrison, fyrrverandi for- sætisráðherra Ástralíu, hafnaði í gær ásökunum um að hann hefði reynt að sölsa undir sig völdin í landinu eftir að í ljós kom að hann hafði skipað sjálf- an sig með leynd sem ráðherra yfir nokkrum ráðuneytum meðan á kór- ónuveirufaraldrinum stóð. Bæði samherjar og andstæðingar Morrisons hafa krafist þess að hann biðjist afsökunar og segi af sér þing- mennsku, og sagði Anthony Alban- ese núverandi forsætisráðherra að Morrison hefði í raun hent „lýðræð- inu í ruslið“ með skipunum sínum. Morrison sagði hins vegar í gær að hann hefði verið í fullum rétti til að grípa til neyðarvalds yfir ráðu- neytunum, en hann skipaði sjálfan sig yfir heilbrigðis-, fjármála-, við- skipta-, auðlinda- og innanríkisráðu- neytin án þess að almenningur eða hans eigin ráðherrar vissu af. „Ég var að stýra skipinu í miðjum stormi,“ sagði Morrison og sagði auðvelt fyrir þá að gagnrýna sig sem nú stæðu þurrum fótum á ströndinni eftir „storminn“. ÁSTRALÍA Hyggst ekki segja af sér þingmennsku Scott Morrison Stjórnvöld í Ísrael og Þýskalandi fordæmdu í gær ummæli Mahmuds Abbas, forseta Palestínu, á þriðju- daginn í Berlín. Abbas var þá stadd- ur á blaðamannafundi með Olaf Scholz Þýskalandskanslara, og var spurður hvort hann vildi biðjast af- sökunar á gíslatökunni á Ólympíu- leikunum í München 1972. Abbas kom sér hjá því að svara með því að segja að Ísrael hefði framkvæmt „50 slátranir, 50 hel- farir“ gegn Palestínumönnum frá árinu 1947. Scholz sagði ekkert á staðnum, en sendi síðar frá sér yfir- lýsingu um að sér hefði boðið við ummælum Abbas og að ekki væri hægt að draga samanburð milli hel- fararinnar og annarra atburða. ÍSRAEL Fordæma helfarar- ummæli Abbas

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.