Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ár er liðið um
þessar
mundir frá
því að talíbanar
héldu innreið sína í
Kabúl, eftir
tveggja áratuga
stríð við Banda-
ríkjamenn, og fullkomnuðu þar
með þá niðurlægingu, sem
fylgdi ótímabærri brottför
Bandaríkjahers frá Afganist-
an.
Talíbanar hafa ekki látið sitt
eftir liggja á þessu eina ári,
heldur hafa þeir stigið kerf-
isbundin skref til þess að koma
aftur á sama kerfi óstjórnar og
kúgunar og talíbanar gerðu er
þeir ríktu yfir Afganistan í
fyrra sinn, þrátt fyrir fögur
fyrirheit sem gefin voru um
annað. Þeir hafa til dæmis lok-
að skólum fyrir konur, dregið
verulega úr þátttöku þeirra í
atvinnulífi og samfélagi, og
hert að réttindum þeirra á
margvíslegan annan hátt.
Þá býr hinn almenni Afgani
við vansæld og illan kost, sem
erfitt er að eiga við, þrátt fyrir
vilja ríkja heims til þess að
senda neyðaraðstoð til lands-
ins. Viljinn til að veita harð-
stjórn talíbana stuðning eða
lögmæti sem réttum stjórn-
völdum í landinu er hins vegar
ekki fyrir hendi.
Ekki eitt einasta fullvalda
ríki hefur enn viðurkennt yfir-
ráð talíbana, og eignir fyrrver-
andi stjórnvalda eru enn fryst-
ar, af ótta við að talíbanar muni
einfaldlega veita þeim í stuðn-
ing við hryðjuverkasamtök líkt
og áður fyrr. Það segir sína
sögu að Ayman al-Zawahiri,
leiðtogi Al Kaída-samtakanna,
fékk að lifa óáreittur í höf-
uðborginni Kabúl, allt þar til
Bandaríkjastjórn felldi hann
með drónaárás fyrr í mán-
uðinum.
Traustið gagnvart talíbön-
um er því ekkert, hvort sem
horft er inn á við eða út á við,
en afleiðingin er sú að nærri
helmingur þjóðarinnar þarf að
draga fram lífið með einni mál-
tíð á dag og hungrið sverfur að.
Veturinn fram undan verður
því erfiður fyrir almenna Afg-
ana.
Í Bandaríkjunum hefur lítið
verið gert með þessi „tíma-
mót“, enda ekki ástæða til að
fagna. Framámenn flokkanna
tveggja benda hvorir á aðra, og
reyndi Biden Bandaríkja-
forseti meira að segja í fyrstu
að kenna um samkomulagi,
sem Trump fyrirrennari hans
og Mike Pompeo, þáverandi
utanríkisráðherra gerðu við ta-
líbana. En þó að hægt sé að
segja að Biden hafi „erft“ erf-
iða stöðu frá fyrirrennurum
sínum, hrekkur sú afsökun
hins vegar skammt í ljósi þess
að hann hafði átta
mánuði til að
hrinda áformunum
í framkvæmd,
haga framkvæmd-
inni á skyn-
samlegan hátt eða
að hætta við
áformin.
Ákvörðunin um hvernig að
brottförinni var staðið var al-
farið Bidens og í ljós hefur
raunar komið að þar fór hann
jafnvel gegn eigin ráðgjöfum,
sem bentu á að með því að
skilja eftir fámennt herlið og
einhverja getu til aðgerða í
lofti, þá hefði mátt veita her
Afgana, ekki síst sérsveitunum
sem þóttu ágætlega burðugar,
þann stuðning sem hefði dugað
til að tryggja að talíbanarnir
næðu aldrei völdum í landinu.
Biden var hins vegar svo sann-
færður um að hann hefði rétt
fyrir sér um hvernig standa
skyldi að brottförinni að hann
hlustaði ekki á neina ráðgjöf.
Þar að auki stóð hann þannig
að verki að bandamenn Banda-
ríkjanna, sem einnig voru með
herlið í Afganistan, lentu í
mestu vandræðum og kunna
Biden og Bandaríkjunum eng-
ar þakkir fyrir. Sú reynsla
þeirra mun ekki auðvelda
Bandaríkjunum að fá banda-
menn sína með í sambærilegar
aðgerðir sem kunna að verða
nauðsynlegar í framtíðinni.
Það má líka hafa í huga að
Biden hafði rýmri tíma í Afg-
anistan en Kennedy hafði 1961,
þegar hann „erfði“ áformin um
innrásina á Svínaflóa frá Eis-
enhower og hrinti þeim í fram-
kvæmd með hálfkáki sem
sömuleiðis endaði með ósköp-
um.
Hraklegri brottförinni frá
Afganistan svipar einnig til
Svínaflóainnrásarinnar á þann
veg, að ímynd Bandaríkjanna
stóð verulega löskuð eftir, og
jukust við hana mjög efasemd-
ir um að Bandaríkjastjórn gæti
staðið við þær skuldbindingar í
varnarmálum sem hún hefur
gefið um víða veröld. Ástandið
í Úkraínu, Taívan, Kóreuskaga
og víðar sýnir að það getur
skipt verulega miklu máli, að
Bandaríkjamenn standi við
skuldbindingar sínar enda er
ekki ólíklegt að reynslan frá
Afganistan hafi átt sinn þátt í
að stjórnvöld í Rússlandi töldu
hættandi á að ráðast inn í
Úkraínu.
Afganir og aðrir sitja því
uppi með afleiðingarnar af
sneypuför Bandaríkjahers frá
Afganistan en hún verður þó
vonandi til þess að þeir sem
meðhöndla varnar- og utanrík-
ismál vestanhafs í framtíðinni
dragi lærdóm af henni og taki
ekki ákvarðanir af slíku
ábyrgðarleysi.
Lífið í Afganistan
hefur farið hríð-
versnandi á einu
ári eftir hraklega
brottför Bidens}
Vond tímamót
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ísak Gabríel Rega
isak@mbl.is
V
iðkoma rjúpunnar á Norð-
austurlandi hefur aldrei
verið lakari frá því mæl-
ingar hófust árið 1964.
Þetta kemur fram í niðurstöðum frá
Náttúrufræðistofnun Íslands á mæl-
ingum í lok júlí og byrjun ágúst. Út-
koman á Vesturlandi er sömuleiðis
með því lakara frá því mælingar hóf-
ust þar sumarið 1995. Ekki er vitað
um viðkomu rjúpunnar í öðrum
landshlutum. Ólafur Karl Nielsen,
fuglafræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun, segir að óhagstætt
veðurfar í sumar sé ríkjandi þáttur í
niðurstöðunum. „Þetta tengist hret-
viðrum í síðari hluta júní og júlí þeg-
ar ungarnir eru litlir og viðkvæmir
semverður til þess að þeir krókna.“
Spurður hvort þetta séu sláandi
niðurstöður svarar Ólafur á þá leið
að þetta gerist endrum og eins. „Við-
koma á Norðausturlandi hefur verið
svona afbrigðilega lág þrisvar sinn-
um áður, árin 1966, 2011 og 2020 en
þetta er lægsta punktmarkið sem
við höfum fengið. Óhjákvæmilega
fáum við ár þar sem það er kalt,
blautt og vindasamt. Síðan koma ár
þar sem tíðin er betri. Ef veðrið er
með eðlilegum háttum geta önnur
öfl orðið ungum að fjörtjóni, þá rán-
dýr, sjúkdómar og ýmis slys sem
ungarnir verða fyrir, en það er ekk-
ert í líkingu við það sem gerist á
þessum hretviðriárum,“ segir Ólafur
og bendir á að ungarnir stráfalli
þegar það hellirignir nokkra daga í
röð.
Eins og fram kemur í tilkynn-
ingu frá Náttúrufræðistofnun fund-
ust 34 kollur og 184 ungar í taln-
ingum á Vesturlandi. Hlutfall kolla
án unga var 13%, fjöldi unga á kollu
voru 5,41 og hlutfall unga í stofni
73%. Á Norðausturlandi fundust 64
kollur og 186 ungar. Hlutfall kolla án
unga var 44%, fjöldi unga á kollu
voru 2,9 og hlutfall unga var 59%. Þá
segir í tilkynningunni að hlutfall
kolla án unga sé miklu hærra en
nokkurn tímann áður. Eins voru
ungahópar þeirra kollumæðra sem
enn héldu einhverjum ungum mun
þunnskipaðri en oftast áður. Líklegt
þykir að kollur án unga hafi reynt
varp en að annað hvort hafi þær af-
rækt eggin á varptíma eða að ungar
hafi drepist frá þeim.
„Frekari greining og túlkun á
þessu gagnasafni verður kunngerð
núna í lok ágúst en þetta eru það af-
brigðilegar niðurstöður að við vild-
um segja fólki frá þessu strax,“ út-
skýrir Ólafur. Hann segir þó að
niðurstöðurnar komi ekki á óvart í
ljósi þess hvernig tíðin var í þessum
tveimur landshlutum í sumar.
Veiði langt undir væntingum
Mælingar Náttúrufræðistofn-
unar segja til um hvernig ástandið
verður á veiðitíma en hann byrjar 1.
nóvember. Ólafur segir ljóst að veið-
in verði langt undir væntingum. „Ef
það er viðkomubrestur þá er alveg
ljóst að veiðistofninn verður langt
undir væntingum og veiðin einnig
langt undir væntingum miðað við
það sem vorstofninn gaf til kynna.“
Fjallað verður frekar um stærðina á
veiðistofninum um mánaðamótin. Þá
sendir Náttúrufræðistofnun frá sér
greinargerð til umhverfisráðuneyt-
isins. „Við metum þá stöðuna út frá
þessum niðurstöðum sem og öðrum
gögnum. Þeirri vinnu er ekki lokið
en þetta slær óhjákvæmilega á þær
væntingar sem menn höfðu í vor,
þegar mikil uppsveifla var í stofn-
inum á milli ára. En við tókum þá
strax fram að væntingarnar væru
ekki tímabærar, og best væri að bíða
til hausts til að sjá hvernig viðkoman
yrði,“ segir Ólafur að endingu.
Viðkoma rjúpunnar
afbrigðilega lök
Morgunblaðið/Ingó
Rjúpa Viðkoma rjúpunnar á Norðausturlandi hefur aldrei verið lakari frá
því mælingar hófust árið 1964 og á Vesturlandi þarf að leita aftur til 1995.
Viðkoma rjúpunnar 1964 til 2022
Fjöldi unga á kvenfugl
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1970 1980 1990 2000 2010 2020
2022
Heimild: Náttúru-
fræðistofnun Íslands
2022
V
erðbólgan í Evrópu er hvergi
lægri en á Íslandi nema þá í
Sviss. En fær íslenska þjóðin að
njóta þess? Nei, aldeilis ekki. Við
erum nefnilega með húsnæðislið-
inn í vísitölunni sem hækkar verðbólguna á
Íslandi um tæplega 4%. Flokkur fólksins hef-
ur ítrekað lagt fram frumvörp um að hús-
næðisliðurinn verði tekin út úr vísitölunni en
það er eins og að berja höfðinu við steininn
að reyna að fá þessa ríkisstjórn til að setja
hag almennings framar hag fjármálafyr-
irtækja og fjárfesta.
Hér á landi er hagur fjárfesta í forgangi og
heimilin ekkert annað en skiptimynt í huga
þeirra sem stjórna. Nú á sér stað einhver
grófasta upptaka á fjármunum og eignum
heimilanna sem um getur á síðari tímum.
Það ætti að vera öllum ljóst að háir vextir á Íslandi
hafa engin áhrif á innflutta verðbólgu og heimsmark-
aðsverð á hveiti eða olíu og það hefur ekki heldur nein
áhrif til kælingar á fasteignamarkaði að hækka álögur á
þau 98% þjóðarinnar sem ekki eru í fasteigna-
viðskiptum.
Hinar svokölluðu aðgerðir gegn verðbólgu eru langt-
um verri en verðbólgan sjálf.
Til marks um það má benda á könnun ASÍ og Ís-
landsbanka frá því í júní sl. Þá þegar höfðu mánaðarleg
útgjöld fjögurra manna fjölskyldu hækkað um 81.916
krónur á einum mánuði. Af því voru einungis 15.250
krónur vegna hækkunar á mat og bensíni á
meðan mánaðarlegar vaxtagreiðslur af 40
milljón króna óverðtryggðu láni höfðu hækk-
að um 66.666 krónur eða fimmfalt það sem
verðbólgan kostaði fjölskylduna.
Daginn eftir að RÚV birti þessa frétt
hækkaði Seðlabankinn vexti sína um heilt
prósentustig í viðbót sem leiddi til þess að
vaxtabyrði þessarar sömu fjölskyldu óx á
einu bretti um 33.333 krónur og fór upp í
99.999 sem nær sjöfaldaði greiðslubyrði
þessarar fjölskyldu umfram verðbólgu.
Um leið græða bankarnir sem aldrei fyrr
á þeim sem síst skyldi. 32 milljarða hagn-
aður þeirra á sl. 6 mánuðum samsvarar því
að hver einasti Íslendingur hafi lagt tæpar
90.000 krónur í þennan hagnað sem sam-
svarar 360.000 krónum á hverja fjögurra
manna fjölskyldu á hálfu ári.
Það er eitthvað mikið að. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
minna mig á lækna á miðöldum sem, þegar þeir vissu
ekkert hvað þeir áttu að gera, sugu einfaldlega blóð úr
sjúklingum sínum. Alveg sama hvað það var sem hrjáði
þá. Með því drógu þeir lífskraftinn og orkuna úr sjúk-
lingunum og gerðu þá enn veikari.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgunni eru
verri en verðbólgan sjálf, í mínum huga engu skárri en
sjálfur Drakúla greifi.
Ásthildur Lóa
Þórsdóttir
Pistill
Drakúla
Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.