Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 46

Morgunblaðið - 18.08.2022, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 ✝ Ólafur Bjarna- son fæddist á Selfossi 16. maí 1948. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Ingibjörg Júl- ína Guðlaugsdóttir, f. 30.7. 1923, d. 27.8. 2006, og Bjarni Kristinn Bjarnason, f. 26. maí 1916, d. 4. október 1990. Ólafur var giftur Sólveigu Þorleifsdóttur og börn þeirra eru: 1) Bjarni Þór, eiginkona hans er Vigdís Elín Vignisdóttir. Börn þeirra: a) Sandra Dís, maki Eyþór Ingi Eyþórsson. Börn þeirra eru Elektra Dís og Eyþór Bjarni. b) Vignir Hans. c) Anton Örn. 2) Þorgeir G., maki Helena Hall- dórsdóttir. Börn þeirra: a) Viktor Axel. b) Rósalind Gullý. 3) Elín, maki Elís Þ. Sigurðsson. Börn þeirra: a) Friðfinnur Bjarni Gestsson. b) Atli. Barnsmóðir Ólafs var Sessilía Jónsdóttir, eign- uðust þau einn son saman, Jón Sigurfinn. Barnsmóðir Ólafs er Takung Klang og áttu þau tvo syni sam- an, þá Alek Klang og Alex Klang. Útförin fer fram frá Grensás- kirkju í dag, 18. ágúst 2022, klukkan 14. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Óli, líkt og hann var kallaður í daglegu tali, er farinn á vit feðra sinna. Veikindi eiga það til að gera ekki boð á undan sér, eins og raunin var í tilfelli Óla bróður. Óli veiktist í nóvember á síðasta ári. Takmörkun á heimsóknum vegna Covid gerði það erfitt að heim- sækja hann, en þær fáu stundir sem við náðum saman eru mér af- ar dýrmætar. Óli var bjartsýnn að eðlisfari, hélt alltaf í vonina að ná bata og komast til fyrra starfa. En þrátt fyrir hans sterka vilja og löngun var það ekki í boði hjá þeim sem æðri eru og ráða för. Eftir átta mánaða erfiða sjúkrahúsvist kom kallið í ferðina löngu. Óli sleit barnsskónum á Sel- fossi, lauk skólaskyldu og fór snemma að vinna fyrir sér, fyrst í sveit í Meðalholtum í Gaulverja- hreppi, síðan til sjós 16 ára gam- all, sjálfsagt var það frelsið og að ráða sér sjálfur sem gerði að hann fór út í lífið svo ungur. Óli bróðir var elstur af okkur ellefu alsystkinum, einnig átti hann tvær hálfsystur. Man að mamma sagði oft „það ólgar í hon- um sjómannsblóðið“, hann sækir það í móðurættina. Óli varð fljótt eftirsóttur vinnu- kraftur til sjós. Hann byrjaði sinn sjómannsferil á Stapafellinu, sem var olíuflutningaskip. Seinna fór hann á millilandaskip, sigldi um öll heimsins höf og líkaði vel. Óli kom aldrei tómhentur heim til stórfjölskyldunnar á Austurvegi 33 og færði heimilinu gjafir stórar sem smáar, þannig var Óli stóri bróðir. Óli var sjómaður dáðadrengur, tók oft þátt í stakkasundi á sjó- mannadaginn og vann sér inn fjöldann allan af verðlaunapen- ingum. Óli fór ekki varhluta af hættum sjómennskunnar, hann slasaðist tvívegis illa; 1964 um borð í Stapa- felli og seinna skiptið um borð í togaranum Viðey 1990 og barðist hart fyrir úrbótum á öryggi sjó- manna svo fleiri þyrftu ekki að slasast á þennan hátt. Óli var sterkur, metnaðarfull- ur, þrekmikill og harður af sér í vinnu, hlífði sér hvergi. Gæska hans var ótakmörkuð, var einstaklega gjafmildur og gat ekkert aumt séð. Óli var fyrstur manna til að opna veskið sitt, ör- læti hans og gjafmildi breyttist ekki eftir að hann fór sjálfur að búa. En lífið var ekki hindrunar- laust hjá Óla bróður, sá tími kom sem hann höndlaði ekki raunveru- leikann. Hann hallaði sér að Bakkusi en leitaði sér svo hjálpar og sagði skilið við Bakkus. Óli sneri sér að útivist, ferðað- ist, málaði og stundaði stangveiði svo fátt eitt sé nefnt, ferðaðist með Ferðafélagi Íslands og einnig erlendis. Á ferðalögum erlendis var hann vanur að skrifa mömmu bréf og upplýsa hana um hagi sína á erlendri grund og spyrja frétta af fjölskyldunni. Mörg eru minningabrotin sem ég á í hugskoti mínu um hann stóra bróður minn og ætla ég að nefna eina litla og skemmtilega minningu. Þá er ég farin að búa norður á Ströndum. Óli boðaði komu sína til okkar hjónanna, hann var glaður og svolítið kíminn á svip er hann steig út úr bílnum, opnaði afturdyrnar á bílnum og dró út lítinn hvolp og sagði: „Jóna, ég kom með hvolp handa þér! Ég kom við á einum sveitabænum á leiðinni, þú verður að eiga hund fyrst þú býrð í sveit!“ sagði hann. Þetta er ein lítil saga af mörgum sem ég á og dýrmætt að eiga. Óli starfaði sem leigubilstjóri hjá BSR, átti sinn eigin bíl og var búinn að starfa sem leigubilstjóri til fjölda ára. Þess á milli var hann í Taílandi hjá fjölskyldu sinni, þar sem hann á eiginkonu og tvo syni. Með harm í hjarta kveð ég þig elsku stóri bróðir. Ég á eftir að sakna þess að hitta þig ekki á Reykjavíkurflug- velli eins og við gerðum oft síðast- liðin ár. Það var orðinn hluti af lífi mínu að skima eftir þér á bílaplan- inu er ég var þar á ferð og áttum við alltaf gott spjall saman. Þú hafðir ekkert breyst, alltaf var hugur þinn hjá okkur systkinum og spurðir þú alltaf frétta af fjöl- skyldunni minni og um hagi henn- ar og líðan. Þín systir, Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir. Ólafur Bjarnason ✝ Albert Júlíus Sigurðsson fæddist á Hring- braut 9 í Hafn- arfirði 5. maí 1951. Hann lést á líknar- deild Landspítal- ans í Kópavogi 11. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Sigurður Kristinsson mál- arameistari frá Hafnarfirði, f. 27.8. 1922, d. 4.9. 2005, og Anna Dagmar Daníelsdóttir saumakona og húsmóðir, f. 4.12. 1925, d. 24.3. 1922. Systkini Alberts eru María Kristín, f. 8.2. 1947, Dagný Bergvins, f. 1.6. 1948, Kolbrún Jóhanna, f. 20.12. 1949, d. 11.1. 2017, Daníel, f. 18.7. 1952, Haf- dís, f. 9.10. 1954, og Hjördís Anna, f. 10.8. 1959. Albert gekk í hjónaband hinn 9. október 1972 með Vil- helmínu Sigríði Ólafsdóttur hann mikinn áhuga á aksturs- íþróttum og var m.a. meðal stofnfélaga í kvartmíluklúbbi Íslands. Í janúar 1976 flutti hann með fjölskyldunni til Odense í Danmörku til að hefja tveggja ára nám við Fyns kunstskole til að mennta sig meira í mál- araiðn. Þar kynntist hann for- vörslu á málverkum en til að komast inn í það nám þurfti stúdentspróf. Fjölskyldan flutti því til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk stúdentsprófi á þremur árum. Haustið 1982 hóf hann nám í Konunglega danska listaháskólanum í Kaupmannahöfn í forvörslu. Albert flutti til Íslands sum- arið 1986 og bjó í Hafnarfirði eftir það. Eftir að hann fluttist heim starfaði hann sem mál- arameistari en einnig var hann atkvæðamikill í félagsstarfi Hauka í handboltanum þar sem hann missti sjaldan af leik í meistaraflokki karla og kvenna og var hann sæmdur silfurstjörnu félagsins á síðasta ári en hún er veitt fyrir frá- bært starf í þágu félagsins. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 18. ágúst 2022, klukkan 13. fjármálastjóra frá Reykjavík, f. 8.8. 1951. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Ólafur Pálmi Erlendsson, f. 27.7. 1924, d. 28.5. 1981, og Magnea Dag- mar Gunnlaugs- dóttir, f. 25.6. 1930, d. 16.4. 1997. Börn Alberts og Vilhelmínu eru: 1) Davíð Freyr, f. 18.9. 1973, maki Tinna Þorvaldsdóttir, f. 9.9. 1978, þau eiga fjögur börn, Ísabellu Ösp, Börk Elí, Anítu Eik og Birki Leó. 2) María, f. 16.6. 1978, maki Ólafur Guð- björnsson, f. 19.12. 1975, þau skildu. Þau eiga tvö börn, Berglindi og Elísabetu Freyju. Albert ólst upp í Hafnar- firði, var í Kató, Lækjarskóla og síðan Flensborg. Hóf síðan nám í Iðnskólanum og lauk sveinsprófi í málaraiðn árið 1972. Á þessum árum hafði Alli ólst upp á Hringbraut 9 í Hafnarfirði. Hann fæddist á Hringbrautinni og má segja að hann hafi búið þar nánast alla tíð, því þegar hann hóf búskap með konu og börnum keypti hann neðri hæðina í húsinu. Hamarinn var aðalleiksvæðið okkar á þessum tíma, þar hitt- umst við krakkarnir í hverfinu í alls konar leikjum. Hann brallaði margt sem ungur drengur með bróður sínum og vinum, það var aldrei lognmolla þar sem þeir voru. Alli gekk í skátahreyfinguna Hraunbúa og var farið í margar útilegur og þar fékk hann útrás í alls konar verkefnum. Alli fór í sveit að Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi þegar hann var lítill drengur. Hann hafði mikinn áhuga á bílum og fóru mörg kvöldin í að lagfæra jeppann til að geta tekið þátt í keppnum og sandspyrnum, þar naut hann sín vel. Oft var fjölmenni í bílskúrnum á Hring- brautinni, miklar pælingar í gangi með flækjur, upphækkanir og hvernig mætti hækka í púst- inu svo allir heyrðu vel í bílnum þegar ekið var um götur bæj- arins. Hann var einn af þeim sem stofnuðu Kvartmíluklúbbinn og vann ötullega að því að koma honum á fót. Alli stundaði málaraiðn hjá pabba (Sigurði Kristinssyni) og kom þar Straumsvík mikið við sögu, pabbi sá um alla málning- arvinnu á staðnum og þá voru körfubílar og önnur stór farar- tæki notuð í verkið. Hann fór síðan í diplómanám í Óðinsvéum í Danmörku, síðan í Konunglega listaháskólann og lærði forvörslu, eftir heimkomu starfaði hann sem sjálfstæður málarameistari. Alli var Haukamaður fram í fingurgóma. Hann starfaði mikið innan félagins í mörg ár. Mætti á alla leiki og lifði sig inn í hvern leikinn á fætur öðrum. Hann var sæmdur silfurstjörnu Hauka ár- ið 2021 og hafði áður fengið gull- pening og silfurpening félagsins. Hann fékk heilablóðfall árið 2017 og átti hann eftir það erfitt með ýmsa hluti varðandi daglegt líf, fór í endurhæfingu og náði þar góðum árangri. Alli giftist Vilhelmínu Ólafs- dóttur, þau slitu samvistir. Eign- uðust þau tvö börn, Davíð og Maríu. Alli átti sex barnabörn sem hann var mjög stoltur af. En núna í sumar hallaði und- an fæti og barðist hann hetju- lega við þann vágest sem krabbamein er. Nú er komið að kveðjustund elsku Alli okkar, við vitum að okkar nánustu ættingjar hafa tekið þér opnum örmum í Sum- arlandinu. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar elsku María, Davíð og fjöl- skyldur. Megi góður guð geyma þig elsku bróðir. Þín systkini, María, Dagný, Daníel, Hafdís og Hjördís. Albert lést hinn 11. ágúst á líknardeildinni í Kópavogi eftir stutta sjúkrahúslegu. Þótt leiðir okkar hafi skilið á ég margar góðar minningar frá þeim 16 ár- um sem við vorum saman. Jeppaferðir um landið með góð- um vinum, kvartmílan og tor- færukeppnir áttu hug hans allan og það var alltaf gaman í þessum ferðum. Bílskúrinn á Hring- brautinni var alltaf fullur af vin- um, ýmist við bílaviðgerðir eða spjall. Við Albert eignuðumst tvö yndisleg börn saman sem nú hafa gefið okkur sex barnabörn sem eru gullmolarnir mínir í dag. Það verð ég honum ævin- lega þakklát fyrir. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Vilhelmína. Albert Júlíus Sigurðsson ✝ Björgvin Alex- andersson fæddist á Suður- eyri við Súganda- fjörð 17. septem- ber 1923. Hann lést á Landspítal- anum í Fossvogi 29. júlí 2022 eftir skammvinn veik- indi. Foreldrar Björgvins voru Al- exander Jóhannsson, sjómaður og smiður, f. 30.10. 1892, d. 29.11. 1979, og Margrét Sig- urðardóttir húsfrú, f. 10.2. 1899, en hún lést árið 1943 um aldur fram. Alsystkini Björg- vins eru Sigurður Kristján, f. 25. nóv. 1920, d. 23. okt. 2007, Marvin, f. 12. júní 1922, d. 24. maí 1923, Guðmunda Berta Bjarney, f. 11. mars 1926, d. 17. okt. 1999, og Jóhann, f. 14. okt. 1934, d. 30. mars 2018. Samfeðra systkin voru Mik- kalína María, f. 18. mars 1914, d. 29. sept. 2001, Jónína Krist- ín, f. 2. apríl 1915, d. 5. júlí 2003, og Berta Guðný, f. 19. aldar. Björgvin var afar náinn föður sínum og afa og varði miklum tíma með þeim við smíðar og önnur störf sem þeir sinntu. Hann vann ýmis störf sem til féllu, var um hríð á sjó en það átti þó lítið við hann og honum leið betur í landi. Þegar hann var 19 ára gamall fékk hann berkla sem þá voru hér landlægir. Björg- vin fór af þeim sökum suður á berklahælið á Vifilsstöðum. Þar dvaldi hann af og til á annan áratug, náði hann síðan fullri heilsu. Hann fann ástina er hann kynntist starfsstúlku á Vífilsstöðum, henni Hrefnu, þau giftu sig árið 1962. Þau byrjuðu að búa á Álfhólfsveg- inum hjá systur Björgvins, þar voru þau þangað til þau fluttu í íbúð sína í Ljósheimunum þar sem þau voru fram á síðasta dag. Björgvin vann um tíma í Keflavík í beitingu, fór síðan ásamt bróður sínum að vinna uppi á velli með kananum. Lengst af vann hann hjá Agli Vilhjálmssyni við afgreiðslu bílavarahluta, þegar sú versl- un lagði upp laupana þá lauk hann starfsævinni hjá Skelj- ungi. Útför Björgvins fer fram í Guðríðarkirkju, Grafarholti, í dag, 18. ágúst 2022, kl. 13. ágúst 1916, d. 27. mars 1917. Björg- vin er síðastur sinna systkina til að kveðja. Eiginkona Björgvins var Hrefna Jóhanns- dóttir frá Bakka- gerði í Jökuls- árhlíð, f. 2. júlí 1936, d. 5. nóv- ember 1983, langt fyrir aldur fram. Þau eign- uðust fjögur börn: andvana dreng, f. 16. maí 1962; Jóhann Þór, f. 22. september 1964; Söndru Margréti, f. 17. ágúst 1969, og Önnu Rós, f. 13. sept- ember 1977. Björgvin ólst upp við gott atlæti og ástríki á Suðureyri sem þá var býsna innilokað og einangrað þorp en mannlíf gott og fólk dró ekki af sér í lífsbaráttunni. Æskan og ung- lingsárin liðu við skólagöngu, leik og störf og víst er að ekki hafa alltaf verið skýr skil þar á milli í íslensku sjávarþorpi á þriðja og fjórða áratug síðustu Í dag kveðjum við ástkæran föður minn, Björgvin Alexand- ersson. Þessi hetja náði næstum að fagna 99 ára afmæli sínu. Frá því ég man eftir mér var ég al- gjör pabbastelpa. Man eftir að hafa beðið eftir honum uppi í brekku til að sýna hvað ég væri orðin góð á skíðum. Fimm eða sex ára fékk ég „lánaðan“ bjór sem pabbi hafði fengið gefins að utan, tók hann upp í brekku og leyfði krökkunum að smakka með mér; agalegt sport, en árin urðu nokkur í næsta bjór. Pabbi var alltaf mikill reglu- maður, hvorki reykti né drakk, og var duglegur að hreyfa sig alla tíð, göngutúrar alla daga meðan hann gat. Hann elskaði að dansa, þau mamma fóru í Ár- tún og Glæsibæ og fleiri staði, þegar hún féll frá hélt hann áfram að dansa, held að það hafi lyft aðeins andanum á þessum tíma. Þegar afi flutti suður á Hrafn- istu fórum við alltaf saman fyrir kvöldmat í heimsókn. Pabbi var mjög duglegur að sinna afa á Hrafnistu, þangað var gaman að koma, fá sögur frá afa og ná að kynnast honum þannig að þessar stundir voru ómetanlegar. 1983 stendur hann uppi einstæður faðir með þrjú börn, fyrst á eftir féllust honum hendur, verkefnið væri of stórt, en eftir samtöl var ákveðið að fjölskyldunni yrði haldið saman og allt gert til að það gengi. Mikið vorum við þakklát að þetta gekk eftir. Pabbi vann lengi hjá Agli Vil- hjálmssyni, hann var mjög stolt- ur af vinnunni sinni, hann hafði fengið tækifæri eftir að hafa ver- ið á Vífilsstöðum, þeir sem höfðu verið þar áttu oft erfitt með að fá vinnu. En hann kemur þarna inn, reglumaðurinn sem hann var gat hann unnið sig upp, það þótti gott að hafa hann frammi í búð að selja varahluti því hinir voru kannski ekki alltaf jafn- þurrir. Egill sagði síðar að pabbi hefði verið einn hans allra besti starfsmaður og alltaf hægt að stóla á hann. Pabbi kunni alltaf vel að meta að Egill gerði sér lít- ið fyrir og gerðist ábyrgðarmað- ur að láni sem pabbi þurfti til að geta keypt sinn fyrsta bíl, Mosk- víts, hann var honum alltaf þakk- látur fyrir allan hans stuðning. Pabbi elskaði bílana sína og fór mjög vel með þá, það vel að þeir sem keyptu af honum fengu hann nánast eins og úr umboð- inu. Eitt af mínum fyrstu verk- um í handavinnu í skólanum var að sauma út púða með mynd af bíl og bílnúmerinu hans, púðinn fékk heiðurspláss. Þótt pabbi færi sjaldan vestur var taugin vestur alltaf sterk, hann sá alltaf eftir að hafa tapað vestfirskunni þegar hann kom suður, hefði viljað halda betur í þessar hefðir. Alla tíð var minni hans með yfirburðum gott, mundi allar dagsetningar og viðburði, hálf- gerður límheili. Hann viðhélt þessu með því að glíma við orða- leikinn í Mogganum alla daga. Hann elskaði líka allar hæfi- leikakeppnir, s.s. Voice og BGT, einnig var hann vel inni í enska boltanum, fylgdi Chelsea og var með öll nöfn leikmanna á hreinu. Nú er komið að lokum þessa kafla elsku pabbi, við hittumst seinna og höldum áfram spjall- inu. Efast ekki um að mamma hafi tekið fagnandi á móti þér. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og allan þinn tíma. Elska þig um alla tíð, þangað til næst. Kveðja, Sandra. Björgvin Alexandersson Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.