Morgunblaðið - 18.08.2022, Page 48
48 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
www.gilbert.is
VELDU ÚR MEÐ SÁL
FRISLAND 1941
50 ÁRA Þórey er Reykvíking-
ur, ólst upp í Breiðholti en býr í
miðbænum. Hún er viðskipta-
fræðingur að mennt frá HÍ og
MBA frá HR & CEIBS. Hún er
annar eigenda Empower ásamt
Dögg Thomsen sem þær stofn-
uðu fyrir tveimur árum. „Em-
power er nýsköpunarfyrirtæki í
jafnréttislausnum og við vorum
að fá 300 milljóna króna fjár-
mögnun í vor sem við erum að
nýta til að þróa hugbúnað sem
hjálpar fyrirtækjum og stofn-
unum til að ná utan um jafnrétti
og fjölbreytni á vinnustöðum og
fer á alþjóðlegan markað 2023.“
Þórey hefur komið víða við í
stjórnunarstöðum á ferlinum en
hefur einnig einbeitt sér að úti-
vist síðustu árin. Hún er í sjósundshópnum Marglyttunum sem synti boðsund
yfir Ermarsund 2019 til að vekja athygli á plastmengun í sjó og svo gekk hún
yfir Vatnajökul 2020 með kvennahópi á vegum Lífskrafts sem styrkir krabba-
meinsdeildina á Landspítalanum.
„Þegar ég er ekki að vinna stunda ég útivist, sund, hlaup, hjól, fjallgöngur,
utanvegahlaup, fjallaskíði og gönguskíði, bæði með manninum mínum og vina-
hópi. Svo ferðast ég mikið. Við hjónin vorum í Colorado í apríl þegar maðurinn
minn átti afmæli. Þar eru mjög flott skíðasvæði og gaman að skíða en sonur
minn er í námi þar. Þess vegna fórum við þangað. Við förum síðan til Marra-
kesh og svo Sitges daginn eftir afmælið mitt og ætlum að vera þar í nokkra
daga.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Þóreyjar er Magnús Orri Marínarson Schram, f.
1972, framkvæmdastjóri Rauðukamba. Börn Þóreyjar eru Vilhjálmur Kaldal
Sigurðsson, f. 1998, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, f. 2005. Börn Magnúsar
Orra eru Sigríður María Egilsdóttir, f. 1993, og Hallmar Orri Schram, f. 1999.
Foreldrar Þóreyjar: Hjónin Vilhjálmur Óskarsson, f. 1952, d. 2021, og Elín-
borg Proppé, f. 1954. Hún er búsett í Kópavogi.
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þér verður hrósað mikið fyrir árang-
ur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið.
Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum
annarra þá virðingu sem þú vilt þér til
handa.
20. apríl - 20. maí +
Naut Hagaðu máli þínu svo að enginn sé í
vafa um hvað þú vilt. Greindu kjarnann frá
hisminu og einbeittu þér að aðalatriðunum.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú átt auðvelt með að ná til ann-
arra og það hjálpar þér að koma þínum mál-
um fram. Hóf er best á hverjum hlut og það
á við um það sem gert er í eigin þágu.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Viðkvæmt mál ber á góma og þótt
þér sé mikil raun að ræða álit þitt á því verð-
urðu að gera það. Hertu upp hugann og
reyndu að halda þínu striki.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það kann eitt og annað að koma þér á
óvart í dag. Það getur valdið misskilningi ef
þú ferð of hratt fram með þín mál.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Sláið öllum þýðingarmiklum samn-
ingaviðræðum á frest því þetta er ekki rétti
dagurinn til þess að standa í ströngu.
Dragðu bara djúpt andann.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það vefst fyrir þér að ganga frá máli
sem þér hefur verið falið að leiða til lykta.
Það er hætt við að samskipti þín við fólki í
valdastöðum gangi ekki nógu vel í dag.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú ert rómantísk manneskja og
í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi.
Öll samskipti þín við aðra ganga að óskum í
dag.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Forðastu allar skyndiákvarðanir,
sérstaklega á sviði fjármála. Hlustaðu á það
sem sagt er við þig, það gæti komið þér að
góðum notum.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það er engin ástæða til þess að
fela allar sínar tilfinningar. Temdu þér virð-
ingu fyrir sjónarmiðum annarra.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Sumt af því sem þú ert að reyna
að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú
veist að það mun hefja keðjuverkun og líf
þitt verður aldrei samt. Fylgdu innsæi þínu.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Láttu ekki þörfina fyrir félagsskap
blinda þig svo að þú sýnir ekki aðgæslu í
umgegngi við ókunnuga. Smá samkeppni
gæti valdið uppþoti.
og starfsþjálfun hjá norrænni sam-
kirkjulegri stofnun í Sigtuna. Þar
kynntist hann mörgu góðu fólki en
var gjörsamlega óráðinn um fram-
Hreinn tók þátt í leiksýningum
leikklúbbsins í Hagaskóla og sótti
leiklistarnámskeið hjá Ævari R.
Kvaran. Hann hafði hug á því að ger-
ast leikari og sótti um leiklistarskóla
í Svíþjóð. Það gekk ekki eftir. Síðan
fór hann í Kennaraskólann og lauk
þar kennaraprófi og nokkru síðar
stúdentsprófi utanskóla, kenndi
þann vetur með náminu í Hvassaleit-
isskóla í Reykjavík. Hann kenndi á
Selfossi í tvo vetur og tók þátt í
störfum Leikfélags Selfoss. „Sá tími
er einkar dýrmætur í minningunni
og starfið í leikfélaginu var mennt-
andi og þroskandi.“
Árið 1976 hóf Hreinn nám í guð-
fræði og lauk því 1981. Námið í
deildinni var ógleymanlegt, kenn-
arar og samstúdentar. „Ég var ekki
alinn upp í kristinni trú en ömmu-
systur mínar höfðu stundum guðs-
orð á vörum. Þær ráku saumastofu
og saumuðu kjóla á hefðarfrúr bæj-
arins. Á einum veggnum á sauma-
stofunni voru þrjár myndir, ein af
Ólafi Thors, ein af séra Bjarna Jóns-
syni og ein af frelsaranum. Þetta
voru þeirra menn. Allt stórmenni.“
Eftir að guðfræðináminu lauk fór
Hreinn til Svíþjóðar og var í náms-
É
g get verið mjög þakk-
látur fyrir þau ár sem
eru að baki þótt á
ýmsu hafi gengið,“
segir Hreinn Há-
konarson, „kannski þakklátur fyrir
að hafa lifað af og ekki síst fyrir að
lífið skyldi svo leiða mig á góðar slóð-
ir – hvað er betra en góð eiginkona,
börn og barnabörn?“
Hreinn fæddist 18. ágúst 1952 í
Reykjavík og ólst upp á Hverfisgötu,
Grímsstaðaholtinu og Öldugötu.
„Það var fátækt á mínu heimili og
húsnæðið á Grímsstaðaholtinu var
kallað Grimsbý og þau sem þar
bjuggu kölluð Grimsbýlýður og voru
ekki hátt skrifuð í samfélaginu,“ seg-
ir Hreinn. Í Grimsbý bjó fólk við
kröpp kjör, fátækt fólk og sumt var
óreglufólk, félagslegar aðstæður
voru daprar og á ýmsu gekk þar.
„Það var undarleg æska sem ég átti
þarna og minningar óskýrar um
margt.“
Leiksvæðið var Grímsstaðaholt og
þar í kring voru íbúðabraggar. Þá
stóð bygging Háskólabíós og Hótels
Sögu yfir á svipuðum tíma og grunn-
ar þeirra voru mikill ævintýra-
heimur. „Það sem bjargaði mér úr
þessum uppeldiseldi var að ég átti
góða móður sem hélt alltaf ró sinni,“
segir Hreinn, „og ömmu og ömmu-
systur sem bjuggu í Kvosinni.“ Í
augum barnsins hafi þær búið í öðr-
um heimi. Þá var föðurbróðir hans,
Haraldur Guðmundsson fasteigna-
sali, systkinunum ómetanleg hjálp-
arhella þegar þungt var fyrir fæti á
heimilinu. „Við systkinin vorum sex
að tölu og faðir okkar var fjarlægur
faðir og oft ógnandi og hann þekkti
ég lítið sem ekki neitt.“
Hreinn segir að árin í Melaskóla
séu góð í minningunni og hafi hann
varið miklum tíma í bókasafninu í
skólanum hjá Sigvalda kennara sem
tók mikið í nefið. „En skólanámið var
dálítið skrykkjótt, Melaskólaárin,
því það uppgötvaðist ekki fyrr en í
tólf ára bekk að ég sá ekki á töfluna.
Hafði þó fengið gleraugu sjö ára en
þau týndust fljótt og sjóndepran
gleymdist öllum og sjálfum mér. Það
var dálítil upplifun að sjá allt í einu
skýrt á töfluna.“
tíðina og slysaðist svo til á Hviids
Vinstue í Kaupmannahöfn að sækja
um Söðulsholtsprestakall á Snæ-
fellsnesi. „Það var mikið gæfuspor
sem ég sé ekki eftir, æðri hand-
leiðsla á sérstökum stað.
Þessi ár fyrir vestan voru ein mín
bestu ár – paradísarár. Kona mín,
Sigríður Pétursdóttir, kenndi við
Laugargerðisskóla og börnin komu í
heiminn. Sveitaprestsþjónustan
gekk vel fyrir sig og kynni af sveita-
menningunni voru háskóli út af fyrir
sig en í sveit hafði ég aldrei verið fyr-
ir utan eitt ár á Reykjadalsheimilinu
í Mosfellsdal fyrir börn sem áttu for-
eldra í vanda.“
Hreinn var prestur í Söðulsholts-
prestakalli 1982-1993, fangaprestur
1993-2019 og frá 2019 sérþjónustu-
prestur á Biskupsstofu. Árin 26 í
fangaprestsþjónustunni reyndu
stundum á en þau voru gefandi.
„Hörmulegar uppeldisaðstæður
margra fanga voru sjálfum mér ekki
ókunnar og því taldi ég mig geta
skilið þá þokkalega og vona að ég
hafi gert það,“ segir Hreinn.
Hreinn sat m.a. í stjórn Presta-
félags Íslands í átta ár og jafnlengi á
kirkjuþingi. Hann sat í stjórn Vernd-
ar í áratugi og sem formaður í tíu ár
og ritstjóri Verndarblaðsins í rúman
áratug.
„Ég hef nóg að gera þó að starfs-
lok blasi við,“ segir Hreinn. „Síðast-
liðinn vetur hóf ég listfræðinám í
Háskóla Íslands og fer af fullum
krafti áfram í það í haust.“ Hreinn er
ritstjóri og eigandi vefblaðsins
Kirkjublaðið.is og hefur því verið vel
tekið af áhugasömu fólki um kirkju-
mál og guðfræði.
Hreinn býr undir Esjurótum á
Kjalarnesi – hefur búið þar í rúman
aldarfjórðung. Tengdaforeldrar
hans hófu þar trjárækt fyrir hálfri
öld og hann og kona hans sinna því
verki núna. „Þar er ætíð nóg að gera.
Engin verkefni fara frá þér, þau eru
þarna og þú ert hér – svo er bara að
sjá hvert hugur þinn leiðir þig þenn-
an daginn eða hinn. Svo er ég ham-
ingjusamur, og það er allnokkuð, og
fæ að vera eins og ég er.“
Hreinn og Sigríður verða í Halle í
Þýskalandi á afmælisdaginn.
Hreinn Hákonarson, sérþjónustuprestur og ritstjóri Kirkjublaðsins.is – 70 ára
Með barnabörnunum Hreinn og Sigríður ásamt barnabörnum um síðustu ára-
mót. Frá vinstri: Arna Sigríður, Vigdís Mirra, Hreinn með Ferdinand Pétur,
Sigríður með Hönnu Rakel, Sigríður Saga, Herdís, Petra Ósk og Haraldur Ingi.
Engin verkefni fara frá þér
Afmælisbarnið Hreinn.
Til hamingju með daginn