Morgunblaðið - 18.08.2022, Page 49

Morgunblaðið - 18.08.2022, Page 49
DÆGRADVÖL 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Sundföt og strandfatnaður í úrvali! „RÓAÐU ÞIG, KONA, ÞETTA ER BARA ÆFING. EF ÞETTA VÆRI RAUNVERULEGT NEYÐARÁSTAND HEFÐIR ÞÚ HRINGT Í MIG.“ „ÞETTA ER NÝJASTA LÍKAMSRÆKTAR- TÆKIÐ. BOXIÐ INNIHELDUR UPPBLÁSNA TENGDAMÚTTU OG HAFNABOLTAKYLFU!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila baðher- bergisspeglinum með glöðu geði. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ÞARF AÐ FINNA AFMÆLISGJÖF HANDA LÍSU LJÓTUR RAMMI? EITTHVAÐ FLOTT BÍDDU! EKKI ÞETTA VIÐ EIGUM BLÓM SEM HÆFA HVERJU TILEFNI… …HVAÐ GERÐIRÐU? LÖGREGLAN NEYÐARLÍNAN 112 Fjölskylda Eiginkona Hreins er Sigríður Pét- ursdóttir, f. 2.10. 1953, kennari og deildarstjóri á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Foreldrar hennar: hjónin Halldóra Hermannsdóttir, f. 23.2. 1929, kaupkona og húsmóðir, búsett í Reykjavík, og Pétur Har- aldsson, f. 3.7. 1925, d. 28.7. 1993, prentari, kaupmaður og fræðimaður. Sigríður átti frá fyrra hjónabandi Halldóru Sigtryggsdóttur, f. 28.8. 1975, kennara og leikskólastjóra. Eiginmaður hennar er Ólafur Arnar Arthúrsson Morthens, tölvunar- fræðingur. Þau eiga þrjú börn og búa í Reykjavík. Börn Sigríðar og Hreins eru: 1) Haraldur, f. 29.1. 1985, guðfræðingur og doktor í mið- aldasagnfræði. Kona hans er dr. Silke Müller félagsfræðingur. Þau eiga eitt barn og búa í Trier í Þýska- landi; 2) Jóhanna, f. 4.4. 1987, þroskaþjálfi. Maður hennar er Arn- ar Már Brynjarsson tölvunarfræð- ingur. Þau eiga tvö börn og búa í Reykjavík. 3) Pétur, f. 16.5. 1990, sérfræðingur í utanríkisráðuneyt- inu. Kona hans er Erna Árnadóttir viðskiptafræðingur, eiga þau tvö börn og búa í Reykjavík. Systkini Hreins: Guðmundur Hilmar Há- konarson, hálfbróðir, samfeðra, f. 16.12. 1941; Kristján Ó. Skagfjörð Hákonarson bílstjóri, f. 20.9. 1946, d. 24.6. 2015; Emil Ingi Hákonarson sjómaður, f. 20.9. 1947; Jóhann Há- konarson heildsali, f. 15.3.1949; Ing- ólfur S. Hákonarson verkamaður, f. 9.1. 1951, d. 3.6. 2020, og Ingileif B. Hákonardóttir verkakona, f. 8.4. 1954, d. 22.12. 2017. Foreldrar Hreins voru Hanna Skagfjörð húsmóðir, f. 1.1. 1919, d. 2.9. 1989, og Hákon Guðmundsson verkamaður, f. 2.2. 1917, d. 13.6. 1966. Þau bjuggu í Reykjavík. Hreinn Hákonarson Vilborg Ólafsdóttir húsfreyja á Eyrarbakka Hjörtþór Illugason verslunarþjónn á Eyrarbakka Gústava Emilía Hjörtþórsdóttir Skagfjörð húsmóðir í Reykjavík Kristján Ó. Skagfjörð heildsali í Reykjavík Hanna Skagfjörð húsmóðir í Reykjavík Jóhanna Friðrika Hafliðadóttir húsfreyja í Flatey Ólafur Jón Kristjánsson Skagfjörð verslunarstjóri í Flatey á Breiðafirði Gróa Bjarnadóttir húsfreyja á Kálfsstöðum Bjarni Magnússon bóndi á Kálfsstöðum í Rangárþingi Ingileif Bjarnadóttir húsmóðir í Reykjavík Guðmundur Egilsson kaupmaður og trésmiður í Reykjavík Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja Egill Steindórsson formaður í Þorlákshöfn og bóndi á Þorgrímsstöðum í Ölfusi Ætt Hreins Hákonarsonar Hákon Guðmundsson verkamaður í Reykjavík Ármann Þorgrímsson gefur heil- ræði á Boðnarmiði. Hér er heilræði 10: Íþróttir ef æsa þig á þær horfir lengi þá mun stressið sýna sig seinna færð þú strengi. Hér er heilræði 11: Þegar ellin þrengir að og þoka sveipar heilabú skalt þú vinur skilja það að skemmtilegastur ert þú Og hér heilræði 12: Eru blöðin ekki fá sem okkur falla í hendur legg þú trúnað ekki á allt sem þarna stendur. Náttúruskoðun eftir Guðmund Arnfinnsson (stuðlafall, hringhent): Ferðalangar fráir ganga á tinda, ýmsir hanga á ystu nöf, útsýn fanga um lönd og höf. Maðurinn með hattinn yrkir: Þegar ég burt úr búknum svíf er býsna fátt sem geymist, allt manns starf og allt manns líf á endanum hérna gleymist. Enn yrkir hann: Viðkunnanleg ellin er þó afl og þróttinn rýri. Ég lifað hef og leikið mér í lífsins ævintýri. Hólmfríður Bjartmarsdóttir bæt- ir við: Með aldrinum sjarminn af þér skín- ef að þú sinnir lukkunni. Ég borða mitt konfekt og bergi vín en bótoxið reddar svo hrukkunni. Fréttir eru um að vörubílar verði á ferð á 7-8 mínútna fresti með vik- ur. Anton Helgi Jónsson yrkir: Hratt hratt keyrir trukkatrukk trukkalukka, klukka. Hratt hratt vill hún sukkasukk sukka, bukka, rukka. Limran „Dómkirkjuprestur emb- ættar“ eftir Guðmund Arnfinnsson: Sigurður gamli séra er sífellt að vísitera og líður um stræti léttur á fæti, en er löngu búinn að vera. Þórarinn í Kílakoti kvað: Hjónin rifust ósköp ótt, aldrei höfðu stundar frið. Við dyrnar hékk þó dag og nótt: Drottinn blessi heimilið. Og að lokum: Þegar Palli þenur gúl þykir kárna gaman. Hann er eins og karakúl- kynblendingur í framan. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Heilræði og náttúruskoðun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.