Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022
Riðill Þórs frá Þorlákshöfn í Evr-
ópubikar karla í körfuknattleik
verður leikinn í Mitrovica í Kósóvó
dagana 27. til 30. september. Eins og
áður lá fyrir mætir Þór liði Petrolina
AEK frá Kýpur í átta liða úrslitum
riðilsins. Sigurvegarinn mætir svo
belgíska liðinu Antwerp Giants í
undanúrslitum. Eitt lið af þeim átta
sem skipa riðilinn kemst í að-
alkeppni Evrópubikarsins í vetur.
Þór féll úr leik í undanúrslitum gegn
Íslandsmeisturum Vals á Íslands-
mótinu á síðustu leiktíð og tapaði
bikarúrslitum gegn Stjörnunni.
Þórsarar spila
í Kósóvó
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Evrópukeppni Þór frá Þorlákshöfn
leikur Evrópuleiki í Kósóvó.
Kvennalandslið Íslands í handbolta
leikur báða leiki sína við Ísrael í for-
keppni HM á Ásvöllum en leika átti
heima og að heiman. Handknattleiks-
sambönd þjóðanna hafa komist að
samkomulagi þess efnis. Fyrri leik-
urinn fer fram laugardaginn 5. nóv-
ember og seinni leikurinn degi síðar.
Átti fyrri leikurinn að vera hér á landi
2. eða 3. nóvember og seinni leikurinn
í Ísrael 5. eða 6. nóvember. Sigurliðið
úr einvíginu fer í umspilseinvígi um
sæti á lokamóti HM 2023 sem haldið
verður í Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð í desember á næsta ári.
Útileikurinn leik-
inn á Ásvöllum
Morgunblaðið/Eggert
Ásvellir Íslenska landsliðið í hand-
bolta leikur tvo leiki á heimavelli.
FRJÁLSAR
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jóns-
son og kringlukastarinn Guðni Val-
ur Guðnason tryggðu sér í gær sæti
í úrslitum í sínum greinum á Evr-
ópumótinu í frjálsíþróttum en mótið
fer fram í München í Þýskalandi.
Hilmar kastaði lengst 76,33
metra, sem er hans besta kast á
árinu og hans annað besta kast frá
upphafi. Íslandsmet FH-ingsins er
77,10 metrar. Kastið kom í þriðju
og síðustu umferðinni. Fram að því
hafði hann lengst kastað 72,87
metra í öðru kasti. Fyrsta kastið
var ógilt. Hilmar er fyrsti Íslend-
ingurinn í sögunni til að fara í úrslit
í sleggjukasti á stórmóti en hann
hafði áður keppt á tveimur heims-
meistaramótum.
Hilmar var með þriðja lengsta
kastið í sínum riðli á eftir Quentin
Bigot frá Frakklandi, sem kastaði
77,22 metra og Pólverjanum og ól-
ympíumeistaranum Wojciech No-
wicki sem kastaði lengst 78,78
metra.
Lengst allra kastaði hins vegar
Pawel Fajdek, sem var í hinum
kasthópnum. Lengsta kast Pólverj-
ans var 79,76 metrar. Þrír aðrir í
þeim hópi köstuðu lengra en Hilm-
ar Örn og var Íslendingurinn því
með sjöunda lengsta kastið í und-
anriðlinum.
Síðastur inn í úrslitin
Guðni Valur Guðnason kastaði
kringlunni lengst 61,80 metra og
rétt slapp inn í úrslitin en hann var
í neðsta sæti af þeim tólf sem fóru
áfram. Íslandsmet Guðna í grein-
inni er 69,35 metrar.
Guðni er í fyrsta skipti í úrslitum
á Evrópumótinu, í þriðju tilraun, og
í fyrsta skipti í úrslitum á stórmóti,
en hann hefur keppt á tvennum Ól-
ympíuleikum og einu heimsmeist-
aramóti sömuleiðis. Hann hafnaði í
22. sæti á EM í Amsterdam árið
2016 og í 16. sæti í Berlín árið 2018.
Hann hefur því bætt sig á hverju
Evrópumóti til þessa.
Heimsmeistarinn bestur
Simon Pettersson og Daniel
Ståhl, sænskir lærisveinar Vésteins
Hafsteinssonar, komust báðir í úr-
slit. Ståhl kastaði 66,39 metra og
Pettersson kastaði lengst 62,39
metra.
Slóveninn Kristjan Ceh var með
nokkra yfirburði í undanriðlunum
en hann kastaði lengst 69,06 metra
og setti nýtt Evrópumeist-
aramótsmet. Ceh varð einmitt
heimsmeistari í Eugene í Banda-
ríkjunum í síðasta mánuði. Áð-
urnefndur Ståhl var með næst-
lengsta kast allra í undanriðlunum
og Austurríkismaðurinn Lukas
Weishaidinger og Litháinn Mykolas
Alekna voru jafnir í þriðja sæti með
65,48 metra.
Úrslitin í sleggjukastinu fara
fram í kvöld og hefjast klukkan
18:10 að íslenskum tíma. Kringlu-
kastið fer fram annað kvöld og
hefst klukkan 18:20 að íslenskum
tíma.
Hilmar og Guðni í úrslit
- Hilmar í úrslit með besta kasti ársins - Guðni Valur í úrslit í fyrsta sinn
- Sænskir lærisveinar Vésteins fóru áfram - Slóveninn sló mótsmetið
AFP/Patrick Smith
Einbeittur Hilmar Örn Jónsson er fyrsti Íslendingurinn sem fer í úrslit í
sleggjukasti á Evrópumóti, eftir lengsta kast ársins í München í gær.
Toppslagur Breiðabliks og
Víkings úr Reykjavík var frábær
skemmtun í alla staði.
Það hefur verið talað mikið
um boltasækjana í leiknum en
þeir voru mjög duglegir að grýta
boltanum til Blika á meðan þeir
tóku sér góðan tíma í það að
koma boltanum í hendurnar á
Víkingum í hvert sinn sem bolt-
inn fór út af vellinum.
Óíþróttamannslegt eða
ekki, þá hlýtur það að vera öllum
ljóst að skilaboðin, sem bolta-
sækjarnir fengu fyrir toppslag-
inn, hafi verið á þá leið að það
ætti að gera allt til þess að
hægja á Víkingunum.
Þetta er svo sem þekkt taktík
í Evrópuboltanum. José Mour-
inho, sá mikli meistari, hefur allt-
af átt frábært samstarf við
boltasækina í gegnum tíðina,
allavega þegar hann er á heima-
velli.
Boltasækjarnir eru klárlega,
í einhverri mynd, hluti af leiknum
og þeir geta klárlega haft áhrif á
hann eins og margsinnis hefur
verið sannað.
Ég hafði lúmskt gaman af
þessu þó ég geti rétt ímyndað
mér að þetta hafi farið óstjórn-
lega í taugarnar á Víkingum, sér-
staklega ef einhverjir þeirra
horfðu aftur á leikinn eins og ég
gerði.
Menn hafa verð duglegir að
skiptast á skoðunum á sam-
félagsmiðlum og svona umræður
gera líf okkar fjölmiðlamanna
bæði auðveldara og ánægju-
legra.
Það er gaman að fá smá ríg í
íslenska boltann og þar sem
þetta hafði lítil áhrif á úrslit
leiksins þá get ég allavega, sem
frekar hlutlaus stuðningsmaður,
glott út í annað yfir svona uppá-
tækjum.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar úr Reykjavík, var besti
leikmaður 13. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morg-
unblaðsins. Ólöf Sigríður skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Þrótt-
arar unnu stórsigur gegn ÍBV á Avis-vellinum í Laugardal á þriðjudaginn
en Ólöf fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum. Ásamt Ólöfu fengu
Blikarnir Agla María Albertsdóttir og Karitas Tómasdóttir einnig tvö M
fyrir frammistöðu sína gegn KR. Þróttarinn Katla Tryggvadóttir er í liði
umferðarinnar í fimmta sinn í sumar og þær Karitas, Cyera Hintzen, fram-
herji Vals, og Caroline Van Slambrouck, varnarmaður Keflavíkur, eru all-
ar í liðinu í þriðja sinn.
Ólöf best í 13. umferðinni
13. umferð
í Bestu deild kvenna 2022
4-3-3
Tiffany Sornpao
Selfoss
Katla Tryggvadóttir
Þróttur R.
Cyera Hintzen
Valur
Sigrún Gunndís
Harðardóttir
Afturelding
Málfríður Erna
Sigurðardóttir
Stjarnan
Susanne
Friedrichs
Selfoss
Karitas
Tómasdóttir
Breiðablik
Agla María
Albertsdóttir
Breiðablik
Ana Paula Silva
Keflavík
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Þróttur
Caroline Van Slambrouck
Keflavík
2
2
2
3
3
3
5
Njarðvík þarf aðeins tvo sigra til við-
bótar til að gulltryggja sér sæti í 1.
deild karla í fótbolta eftir 2:1-
útisigur á Haukum í 2. deildinni í
gærkvöldi. Leikurinn var heima-
leikur Hauka en þrátt fyrir það var
leikið á Origo-vellinum á Hlíð-
arenda, þar sem verið er að leggja
nýtt gervigras á Ásvöllum.
Þá spilaði Njarðvík í varatreyjum
Vals, þar sem Gunnar Oddur Haf-
liðason, dómari leiksins, er litblindur
og rauðar treyjur Hauka og grænar
treyjur Njarðvíkinga hefðu gert
honum erfitt fyrir vegna þessa.
Kristófer Dan Þórðarson kom
Haukum yfir með marki úr víti á 14.
mínútu en Ari Már Andrésson jafn-
aði á 37. mínútu og Sölvi Björnsson
gerði sigurmarkið á 73. mínútu.
Þróttur úr Reykjavík, sem er í
öðru sæti, missteig sig í Ólafsvík og
gerði 3:3-jafntefli við Víking. Hinrik
Harðarson gerði tvö mörk fyrir
Þróttara og Andri Þór Sólbergsson
gerði slíkt hið sama fyrir Víking.
Nánar er fjallað um deildina á
mbl.is/sport.
Morgunblaðið/Eggert
Hlíðarendi Njarðvíkingar, sem léku í Valstreyjum, fögnuðu sigri á Haukum
á Hlíðarenda í gærkvöldi og þurfa nú aðeins tvo sigra í viðbót.
Njarðvíkingar þurfa að-
eins tvo sigra til viðbótar
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit:
Víkingsvöllur: Víkingur R. – FH ............. 20
1. deild karla, Lengjudeildin:
Vogar: Þróttur V. – Grótta ....................... 18
Framvöllur: Kórdrengir – Vestri............. 18
Extra-völlur: Fjölnir – Grindavík ............ 18
Varmá: Afturelding – KV .................... 19.15
Würth-völlur: Fylkir – Selfoss ............ 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Kaplakriki: FH – HK ................................ 18
Í KVÖLD!
Vináttulandsleikir karla
Georgía – Tyrkland ............................ 88:101
Grikkland – Pólland ........................... 101:78
Slóvenía – Serbía .................................. 97:92
Vináttulandsleikir kvenna
Frakkland – Kína ................................. 58:52
086&(9,/*"
Svíþjóð
Bikarinn, riðlakeppni:
Anderstorp – Skövde .......................... 28:39
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 3
mörk fyrir Skövde.
_ Skövde 2 stig, Ystad 2, Amo HK 0, And-
erstorps 0.
Kungälv – Sävehof .............................. 28:39
- Tryggvi Þórisson skoraði 2 mörk fyrir
Sävehof.
_ Sävehof 4 stig, Rimbo 2, Kungals 0,
Skånela 0.
Skånela – Skara................................... 21:30
- Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði 4 mörk
fyrir Skara og Ásdís Guðmundsdóttir 2.
_ Skara 2 stig, Hallby 0, Kungsangens 0
Skånela 0.
E(;R&:=/D