Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ chicaco sun times New york times Bráðfyndin og skemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með uppistandaranum Jo Koy í aðalhlutverki B andaríski kvikmyndaleik- stjórinn Jordan Peele kvaddi sér eftirminnilega hljóðs með hrollvekjunni Get Out árið 2017, taugatrekkjandi allegóríu um kynþáttahatur í Banda- ríkjunum. Sagði hún af ungum svört- um manni sem heldur með hvítri unn- ustu sinni í glæsihýsi foreldra hennar úti á landi. Allt virðist í lukkunnar vel- standi en eitthvað er þó bogið við hegðun hinna hvítu, þeir eru hrein- lega of vingjarnlegir og of uppteknir af kynþætti gests síns og menningu. Grunur kærastans reynist á rökum reistur, eitthvað djöfullegt er á seyði og eitthvað hryllilegt í vændum. Næsta mynd Peeles, Us, var að sama skapi allegóría og ádeila á ofbeldis- dýrkun og stéttaskiptingu í Banda- ríkjunum. Titillinn líka tvíræður, bæði hægt að skilja hann sem „við“ og sem „US“, þ.e. United States eða Banda- ríkin. Um leið lék Peele sér með minn- ið um tvífarann, „doppelgänger“, þar sem tvífarar aðalpersóna myndar- innar reyndu að myrða frummynd- irnar. Var myndin öllu tormeltari en frumraun Peeles og sú þriðja, Nope, er jafnvel erfiðari að melta, sem hefur sína kosti og galla. Það er alltaf gam- an að leysa þrautir en þær mega ekki vera of erfiðar, hvað þá óleysanlegar. Hvað er eiginlega á seyði? „Nope“ útleggst á íslensku sem „neibb“ og orðið kemur fyrir nokkrum sinnum í myndinni, á stundum þegar veruleikinn er orðinn svo furðulegur og ógnvekjandi að réttast er bara að segja „neibb“ og þá í merkingunni að neibb, þetta er bara ekki að gerast. Það bara getur ekki verið! En júbb, þetta er að gerast, eins ótrúlegt og það nú virðist í augum aðalpersóna og bíógesta. Myndin hefst á stórfurðu- legu og ógnvekjandi atriði þar sem simpansi gengur berserksgang í myndveri sjónvarpsstöðvar. Hann er útataður blóði og greinilegt að margir liggja í valnum. Skór stendur upp á rönd líkt og honum sé haldið uppi af ókunnu afli. Bíógestir fara strax að klóra sér í höfðinu. Hvað er eiginlega á seyði? Víkur sögunni næst að búgarði þar sem hestar eru ræktaðir og tamdir fyrir tökur á kvikmyndum og sjón- varpsþáttum. Þar búa og starfa af- komendur fyrsta mannsins sem fram kom í hreyfimynd, þeldökks knapa á hesti á sögufrægum ljósmyndum Edwards Muybridge. Á þennan for- föður sinn minna afkomendur hans í kynningu á tökustað við litlar und- irtektir viðstaddra og áhugaleysi. Eru áhorfendur með því minntir á stöðu svartra í kvikmyndabrans- anum, að þeir hafi ýmist litla athygli fengið eða hreinlega ekki fengið að vera með nema sem aðstoðarmenn eða þjónar hinna hvítu. Þegar fjölskyldufaðirinn deyr eftir að fá óvæntan hlut í höfuðið þarf son- ur hans, OJ (Kaluuya), að taka við rekstrinum. Hann er dulur og and- stæða systur sinnar, orkuboltans Em (Palmer), sem virðist hugsa meira um að koma sjálfri sér á framfæri en að bjarga búgarðinum. Í nágrenni bú- garðsins er fjölskyldugarður helg- aður villta vestrinu og þurfa systkinin að selja eiganda hans, Ricky Park (Yeun), nokkra hesta til að greiða upp skuldir. Park er fyrrverandi barna- stjarna úr sjónvarpi og ekki allur þar sem hann er séður og dag einn birtist einkennilegur hlutur á himni sem gæti bæði reynst systkinunum gull- náma og ógnað tilveru þeirra. Best að vita sem minnst Nú hef ég farið eins varlega og ég get í að lýsa söguþræðinum enda er myndin þess eðlis að lítið má segja frá því sem fyrir augu ber til að spilla ekki fyrir. Það gerist ekki oft að myndir komi manni jafnhressilega á óvart og þessi og stiklugerðarmenn samtímans virðast margir hverjir reyna sitt besta þegar kemur að því að skemma fyrir manni væntanlegar kvikmyndir. Því er best að vita sem minnst um Nope og helst ekki horfa á stiklu eða lesa dóma. Peele leikur sér að kvikmynda- forminu og oftar en ekki með áhuga- verðum hætti. Hrollvekjan er Peele sem fyrr hugleikin og nokkur góð hryllingsatriði prýða myndina. Nokk- ur eru líka annars eðlis en þau í fyrstu virðast og stundum stutt í glensið hjá leikstjóranum. „Þú hélst að þetta væri svona mynd en ónei, hún er sko ekki svona!“ gæti Peele hafa hugsað með sér við handrits- skrifin og glott við tönn. Eina stund- ina minnir myndin á sígildar hroll- vekjur á borð við Shining eða Jaws og aðra á geimverumyndir á borð við Close Encounters of the Third Kind. Þegar öllu er á botninn hvolft gætu skilaboð myndarinnar verið þau að ögra ekki hinu óþekkta eða halda að maður geti beislað náttúruna, eitt- hvað í þá veru. Myndin gæti líka verið ádeila á þörf okkar fyrir afþreyingu, hvað sem hún kann að kosta. Túlka má þessa torkennilegu kvikmynd á ýmsa vegu og undir hverjum og ein- um komið hvort sú hugarleikfimi er skemmtileg á endanum eða bara pirr- andi. Ég naut myndarinnar og nú, mörgum dögum eftir að hafa séð hana, er ég enn að velta henni fyrir mér. Það hljóta að vera meðmæli þótt ekki sé Nope gallalaus kvikmynd. Knapi Daniel Kaluuya í hlutverki OJ á hestbaki í Nope og í bakgrunni sést Keke Palmer sem leikur systur hans, Em. Neibb, getur ekki verið! Smárabíó, Háskólabíó, Laugar- ásbíó og Sambíóin í Egilshöll, Álfabakka og Keflavík Nope bbbmn Leikstjórn og handrit: Jordan Peele. Aðalleikarar: Daniel Kaluuya, Keke Palmer, Brandon Perea, Michael Win- cott og Steven Yeun. Bandaríkin, 2022. 130 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Þýski kvik- myndaleikstjór- inn Wolfgang Petersen er lát- inn, 81 árs að aldri, af völdum krabbameins. Petersen var einkum þekktur fyrir drama- tískar spennu- myndir sínar, þeirra á meðal Das Boot en kom þó við í fleiri greinum kvikmynda og leikstýrði til að mynda ævintýra- og barnamynd- inni The Neverending Story. Af öðrum myndum má nefna Troy, Air Force One og In the Line of Fire. Das Boot var fyrsta kvikmyndin sem vakti heimsathygli á Petersen en hún gerist um borð í þýskum kafbáti í seinni heimsstyrjöldinni. Hlaut hún lof gagnrýnenda og mikla aðsókn auk þess að vera til- nefnd til sex Óskarsverðlauna. Næsta mynd Petersens var hin gjörólíka en sígilda The Neverend- ing Story og fyrsta mynd hans með ensku tali. Sló hún að sama skapi í gegn. Petersen hlaut fjölda verð- launa og tilnefninga á ferli sínum og vann með margri kvikmynda- stjörnunni. Wolfgang Petersen látinn, 81 árs Wolfgang Petersen Hin alþjóðlega pí- anóhátíð Vest- fjarða, Westfjords Piano Festival eins og hún nefn- ist á ensku, hófst í gær og stendur yfir til og með 21. ágúst. Verða tón- leikar haldnir á Patreksfirði, Tálknafirði og Ísafirði. Píanóleik- ararnir sem fram koma eru Myung Hwang Park, Peter Toth og Andrew J. Yang. Yang er stofnandi hátíð- arinnar og býr á Patreksfirði. Hann er fæddur og uppalinn í Kaliforníu og leggur stund á doktorsnám í píanóleik við USC Thornton School of Music í Los Angeles. Dagskrá hátíðarinnar má finna á icelandpianofestival.com. Píanóhátíð hafin á Vestfjörðum Andrerw J. Yang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.