Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.08.2022, Blaðsíða 54
AF MYNDLIST Anna Jóa annajoa@hi.is Í tilefni af nýlegri andlitslyftingu mósaíkverks Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu í Reykjavík var í grein minni sem birtist í blaðinu hinn 26. maí síðastliðinn fjallað um öflugan þátt kvenna í listskreyt- ingum hér á landi á 6. og 7. ára- tugnum, nánar tiltekið þeirra Gerðar, Nínu Tryggvadóttur og Barböru Árnason. Fleiri konur létu til sína taka á þessu tímabili sem einkenndist af nýstárlegu samstarfi á sviði myndlistar og byggingarlistar undir formerkjum módernismans, og má þar nefna Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) og Eyborgu Guðmundsdóttur (1924-1977). Hér verður fjallað um nokkur slík verk þeirra í samhengi þeirrar óhlutbundnu formtúlkunar – ýmist lífrænna eða geómetrískra forma – sem einkenndi listsköpun og hvers kyns hönnun og listiðnað á tímabilinu. Geómetrían fól í sér áherslu á frumformin, eða eins og Eyborg orðaði það eitt sinn í viðtali við Morgunblaðið: „Hringur, ferhyrn- ingur og lína eru undirstaða alls umhverfis okkar og í öllu áþreifan- legu lífi – og það er hægt að brjóta þessi form upp í óendan- legum tilbrigðum.“ (Mbl. 29.11. 1975.) Á ferlinum einbeitti Eyborg sér að möguleikum í samleik hrings, ferhyrnings og línu og var jafnframt meðal þeirra listamanna sem svöruðu kalli samtímans í alþjóðlegri myndlist um að kanna rýmislega virkni listaverka og þátttöku áhorfandans í listrænni merkingarsköpun. Ofnir húsgaflar Júlíana Sveinsdóttir var einn frumherjanna í íslenskri nútímalist en hún skapaði sér nafn sem list- málari og listvefari hér á landi og í Danmörku, þar sem hún var lengst af búsett. Raunar taldist hún snemma brautryðjandi nú- tímamyndvefnaðar í Skandinavíu og þótt víðar væri leitað. Nytja- vefnaður eins og húsgagnaáklæði, efni í fatnað og fleira var í fyrstu tekjulind sem gerði Júlíönu meðal annars kleift að ferðast heim á sumrin til að mála og túlka náttúr- una sem stóð hjartanu næst – og safna þar jurtum til litunar á íslenskri ull í vefnaðinn. Mynd- vefnaðurinn í veggteppum hennar þótti nýstárlegur og vakti mikla hrifningu á yfirlitssýningu á verk- um Júlíönu í Listasafni Íslands árið 1957 og þá ekki síst hið óhlut- bundna myndmál sem einkennir þau. Í lofsamlegri grein, „Listsýn- ing Júlíönu Sveinsdóttur. Abstrakt list úr íslenzku bandi“ í Morgun- blaðinu, kemur Nína Tryggva- dóttir listmálari auga á náin tengsl milli viðfangsefna veggteppanna og málverkanna á sýningunni. Til marks um þá athygli sem verk Júlíönu vöktu um þetta leyti má nefna að danski arkitektinn Steen Eiler Rasmussen bauð henni að vinna verk á gluggalausa gafla tveggja íbúðarhúsa í hinu nýja Tingbjerg-hverfi í Kaupmannahöfn sem hannað var út frá metnaðar- fullum hugmyndum um félagslegt húsnæði þar sem sameinuðust hugmyndir um fagurfræði og nota- gildi. Verkefnið var styrkt af Listasjóði danska ríkisins. Júlíana hafði numið gerð fresku- og mósaíkmynda við dönsku listakademíuna á 3. áratugnum og sýnt slíkar myndir hér heima, og ljóst er að fjölþætt reynsla hennar kom í góðar þarfir við útfærslu verkanna í Tingbjerg. Segja má að þau séu ofin á mósaíkkenndan hátt inn í húsgaflana með sérvöldum, mismikið brenndum tígulsteinum í ýmsum litablæbrigðum. Rétt eins og í vefnaðinum notaði Júlíana náttúruleg, nærtæk efni í mynd- gerðinni. Steinarnir voru höggnir til, tölusettir og við hleðsluna tóku verkin smám saman á sig mynd: annars vegar er um að ræða geó- metrískt samspil hringlaga forma og lína og þríhyrnds forms gafls- ins sem og taktfastar línur hleðsl- unnar; hins vegar er lífrænt form, sem minnir á fuglsvæng – og eiga myndirnar samsvörun í viðfangs- efnum veggteppa Júlíönu frá svip- uðum tíma. Fáeinum árum síðar hlotnaðist listamanninum sá heið- ur að vera fengin til að gera list- skreytingu í formi veglegs vegg- teppis fyrir nýjan dómsal Hæstaréttar Danmerkur í tilefni 300 ára afmælis stofnunarinnar. Þótt Tingbjerg-hverfið hafi af ýmsum ástæðum ekki orðið sú ind- æla og hagkvæma lífsumgjörð sem stefnt var að (eins og fjallað er um í bókinni Tingbjerg – vision og virkelighed, 2020), þá endurspegla verk Júlíönu og þátttaka í þessu verkefni áhuga hennar á því að tvinna saman hugvit, handverk og iðnað í anda þeirra nútímahreyf- inga í listum sem miðaði að heild- arhugsun og samþættingu list- greina. Spírall, ferhyrningur og lína Þegar Eyborg Guðmundsdóttir hélt undir lok 6. áratugarins til Parísar í myndlistarnám hreifst hún af möguleikum geómetrískrar listsköpunar til að mynda tengsl við áhorfandann og umhverfið og þá einkum op-listarinnar þar sem gert er út á sjón- og rúmskynjun áhorfandans. Í París tengdist hún þekktum op-listamönnum og varð virtur meðlimur í sýningarhópi sem vann að skörun myndlistar, arkitektúrs og hönnunar og sótti innblástur til listhugmynda frá fyrstu áratugum 20. aldar sem kenndar eru við konstrúktífisma, de Stijl og Bauhaus. Innblásin af hugmyndum um tengsl myndlistar og samfélags sagði hún í viðtali við Alþýðublaðið í tilefni af opnun einkasýningar á Mokka-kaffi árið 1966, þá nýkomin frá París, að listaverk „ættu að vera snarari þáttur í lífi fólks en nú er og koma til þess í verksmiðjur og hvert sem er“. Hún sat ekki við orðin tóm, heldur tók virkan þátt í félagsstarfi hér heima og hafði frumkvæði að skipulagningu list- viðburða víða um land í þeim til- gangi að færa listina út í lífið; til fjölsóttra staða þar sem margir gætu notið hennar. Og á Mokka hefur eitt geómetrískra op- listaverka Eyborgar frá sýning- unni hangið í glugganum allar göt- ur síðan, verk unnið með akríl- málningu, viði og plexígleri sem kallar áhorfandann til leiks sem hverfist um skynjun hans sjálfs í tíma og rúmi. Eða eins og blaða- maður orðar það í upphafi viðtals: „Þetta eru engar venjulegar myndir, heldur síkvikar. Vetrar- skuggarnir hafa brugðið á leik milli lita og forma og halda áfram sköpunarstarfi listamannsins.“ Um þetta leyti lauk hún við stórt verk sem einnig býður upp á síkvik form. Í þessu stílhreina verki raungerðist í fyrsta sinn áhugi Eyborgar á samslætti Tilbrigði við form – Kvenna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tengsl Þúfan tengir á snjallan hátt saman menningu og náttúru; sérkenni íslenskrar byggingararfleifðar, menningarsögu, landslag og gönguleiðir. 54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2022 www.danco.is Heildsöludreifing Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Handsápa 310 ml Handsápa 310 ml Ambiance línan frá Countryfield er með vönduð glerglös með einstökum ilmum í fallegum gjafaöskjum Romance ilmur: Black currant and pear, s, jasmine, orange blos- som, patchoulli, tonga bean and vanilla. Golden delight: anilla, pear, tonka bean, lmonds, cinnamon and cloves. Jasmine, roses and lavender. Ilmstrá 120 ml iri Ilmstrá 120 ml V a Ilmkerti 11 cm Ilmkerti 9 cm Lúxus umhverfisvæn soya kerti Ilmkerti 9 cm Ilmkerti 11 cm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.