Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 www.heimsferdir.is Tenerife Flug aðra leið til 9.900 Flug aðra leið frá Flugsæti Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki liggur fyrir hvað gert verður við flakið af fóðurprammanum sem sökk í Reyðarfirði í byrjun síðasta árs. Honum var lyft af botni fjarð- arins um síðustu helgi og hefur nú verið færður að bryggju á Reyðar- firði þar sem hann situr á botninum á meðan fóðrinu er dælt úr honum. Fóðurpramminn Muninn var í eigu Laxa fiskeldis, nú Ice Fish Farm. Hann sökk í byrjun janúar á síðasta ári. Talið er að hann hafi sokkið vegna illviðris og ísingar. Hann var mannlaus. Þegar rann- sóknarnefnd samgönguslysa af- greiddi lokaskýrslu um málið, fyrr á þessu ári, var tekið fram að flakið yrði skoðað þegar það yrði tekið upp. Aðstæður eru nú að skapast til þess. Aðgerðir gengu vel Dregist hefur að lyfta flakinu af botni fjarðarins vegna hættu á að mengun bærist í nálægar laxakvíar. Nú eru þær tómar og tækifærið því gripið. Aðgerðir Köfunarþjónust- unnar gengu vel og samkvæmt áætl- un, að sögn Jens Garðars Helgason- ar, aðstoðarforstjóra Ice Fish Farm. Kranaprammi var fenginn frá Nor- egi til að lyfta Munin af botni og dráttarbátur dró þá síðan að bryggju á Reyðarfirði. Þar verður fóðrinu dælt úr tönkum skipsins og ástand þess kannað áður en lengra er hald- ið. Jens Garðar segir að gert verði við sprungur á prammanum þannig að hann komist á flot. Nýju prammarnir öruggari Spurður hvað gert verði við flakið segir Jens Garðar að það verði ákveðið í samráði við trygginga- félagið. Sjálfur telur hann að allur búnaður um borð sé ónýtur en óvíst hvort hægt sé að nota skrokkinn. Ice Fish Farm fékk lánspramma frá Noregi til að ljúka eldislotunni. Jens Garðar segir að félagið hafi fengið nýja pramma í sumar og sé því vel í stakk búið til að fóðra fiskinn á nýjum stöðum. Í ljósi reynslunnar var til þess horft við kaup á nýju fóð- urprömmunum að þeir þyldu ísingu og öldu betur en Muninn. Óvíst hvað verður um prammann - Fóðurprammanum Munin lyft af botni Reyðarfjarðar og færður til hafnar Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Í höfn Fóðurpramminn Muninn situr á botni við bryggju á Reyðarfirði. Efsti hluti fóðursílóanna stendur upp úr og verður fóðrinu dælt í land. Spurningaþátturinn Ertu viss? hef- ur göngu sína á mbl.is á fyrsta degi septembermánaðar, í umsjón systr- anna Evu Ruzu, útvarps- og stjörnufréttakonu á útvarpsstöðinni K100, og Tinnu Miljevic. „Við erum sjúklega spenntar. Þetta er þáttur sem ekki hefur ver- ið gerður með sama sniði áður hér á landi og við hlökkum til að fá að keyra hann áfram,“ segir Eva Ruza og kveðst lofa áhorfendum og þátt- takendum góðri skemmtun. Þetta sé í fyrsta skipti sem hún nái að troða Tinnu systur sinni fram fyrir myndavélina. „Það tók mig þrjár tilraunir að fá hana til að gera þetta með mér,“ segir Eva og hlær. „Ég þurfti samt ekki að hafa í neinum hótunum eða mútum við hana eða neitt þvíum- líkt. Skemmtileg viðbót Það er ótrúlega gaman að fá tækifæri til að taka þátt í svona flottu og stóru verkefni með systur sinni. Við munum leiða hvor aðra í gegnum þetta og erum alveg til- búnar í þetta,“ segir Eva. „Framleiðslan í kringum þetta hefur verið mjög metnaðarfull og þetta er rosalega framsækinn þátt- ur sem er að fara í gang.“ Viska og hraði Ertu viss? er skemmtiþáttur sem reynir á unga sem aldna visku- brunna. Spilaðar verða fimm lotur í hverjum þætti þar sem hver lota inniheldur fimm spurningar sem háðar eru ákveðnu þema; menningu og listum, dægurmálum, tónlist, íþróttum eða fréttum líðandi stund- ar. Spilað er upp á hvaða þátttak- andi er sneggstur að svara rétt. Vinningarnir í Ertu viss? verða með glæsilegasta móti þar sem tíu efstu þátttakendur í hverri lotu verða leystir út með vinningum. Einn þátttakandi fær aðalvinning fyrir að vera efstur í öllum fimm lotunum í hverjum þætti. Spurningaþátturinn er því skemmtileg viðbót við fjölbreytta þáttagerð úr smiðju Árvakurs í framleiðslu Studio M. Nýr spurningaþáttur fer í loftið á mbl.is - Systurnar Eva Ruza og Tinna Miljevic með umsjón Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Þetta eru okkar aðgerðir til þess að svara ákalli almennings og stjórnvalda um að leggja lið bar- áttunni gegn verðbólgunni, sem er í hæstu hæðum um þessar mundir,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. Verslunin hefur ákveðið að frysta verð á 240 vörum til þess að sporna við verð- bólgu. Um er að ræða nauðsynja- vörur og matvörur frá vörumerkj- um Krónunnar og First Price, til dæmis samlokubrauð, kjúklinga- læri, klósettpappír og dömubindi. Hvetja til sparnaðar Spurð hvers vegna þessar vörur hafi orðið fyrir valinu segir Ásta: „Þessar vörur endurspegla að stórum hluta innkaupakörfuna í daglegum innkaupum almennings. Með þessu viljum við höfða til viðskiptavina okkar og hjálpa þeim eftir fremsta megni að spara í innkaupum. Með því að velja þessi vörumerki erum við að tryggja þeim vörur á föstu verðlagi fram að áramótum, að minnsta kosti,“ segir hún en fyrir- komulagið kemur til endurskoð- unar þá. „Við erum með fleiri aðgerðir í undirbúningi en þetta er kannski sýnilegast gagnvart viðskiptavin- inum,“ segir Ásta. Verðbólga mældist 9,9% í júlí og hækkaði Seðlabankinn stýri- vexti um 0,75% í gær. Ásta útskýrir að verð á þessum vörum muni lækka, komi til geng- isstyrkingar eða lækkunar á inn- kaupaverði. „En ef innkaupaverð hækkar eða gengisveiking verður munum við ekki skila þeirri hækkun út í verðið til viðskipta- vina,“ segir hún. Frysta verð á mat og nauðsynjum - Krónan vill berjast gegn verðbólgu - Verðlagning á 240 vörum fer í frost Ásta Sigríður Fjeldsted

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.