Morgunblaðið - 25.08.2022, Page 4

Morgunblaðið - 25.08.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 KVENNAFERÐ ÚÚ Á EL PLANTIO GOLF RESORT Komdu með í hina vinsælu kvennaferð ÚÚ. Spilað verður golf á komu- og brottfarardegi og ótakmarkað golf alla daga. Fararstjóri mun sjá um að setja upp golfmót og aðrar skemmtanir og uppákomur. Á meðan á golfferðinni stendur verða ýmis mót, ásamt því að boðið verður upp á sérstaka næringarstöð í miðjum hring (kampavín og huggulegheit). Hópurinn mun fara út að borða til Alicante og gera eitthvað annað skemmtilegt. Fararstjóri ferðarinnar er hún Aðalheiður Jorgensen. BEINT FLUG, INNRITUÐ TASKA 20 KG. OG HANDFARANGUR, GISTING Á EL PLANTIO MEÐ MORGUNMAT, FLUTNINGUR Á GOLFSETTI, AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, ÓTAKMARKAÐ GOLF ALLA DAGA, GOLFBÍLL OG SKEMMTILEG DAGSKRÁ INNIFALIÐ Í VERÐI: VIKULÖNG GOLFFERÐ 04. - 11. OKTÓBER VERÐ FRÁ 209.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA VERÐ FRÁ 229.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Fararstjórinn Aðalheiður Jorgensen ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS „Hér er verið að níðast á eldri borg- urum, öryrkjum og barna- fjölskyldum!!!“ skrifaði Guðlaugur Stefán Pálmarsson á skilti sem hann setti upp við Laugarvatnsveg. Að hans sögn hafði hann fengið leyfi fyrir því að setja upp skiltið en var síðar gert að fjarlægja það og kom hann því þá fyrir við hjólhýsi sitt. Að hans mati hefði í það minnsta mátt útvega gáma á svæðið svo fólk gæti hent því sem það neyðist nú til að rífa niður. Hann gefur lítið fyrir þau rök sveitarstjórnarinnar að brunavarnir á svæðinu séu ekki nægilega góðar og bendir á að eftir sinni bestu vit- und hafi aðeins kviknað einu sinni í hjólhýsi á svæðinu á þeim 50 árum sem það hefur staðið. „Þau leiddu okkur á asnaeyrunum og buðu okk- ur að borga 50 milljónir til að bæta aðstöðuna og það átti bara eftir að skrifa undir en síðan bara birtist hún í fjölmiðlum án þess að tala við kóng eða prest og segir að allir eigi að vera farnir fyrir áramót.“ Þá segir hann að aðgerðir sveit- arstjórnar kosti fólk ekki aðeins fjármuni heldur einnig andlega og líkamlega heilsu. „Margir hérna skrifa dauðsfall 77 ára konu sem var búin að vera hérna í 30 ár með hýsi á þessar aðgerðir,“ segir hann og tek- ur fram að konan hafi æst sig þegar þeim var tilkynnt að yfirgefa svæðið fyrir áramót og stuttu seinna hafi hún fengið heilablóðfall. Morgunblaðið/Eggert Níð „Það er komið verr fram við okkur en glæpamenn og búpening.“ Heilablóðfall stuttu eftir tilkynninguna Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Til stendur að leggja niður hjól- hýsabyggð á Laugarvatni en margir eigendur hjólhýsa á svæðinu fengu nýlega bréf frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar þess efnis að til stæði að loka fyrir rafmagn og vatn á svæðinu hinn 1. september. Þyrftu eigendurnir því að taka sam- an dótið sitt sem fyrst og yfirgefa svæðið. Í september 2020 var tekin ákvörðun um að leggja niður hjól- hýsabyggð á svæðinu vegna þess að brunavarnir væru ekki metnar nægilega traustar. Síðan þá hafa sveitarstjórn Bláskógabyggðar og Samhjól, Samtök hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, verið í samninga- viðræðum um möguleikann á áframhaldandi hjólhýsabyggð. Öll- um tilboðum Samhjóls var þó hafn- að og var samþykkt á fundi sveit- arstjórnarinnar í lok júní á þessu ári að engir leigusamningar yrðu endurnýjaðir og þyrftu eigendur hjólhýsa því að yfirgefa svæðið fyrir áramót. Þetta staðfestir Hrafnhild- ur Bjarnadóttir formaður Samhjóls í samtali við Morgunblaðið. Sárt að fara eftir 28 ár „Útslagið gerði bréfið sem við fengum fyrir viku. Þau sögðu að það yrði lokað fyrir rafmagn og vatn 1. september því það hefði alltaf verið gert, sem er haugalygi,“ segir Sól- veig Manfreðsdóttir, eigandi hjól- hýsis á svæðinu, en hún bendir á að aldrei hafi verið lokað fyrir rafmagn á svæðinu og yfirleitt verið lokað fyrir vatnið fyrir fyrstu frostanótt en ekki fyrr. Sólveig hefur verið með hjólhýsi á svæðinu í 28 ár og segir virkilega sárt að þurfa nú að færa sig um set eftir svo mörg ár af góðum stundum og hlýjum minn- ingum. Eftir mótmæli fólks á svæðinu var dagsetningunni þó frestað og er núna stefnt á að loka fyrir vatn og rafmagn á svæðinu í lok september. „Þau ætla að vera svo elskuleg að gefa okkur frest út september en það dugar mér ekki,“ segir hún og bætir við að um mikið verk sé að ræða enda þurfi að skrúfa í sundur palla sem standa við mörg hjól- hýsin og jafnvel þurfi sumir að rífa heilu húsin. Sólveigu finnst verst að áður en bréfið barst hafi alltaf fyrirfundist von hjá fólkinu á svæðinu. „Við trúðum ekki öðru eftir allt sem við vorum búin að bjóða; stórar fjár- hæðir og að laga hitt og þetta, en þá kom bara neitun,“ segir hún og bætir við að sveitarstjórnin hafi boðið upp á falska von með því að setja skilyrði fyrir áframhaldandi hjólhýsabyggð og standa í samn- ingaviðræðum langt fram á sumar. Að hennar mati hefur fólkið á svæðinu því í raun ekki nema þrjá til fjóra mánuði til að pakka öllu saman og færa um set. Sólveig segir þá að sú ástæða sem sveitarstjórnin gefur fyrir því að leggja niður hjólhýsabyggð á svæðinu hafi tekið sífelldum breyt- ingum síðustu tvö ár. Fyrst hafi það verið vegna brunavarna og síð- an hafi Ásta Stefánsdóttir sveitar- stjóri Bláskógabyggðar tilkynnt að það þyrfti að gera deiluskipulag fyrir svæðið og því þyrfti að fjar- lægja hjólhýsin og allt sem fylgdi þeim. „Þetta er allt saman fyrir- sláttur og þau vilja aldrei gefa upp hvað á að gera með þetta svæði.“ Sólveig bendir á að margir á svæð- inu hafi neyðst til þess að gefa mikið af eigum sínum eða losa sig við þær þar sem erfitt sé að selja hjólhýsi um þessar mundir og lítill tími til að ráðstafa eigum á nýjan stað. „Það eru margir að gefa húsin sín gegn því að aðrir fjarlægi þau.“ „Þetta er andlegt ofbeldi“ Þegar Morgunblaðið bar að garði í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni voru hjónin Kristín Óskarsdóttir og Unnar Atli Guðmundsson á fullu við að rífa niður hýsi sitt á svæðinu með tveimur kúbeinum. Þau segja að ekki sé annað í boði fyrir þau en rífa hýsi sitt því ekki sé hægt að selja það og ómögulegt að færa það eitt- hvað annað. Að sögn þeirra hjóna var þeim lofað á fundi í byrjun 2020 að ekki myndi fara fyrir hjólhýsa- byggðinni á Laugarvatni eins og þeirri sem var í Þjórsárdal, sem hafði þá nýlega verið lögð niður. Er þeim því verulega brugðið að vera í þeirri stöðu sem þau finna sig í núna. „Það var komin von. Við bjuggumst aldrei við að þetta yrði gert svona,“ segir Unnar, sem telur einhverja hagsmuni vera að baki því að sveitarstjórn taki þessa ákvörð- un. Að hans mati veldur þetta ekki einungis fjárhagslegu tjóni fyrir fólk. „Þetta er andlegt ofbeldi.“ Kristín tekur fram að það hafi komið sér á óvart að til stæði að loka fyrir rafmagn og vatn á svæðinu enda hafi ekki borist neitt bréf þess efnis. Hún bendir á að margir aðrir hafi heldur ekki fengið bréf. Hún segir að þótt því hafi verið frestað að loka fyrir rafmagnið til loka sept- ember þá nægi það eflaust ekki til að fólk geti fjarlægt hjólhýsin sín. Því til rökstuðnings bendir hún á þann fjölda hjólhýsa sem er enn á svæðinu þegar rétt rúmur mánuður er til stefnu. Um 150 hjólhýsi eru enn á svæðinu en 200 voru þar þeg- ar mest á lét. Afdrep Kristín Óskarsdóttir og Unnar Atli Guðmundsson hafa notið þess að dvelja á Laugarvatni á sumrin í þó nokkur ár en rífa nú hýsi sitt. Samfélag Sólveig Manfreðsdóttir segir verðmætin felast í þeirri sögu sem er á svæðinu en hjólhýsabyggðin er sú elsta á landinu, 50 ára gömul. Kveðja Laugarvatn þvert á vilja - Komið að endastöð fyrir 50 ára hjólhýsabyggð - Tilkynnt að fljótlega yrði lokað fyrir rafmagn Morgunblaðið/Eggert Hýsi „Hér eru gamalmenni í þunglyndi og öryrkjar og fleiri undir sæng sem eru úrræðalausir,“ segir Guðlaugur Pálmarsson sem á hjólhýsi á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.