Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022
Kröfugerð félaga verslunar-
manna gagnvart Samtökum
atvinnulífsins sem birt
var í gær mætti ef til
vill frekar kalla óska-
lista, hún verður að
minnsta kosti ekki sögð
raunsæ. Upphafsorð
óskalistans er að mark-
mið kjarasamninga sé
að „auka lífsgæði
launafólks og tryggja jafnræði á
vinnumarkaði“, sem eru ágæt
markmið og sumt í plagginu miðar
að þessu.
- - -
Annað er mun hæpnara og getur
augljóslega ekki gengið. Þar
má meðal annars nefna þá áherslu
sem félögin leggja á að minnka
vinnuframlag starfsfólks verulega á
sama tíma og krafist er launahækk-
ana.
- - -
Þannig er farið fram á umtalsvert
aukið orlof og einnig verulega
aukinn tíma í menntun á kostnað at-
vinnurekenda auk margs annars af
því tagi sem allt hleður upp kostn-
aði fyrir fyrirtækin sem vitaskuld
dregur úr möguleikum þeirra til
launahækkana.
- - -
Lengst er þó gengið í þessum efn-
um með kröfu um að vinnuvik-
an verði stytt enn frekar og verði
aðeins fjórir dagar, „eða sem svarar
32 stundum á viku, á samningstím-
anum, án skerðingar á launum“.
- - -
Í síðustu samningum var samið
um styttingu vinnuviku sem hef-
ur reynst ýmsum launagreiðendum,
þar með talið opinberum aðilum, af-
ar kostnaðarsamt.
- - -
Hugmyndir um að ganga enn
lengra í þeim efnum og að fólk
vinni aðeins fjóra daga í viku geng-
ur augljóslega gegn markmiðinu
um „að auka lífsgæði launafólks“.
Óraunsæ
kröfugerð
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hjarta heimilisins
Við hönnum innréttingar að þínum þörfum
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2000 — 2022
Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með
rannsókn skotárásarinnar á Blönduósi, telur
sig hafa grófa mynd af því sem gerðist að
morgni sunnudagsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem emb-
ættið sendi frá sér í gær, en tekið er fram að
enn séu margir þættir málsins óljósir.
„Rannsókn beinist meðal annars að því að
upplýsa þá. Mikið af upplýsingum um atvik
málsins kom fram frá lögreglu á fyrstu stigum
og hefur lögregla engu við það að bæta nú.“
Ekki sé hægt að upplýsa frekar um einstakar
rannsóknaraðgerðir á þessu stigi. Birgir Jón-
asson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, hef-
ur beðist afsökunar á að hafa upplýst um and-
lát í kjölfar skotárásarinnar á Blönduósi áður
en allir ættingjar hafi verið látnir vita. Gerði
hann þetta í kvöldfréttum ríkisútvarpsins í
gærkvöldi.
„Ég get ekki annað en beðist afsökunar,“
sagði hann.
Þá kvaðst hann ósáttur við það fyrirkomulag
að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra færi
með rannsókn málsins.
Margt óljóst eftir árásina á Blönduósi
- Lögregla telur sig þó hafa grófa mynd af atburðum - Beðist afsökunar
Morgunblaðið/Eggert
Rannsókn Lögreglan verst allra frétta.
VR og LÍV gera þá kröfu að vinnu-
vikan verði stytt í fjóra daga, eða
sem svarar 32 stundum á viku, án
skerðingar á launum. Einnig er þess
krafist að allt félagsfólk eigi rétt til
30 daga orlofs á orlofsárinu og að
orlofsréttur verði rýmkaður þannig
að orlofsnýting sé allt að tvö ár í
senn. Ef því verður ekki við komið
að nýta orlofið innan þess tíma verði
ónýtt orlof gert upp við starfsfólk
áður en nýtt tímabil hefst.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í kröfugerð stéttarfélags VR
og Landssambands íslenskra versl-
unarmanna fyrir kjarasamninga
2022 sem birt hefur verið Samtökum
atvinnulífsins. Kjarasamningur VR
og LÍV rennur út hinn 1. nóvember.
Lagt er til að samið verði til þriggja
ára og að samningurinn gildi frá 1.
nóvember 2022 til 30. október 2025.
VR og LÍV gera þá kröfu að
stjórnvöld komi að borðinu með
aðgerðir til að styrkja launalið
kröfugerðarinnar, til dæmis í skatta-
og vaxtamálum, með hækkun barna-
bóta og afnámi verðtryggingar á
neytendalánum.
Einnig er gerð krafa um að þak
verði sett á leigu, ungu fólki auðveld-
uð fyrstu kaup með auknum stuðn-
ingi frá hinu opinbera og lóðafram-
boð aukið verulega með aðkomu
sveitarfélaga.
Þá leggja VR og LÍV til breyt-
ingar á veikindarétti kjarasamninga
og telja mikilvægt að auka sveigj-
anleika til þess að koma til móts við
alvarleg áföll félagsfólks. Gerð er
krafa um að veikindaréttur verði út-
víkkaður þannig að hann taki til
alvarlegra veikinda nákominna ætt-
ingja eða fráfalls þeirra, sem og
jarðarfara.
Krefjast fjögurra
daga vinnuviku
- VR og LÍV birta
kröfugerð fyrir
kjarasamninga
Morgunblaðið/Hari
Kjarasamningar Ragnar Þór
Ingólfsson er formaður VR.