Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 10

Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Húsnæðið er 834 fm að stærð og skiptist niður í fiskmóttöku, vinnslusal, kæligeymslu, kælir/frystigeymslu, skrifstofu, kaffi- og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið er byggt 1986 og byggt við árið 2019. Leiga á húsnæðinu kemur einnig til greina. Í eigninni er stór vinnslusalur með snyrtilegri klæðningu að stórum hluta, umbúðargeymsla, lyftarageymsla, verkstæði fyrir vinnsluna og um 50 fm. nýlegur kælir/frystir. Starfsmannarýmið er um 50 fm. og skiptist í kaffistofu, búningsherbergi, tvö salerni með sturtum. Þrjár innkeyrsluhurðar eru í fasteigninni. Nýlegar vatnslagnir fyrir matvælaframleiðslu og nýleg niðurföll. Nýlegar rafmagnstöflur og heimtaug. Nýlegt bárujárn er á þaki hússins. Lóðin er skráð sem iðnaðar- og athafnarlóð, 1.105 fm. að stærð og er malbikað plan með góðu útiplássi við húsnæðið. Frekari upplýsingar veitir: Halldór Már löggiltur fasteignasali í síma 898 5599 og netfang: halldor@atvinnueign.is Síðumúli 13 108 Reykjavík S. 577 5500 atvinnueign.is Fasteignamiðlun STAÐARSUND 6 & 8, 240 GRINDAVÍK Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is Iðnaðar- og fiskverkunarhús til sölu Verð: 180milljónir kr. Skannaðu kóðann og skoðaðu eignina Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Akureyrarbær fagnar 160 ára af- mæli sínu í næstu viku, 29. ágúst, en haldið verður upp á tímamótin með veglegri Akureyrarvöku um kom- andi helgi. Fjölbreytt dagskrá verð- ur í boði frá föstudegi til sunnudags. Í allt er um að ræða 60 viðburði, stóra sem smáa. Þeir dreifast um bæinn, þótt flestir verði í námunda við miðbæinn. Almar Alfreðsson, verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ og skipuleggjandi hátíðarinnar, seg- ir að mikil tilhlökkun sé meðal bæjarbúa sem gefst nú færi á að koma saman í sannkallaðri menningarveislu í tilefni af stór- afmæli bæjarins. Akureyrarvaka féll niður undanfarin tvö ár vegna kórónuveirunnar og því meiri ástæða til að fagna nú. Rökkurró og Draugaslóð „Þetta er fyrst og fremst veisla fyrir bæjarbúa og gesti bæjarins. Ég veit líka að margir sem eiga ræt- ur að rekja til Akureyrar vilja leggja leið sína hingað þessa helgi því það er í raun fáránlega mikið um að vera. Margt á okkar vegum en ann- að sjálfsprottið ef svo má segja.“ Setningarhátíðin Rökkurró hefst kl. 20 á föstudagskvöldið í Lysti- garðinum á Akureyri sem verður ljósum prýddur af því tilefni. Ávörp verða flutt, leikin tónlist og í lokin er dansatriði. Ýmsir viðburðir verða í boði á föstudagskvöldinu, m.a. tón- leikar af ýmsu tagi. Einn dagskrárliður hefur ávallt vakið mikla lukku, en það er Draugaslóð í Innbænum og verður sá viðburður kl. 22.30 á föstudags- kvöld. Draugaslóðin var meðal vin- sælustu viðburða Akureyrarvöku í eina tíð en hefur ekki verið í boði undanfarin 6 ár. Innbærinn, sem er elsti hluti bæjarins, skapar leikmynd um Draugaslóðina þetta kynngi- magnaða kvöld. Örlitlar ljóstírur lýsa upp garða, hús og stræti um leið og þær skapa dulúð og drunga. Ófreskjur og óhljóð gætu skotið börnum og viðkvæmum skelk í bringu. Líf og fjör verður á Ráðhústorgi allan laugardaginn. Félagar í Sjálfs- björg standa fyrir vitundarvakningu um aðgengismál, flóamarkaður verður á torginu, Rauði krossinn selur kerti fyrir Friðarvöku sem verður um kvöldið og skátafélagið Klakkur kemur sér vel fyrir og býð- ur upp á eldstæði, sápukúlur og fleira skemmtilegt. Meðal þeirra tónlistarmanna sem láta ljós sitt skína á Akureyri þessa helgi eru Unnsteinn & Hermi- gervill, Á móti sól, Villi vandræða- skáld, Högni Egils, Dr. Gunni, Bryn- dís Ásmunds, Anton Líni, Rúnar Eff, Herbert Guðmundsson, Stebbi JAK, Klara Elías, Magni Ásgeirs, Eyþór Ingi og bæjarlistamaðurinn Kristján Edelstein. Af stærri við- burðum má nefna tónleika í Hofi þar sem saga Tónaútgáfunnar er rakin, uppákomu með Gunna og Felix, Tweed Ride-hjólaviðburðinn og Friðarvöku á kirkjutröppunum. Menningarveisla á Akureyri - Vegleg Akureyr- arvaka í tilefni af 160 ára afmæli bæjarins Ljósmynd/Lilja Guðmundsdóttir Setning í rökkrinu Rökkurró verður í Lystigarðinum á Akureyri annað kvöld þegar Akureyrarvaka verður sett.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.