Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Starfið hér í skólanum er skemmtilegt og skapandi. Þá finnst mér samskiptin við nemendur afar gefandi,“ segir Sólveig Guðrún Hannesdóttir, nýr rektor Mennta- skólans í Reykavík. „Auðvitað er ekkert samhengi milli þess að farn- ast vel í lífinu og vera með góðar einkunnir í framhaldsskóla. Hins vegar er mikilvægt að unglingar fái í námi sínu undirstöðu, læri vinnu- brögð og tileinki sér þrautseigju. Seigla og úthald eru afar mikil- vægir eiginleikar þegar kemur til dæmis að háskólanámi. Hér viljum við efla slíkt meðal nemenda, enda er MR skóli sem gerir kröfur sem ekki verður dregið úr.“ Hafa náð langt í lífinu Menntaskólinn í Reykjavík er einn af föstum póstum íslensks samfélags: stofnun sem byggist á aldalangri sögu. Hingað hafa þús- undir sótt nám sitt og veganesti til framtíðar; jafnvel til forystustarfa. „Eftir að hafa starfað við skólann í fjórtán ár hef ég kynnst miklum fjölda nemenda,“ segir rektor. „Sem líffræðikennari hef ég sér- staklega fylgst með fólki á nátt- úrufræðibraut. Og oft hitti ég til dæmis lækna, hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk, gamla nemendur sem hafa náð langt í lífinu. Slíkt er mjög ánægju- legt. Eins sé ég oft hér í skólanum efnilega krakka með mikla for- ystuhæfileika sem spennandi verð- ur að sjá hvað taka sér fyrir hend- ur í framtíðinni.“ Niður alda í nútímanum Rektorsskrifstofan í MR er uppi í kvisti á þriðju hæð skólahússins við Lækjargötu. Í húsinu má greina nið aldanna, þótt skóla- starfið sjálft taki auðvitað mið af nútímanum. Eigi að síður er haldið í hefðir. Skólasetningarathöfn í síð- ustu viku fór venju samkvæmt fram í Dómkirkjunni; hátíðleg stund með ræðuhöldum og tónlist- arflutningi. Þar var meðal annars í djassútsetningu á orgel leikinn skólasálmur MR: Faðir andanna. „Þetta var einstök stund og allir glaðir, meðal annars yfir því að starfið í skólanum er nú komið í fastar skorður eftir samkomutak- markanir í tvo vetur,“ segir Sól- veig. Skólastarf MR í vetur er á tveimur stöðum í miðborginni. Kennsla í 4. og 6. bekk, það er á 1. og 3. og þar með síðasta vetri nem- enda við skólann, fer fram í gamla skólahúsinu og nærliggjandi húsum í Þingholtunum. Kennsla í 5. bekk, sem hófst sl. mánudag, er í Austur- stræti 17 þar sem útbúnar hafa verið tíu kennslustofur og önnur aðstaða sem þarf til skólastarfs. Sú ráðstöfun tengist því að í fyrra greindist mygla í Casa Christi, byggingu sem er á baklóð aðal- byggingar skólans. Kennsla og skólastarf var um á tímabili á hrak- hólum vegna þess en leiga á húsinu í Austurstræti bætir þar úr. Þörf á nýjum byggingum ljós Leigusamningur vegna hússins í Austurstræti er til átta ára. Að þeim tíma liðnum væntir Sólveig þess að nýjar byggingar skólans, á fyrrgreindri baklóð, verði komnar í gagnið. Slík uppbygging hefur raunar lengi verið í umræðu og fyr- ir liggja teikningar að húsum, gerð- ar fyrir allmörgum árum. Rektor segir mikilvægt að í sam- ræmi við nýjar þarfir og kröfur verði teikningar þessar endurskoð- aðar. „Ég vil beita mér mjög ein- dregið fyrir því að framkvæmdir við nýjar skólabyggingar hefjist. Þörfin er ljós og vilji til verka skýr, Gerum kröfur til duglegra nemenda - Sólveig Guðrún nýr rektor í MR - Skólinn eftirsóttur og 5. bekkur í Austurstræti - Efla þarf út- hald og seiglu - Ný skólahús verði reist sem fyrst - Efnilegir krakkar með mikla forystuhæfileika Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rektor Mkilvægt að unglingar fái í námi undirstöðu, læri vinnubrögð og tileinki sér þrautseigju, segir Sólveig um starfið í skólanum og markaðar áherslur í starfinu. Sólveig önnur konan sem gegnir rektorsembætti við MR, hin var Ragnheiður Torfadóttir sem stýrði skólanum á árunum 1995 til 2001. Skólahús Reisuleg bygging Menntaskólans í Reykjavík reist árið 1843 set- ur svip sinn á Kvosina. Þrýst er á um byggingu nýrra bygginga á baklóð. Draugar, keltar og hrossætur Bráðskemmtilegt uppistand með Bjarna Harðarsyni 26. og 27. ágúst Miðasala á Tix.is Haust/Vetur 2022 Einnig í vefverslun Dimmalimmreykjavik.is Full búð af fallegum vörum Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 DIMMAL IMM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.