Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 bæði meðal fulltrúa ríkis og borgar sem standa að verkefninu.“ Um 700 nemendur í vetur Skráðir nemendur í MR, nú í upphafi skólaárs, eru 692 talsins. Venju samkvæmt eru flestir í 4. bekk, það er 255. Lítið eitt færri eru í öðrum árgöngum. Aðsóknin fyrir veturinn var mjög góð og 244 nemendur sem voru að ljúka 10. bekk settu MR í fyrsta sæti þegar þeir völdu sér skóla. Hægt var að taka þorra þeirra nemenda inn. Enn sem fyrr er algengt að nem- endur í MR komi í talsverðum mæli til dæmis úr miðborg Reykja- víkur, Vesturbæ og af Seltjarn- arnesi – en auðvitað líka annars staðar frá. „Við fengum í ár margar mjög góðar umsóknir um skólavist. Hér er viðmiðið annars að krakkar sem fara á náttúrufræðibraut séu með að minnsta kosti einkunnina B+ í stærðfræði. Þau sem fara í mála- deild séu á svipuðum stað hvað varðar getu í íslensku og ensku. Já, ég dreg ekkert úr því að hér eru gerðar kröfur til þeirra metnaðar- fullu og duglegu nemenda sem við fáum hingað. En ég tel líka að þau séu vel sett og með góðan bak- grunn eftir þriggja ára nám til stúdentsprófs hér.“ Ýmsu sleppt í námi til stúdentsprófs Reynslan af styttingu náms til stúdentsprófs, úr fjórum árum í þrjú, sem gerð var fyrir nokkrum árum er upp og ofan, segir rektor. „Almennt sagt erum við ekki að skila frá okkur jafn sterkum nem- endum og áður var. Slíkt segir sig í raun sjálft þegar nám hefur verið skorið niður um heilt ár. Í aðdrag- anda þeirrar ráðstöfunar var rætt um að eitthvað af námsefninu yrði fært yfir í efstu bekki grunnskól- ans, svo sem í stærðfræði og ís- lensku. Slíkt hefur ekki gengið upp sem vera skyldi og grunnskólarnir eru ólíkir og eins misjafnir og þeir eru margir,“ segir rektor og áfram: „Hér í MR höfum við líka þurft að sleppa ýmsu svo nemendur kom- ist hér í gegn á þremur árum. Á náttúrufræðideild hafa tungumál og sögukennsla minna vægi en áður og hjá máladeildarnemum hafa raungreinar þurft að missa sín. Þetta er miður. Einnig virðist mér meira nú en áður um að nemendur, komnir með stúdentspróf eftir árin þrjú, taki sér árs hlé frá námi, áður en þau snúa sér að háskólanámi, hvað sem því veldur.“ Skólastarf þarf að miðast við að- stæður og samfélag hvers tíma. Í dag lætur nærri að um fjórðungur þjóðarinnar eigi að einhverju marki uppruna sinn í öðrum löndum eða málumhverfi, svo sem ungmenni sem þá hafa íslenskt mál misjafn- lega vel á valdi sínu. „Hingað í MR fáum við fjölda nemenda sem hafa ekki íslenskuna sem móðurmál. Þeim ungmennum höfum við reynt að mæta með því að draga úr kröfum í íslenskunni, að minnsta kosti í upphafi náms þeirra hér. Einnig höfum við verið að prófa okkur áfram með ment- orakerfi, það er að nýnemar fái leiðsögn og hjálp sér eldri nem- enda. Vonandi kemst betri reynsla á þetta fyrirkomulag í vetur. “ Bekkjakerfið er gott Við göngum með rektornum um skólahúsið; hvar er iðandi líf á skemmtilegum starfsdegi líflegra krakka. Sólveig segist sennilega aldrei munu ná að þekkja alla nem- endur með nafni, en efalítið þó flesta. Að læra nöfn og tengja við andlit sé sinn styrkur. „Auðvitað er heilmikið púsluspil að undirbúa skólaveturinn og fá svo hingað í hús 700 nemendur og 70 kennara. Allt þarf að smella saman. En þá segir ég líka að við í MR er- um svo heppin að vera hér með bekkjarkerfi; með slíku má halda vel utan um nemendahópa. Fyrir suma krakkana getur þetta hentað mjög vel. Bekkur með hæfileika- ríkum krökkum í hópi sem smellur vel saman er frábær eining. Þar myndast oft tengsl sem fylgja fólki alla ævi.“ Sólveig Guðrún Hannesdóttir fæddist árið 1973. Hún er stúdent frá MR, líf- fræðingur frá HÍ og með doktorspróf í ónæmisfræði frá Lundúnaháskóla. Eftir nám ytra hóf hún störf við Landspít- alann jafnhliða kennslu við Háskóla Ís- lands. Í skólastarfi kveðst hún hafa fundið sína fjöl og því aflað sér kennslu- réttinda. Að þeim fengnum réð Sólveig sig árið 2008 til líffræðikennslu í MR. „Kennslan er lifandi og alltaf hægt að nálgast viðfangsefnin með svo ólíkum útfærslum. Mér finnst þetta besta starf í heimi og nú komin í stjórnunarhlutverk á ég eftir að sakna kennslunnar og þeirra skemmtilegu samskipta sem ég átti við nemendur þar,“ segir Sólveig sem er gift Jónasi Páli Jónassyni og eiga þau samtals fimm börn. Áhugamálin segir rektorinn nýi að séu fjölskyldan, ferðalög og góðar bækur. Besta slökunin frá amstri dagsins finnist sér annars að fara farsímalaus á fjöll. Gönguferð á Sveinstind með góðum vin- kvennahópi nú í sumar hafi verið ævintýr- ið eitt. Grænihryggur í Friðlandi að Fjalla- baki sé á stefnuskránni á næstu vikum og eins ferð með starfsliði MR austur að Hveragerði, þar sem Sel Menntaskólans í Reykjavík er; frægt ævintýraland. Samskiptin við nemendur eru skemmtilegur hluti starfsins DOKTOR Í LÍFFRÆÐINI FANN SÍNA FJÖL SEM KENNARI Í FRAMHALDSSKÓLA Saman Sólveig Guðrún Hannesdóttir hér með nokkrum stúlkum úr 5. bekk. Til hægri við rektorinn stendur Andrea Edda Guðlaugsdóttir inspector scholae. HJÓLAÐU Í SKÓLANN EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA MARLIN5 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Læsanlegur dempari Gunmetal TREK Black 129.990 kr. DS2 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Matte Dnister Black 109.990 kr. FX2Disc Frábært fjölnota hjól Álstell, 16 gírar Vökvabremsur Lithium Grey Chrome 114.990 kr. Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890 Fleiri litir í boði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.