Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 22
22 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
Um komandi helgi verður mikið um
að vera í Siglufirði. Á laugardag, 27.
ágúst, verður Gústa guðsmanns
minnst með samveru, en á mánudag,
29. ágúst, hefði hann orðið 125 ára
gamall. Hann fæddist í Dýrafirði árið
1897 en ólst upp í Hnífsdal og á Ísa-
firði og bjó svo í rúma hálfa öld á
Siglufirði.
Gert er ráð fyrir að hittast kl. 13.30
við gröf hans, efst í gamla kirkju-
garðinum, og fara þaðan niður að
bronsstyttunni af honum á Ráðhús-
torgi. Á báðum stöðum verða sögð
nokkur orð. Að þessu búnu verður
farið í Bátahúsið, þar sem rætt verð-
ur um Gústa og verk hans og orðið
gefið frjálst. Léttar veitingar verða í
boði.
Daginn eftir, 28. ágúst, kl. 14.00,
verður hátíðarguðsþjónusta í Siglu-
fjarðarkirkju vegna 90 ára vígsluaf-
mælis hennar. Biskup Íslands, frú
Agnes Sigurðardóttir, prédikar.
Kaffiveitingar verða í safnaðarheim-
ilinu að lokinni guðsþjónustu, í boði
Systrafélagsins.
Fyrsta kirkjan á Siglunesi
Að því er fornar heimildir segja
yfirgaf Þormóður rammi Haralds-
son Noreg vegna ófriðar og land-
leysis, sigldi yfir hafið með fólk sitt
og búfénað, uppgötvaði svo fyrir
miðju Norðurlandi óbyggðan fjörð
og settist þar að. Hann reisti bú á
nesi við mynni fjarðarins, Siglunesi,
og átti þar heima. Landnám hans
náði þó yfir Siglufjörð allan og Héð-
insfjörð. Talið er líklegt að þetta hafi
gerst nálægt árinu 900.
Um upphaf kristni í landnámi
hans er þó fátt vitað. En hitt er
kunnugt, að Siglunes var í meira en
600 ár miðstöð Siglufjarðarbyggða;
þar var aðalkirkja og þingstaður
allra íbúa Sigluneshrepps hins forna.
Í máldagasafni Auðuns Þorbergs-
sonar hins rauða, biskups á Hólum,
sem er frá 1318, er Sigluneskirkja
ekki nefnd. Ekki heldur í máldögum
Péturs Nikulássonar biskups, frá
árinu 1394. En árið 1422 er hún
örugglega risin.
Árið 1574 var þess farið á leit við
yfirvöld að aðalkirkjan yrði flutt af
Siglunesi og inn í fjörð, eflaust vegna
stækkandi byggðar þar. En það var
ekki leyft fyrr en árið 1614. Þá var
nýtt kirkjuhús reist á Hvanneyri,
sem eftir það var miðstöð hreppsins,
Hvanneyrarhrepps. Þar stóðu næstu
kirkjur öld fram af öld, eða allt til
ársins 1890, þegar byggð var kirkja á
öðrum stað, niðri á Þormóðseyri.
En nú fóru í hönd miklir breyt-
ingatímar í Siglufirði; fiskiþorp var í
mótun. Um aldamótin 1900 voru íbú-
arnir þar orðnir rúmlega 400 talsins
og þremur árum síðar, árið 1903,
hófst síldarævintýrið margumtalaða.
Þegar kirkjan hafði staðið á Þor-
móðseyri í tvo áratugi, eða til 1910,
voru íbúar hreppsins orðnir nærri
700. Mönnum varð því ljóst að hún,
jafn lítil og hún var, gæti engan veg-
inn fyllilega þjónað hlutverki sínu.
Var því ákveðið að reisa nýja kirkju
sem tæki mið af fólksfjölguninni og
20. maí árið 1916 var kirkjubygging-
arsjóður formlega stofnaður. Hann
efldist og styrktist á næstu árum
Ákveðið var að reisa hið nýja
guðshús á Jónstúni, beint upp af
Aðalgötunni. Arkitekt var ráðinn
Arne Finsen, danskur að ætt, en þá
starfandi í Reykjavík, og er upp-
hafleg teikning að kirkjunni dagsett
29. júní 1929. Verksamningar voru
undirritaðir við Jón og Einar á Ak-
ureyri í febrúarlok 1931. Föstudag-
inn 16. maí var byrjað að grafa fyrir
húsinu og 29. júlí var steypuvinnu
lokið á veggjum og lofti og ráðist í að
steypa turninn. Hinn 15. ágúst 1931
var hornsteinninn lagður með við-
höfn en þá var kirkjan nær fokheld.
Veturinn 1931–1932 var hún full-
smíðuð og í lok júlí 1932 var altarið
komið á sinn stað og eins prédik-
unarstóll, skírnarfontur (gerður af
Ríkarði Jónssyni myndskera) og
bekkir. Þegar Jón Helgason biskup
vígði musterið, 28. ágúst 1932, voru
liðnir rúmir 15 mánuðir frá því
byggingarframkvæmdir hófust. Var
þarna risin stærsta kirkja á Íslandi í
þá daga, að Kristskirkju í Landakoti
undanskilinni, sem hafði verið reist
1929.
Níu sóknarprestar
Siglufjarðarkirkja er um 35 metra
löng og 12 metra breið. Hún tekur
um 400 manns í sæti. Turninn er um
30 metra hár og tvær miklar klukk-
ur þar (sú meiri um 900 kíló að
þyngd, að sögn) eru gjöf frá Spari-
sjóði Siglufjarðar, 1932.
Altaristaflan er máluð af Gunn-
laugi Blöndal og var afhjúpuð 5.
september 1937. Steindir gluggar
eru eftir þýsku listakonuna Marie
Katzgrau, settir í kirkjuskipið 1974.
Fjórir veglegir stólar í kór eru út-
skornir af Hirti Ármannssyni, tveir
þeirra gefnir 1975 og hinir nokkru
síðar. Safnaðarheimili var tekið í
notkun á kirkjuloftinu 1982.
Alls hafa níu sóknarprestar þjón-
að við núverandi kirkju. Þeir eru eft-
irtaldir: sr. Bjarni Þorsteinsson
(1888-1935), sr. Óskar J. Þorláksson
(1935-1951), sr. Kristján Róbertsson
(þjónaði tvisvar, 1951-1954 og 1968-
1971), sr. Ragnar Fjalar Lárusson
(1955-1967), sr. Rögnvaldur Finn-
bogason (1971-1973), sr. Birgir Ás-
geirsson (1973-1976), sr. Vigfús Þór
Árnason (1976-1989), sr. Bragi J.
Ingibergsson (1989-2001) og sr. Sig-
urður Ægisson (frá 2001).
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Gústi Hluti styttunnar af Gústa guðsmanni á Ráðhússtorginu á Siglufirði.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kirkjan Siglufjarðarkirkja á 90 ára vígsluafmæli á sunnudaginn. Hátíðarguðsþjónusta verður haldin af því tilefni.
Stór helgi fram undan á Siglufirði
- 90 ára afmæli kirkjunnar fagnað og haldið upp á 125 ára afmæli Gústa guðsmanns