Morgunblaðið - 25.08.2022, Page 32

Morgunblaðið - 25.08.2022, Page 32
BAKSVIÐ Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is A llt of stór hópur fullorðinna og barna og ungmenna metur andlega heilsu sína slæma og stigmögnun er í hópi þeirra sem upplifa einmana- leika. Að sama skapi eru færri sem upplifa sig hamingjusama,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir, verkefna- stjóri lýðheilsumála hjá Reykjavík- urborg. Lýðheilsuvísar Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2022 hafa verið birtir. Vísarnir voru unnir upp úr gögnum frá embætti landlæknis og Rannsóknum og greiningu og segir Harpa að niðurstöðurnar rími við þær sem eru á landsvísu. Vísarnir sýna meðal annars að mikill munur er á heilsu stúlkna og drengja. „Stelpur og konur koma mun verr út en strákar og karlar og þá sérstaklega á vísum sem tengjast andlegri og líkamlegri líðan og streitu. Það er þessi munur sem maður vill rýna í og greina hverjar ástæðurnar eru,“ segir Harpa. Rúmlega helmingur stúlkna í 8. til 10. bekk sefur minna en sjö klukkustundir á nóttu, en hlutfall drengja er lægra, eða 37%. Þá taldi 41,1% drengja á þessum sama aldri líkamlega heilsu sína mjög góða en aðeins 27,7% stúlkna. „Við höfum verið að sjá þetta þróast í þessa átt. Andleg líðan drengja og líðan þeirra í skólum hefur verið mikið til um- ræðu en svo eru þessar niðurstöður kannski líka að segja að við eigum að hafa áhyggjur af stelpunum.“ Harpa bendir á að um þriðj- ungur grunnskólanema í 8. til 10. bekk hafi metið andlega heilsu sína mjög góða árið 2020. „Svo fer hún niður í kórónuveirufaraldrinum, en er svona á leiðinni upp aftur. Það er nokkuð sem við fylgjumst með og leggjum áherslu á í heilsueflandi starfi. Eitt og annað í gangi Við horfum í vísana og erum með ákveðnar aðgerðir sem við von- umst til að hafi jákvæð áhrif á þró- unina,“ segir Harpa um hvernig beri að bregðast við þróuninni er varðar líðan fólks. Hún nefnir nokkrar að- gerðir borgarinnar sem ætlaðar eru til þess að stuðla að bættri heilsu barna og ungmenna. „Vogaskóli ætlar að seinka skólabyrjun og vera með fræðslu varðandi svefn. Það eru rannsóknir sem sýna fram á að ef við seinkum skólabyrjun þá sofa unglingarnir meira, þau eru ekki að fara seinna að sofa þó að skólinn byrji aðeins seinna.“ Þá er verið að innleiða matar- stefnu í skólum borgarinnar. „Það er gríðarlega stór hluti af skólanum að vera með hollan mat, virka matar- stefnu og styðja við matráðana okk- ar. Það getur haft gríðarlega mikið um líðan barnanna í skólanum að segja. Við erum síðan að fara í aðgerð- ir sem stuðla að gleði, hamingju og bjartsýni í skóla- og frístundastarfi þar sem helsta markmiðið er að efla þessa þætti hjá börnum og ung- mennum, þannig að það er eitt og annað í gangi.“ Harpa tekur fram að í vísunum komi einnig fram jákvæð atriði. „Þegar við skoðum vísana sem snúa að umhverfi og innviðum þá eru töl- urnar til dæmis mjög góðar hvað varðar aðgengi að almennings- samgöngum og grænum svæðum. Þar skorum við hátt miðað við aðrar borgir í sambærilegum löndum. Við erum að rýna í umhverfis- og skipu- lagsmál samhliða aðgerðum sem snúa beint að íbúunum.“ Stúlkur og konur koma mun verr út Lýðheilsuvísar Reykjavíkurborgar Nokkrar tölur frá 2020 til 2022 50% 45% 40% 40% 30% 22% 1,5 1,2 0,9 100% 90% 80% 70% 53% framhalds- skólanema drekka nú orkudrykki daglega 2020 2021 2022 7,6% 7,5% 7,3% 29% fram- halds- skólanema reyktu rafrettur einu sinni eða oftar s.l. 30 daga Lengd sameiginlegra hjóla- og göngustiga, km 794 808 811 2020 2021 2022 Hlutfall grunnskólanema sem sofa 7 klst. á nóttu eða minna Farþegar sem ferðast með Strætó innan Reykjavíkur* Og aðgengi að almenningssamgöngum, innan við 400 m frá heimili (%) Hlutfall fullorðinna sem reykja daglega Hlutfall fullorðinna semmeta and- lega heilsu sína slæma og slæm líkamleg heilsa fullorðna 2020 2021 2022 2020 2021 2022 2020 2021 2022 43% 44% 46% 99% 1,13 94% 31% 26% 37% 33% 1,45 Andleg Aðgengi Farþegar Líkamleg *farþegi/km Heimild: Reykjavíkurborg 32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þess var minnst í gær, að hálft ár var liðið frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Á þeim tíma hafa ómældar hörmungar gengið yfir Úkraínu, þar sem áætlað er að á bilinu 12-30.000 óbreyttir borgarar hafi fallið á sama tíma og um 10.000 úkra- ínskir hermenn eru sagðir hafa fallið og um 15.000 frá Rúss- um. Inni í þeim tölum eru ekki þeir sem hafa særst, örkuml- ast, eða þá þær milljónir sem neyðst hafa til þess að flýja heimili sín og fósturjörð vegna hins tilefnislausa stríðs. Það er merkileg tilviljun að þau tímamót lentu á sama degi og Úkraínumenn minntust þess að 31 ár var liðið frá því að þeir lýstu yfir sjálfstæði sínu frá Sovétríkjunum, en rót innrásarinnar má að mörgu leyti rekja til upplausnar Sov- étríkjanna og eftirsjár núver- andi stjórnvalda í Rússlandi eftir heimsveldinu, sem féll á sama tíma. Þau voru í það minnsta skilaboðin, sem Pútín Rúss- landsforseti sjálfur sendi með „lærðri“ ritgerð sinni, sem kom út í júlí í fyrra, þar sem hann rökstuddi í löngu máli að hvorki Rússar né Úkraínu- menn gætu verið „fullvalda“ nema þeir væru sem ein þjóð í einu ríki. Og þeim skilaboðum hefur verið haldið rækilega fram í hálft ár, að Rússar líta í raun á Úkraínumenn sem ann- ars flokks þjóð, og að takmark stríðsins sé að endingu það að Úkraína öll verði innlimuð inn í rússneska heimsveldið með einum eða öðrum hætti. Þau skilaboð hafa ekki síst birst í þeim skelfilegu voða- verkum, sem Rússar hafa framið í innrásinni. Hvort sem horft er til fjöldamorðanna í Bútsja, árásanna á Maríupol, sífelldra eldflaugaárása sem beinast að óbreyttum borg- urum, brottflutnings úkra- ínskra barna til austurhéraða Rússlands eða skipulagðrar beitingar kynferðisofbeldis sést skýrt að viðhorf Rússa til Úkraínumanna er viðhorf þess sem telur sig eiga skýlausan rétt á að drottna yfir öðrum. Með það í huga verður sú spurning áleitin hvernig friður geti á endanum náðst, ef end- anlegt markmið Rússa er að ná yfirráðum í Úkraínu. Slík nið- urstaða yrði einfaldlega óvið- unandi fyrir hinn vestræna heim, enda yrði þá staðfest, að alþjóðalög væru til einskis, og að nú gilti hnefarétturinn einn. Hver yrðu þá örlög annarra svæða sem búa við hlið ágengra nágranna sem ásælast þau? Volodimír Sel- enskí forseti Úkra- ínu orðaði það ný- lega svo að Úkraínumenn yrðu að berjast á hverjum einasta degi til þess að hvert einasta mannsbarn gæti skilið að Úkraína væri ekki hjálenda, skattland eða eign nokkurs heimsveldis, heldur „frjálst, fullvalda, ósundranlegt og sjálfstætt ríki“. Í þeim orðum felst, að Úkraínumenn telja sér heldur ekki fært neitt ann- að en að berjast til annaðhvort sigurs eða hinstu stundar. Eins og staðan er nú er ómögulegt að segja hvernig stríðinu muni lykta. Í upphafi óttuðust menn að stríðsvél Rússa myndi ljúka innrásinni á einungis örfáum dögum, þar sem sitjandi stjórnvöldum yrði kollvarpað með einfaldri sér- sveitaraðgerð og Úkraínuher myndi liðast í sundur. Úkra- ínumenn náðu með mikilli hug- prýði að kollvarpa þeim áform- um og varpa af sér innrásar- hernum í norðri. En þróunin síðan það gerð- ist í apríl hefur ekki gefið til- efni til mikillar bjartsýni, þar sem Rússar hafa smátt og smátt mulið undir sig Lú- hansk-hérað í austri og gert sig líklega til þess að innlima þau héruð í suðri, sem þeir hafa náð að hertaka. Þó að ýmislegt bendi til að Úkra- ínumenn hafi nú betri leiðir til þess að herja á Rússa í suðri hefur enn ekki orðið neitt úr yfirlýstri gagnsókn þeirra í Kerson-héraði, og því lengur sem beðið er, því erfiðari verð- ur hún. Það er enda sá hængur á, að Úkraínumenn hafa þurft að treysta á stuðning banda- manna sinna í vestri til þessa og sá stuðningur hefur, með nokkrum mikilvægum undan- tekningum, verið veittur með miklum semingi. Þó að fátt bendi til að Bandaríkjamenn, Bretar, Pólverjar og fleiri muni hætta stuðningi sínum í bráð má enn greina raddir í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu, þar sem menn virðast furða sig á því að Úkraínu- menn haldi áfram að berjast fyrir lífi sínu. Það veltur því mikið á að samstaða vesturveldanna með Úkraínu haldi, þrátt fyrir að fram undan séu mögulega enn dimmari tímar fyrir Úkraínu- menn. Sagan sýnir að alræðis- ríki, en Rússland ber nú ógn- vekjandi mörg merki slíkra ríkja, láta sjaldan gott heita í landvinningum sínum. Falli Úkraína verður spurningin einfaldlega sú, hverjir verði næstir. Brýnt er að samstaðan með Úkraínu haldi} Hálft ár af hörmungum F yrir réttu ári féll Afganistan aftur í hendur talibana og 20 ára veru NATO og stofnana Sameinuðu þjóðanna í landinu lauk. Forset- inn, Ashraf Ghani, flúði land og fullyrt er að hann hafi haft með sér illa fengin auðæfi. Afganski herinn veitti talibönum litla mótspyrnu og sóknin inn í Kabúl var hröð. Heimsbyggðin fylgdist með í forundran þegar talibanar stilltu sér upp til myndatöku í for- setahöllinni og eðlilega var spurt: Hvernig gat þetta gerst? Bandaríkin réðust inn í Afganistan haustið 2001, með stuðningi bandamanna sinna, til þess að uppræta starfsemi hryðjuverka- samtakanna al-Kaída eftir árás þeirra á tvíburaturnana í New York og varnarmála- ráðuneytið í höfuðborg Bandaríkjanna 11. september 2001. Aðgerðin fékk nafnið Oper- ation Enduring Freedom. Leiðtogar al-Kaída höfðu fundið skjól hjá talibönum í Afganistan og reyndar víðar því að Osama bin Laden, hugmyndafræðingur hryðju- verkaárásanna, hafðist við í Pakistan þar til hann var ráðinn af dögum árið 2011. En talibanar höfðu ekki gefist upp. Barack Obama fjölgaði í herliði Bandaríkjanna í Afg- anistan eftir að hann tók við embætti 2009 með það að markmiði að ráða niðurlögum talibana. Stríðinu lauk formlega árið 2014 og varð þar með lengsta stríð í sögu Bandaríkjanna. Ljóst var að Donald Trump vildi draga allt herlið Bandaríkjanna til baka og árið 2020 gerði hann samning við forystumenn talibana um að vorið 2020 hyrfi Bandaríkjaher á brott. Joe Biden tók við forseta- embætti í ársbyrjun 2021 og ákvað að standa við samninginn, þó þannig að fresta brottför- inni um nokkra mánuði. Viðskilnaðurinn var skelfilegur. Fall Kab- úl minnti helst á fall Saígon árið 1975. Ástandið sem skapaðist við flugvöllinn í Kabúl gleymist seint. Rúmlega 60% Afgana eru undir 25 ára aldri. Meirihluti þeirra er fæddur eftir innrás- ina 2001 og hefur alist upp við loforð Vest- urveldanna um frið, betri réttindi og lífsgæði. Ný kynslóð afganskra kvenna hefur hlotið menntun og fengið að starfa utan heimilis. Nú er staða þeirra ömurleg. Stúlkur eldri en 12 ára fá ekki að ganga í skóla og athafna- og ferðafrelsi kvenna er afar takmarkað. Hrylli- legar frásagnir berast af barnabrúðkaupum og mansali. Hvert sem litið er blasir neyðin við. Helmingur Afgana hefur ekki hugmynd um hvaðan næsta máltíð kemur og enn fleiri þurfa á mannúðaraðstoð að halda. Þegar á reyndi kom á daginn að alþjóðastofnanir höfðu í raun starfrækt afganska ríkið, lögregluna og her- inn, sem féll eins og spilaborg í ágúst 2021. Bandaríkin höfðu á tveimur áratugum varið 2,3 trilljónum banda- ríkjadollara í hernaðinn og uppbygginguna í Afganistan. Upphæð sem erfitt er að skilja og kannski ekki að furða að spurt sé um árangur. Eftir stendur svikin þjóð í sárum. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir Pistill Svikin við Afganistan Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands. thorunn.sveinbjarnardottir@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.