Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 38

Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 38
Veitingastaðir bæjarins verða þar í lykilhlut- verki en Vestmannaeyjar voru tilnefndar til norrænu menntaverðlaunanna Emblu árið 2021 sem besti mataráfangastaðurinn á Norð- urlöndunum. Að sögn Berglindar Sigmars- dóttur, eins aðstandenda hátíðarinnar, hefur verið umræða í Eyjum um þó nokkurt skeið hvernig hægt væri að búa til viðburð sem byggðist á þeirri miklu matar- og veitinga- húsamenningu sem sé í Eyjum. „Það er fjölbreytt flóra veitingastaða hér og við höfum íhugað hvort við gætum ekki gert eitthvað sniðugt úr því. Svo kom þessi tilnefn- ing frá Emblu Awards þar sem Vestmanna- eyjar voru tilnefndar sem besti mataráfanga- staður Norðurlanda. Við höfum reynt að hugsa út fyrir kassann varðandi viðburði utan hins hefðbundna ferðamannatíma og í því skyni að lengja tímabilið. Ég hóaði saman veitinga- húsaeigendum í Ferðamálasamtökum Vest- mannaeyja og tekin var ákvörðun um að hleypa matarhátíð af stokkunum, segir Berg- lind. Hún segir að mikil samstaða hafi ríkt um hátíðina sem skili sér í frábærum gestakokk- um og viðburðum sem eigi eftir að gera hátíð- ina einstaka. „Frosti Gíslason hjá Fab Lab hafði unnið að verkefni frá 2021 um Sjávarsamfélagið Vest- mannaeyjar sem styrkt er af NORA. Hann hafði samband við mig með pælingar um sjáv- arsamfélagið, matarviðburði og hvernig væri hægt að tengja þetta allt saman. Hann langaði að gera úr þessu stóran viðburð og fá fisk- vinnslu-, matvæla- og fleiri iðnfyrirtæki til liðs við okkur. Það er núna að verða að veruleika og við finnum eftirvæntinguna í loftinu, enda eru þetta algjörar kanónur sem mæta hingað sem gestakokkar. Gísli Matthías á Slippnum nýtti sér öll sín frábæru sambönd til að fá þá allra bestu á hátíðina, segir Berglind. Þekkt- astur gestakokkanna er sjálfsagt Færeying- urinn Leif Sørensen sem verður á Slippnum. Fleiri veitingastaðir í Eyjum, eins og Tang- inn og Kráin, bjóða upp á sérrétti meðan á há- tíðinni stendur. Brothers Brewery mun kynna nýjan bjór sem ber nafnið Okkar eigin hvönn og er búinn til úr hvönn sem vex á eyjunni. Hann verður í boði meðan á hátíðinni stendur. Hátíðin hefst, sem fyrr segir, hinn 8. sept- ember og stendur í tvo daga en hægt er að bóka borð á DineOut. Matseðla má kynna sér nánar á heimasíðu hátíðarinnar: Matey.is Chris Golding (GOTT) Chris hóf feril sinn aðeins fimmtán ára gam- all, á japanska veitingastaðnum í hverfinu þar sem hann bjó. Þar vaskaði hann upp og aðstoð- aði kokkinn um helgar. Þegar hann lauk skóla hóf hann störf sem nemi hjá Marco Pierre Whites, á franska Michelin-stjörnuveitinga- staðnum Mirabelle í Mayfair í London þar sem hann starfaði í þrjú ár. Í kjölfarið uppgötvaði Chris ást sína á asískri matargerð og hráefnum og tók við stöðu hjá Nobu Berkeley. Seinna starfaði Chris í þrjú ár sem aðstoðaryfirkokkur hjá David Thompsons og taílenskum veitingastað hans „Nahm.“ Chris tók síðar við hinum margrómaða jap- anska veitingastað Dinings í Tel Aviv. Und- anfarið hefur hann verið yfirkokkur á Pan- technicon í London sem byggist á norrænni og japanskri hugmyndafræði. Pantechnicon hýsir fjóra veitingastaði; Eldr, Sachi, Roof Garden og Cafe Kitsuné sem allir eru undir áhrifum frá Skandinavíu og Japan. Pantechnicon hefur vakið mikla eftirtekt í London og þykir algjört skyldustopp meðal matgæðinga sem heim- sækja borgina. Leif Sørensen (Slippurinn) Með því að umbreyta staðbundnu hráefni í bragðgóða og ljúffenga rétti og með stofnun hins magnaða KOKS í Þórshöfn hefur Leif komið Þórshöfn og Færeyjum á matreiðslukort heimsins. Hann hefur nú snúið sér að öðru en vinnur að ýmsum verkefnum tengdum fær- eyskum mat. Leif sameinar þekkingu sína á matargerð og ástríðu sína fyrir því að útbúa mat úr stað- bundnu hráefni. Hann byggir á víðtækri reynslu sinni og skilningi á Færeyjum, sem og alþjóðlegri matargerðarlist. Þeirri þekkingu miðlar hann til gesta sinna ásamt sögum af uppruna hráefnanna sem hann notar í nýja og frumlega rétti. Með því skapar hann ógleym- anlega upplifun fyrir matargesti. „Maturinn sem við borðum ætti að end- urspegla hreinleika, ferskleika og einfaldleika færeyskrar náttúru sem er fyrir utan gluggann okkar,“ segir Leif Sørensen – og færir þannig færeyska náttúru að matarborð- inu. Ron McKinlay (Einsi Kaldi) Ron McKinlay hefur alltaf elskað mat – hvort sem hann gæddi sér á sunnudagssteik mömmu sinnar eða blandaði í vöffludeig á laugardagsmorgnum. Eftir að hafa lokið mat- reiðsluprófi í heimabæ sínum, Vancouver, hélt hann til Nýja-Sjálands til að spila ruðning og ferðast um heiminn, þar til meiðsli bundu enda á feril hans snemma á þrítugsaldri. Það var þá sem hann ákvað að flytja aftur til Kanada og gefa eldamennsku tækifæri. Árið 2006, á meðan hann skoðaði Michelin- stjörnuveitingastaði í Bretlandi, bókaði Ron miða til Edinborgar í Skotlandi fyrir algjöra rælni. Með mikilli þrautseigju tókst honum að komast í læri hjá Michelin-kokkinum Tom Kitchin, sem átti eftir að verða mikill áhrifa- valdur og leiðbeinandi hans. Ron eyddi næstu fjórum árum á The Kitchin og eldaði klass- ískan franskan mat úr skosku hráefni og vann 17 tíma á dag. Hann vann hörðum höndum að því að fullkomna eldamennsku af gamla skól- anum, tileinkaði sér mikinn aga og lærði að taka gagnrýni í eldhúsinu. Ron tók stökkið árið 2010, alla leið til Mel- bourne í Ástralíu, þar sem hann hjálpaði til við að opna veitingastaðinn Maze með Gordon Ramsay en hélt síðan til Estelle Bar & Kitchen með Scott Pickett. Eftir að hafa unnið sig upp í stöðu aðstoð- aryfirkokks var hann skipaður af kokkinum Pickett til að opna og leiða Saint Crispin sem yfirkokkur, en Saint Crispin vann sér inn tvo hatta árið 2014. Árið eftir tók Ron annað stórt skref – í þetta skiptið sem yfirkokkkur á Six Senses dvalarstaðnum í Zighy Bay, Óman. Þótt hann hafi fagnað sjálfstæði sínu þar og notað tækifærið til að búa til og prófa nýja rétti ákvað hann eftir 18 mánuði að hann væri tilbú- inn að fara aftur heim til Kanada. Á Canoe sameinar Ron fjölda fágaðra að- ferða við nútímamatreiðslustíla í starfi sínu sem yfirkokkur. Hann hefur brennandi áhuga á því að búa til nýja rétti og bragðtegundir sem byggjast á kanadísku hráefni – allt frá þangi frá Bresku Kólumbíu, birkisírópi frá Ontario, tei frá Labrador og krabba frá Fogo-eyju. Honey Badger (Næs) Hjónin Junayd og Fjölla hafa ólíkan bak- grunn. Hann er frá Trinidad og Bandaríkj- unum en Fjölla kemur frá Albaníu. Þau opn- uðu veitingastaðinn Honey Badger í New York árið 2016 og sköpuðu þannig nýja matreiðslu- upplifun sem þau töldu vanta á svæðið. Þar fengu villtar jurtir og annað hráefni að njóta sín eftir stefnu sem kallast Wild-to-table. Síðan þá hefur Honey Badger haldið stöðu sinni sem hágæðaveitingahús sem veitir New York-búum og gestum víðs vegar að úr heim- inum einstaka matarupplifun í sátt við náttúr- una. Junayd og Fjölla eru stolt af nánum tengslum sínum við bændur í nærumhverfi þeirra; allt frá Pennsylvaníu til Labrador, sem útvega Honey Badger ferskt og framandi hrá- efni. Hver réttur er vandlega útbúinn, und- irbúinn og færður úr eldhúsinu til viðskiptavin- arins af hjónunum sjálfum; slík er natnin. Þessir skapandi kokkar bjóða upp á matseðil í Omakase-stíl og leggja áherslu á árstíða- bundin hráefni sem eru eins lítið unnin og hægt er. Þannig slítur Honey Badger keðjuna og afbyggir rétti á hátt sem fáir veitingastaðir hafa reynt að gera. Glæsilegt rými veitingastaðarins var byggt frá grunni og hannað með hjálp frá dóttur þeirra, Ninu. Junayd og Fjölla nota hvert tækifæri til að deila sögu sinni og skapa minn- ingar fyrir alla þá viðskiptavini sem þau taka hlýlega á móti. Stórstjörnur í kokkaheiminum mæta til Eyja Matarhátíðin Matey verður haldin í Vestmannaeyjum hinn 8.-10. september næstkom- andi en þar taka veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjón- ustuaðilar á svæðinu höndum saman til að sameina úrvals- hráefni og framúrskarandi matreiðslu. Margrómaður Chris Golding verður á GOTT Matgæðingur Hinn kanadíski Ron McKinlay verður á Einsa Kalda. Færeyska goðsögnin Leif Sørensen verður á Slippnum Brautryðjendur Hjónin Junayd og Fjölla á Honey Badger verða á Næs. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.