Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 40

Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 ✝ Grétar Sam- úelsson húsa- smíðameistari fæddist 19. janúar 1942 í Reykjavík. Hann lést á Land- spítalanum 5. júlí 2022. Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Sigurð- ardóttir, f. 25.8. 1917, d. 20.6. 2002, og Samúel Kristinn Sig- urðsson, f. 19.9. 1909, d. 11.8. 1973. Grétar ólst upp frá tveggja ára aldri hjá Jóni Jónssyni, f. 23.9. 1883, d. 21.7. 1951, og dóttur hans Ólafíu Svandísi Jónsdóttur, f. 4.12. 1917, d. 14.8. 2000. Albróðir Grétars var Hörð- ur, f. 28.11. 1940, d. 13.4. 1941. Sammæðra systkini Grétars: Sigurður Ólafur Stefánsson, Anný Louise Guðmundsdóttir, Guðrún Júlía Cebrian Lopez, og eftir það í gagnfræðaskóla verknáms. Hann lauk sveins- prófi í húsasmíði 1968 og meistaraprófi 1978. Hann var áhugamaður um íþróttir, mikill Valsari og Manchester United-maður. Stundaði handbolta með Val og fótbolta með Víkingi auk þess að hafa ungur að árum stofnað fótboltaliðið Þresti. Grétar var mikill söngmað- ur og bassi og söng í ýmsum kórum. Lengst var hann í Karlakórnum Fóstbræðrum eða frá árinu 1966 og til dánardags. Grétar vann við almennar húsasmíðar til ársins 1975 en þá hóf hann störf hjá Krist- jáni Siggeirssyni hf. við húsgagnasmíði og vann þar til ársins 1983. Eftir það hóf hann störf hjá Húsasmiðjunni hf. þar til hann fór á eftir- laun. Útför Grétars fer fram frá Seljakirkju í dag, 25. ágúst 2022, klukkan 13. Streymi: https://tinyurl.com/mwyjf2ts Ingibjörg Krist- jánsdóttir, Hjört- ur Kristjánsson og Guðmundína Kristjánsdóttir. Samfeðra systk- ini: Ólafur Þor- steinn, Sigurður, Ingi Gunnar og Óskar Rúnar. Grétar giftist hinn 11.9. 1965 eftirlifandi eigin- konu sinni, Þóru Þórisdóttur frá Reykholti, f. 8.2. 1944. Börn þeirra eru: 1) Ólafía Svandís, f. 13.5. 1965, maki Sigmar Knútsson, börn þeirra a) Þóra Björg, b) Ísak Snær, c) Sóley Dögg og hálfbróðir d) Rúnar Már. 2) Vilhjálmur Þór, f. 12.7. 1966. 3) Grétar Þór, f. 5.8. 1971, maki Íris Jensen, börn þeirra a) Daníel, b) Phil- ip og c) Embla Mist. Grétar ólst upp í Reykjavík. Hann gekk í Laugarnesskóla Elsku tengdapabbi. Það er sárt að vera að skrifa þetta. En þrátt fyrir mikil og erfið veikindi þá veit ég að svona er líf- ið. Við fæðumst og síðan deyjum við. Þú tókst mér með opnum örm- um, alveg frá fyrsta degi, þegar ég kom inn í fjölskylduna þína. Ég er svo heppin að eiga upptökuna þar sem þú söngst til mín svo ein- staklega fallega í brúðkaupi okkar Grétars Þórs. Ég minnist með svo mikilli hlýju og þakklæti allra stundanna okkar. Mikið gátum við hlegið en hlátur þinn var svo hár og smitandi. Eins varst þú alltaf til í spjall og sýndir öllum innilegan og einlægan áhuga. Þú varst alltaf tilbúinn til að koma og hjálpa okkur, enda ótrú- lega fær og nákvæmur. Þú varst húsasmíðameistari af gamla skól- anum og þeir gerast ekki betri. Þegar við Grétar Þór vorum að hamast í húsinu okkar á kvöldin þá vildir þú alltaf koma og sjá hvort við værum að gera þetta rétt og vel. Svo sagðir þú okkur til við það sem við kunnum ekki og kendir okkur. En skemmtilegustu stundirnar voru alltaf í janúar þegar hann Philip okkar á afmæli. Þá voru handboltamót og þau voru hávær og skemmtileg. Það var mikið blótað og öskrað á sjón- varpið. Þú lifðir þig svo inn í bolt- ann og hafðir óskaplega gaman af. En boltaíþróttir voru ekki það eina sem þú hafðir mikinn áhuga á. Pólitíkin var líka eitt þitt aðal- áhugamál. Þú varst svo einstak- lega blár og ég skil ekki af hverju Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fyr- ir löngu búinn að gera þig að heið- ursfélaga. En við gátum rökrætt stjórnmálin mikið fram og til baka. Þú lést samt ekki segjast, varst alltaf fastur á þínu og hagg- aðist hvergi. Ég var síðan oft skömmuð fyrir að æsa þig upp með skoðunum mínum en alltaf kvaddirðu mig blíðlega og sagðir „vertu bless ljúfan“. Það eru svo margar minningar sem munu hlýja mér í hjarta þeg- ar ég hugsa um þig. Og í hvert sinn sem ég sé skútu sigla þá mun ég hugsa um þig en þú varst alltaf svo montinn af skútunni, henni Lukku þinni. Þín tengdadóttir, Íris Jensen. Við systkinin höfum verið rík að öfum og ömmum í gegnum bernskuárin og langt fram á full- orðinsaldur. Þau hafa verið órjúf- anlegur partur af okkar lífi og veruleiki án þeirra aldrei komið til greina, þrátt fyrir að vita innst inni að tíminn kallar alla til sín að lokum. Þar sem móðuramma okk- ar og –afi hafa ávallt búið í innan við fimm mínútna göngufæri hafa heimsóknir til þeirra eftir skóla og gisting um helgar tíðkast frá því við munum eftir okkur og gera enn. Amma Þóra og afi Grétar – þessi orð áttu og eiga heima sam- an í einni setningu. Svo kom að því að þú kvaddir okkur, elskulegi afi okkar, afi Grétar. Þrátt fyrir að hafa verið svo heppin að eiga þig að langt fram á fullorðinsár finnst okkur þetta gerast alltof snemma. Í minningunni varstu ávallt bros- andi og hlæjandi (nema ef stjórn- mál eða landsleikir voru til um- ræðu, þá gat nú hvesst). Þú varst maður sem varst svo stoltur af börnum þínum og barnabörnum að það var næstum vandræðalegt (það varð það að sjálfsögðu aldrei, bara næstum). Þegar við systkinin ræddumst við stuttu eftir fráfall þitt var eitt atriði sem við nefndum öll. Þú heilsaðir okkur ætíð með sama hætti: „Nei halló elsku ljúfan mín/ ljúfurinn minn! Hvað segir þú gott?!“ og hafðir þann hátt á að geta látið okkur líða eins og við værum mikilvægasta manneskjan í lífi þínu. Það kom fyrir að þú gast gert fólkið í kringum þig grá- hært með vitleysunni sem þér datt í hug að spinna saman, en það var allt gert til að kæta og fá aðra til að hlæja. Einnig var enginn betri liðsfélagi en þú til að hafa sér við hlið ef löngun í ís eða eitt- hvað gott með kaffinu lét á sér kræla. Þú gerðir þér meira að segja far um að vera með grænt og rautt ópal í bílnum þínum ef það skyldi koma fyrir að þú keyrðir okkur eitthvað (sem var ósjaldan), eingöngu af því þú viss- ir að okkur fannst græna ópalið betra en það rauða, sem þú kaust heldur sjálfur. Harðduglegur, hlýr, kátur, glaður, ákveðinn og þrjóskur tækjadellumaður sem gerðir allt fyrir barnabörnin þín – þannig minnumst við þín elsku afi. Lýsandi fyrir þann mann sem þú hafðir að geyma er þegar við ásamt vinahópi höfðum ákveðið að fara að sjá hryllingsmynd í kvikmyndahúsi einu. Þú varst sem fyrr tilbúinn til að skutla hópnum, en þegar á áfangastað var komið var okkur ekki hleypt inn vegna aldurs. Í stað þess að segja daginn ónýtan og skutla okkur einfaldlega heim, þá lagðir þú bílnum, keyptir þér sjálfur miða og fylgdir okkur á myndina (og skemmtir þér konunglega ef minnið svíkur ekki). Þannig mað- ur varst þú, elsku afi. Það er óraunverulegt til þess að hugsa að við munum aldrei heyra þig heilsa okkur með þínum kunnuglega hætti, að þú sért ekki lengur með- al fjölskyldunnar sem þér þótti skara fram úr öllum öðrum. Það er huggun harmi gegn að vita að þú ert kominn á betri stað þar sem þér líður loksins vel og getur sýslað við allt það sem þér þótti ávallt skemmtilegast en við eigum eftir að sakna þín alla okkar ævi því það var bara einn afi Grétar og þú varst sá allra besti. Þín ævarandi og þakklátu barnabörn, Þóra Björg Sigmarsdóttir, Ísak Snær Sigmarsson, Sóley Dögg Sigmarsdóttir. Elsku afi Grétar. Það er svo sárt að þú sért far- inn frá okkur. Þú varst besti vinur okkar systkina, alltaf svo glaður og hlýr. Þú hughreystir okkur ef eitthvað bjátaði á og varst mann- eskjan sem við leituðum mikið til. Sannkallaður klettur í okkar lífi sem gott var að geta treyst á. Í okkar augum varstu rokk- stjarnan sem hlustaðir á Ozzy, íþróttahetjan sem æfðir fótbolta og ballett og bassinn með fallegu söngröddina í Fóstbræðrum. Að alast upp með þig og ömmu í fimm mínútna fjarlægð gerði samband okkar ómetanlegt. Allar þær minningar sem við eigum með ykkur í dag eru dýrmætar og við geymum þær djúpt í hjörtum okkar. Oft, þegar við gleymdum hús- lyklum og vorum læst úti eftir skóla, var það fyrsta sem við gerð- um að rölta heim til þín og ömmu þar sem við vissum að vel yrði tek- ið á móti okkur með opnum faðmi og auðvitað einhverju gotteríi. Við barnabörnin vorum vel upp alin af þér og ömmu. Þú kenndir okkur að meta góða tónlist, mann- ganginn í skák og hvernig skyldi sjúga beinmerginn af bestu lyst, eins og gert var í sveitinni. Nú eða hvernig ætti að hvetja lið sitt í íþróttum til dáða með tilheyrandi öskrum og látum. Samband ykkar ömmu var svo einstakt og fallegt. Þið ferðuðust um heiminn saman og höfðuð allt- af eitthvað fyrir stafni. Ef það voru ekki ferðalögin, kóræfing- arnar eða íþróttaáhorfið, þá fannstu þér alltaf eitthvað að brasa eins og að safna pistlum og myndum úr Fréttablaðinu og setja í möppur sem síðan fylltu geymsluna. Þú varst með hjarta úr gulli og góðmennskan engri lík. Þú varst alltaf tilbúinn að gera allt fyrir okkur barnabörnin. Lífsgleðin þín og húmor voru smitandi. Þú varst alltaf svo glaður, jákvæður og stutt í brosið sem fyllti herbergið þrátt fyrir erfið veikindi. Þvílík forréttindi sem það eru að geta kallað þig afa, vin og ekki síst fyr- irmynd. Við söknum þín svo mikið afi – en á sama tíma kunnum við mikið að meta hvað þú kenndir okkur að elska lífið og taka því með brosi á vör. Því munum við halda áfram, með þig í hjörtum okkar. Daníel, Philip og Embla Mist. Það er með miklum hlýhug sem ég kveð Grétar Samúelsson. Mamma og Þóra systir hennar, eftirlifandi eiginkona Grétars, voru mjög samrýndar og pabbi og Grétar góðir vinir. Mér hefur eig- inlega alltaf fundist við öll vera ein stór fjölskylda og Grétar vera frændi minn. Þegar við systurnar og Svandís, Villi og Grétar Þór, börn Þóru og Grétars, vorum yngri vorum við oft saman í Reyk- holti í Borgarfirði þar sem Lulla amma og Þórir afi okkar áttu heima. Ég á margar góðar minn- ingar frá þessum tíma. Rauði þráðurinn í þessum minningum er samheldni, samvinna og notaleg- ar samverustundir. Það voru oft margir sem röðuðu sér í kringum matarborðið og seinnipartinn var setið saman yfir kaffi, kleinum og pönnukökum og rætt um ýmis málefni. Þessi nálægð hélt áfram í Reykjavík þar sem við bjuggum öll á Háaleitisbrautinni og stutt á milli. Við krakkarnir lékum okkur mikið saman úti og inni og pabbi og mamma og Þóra og Grétar hjálpuðust við að líta eftir okkur grislingunum. Eftir þetta fluttum við í Fossvoginn og Þóra og Grét- ar í Breiðholtið. Þrátt fyrir að búa ekki lengur í sama hverfi hélt samgangurinn áfram sem og sam- eiginleg ferðalög og góðar sam- verustundir. Grétar og Þóru kíktu oft til mömmu og pabba í kaffi á föstudagseftirmiðdögum eftir að þau voru búin að vinna. Þar var rætt um margvísleg málefni yfir kaffi og vínarbrauði og oft hækk- aði rómurinn þegar rætt var um stjórnmál en alltaf í góðu þótt skoðanirnar væru ekki endilega þær sömu. Alltaf var stutt í grín og glens og Grétar var með sér- staklega smitandi hlátur og stutt í bros og gamansemi. Ég á líka góðar minningar frá jólunum en þá var sameiginleg laufa- brauðsgerð (hjá Þóru og Grétari), kökur og heitt kakó (hjá Lólu systur mömmu og Þóru, og Hadda manninum hennar) og ára- mótapartí (hjá mömmu og pabba) sem hafa nú færst til okkar frændsystkinanna í næstu kyn- slóð. Mér er það líka minnisstætt að Grétar, sem var lærður smiður, smíðaði handa mér fallegan kistil fyrir skátadótið mitt þegar ég var í skátunum. Ég á enn þennan græna kistil og held mikið upp á hann. Grétar var alltaf einstak- lega hjálpsamur og hlýr og tilbú- inn að rétta fram aðstoð. Þegar hringvegurinn í kring um landið var opnaður árið 1974 fórum við öll ásamt Lullu ömmu hringinn um landið. Ferðalagið tók tvær vikur og var gist í tjöld- um á flestum stöðum, farið út í Papey og margt skemmtilegt brallað. Við eigum öll góðar minn- ingar frá þessu ferðalagi. Þegar Grétar og Þóra og mamma og pabbi urðu eldri voru þau dugleg að ferðast saman til útlanda og oft líka með Lólu og Hadda. Ég man sérstaklega eftir ferðalagi til Flórída þar sem við mamma og pabbi og Grétar og Þóra vorum saman í húsi með sundlaug og neti til að halda flug- unum í burtu. Grétar, sem elskaði sólina, settist oft í sólbað fyrir ut- an netið svo hann fengi nú „alla sólina“ eins og hann orðaði það. Elsku Þóra, Svandís, Vilhjálm- ur (Villi), Grétar Þór og fjölskyld- ur, missir ykkar er mikil en minn- ingarnar hlýja í sorginni. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Laufey Þóra Ámundadóttir (Lulla). Þriðjudaginn 5. júlí sl. lést tengdafaðir minn, Grétar Sam- úelsson, eftir baráttu við veikindi. Mig langar að minnast hans og þakka fyrir árin sem ég var hon- um samferða. Grétar var 81 árs þegar hann lést en hugur og vilji stóðu til margra ára til viðbótar. Grétar var Reykvíkingur og stolt- ur af því að vera fæddur undir danska kónginum. Grétar var al- inn upp af Ólafíu Svandísi Jóns- dóttur, Lóu, sem gekk honum í móðurstað þegar Grétar var tveggja ára. Það var Grétari mikil gæfa að alast upp hjá Lóu og eignast þá stóru fjölskyldu sem stóð að baki henni og var honum afar kær. Grétar eignaðist líka sterka og nána fjölskyldu í gegn- um Þóru tengdamóður mína sem var fjölskylda hennar í Reykholti í Borgarfirði. Ég kynntist Grétari og Þóru haustið 1986 þegar við Svandís kynntumst. Það var kvíðablandin stund að koma þangað í fyrsta skiptið en ég fann strax það kær- leiksríka viðmót sem alltaf tók á móti mér og syni mínum Rúnari Má þegar við komum þar. Grétar fylgdist vel með og hafði áhuga og skoðanir á flestu sem var á döfinni í þjóðfélaginu, hafði alltaf nóg að sýsla og hafði endalaust gaman af lífinu. Grétar var fjölskyldumað- ur, eiginmaður, faðir, alúðlegur og natinn afi við barnabörnin sem alltaf gátu leitað til hans, glaðvær og hrókur alls fagnaðar í fjöl- skylduboðum, gat talað við hvern sem er um hvað sem var, greið- vikinn, hjálplegur og gott að leita til hvenær sem á þurfti að halda. Grétar var mikill matmaður og þótti maturinn frá æskuárunum sérlega góður, s.s. þorramatur, siginn og saltaður fiskur og kæst skata. Þegar við Svandís vorum að kynnast var mér og Rúnari oft boðið í grill til Grétars og Þóru, Grétar grillaði á kolagrilli í arn- inum í stofunni því svo vel trekkti arinninn að engin matarlykt fannst í húsinu. Grétar var lærður húsasmíða- meistari og fagmaður fram í fing- urgóma, nákvæmur og vandvirk- ur og sannkallað snyrtimenni. Hann byggði húsið á Seljabraut 64 yfir fjölskylduna og var vandað til allra hluta þar. Áhugamálin voru margvísleg en þau helstu voru söngur af ýmsu tagi en fyrst og fremst sem aðalbassi af lífi og sál í Karlakórnum Fóstbræðrum frá 1966 til æviloka, fótboltamað- ur og Valsari frá unga aldri fyrir lífstíð, Manchester United-mað- ur, skútusiglari með æskuvinum sínum til 70 ára, þeim Jóni Frí- mann og Jóni Sveinssyni, og síð- ast en ekki síst var hann sjálf- stæðismaður. Grétar hafði áhuga á öllum íþróttum og íþróttakeppnum og þá sérstaklega fótbolta og hand- bolta og gat hann horft á upptök- ur valdra leikja margsinnis. Grét- ar var mikill bílaáhugamaður og átti gamlan Ford Fairmount sem hann hafði keypt sem fjölskyldu- bíl 1980 og ekki selt aftur. Barna- börnin nutu góðs af og fengu ófáa ísbíltúrana með afa. Það er margs að minnast, t.d. heimsóknar ykk- ar Þóru til Danmerkur til okkar Svandísar, Spánarferðanna, hreindýraveiði og jólaboðanna. Það er sárt að kveðja þig minn kæri, ég veit að það verður vel tekið á móti þér af öllu því góða fólki sem á undan er gengið. Elsku Þóra, ég votta þér, Svan- dísi, Villa, Grétari og barnabörn- unum mína dýpstu samúð. Kær kveðja, Sigmar Knútsson. Mikið og fjölbreytt starf er unnið í þeim mörgu félögum sem eru starfandi hér á landi og erum við hér svo heppin að okkur er heimilt að stofna til félaga um öll þau hugðarefni sem nöfnum tjáir að nefna og er starfið í þeim að mestu borið uppi af sjálfboðalið- um. Þetta á einnig við um Karla- kórinn Fóstbræður sem hefur starfað frá 1916. Kórinn hefur átt miklu einvalaliði á að skipa í söng en einnig er varðar starf félagsins sjálfs. Mjög reyndi á kórmenn þegar vinna hófst 1969 við að fullbyggja félagsheimili kórsins en kórinn fékk hæð sína uppsteypta með samningi við byggingarfélag í skiptum fyrir stærstan hluta lóð- arinnar við Langholtsveg 109-111. Eins og gefur að skilja reyndi mest á iðnaðarmennina í kórnum, sem hafði á að skipa miklu úrvali smiða, múrara, málara, rafvirkja, pípara o.fl. Þessir meistarar stýrðu síðan stórum hópi óbreyttra kórmanna. Árið 1967 gengu í kórinn all- margir söngmenn. Meðal þeirra voru tveir trésmiðir sem áttu eftir að vinna mikið og gott starf við lokafrágang heimilisins en einnig við ýmis félagsstörf. Þetta voru þeir Hjörtur Magnússon, sem féll frá í des. sl., og Grétar Sam- úelsson, sem andaðist í byrjun júlí og við kveðjum hér í dag. Þeir höfðu báðir unnið sem smiðir hjá öðrum Fóstbróður, Páli Jónssyni, sem gekk í kórinn 1966. Var það fyrir áeggjan hans að þeir sóttu um inngöngu en Páll hafði heyrt þá syngja. Hjartar minntumst við við útför hans rétt fyrir síðustu áramót. Fyrstu árin söng Grétar 1. bassa en var þar á rangri hillu því hann var í raun 2. bassi. Hann hafði djúpa, mjúka og mikla rödd enda söng hann oft einsöng með kórnum og minnumst við sérstak- lega þegar hann söng „Ol’ Man River“ eftir Gershwin en þar reyndi mjög á getu hans sem bassa. Árið 1984 var stofnaður tvöfaldur kvartett innan kórsins, sem kallaði sig Átta Fóstbræður, og var Grétar valinn til að syngja 2. bassa. Við minnumst Grétars ekki bara sem afburða söngmanns heldur líka sem ötuls félaga. Var nokkur ár í húsnefnd en það var sú nefnd sem reyndi hvað mest á því þeir sáu um útleigu á heim- ilinu. Þetta var ótrúlega mikil vinna og naut Grétar mikillar að- stoðar hjá eiginkonu sinni, Þóru Þórisdóttur, t.d. við þrif. Þá sat Grétar 10 ár í styrktarfélaga- nefnd, þar af sex ár sem formað- ur. Þetta er með þýðingarmeiri nefndum því reksturinn er að langmestu leyti byggður á sjálf- aflafé og þar eru styrktarfélagar mikilvægir. Grétar söng sinn síð- asta konsert 2011 og söng hann þar sina 44. tónleika. Eftir þetta gekk hann til liðs við Gamla Fóstbræður og héldum við því áfram að njóta þess að eiga í Grétar Samúelsson Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.