Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022
✝
Kristján Guð-
bjartsson Berg-
man, til heimilis á
Vesturbrún 39,
fæddist í Reykjavík
12. nóvember 1942.
Hann andaðist um-
vafinn ástvinum á
heimili sínu 30. júlí
2022.
Foreldrar Krist-
jáns voru Guð-
bjartur Sigurgísli
Bergmann Kristjánsson frá
Reykjavík, f. 15. desember 1914,
d. 20. júní 1967, og Vilborg
Sveinsdóttir frá Kambi í Flóa, f.
2. febrúar 1917, d. 23. desember
1979.
Albróðir Kristjáns er Ingiberg,
f. 1939. Hálfsystkini Kristjáns,
samfeðra, eru: Jóhanna Andrea,
f. 1954, Guðbjartur Páll, f. 1956,
Baldur Bjarki, f. 1960, og Jón
Örn, f. 1962.
Kristján kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Þórönnu Þórar-
insdóttur, f. 17. mars 1944 í Vest-
mannaeyjum, hinn 12. nóvember
og bjó þar alla sína ævi ef frá eru
talin árin sem Kristján og Þór-
anna bjuggu í Vestmannaeyjum,
1969 til 1971. Þar var Kristján
verkstjóri hjá Hraðfrystistöð
Vestmannaeyja.
Kristján var menntaður vél-
stjóri og matreiðslumaður.
Kristján gegndi mörgum trún-
aðarstörfum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Hann var í stjórn Varð-
ar, fulltrúaráðs Reykjavíkur-
félaganna, í rúmlega tuttugu ár,
þar af ritari í fjölmörg ár. Krist-
ján var formaður hverfafélags
Breiðholts í mörg ár og ritari
málfundafélagsins Óðins.
Kristján var innheimtustjóri
Rafmagnsveitu Reykjavíkur fjöl-
mörg ár í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu.
Meðal annarra vinnustaða
Kristjáns má nefna skrifstofu
Eimskips, Slökkvilið Reykjavík-
ur og Strætisvagna Reykjavíkur.
Kristján stofnaði og rak Bón-
stöðina við Tryggvagötu á sínum
yngri árum. Hann var síðasti
kaupmaðurinn sem rak Turninn
við Arnarhól, á horni Hverfis-
götu og Lækjargötu. Kristján
átti og rak pylsuvagninn á
Lækjartorgi í fjöldamörg ár.
Útför Kristjáns verður gerð
frá Laugarneskirkju í dag, 25.
ágúst 2022, klukkan 13.
1964. Foreldrar henn-
ar voru Þórarinn Ant-
on Jóhann Guðmunds-
son frá Háeyri í Vest-
mannaeyjum, f. 4. júlí
1910, d. 8. nóvember
1970, og Elísabet
Bjarnveig Guðbjörns-
dóttir frá Grunnavík í
Jökulfjörðum, f. 14.
október 1914, d. 2. júlí
1990.
Börn Kristjáns og
Þórönnu eru: 1) Þórarinn Jóhann,
f. 1964, maki Jónína Gísladóttir, f.
1965. Börn þeirra eru: a) Kristján
Valgeir, f. 1987, maki Sunna
Magnúsdóttir, f. 1986, börn þeirra
eru Karen, f. 2014, og Magnús, f.
2017. b) Þóranna, f. 1989. c) Jóna
Elísabet, f. 1997. d) Þórarinn Sig-
urgísli, f. 2004. 2) Guðbjartur
Kristján Bergman, f. 1966. 3) Vil-
borg Þóranna Bergman, f. 1973,
barn hennar er Þóranna Bjartey
Bergman, f. 1998, í sambúð með
Sigurjóni Emil Ingólfssyni, f.
1998.
Kristján ólst upp í Reykjavík
Takk pabbi
Til er sorg sem fólk óttast hvað mest.
Til er sorg sem við mætum þó flest.
Nú er hún hér.
Þú helgaðir fjölskyldunni allt þitt líf.
Í gleði og sorg varstu skjöldur og hlíf.
Nú ertu hér.
Ef þú hefðir ekki mömmu, þína ást
hefðir ekki kennt okkur hvað er að
elska og þjást,
værum við ekki hér
Þú kenndir okkur trixin, eitt og eitt
Að hjóla eða synda, fyrir þig ekki neitt.
Hvað þá hér.
Þú hvattir okkur áfram, þerraðir tár.
Í hversdagslegri visku varstu svo klár.
Líka hér.
Ef þú hefðir ekki mömmu, þína ást,
hefðir ekki kennt okkur hvað er að
elska og þjást,
værum við ekki hér.
Ef við gætum tímanum stjórnað,
einhverju eytt,
við hefðum engu fórnað, alls engu
breytt.
Takk fyrir allt.
Takk fyrir allt.
Þórarinn Jóhann
Kristjánsson.
Það er mjög óraunverulegt að
setjast niður og skrifa minningar-
grein um elsku pabba minn. Í sorg
sem þessari verða orð svo lítil og
merkingarsnauð. Söknuðurinn er
óbærilegur. Það breytist allt, lífið
verður aldrei eins og það var.
Ég vissi ekki að það væri hægt
að sakna svona mikið eins og ég
sakna elsku pabba míns. Pabbi
háði hetjulega baráttu við krabba-
mein allt fram á síðasta dag. Pabbi
þekkti ekki að gefast upp, það var
ekki til í hans orðabók. Pabbi vildi
allt fyrir alla gera og hann hjálpaði
mörgum án þess að fólk vissi því
hann vildi ekki bera góðverk sín á
torg. Hjálpsamari mann er erfitt
að finna. Hann var fyrstur manna
til að koma til aðstoðar hvort sem
það fól í sér að hoppa upp í flugvél
og aðstoða í eldgosi, opna heimili
sitt og mömmu fyrir fólki í neyð,
aðstoða mig við frágang ML-rit-
gerðarinnnar á sínum tíma, elda
fyrir mig orkusúpu þegar ég var
veik eða sópa snjó af bílnum mín-
um. Hann passaði dóttur mína
endalaust, skutlaði henni út um
allt og var besti afinn. Hann mætti
meira að segja með henni í fiðlu-
tíma. Pabbi var langt á undan sinni
samtíð hvað umhverfisvernd varð-
ar. Hann og mamma ræktuðu
grænmeti í garðinum, voru með
moltu úti í garði og pabbi byrjaði
að flokka rusl á síðustu öld.
Ég sakna þess að ræða stjórn-
mál við þig pabbi minn og vera
með kosningavöku. Ég á eftir að
sakna þess að horfa á kosninga-
sjónvarpið með þér langt fram á
nótt eins og ég hef gert frá því ég
var lítil. Kosningavökurnar okkar
voru heilagar og ekkert mátti
trufla þær, þá var spáð í spilin og
pabbi talaði um allar mögulegar
útkomur eins og honum einum var
lagið.
Ég sakna þess að leita ráða hjá
þér í erfiðum málum. Hver á nú að
lesa yfir greinargerðir og gefa mér
ráð. Segja mér að standa hörð á
mínu og gefa ekkert eftir. Hlusta á
sannfæringu mína og fylgja henni.
Ég sakna þess að þú keyrðir mig
alltaf út á flugvöll þegar ég fór ut-
an og við spjölluðum um allt milli
himins og jarðar. Þetta var okkar
gæðastund.
Ég sakna þess að heyra þig
segja: „Mikið ertu nú ákveðin, Vil-
borg,“ og ég að svara: „Ég er bara
nákvæmlega eins og þú pabbi
minn!“
Ég heyri þig segja „ég er svo
glaður að vera kominn heim“ þeg-
ar þú komst heim af spítalanum og
ég er svo þakklát að við gátum lát-
ið ósk þína rætast um að þú gætir
verið heima með mömmu og okkur
fjölskyldunni.
Við pössum vel upp á mömmu
fyrir þig eins og þú baðst mig um.
Ég ætla að hætta núna og
kveðja þig með orðunum sem ég
sagði við þig á hverju kvöldi í veik-
indunum: Ég elska þig pabbi
minn, góða nótt og reyndu nú að
hvíla þig, ég passa þig.
Vilborg Þóranna.
Elsku afi minn … hvar á ég að
byrja? Hann afi minn var einn
besti maður sem ég hef kynnst og
besti afi sem hægt er að hugsa sér.
Hann hefur frá fyrsta degi verið
stoð mín og stytta, kletturinn minn
sem passaði alltaf svo vel upp á
litlu stelpuna sína. Afi vildi alltaf
allt gera fyrir fólkið sitt. Hann var
týpan sem sótti mig í sumarbúðir
þegar ég fékk heimþrá, hann var
týpan sem gerði sér leið hjá
vinnunni minni bara til þess að
skafa bílinn minn því það kyngdi
niður snjó um morguninn. Hann
var týpan sem hringdi alltaf þegar
það var spáð vondu veðri, bara til
þess að athuga hvort maður ætlaði
ekki bara að halda sig heima á
meðan þetta gengi yfir. Hann var
týpan sem var alltaf til í að skutla
manni og sækja á æfingar. Hann
var týpan sem hefði komið að
sækja mann hvert sem er og hve-
nær sem er. Sama hvaða tíma
dags; hann hefði alltaf komið.
Hann eldaði alltaf besta hafra-
grautinn ofan í okkur barnabörnin
og sagði bestu sögurnar á meðan.
Afi var maðurinn sem kenndi mér
svo margt um lífið og tilveruna.
Hann t.d. bakkaði bílnum alltaf í
öll stæði og það fyrsta sem hann
gerði þegar ég var komin með ald-
ur til var að kenna mér að bakka
bílnum í stæðið. Hann var sá sem
fékk alltaf fyrsta símtalið frá mér,
sama hvert umræðuefnið var. Ef
það kom ljós í mælaborðið, þá
hringdi ég í afa … ef ég hafði
spennandi fréttir að færa var afi
alltaf fyrstur til þess að heyra af
því. Við gátum talað saman um allt
og ekkert tímunum saman og
hlegið hátt og mikið. Hann var svo
sannarlega besti vinur minn og
mun ég sakna þess svo mikið að
geta ekki gripið tólið og hringt í
elsku afa.
Þessir síðustu mánuðir þar sem
veikindin tóku yfir hafa verið erf-
iðir fyrir okkur öll, þá sérstaklega
fyrir þig en þú barðist við krabba-
meinið eins og hetjan sem þú
varst. Ég vona að þú náir að hvíl-
ast núna elsku afi minn. Ég mun
alltaf geyma minningarnar í hjarta
mínu og fara með þá visku sem þú
kenndir mér og gafst mér í vega-
nesti út í lífið. Dreymi þig fallega
drauma elsku afi, ég elska þig.
Þín afastelpa,
Þóranna Bjartey.
Þegar við barnabörnin vorum
yngri þá vorum við löngum stund-
um heima hjá afa og ömmu í
Reykjavík. Þetta nafn festist við
þau þar sem þau bjuggu jú í
Reykjavík, þar sem amma býr
enn, en við í Hafnarfirði.
Við dvöldum flestar hátíðir hjá
afa og ömmu og fórum þangað í
fjöldann allan af veislum, enda
fannst þeim fátt skemmtilegra en
að halda boð. Var þá alltaf víst að
afi væri með röð og reglu á hlut-
unum. Þá var líka nokkuð víst að
kveikt var á fjórum útvarpstækj-
um í einu, í öllum hornum hússins,
og hann heyrði í þeim öllum, enda
með ofurheyrn.
Jólaboðin voru sérstaklega
minnisstæð, þar sem hangikjöt og
hamborgarhryggur var á boðstól-
um. Afi eldaði og skar kjötið á al-
veg ákveðinn hátt en hvernig það
var skorið var alveg sérstaklega
mikilvægt. Allt eftir kúnstarinnar
reglum. Hann var lunkinn í eld-
húsinu og gerði til dæmis alveg
sérstaklega góða grauta. Hafra-
grauturinn var í miklu uppáhaldi
og hann skyldi sjóða í 20 mínútur,
að öðrum kosti væri hann óætur
samkvæmt afa.
Hann hafði tröllatrú á mjólk og
lýsi, sem og lakkrís! Afi var mikill
sælkeri þegar kom að nammi og
alltaf hægt að leita uppi nammi
hjá honum og ömmu þegar við
komum í heimsókn. Nokkuð sem
við gerðum mikið af þegar við
vorum yngri. Í seinni tíð, þegar
barnabarnabörnin komu í heim-
inn, þá komu afi og amma reglu-
lega í heimsókn til þess að passa
upp á að þau fengju nú alveg pott-
þétt nammi. Páskaegg og jóla-
dagatöl, afi kom alltaf færandi
hendi. Má eiginlega segja að
þarna hafi tvö af hans stærstu
áhugamálum smollið saman. Það
er að fara í bíltúr og svo að gefa
nammi. Jú og svo fannst honum
frekar gaman að borða nammið
líka! Honum fannst fátt skemmti-
legra en að keyra og hann var
alltaf boðinn og búinn að sækja og
skutla okkur krökkunum og voru
þá ferðirnar vel nýttar til að fara
yfir málefni líðandi stundar.
Nú þegar við syrgjum afa, en
hann lést eftir rúmlega tveggja
ára hetjulega baráttu við krabba-
mein, þá eru það þessar minn-
ingar sem við yljum okkur við,
þegar hann er farinn í sína síð-
ustu ferð.
Hvíl í friði elsku afi, afi í
Reykjavík.
Kristján Valgeir,
Þóranna, Jóna Elísabet og
Þórarinn Sigurgísli.
Kristján Guð-
bjartsson Bergman
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
GUÐBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR
sjúkraliði,
Löngulínu 28, Garðabæ,
andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi mánudaginn 15. ágúst.
Útförin verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi þriðjudaginn
30. ágúst klukkan 15.
Eiríkur Þormóðsson
Lilja Einarsdóttir Davíð Másson
Kristján Einarsson Guðrún Lilja Kristinsdóttir
Styrkár Jökull Davíðsson Kristín Lilja Kristjánsdóttir
Einar Axel Kristjánsson
systur og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, pabba, tengdapabba, afa
og langafa,
KARLS HÖFÐDALS MAGNÚSSONAR
sjómanns,
Sigtúni 11, Patreksfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heilbrigðisstofun
Vestfjarða Patreksfirði, fyrir góða umönnun og hlýju í hans garð.
Björg Bjarnadóttir
Sigríður Valdís Karlsdóttir Páll Hauksson
Ásgeir Andri Karlsson Hrefna Sigurðardóttir
Ólafía Kristín Karlsdóttir Rögnvaldur Bjarnason
Jónas Dalberg Karlsson Ásrún Kristjánsdóttir
Bjarnfríður Elín Karlsdóttir Örn Eiríksson
Sóley Guðjóna Karlsdóttir Þorsteinn Björnsson
afabörn og langafabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
MARGRÉT KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
viðskiptafræðingur,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
21. ágúst.
Kristín Vala Ragnarsdóttir
Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna H. Jónsdóttir
Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir
Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason
og barnabörn
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÁRNI SIGVALDASON,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar Kópavogi og
líknarþjónustu Heru fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sigríður Tómasdóttir
Ívar Árnason Hlíf I. Árnadóttir Jörgensen
Xaverine Árnason Bates Claus Jörgensen
Júlíana Björt Ívarsdóttir Freyja Celeste Ívarsd. Bates
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HALLDÓR VALGARÐUR KARLSSON,
Gónhól 34, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 21. ágúst.
Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ingibjörg Pétursdóttir
Pétur Þór Halldórsson Eva Björk Valdimarsdóttir
Tinna Sigrún Pétursdóttir
Ísak Örn Pétursson
Karl Halldórsson
Áslaug Karlsdóttir
Benedikt Karlsson
Halldór Karlsson
Gunnar Ágúst Halldórsson Linda Helgadóttir
Glódís Líf Gunnarsdóttir
Helena Rán Gunnarsdóttir
Sara Ósk Gunnarsdóttir
Atli Þór Gunnarsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGMAR SIGURÐSSON,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 23. ágúst. Útför hans fer fram
frá Vídalínskirkju mánudaginn 29. ágúst
klukkan 13.
Hjalti Hreinn Sigmarsson Hulda Ósk Jóhannsdóttir
Ásta María Sigmarsdóttir Haukur Steinn Ólafsson
Sigrún Marta Sigmarsdóttir Daníel Páll Jóhannsson
Magnús Víkingur Hjaltason Agnes Freyja Hjaltadóttir
Sigrún Helga Hauksdóttir Sigmar Þór Hauksson
Amelía G. Daníelsdóttir Axel Páll Daníelsson
Jóhann Víkingur Daníelsson
Hjartkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, bróðir og afi,
HERGEIR J. S. Á MÝRINI
trésmiður,
Suðurgötu 32,
Hafnarfirði,
lést í Landsjúkrahúsinu í Þórshöfn
í Færeyjum 3. ágúst. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins
látna, frá Hafnarfjarðarkirkju 23. ágúst.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð.
Kristín Sigurðardóttir
Sigurður S. Hergeirsson Hildur Kristjánsdóttir
Jóhanna B. Hergeirsdóttir Björn Aðalsteinsson
Kristinn Guðni Hergeirsson
Guðmunda Hergeirsdóttir Stefán Árni Stefánsson
Martin á Mýrini Ása á Mýrini
Jónberg á Mýrini Fríðgerð á Mýrini
Arndal á Mýrini Elisabet Askham á Mýrini
og barnabörnin