Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 48

Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 LC02 Leður Verð frá 329.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. HÆGINDASTÓLL Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is 40 ÁRA Yrsa ólst upp í Nova Scotia í Kanada fram að sex ára aldri en síð- an í Garðabæ. Nú býr hún í Vestur- bænum í Reykjavík. Yrsa lærði frönsku og bókmenntir við Sorbonne- háskóla í París. Auk þess hefur hún búið í Bordeaux, í Montréal og í Sví- þjóð. Hún lauk meistaraprófi í frönskum fræðum frá Háskóla Ís- lands, kennsluréttindum á fram- haldsskólastigi og prófi frá Leiðsögu- skóla Íslands. Yrsa hefur unnið sem frönsku- kennari og leiðsögumaður, en starfar nú aðallega sem rithöfundur, auk þess sem hún kennir íslensku sem er- lent mál. Yrsa skrifar bæði fyrir fullorðna og börn. Hún hefur skrifað þrjár skáldsögur fyrir fullorðna, nú síðast Strendinga, sem tilnefnd var til Bók- menntaverðlauna Evrópusambandsins, og á næsta ári kemur ný skáldsaga út. Fyrir börn hefur hún skrifað bókaflokkinn Bekkurinn minn. Fjórða bókin kom út á þessu ári og von er á þeirri fimmtu í september. Yrsa segir lítið mál að skipta á milli barnabóka og fullorðinsbóka, enda hafi hún fyrst og fremst áhuga á persónum, sögum þeirra og klípum hins daglega lífs. Yrsa hefur gaman af öllu sem er skapandi og skemmtilegt eða þar sem leikur og kapp koma við sögu. Hún er mikið barn í sér enn og á ótal áhuga- mál. „Borðspil eru í miklu uppáhaldi, dans og söngur – hvort sem um ræðir ka- rókí eða kórsöng, spuni (öðru nafni improv), fótbolti, fjallgöngur, góðar bæk- ur og nýjasta áhugamálið, prjónaskapur. Svo er ég sérstök áhugakona um fjölbreytta og metnaðarfulla leikvelli og held úti síðunni Flottir.leikvellir á Instagram, í von um vitundarvakningu hjá borginni og borgurum almennt.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Yrsu er Gunnar Theodór Eggertsson, f. 1982, rithöfundur. Börn þeirra eru Þórhildur Elín, f. 2011, Laufey Edda, f. 2015, og Gylfi Þór, f. 2017. Foreldrar Yrsu: Þuríður Rúrí Jónsdóttir, f. 1941, taugasál- fræðingur, búsett í Reykjavík, og Gylfi Baldursson, f. 1937, d. 2010, heyrnar- og talmeinafræðingur. Yrsa Þöll Gylfadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú ættir að leggja góðum málstað lið með því að leggja orð í belg. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú hefur lúmskan grun að einhver sé vinur þinn til að fá eitthvað út úr þér. Kannski þarftu að rífa upp smávegis illgresi til þess að hleypa nýjum sprotum að. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Augu þeirra, sem eru í kring um þig, eru að opnast fyrir þeim hæfileikum sem þú ert gæddur. Þú þarft að koma til móts við auknar kröfur. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þótt það sé yndisleg tilfinning að leysa annarra vandamál eigum við fyrst og fremst að leysa okkar eigin. Reyndu að fara vel að fólki. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú getur verið ánægður með hlutina eins og þeir eru, en samt leitað framfara. Taktu þér tíma til að hugsa málin. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú þarft að standa á rétti þínum en gæta þess um leið að gera ekki meira úr hlutunum en nauðsyn krefur. Láttu alla sjálfsmeðaumkun lönd og leið. 23. sept. - 22. okt. k Vog Reyndu að fá útrás fyrir sköpunargleði þína því það gengur ekki til lengdar að byrgja hana inni. Ekki kaupa neitt án þess að hugsa þig tvisvar um. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Spennan ríkir bæði innra með þér og í kringum þig. Einhver þér nákominn mun skýra frá leyndarmáli. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Vinur þinn þarfnast skilnings og góðra ráða. Vertu óhræddur við að blanda þér í umræður annarra um mál sem þér eru hjartfólgin. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Nýir möguleikar opnast og þú ert vel í stakk búinn til að greina í milli og velja þá leið sem farsælust er. Gleymdu ekki þeim sem lögðu þér lið. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Notaðu daginn til þess að kynna hugmyndir þínar fyrir einhverjum. Innsæi þitt leiðir þig nákvæmlega þangað sem þú átt að vera. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Taktu frítímanum jafn alvarlega og ef um vinnu væri að ræða. Fáðu útrás fyrir listrænar tilhneigingar þínar með ein- hverjum hætti. aðalbyggingar HÍ að leggja grunn- inn að þjónustu við háskólanema. Verkefnið var mikil áskorun sem varði í raun í öll þau tæplega 20 ár sem ég starfaði þar. Í gegnum árið og mér bent á að fara og kanna hvort þörf væri fyrir mína krafta á þeim bæ. Mánuði eftir að ég lauk náminu var ég sest við borð á þriðju hæð Á sta Kristrún Ragnars- dóttir fæddist 25. ágúst 1952 í Reykjavík. „Ég fæddist í fjölskylduhúsi móður minnar á Vest- urgötu en flutti að Jörva við Vest- urlandsveg þar sem foreldrar mínir reistu nokkurs konar menningar- og hestabúgarð. Lífið í kringum hest- ana hafði mótandi áhrif en einnig sumarvinnan á Barnaheimilinu Steinahlíð frá því sumarið sem ég varð 12 ára og þar til ég lauk lands- prófi. Ég var rétt byrjuð í Mennta- skólanum í Reykjavík þegar hugur minn snerist og lagði ég þá í mína fyrstu utanlandsferð og dvaldi í eitt ár í New Haven Connecticut hjá frænku minni. Þar fékk ég tækifæri til að taka námskeið í myndlistar- skóla og sækja námskeið í ensku fyrir erlenda nema við sjálfan Yale- háskólann. Móðir mín var alltaf upptekin af því að konur skyldu mennta sig til að geta séð sér og sínum farborða svo ég fór heim, varð stúdent en strax haustið á eftir var ég komin í nám við háskólann í Caen í Frakk- landi, fyrst nam ég frönsku fyrir er- lenda og síðan grísku og latínu. Aftur togaði Ísland mig til baka og ég lauk þá frönskunáminu en í kjölfarið hóf ég nám í sálfræði. Í millitíðinni gekk ég reyndar með fyrsta barn okkar Valgeirs og kenndi á meðgöngunni dönsku í Garðaskóla einum 250 nemendum 7. og 8. bekkjar og frönsku í Náms- flokkunum á kvöldin. Þegar frumburðurinn var orðinn ársgamall vildi Valgeir utan til náms og lá þá leiðin til Þrándheims. Fyrsta árið þar lærði ég sálfræðina í fjarnámi eða utanskóla, en árið þar á eftir var opnuð lítil deild við Há- skólann sem bauð upp á diplóma- nám í námsráðgjöf. Þannig vildi til að enginn hafði áður lokið fram- haldsnámi í því fagi en samþykkt legið fyrir innan Háskóla Íslands að ráða námsráðgjafa um leið og ein- hver kæmi heim með menntun í þeirri grein. Ég hafði enga vitneskju um það fyrr en ég kom heim í frí eftir fyrra tengsl Háskóla Íslands og Minne- sota-háskóla fékk ég mikinn fagleg- an stuðning þar sem fagið hafði fyr- ir löngu fest í sessi í Bandaríkjunum og löngu áður en námsráðgjöf var sinnt á Norðurlöndum og reyndar í Evrópu almennt. Fyrirmyndin og stuðningurinn frá Minnesota leiddi meðal annars til undirbúnings að stofnun náms í námsráðgjöf við HÍ sem ég var virk í. Ein er sú varða sem ég er hvað stoltust af á ferli mínum sem fékkst líka í gegn með faglegum stuðningi frá Minnesota. Það var tilkoma lagasetningar um réttindi ein- staklinga með hamlanir til að hljóta úrræði við hæfi. Þannig gátu náms- ráðgjafar leitað lausna í samstarfi við kennara og starfsfólk í stjórn- sýslu svo þeir einstaklingar gætu stundað háskólanám til jafns við aðra. Þá var það mikilvægur kafli í lífi mínu að að taka þátt í Kvenna- framboðinu í Reykjavík en líka að eiga sæti í Barnaverndarráði Ís- lands í fjögur ár. Þangað komu öll þau mál sem barnaverndarnefndir á landinu gátu ekki náð að lenda. Sem fulltrúi í ráðinu var ég beðin að taka sæti í tæknifrjóvgunarnefnd sem starfaði hvorki meira né minna en í níu ár áður en frumvarp um þann málaflokk var lagt fyrir Alþingi. Þegar nefndin loks skilaði af sér til- lögu til frumvarps náðist ekki sam- komulag um hvort leggja ætti til heimild um eggjagjöf til jafns við sæðisgjöf og þá var lendingin að skila a- og b-kosti. Eggjagjöfin sigr- aði mér til mikillar gleði. Ég hafði allan tímann í höfði mér bekkjar- systur úr barnaskóla, en móðir hennar var með erfðagalla sem dæt- ur hennar erfðu og leiddi til heila- blóðfalls og dauða snemma á lífsleið- inni. Bekkjarsystir mín eignaðist stúlkubarn sem erfði ekki þennan veikleika sem betur fer, en móðirin lést þegar dóttir hennar var enn ung að árum. Eftir að hafa starfað við að greina og veita fólki á öllum aldri ráðgjöf í hátt í fjörutíu ár og forma kenn- ingar út frá reynslu minni tók við nýr kafli sem hefur þó mikið með Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, fv. forstöðumaður námsráðgjafar við HÍ – 70 ára Hjónin Valgeir og Ásta Kristrún með tónleika í Hannesarholti 13. ágúst sl. Á lífsins leið í sjötíu ár Sagnakonan Ásta Kristrún nýtur sín í að miðla sögum frá liðinni tíð. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.