Morgunblaðið - 25.08.2022, Page 49
DÆGRADVÖL 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022
fólk að gera. Nýi kaflinn kallaði
fram sögukonuna og út frá því hlut-
verki bauðst mér að gerast rithöf-
undur um stundarsakir og bókin
Það sem dvelur í þögninni varð til.
Með aðstoð barnanna okkar og góðs
fólks varð menningarhúsið Bakka-
stofa á Eyrarbakka til. Þar hófum
við fyrir um níu árum að bjóða Ís-
lendingum og erlendum gestum að
bóka dagskrár sem byggðar eru á
lifandi tónlist í bland við sögustund-
ir.
Bakkastofa er í nánu samstarfi
við Húsið, Byggðasafn Árnesinga,
Rauða húsið og Eyrarbakkakirkju.
Fram undan eru gestakomur vina
og vinnustaða sem vilja birgja sig
upp fyrir haustið af gleði og efla
samstarfsandann.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ástu Kristrúnar er
Valgeir Guðjónsson, tónskáld og
textahöfundur, f. 23.1. 1952. Þau eru
búsett á Eyrarbakka. Foreldrar
Valgeirs voru hjónin Margrét Árna-
dóttir, f. 1.10. 1928, d. 24.11. 2017,
hönnuður, og Guðjón Valgeirsson, f.
13.5. 1929, d. 7.3. 1993, lögfræð-
ingur.
Börn Ástu Kristrúnar og Valgeirs
eru: 1) Árni Tómas, f. 9.5. 1977,
fangavörður, búsettur á Eyrar-
bakka; 2) Arnar Tómas, f. 10.5.
1989, blaðamaður, búsettur á Eyrar-
bakka; 3) Vigdís Vala, f. 9.3. 1993,
doktor í taugavísindum, búsett í
Reykjavík.
Systkini Ástu Kristrúnar: Krist-
ján Tómas Ragnarsson, f. 15.11.
1943, endurhæfingarlæknir, pró-
fessor og yfirlæknir; Lára Margrét
Ragnarsdóttir, f. 9.10. 1947, d. 29.1.
2012, heilsuhagfræðingur og alþing-
iskona; Árni Tómas Ragnarsson, f.
19.1. 1950, gigtarlæknir; Hallgrímur
Tómas Ragnarsson, f. 25.1. 1961,
viðskiptafræðingur og fram-
kvæmdastjóri.
Foreldrar Ástu Kristrúnar voru
hjónin Ragnar Tómas Árnason, f.
13.3. 1917, d. 3.3. 1984, útvarpsþulur
og verslunarmaður í Reykjavík, og
Jónína Vigdís Schram, f. 14.6. 1923,
d. 28.3. 2007, læknaritari.
Ásta Kristrún
Ragnarsdóttir
Vigdís Magnúsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Þórðarson
skipstjóri í Reykjavík
Lára Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Kristján Schram
skipstjóri í Reykjavík
Jónína Vigdís Schram
læknaritari í Reykjavík
Magdalena Árnadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ellert Schram
skipstjóri í Reykjavík
Tómas Hallgrímsson
læknaskólakennari og yfirlæknir í
Farsóttarhúsinu í Þingholtsstræti
Ásta Thorgrímsson
söngkona og kennari í matargerðarlist
í Reykjavík, frá Húsinu á Eyrarbakka
Kristrún Tómasdóttir
píanóleikari og myndlistarkona í Reykjavík
Árni Benediktsson
stórkaupmaður í Reykjavík
Ragnhildur Þórðardóttir
húsfreyja í Selárdal
Benedikt Kristjánsson
hreppstjóri í Selárdal í Arnarfirði
Ætt Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur
Ragnar Tómas Árnason
útvarpsþulur, revíusöngvari
og heildsali í Reykjavík
Bílamerkingar
Vel merktur bíll er besta auglýsingin.
Tökum að okkur allt frá litlum merkingum
að heilpökkuðum bílum.
Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is
www.xprent.is
„ÉG ER EKKI BYRJAÐUR Á HENNI ENNÞÁ.“
„EF ÞÚ HEFUR EKKI FARIÐ MEÐ FARÞEGAFLUGI
SÍÐUSTU SEXTÍU ÁRIN MUNTU KOMAST AÐ ÞVÍ
AÐ MARGT HEFUR BREYST TIL BATNAÐAR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að láta kossum rigna
yfir hana.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HEY! LOKAÐU
ÍSSKÁPNUM!
ÞÚ HLEYPIR
KULDANUM ÚT!
HVAÐ ERTU
AÐ PÆLA?!
HA?!
GREINILEGA ORÐIÐ TÍMABÆRT
AÐ HENDA MATARLEIFUNUM
HRÓLFUR! EN
FALLEGT AF ÞÉR AÐ
KOMA Í HEIMSÓKN!
HVERNIG LEGGST ÞAÐ Í UPPÁ-
HALDSSKYTTUNA MÍNA AÐ VERA
SEST Í HELGAN STEIN?
ÉG ER SMÁM
SAMAN AÐ
VENJAST ÞVÍ.
BÆKUR VIÐ KYNNUM
HÖFUND
BÓKARINNAR
„FRESTUNAR-
ÁRÁTTA“
VÆNTANLEG
FLJÓTLEGA
Páll Jónasson í Hlíð orti og er í
nýútkominni ljóðabók eftir
hann, – „Bland í poka“:
Öfugmælavísa:
Veit ég í eldi vatnið frýs,
veit ég að kettir elska mýs
og þingmenn í pontu segja satt
og sægreifar borga tekjuskatt.
Og um „Þarfasta þjóninn“:
Þú hefur á baki best
borið Jón og Gunnu,
en verður þegar sól þín sest
saltaður í tunnu.
„Æi já“:
Þó ég virðist í speglinum ungur enn
við athugun nánari verður það ekki
hrakið,
að Elli kerling í glímu mig sigrar senn,
því svoleiðis kvendi leggur víst enginn á
bakið.
Helgi Björnsson yrkir um „áform
um útflutning jarðefna“:
Jarðefni skal flytja út í feikna magni.
Útlendingum er þá verið
undan fólki að selja skerið
Friðrik Steingrímsson orti á
sunnudag:
Farið virðist fyrir bí
flest í sumarþránni,
það er slegið úr og í
í árans veðurspánni.
Guðmundur Arnfinnsson spurði á
mánudag: „Gamanið úti?“
Mannfólkið ráfar nú marið og blautt,
margur fótur er snúinn,
gosið í Meradölum er dautt
og draumurinn kannski búinn.
Hér yrkir Guðmundur „vísu um
ekki neitt. Ýmsir skrifa langa for-
mála til skýringar á vísukorni, sem
inniheldur svo sem ekki neitt eða
skreyta með mynd til áherslu, svo
að vísan er oftast óþörf og hverfur í
skuggann“:
Vísukorn ég orti eitt,
um það fátt vil segja,
innihaldið ekki neitt,
og átt hefði að þegja.
Páll Imsland „í tilefni af öllum
hlaupunum, sem menn og konur
iðka þessa dagana undir alls konar
formerkjum“:
Hún kom út úr blokkinni brokkandi.
Brosandi göturnar skokkandi,
hún hljóp allan daginn
í hendingi’ um bæinn,
strákana laðandi’ og lokkandi.
Anton Helgi Jónsson um skipu-
lagsmálin í Þorlákshöfn sem hafa
löngum verið ráðgáta:
Mig gæti víst þrillera þyrst í
ef Þorlákshöfn fengi ég gist í
þar held ég að C-gata
sem hét áður B-gata
en heitir nú A-gata Christie.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Saltkjöt og Elli kerling