Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 50

Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 50
50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Besta deild kvenna Keflavík – Selfoss ..................................... 0:2 Staðan: Valur 13 10 2 1 36:6 32 Breiðablik 13 9 1 3 35:7 28 Stjarnan 14 8 3 3 33:14 27 Þróttur R. 14 8 1 5 27:17 25 Selfoss 14 6 3 5 15:12 21 ÍBV 13 6 3 4 19:21 21 Keflavík 14 4 1 9 16:28 13 Þór/KA 14 4 1 9 17:36 13 Afturelding 14 3 0 11 14:40 9 KR 13 2 1 10 13:44 7 3. deild karla Kári – Augnablik ...................................... 2:1 Staðan: Víðir 18 10 5 3 37:19 35 Sindri 18 10 5 3 40:24 35 Dalvík/Reynir 17 11 1 5 40:25 34 KFG 18 9 6 3 37:24 33 KFS 18 9 2 7 34:39 29 Kári 18 8 3 7 31:31 27 Augnablik 18 6 6 6 23:26 24 Elliði 18 6 3 9 29:35 21 Kormákur/Hvöt 17 6 2 9 30:31 20 ÍH 18 5 2 11 33:42 17 KH 18 4 2 12 21:39 14 Vængir Júpiters 18 4 1 13 28:48 13 Meistaradeild karla Umspil, seinni leikur: Dinamo Zagreb – Bodö/Glimt ...... (frl.) 4:1 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. _ Dinamo Zagreb áfram samanlagt 4:2. Trabzonspor – Köbenhavn..................... 0:0 - Hákon Örn Haraldsson kom inn á hjá Köbenhavn á 78. mínútu en Ísak Bergmann Jóhannesson var allan tímann á bekknum og Orri Steinn Óskarsson ekki í hópnum. _ Köbenhavn áfram samanlagt 2:1. PSV – Rangers ......................................... 0:1 _ Rangers áfram samanlagt 3:2. Danmörk Bikarinn, 2. umferð: Helsingör – Lyngby................................. 2:0 - Sævar Atli Magnússon lék fyrstu 78 mínúturnar hjá Lyngby. Freyr Alexand- ersson þjálfar liðið. Svíþjóð Rosengård – Häcken............................... 2:0 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. Noregur Bikarinn, 8-liða úrslit: Brann – Lilleström .................................. 6:0 - Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn með Brann, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Rosenborg – Vålerenga.......................... 3:1 - Selma Sól Magnúsdóttir lék seinni hálf- leikinn með Rosenborg. - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn hjá Vålerenga Katar Shamal – Al-Arabi ................................... 0:1 - Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. >;(//24)3;( Danmörk Bikarinn, 16-liða úrslit: Skanderborg – Nyköbing................... 27:32 _ Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk fyrir Skanderborg. Ringköbing – Silkeborg-Voel ............ 27:33 _ Lovísa Thompson skoraði ekki fyrir Ringköbing. Elín Jóna Þorsteinsdóttir lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Svíþjóð Bikarinn: Kungsangen – Skara........................... 25:34 _ Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Skara og Ásdís Guðmundsdóttir 1. E(;R&:=/D Undankeppni HM karla L-riðill: Spánn – Ísland ..................................... 87:57 Georgía – Holland ................................ 77:66 Úkraína – Ítalía .................................... 97:89 Staðan: Spánn 9, Ítalía 9, Georgía 8, Ísland 8, Úkraína 6, Holland 5. K-riðill: Ungverjaland – Litháen ...................... 78:88 Svartfjallaland – Bosnía ...................... 88:69 Frakkland – Tékkland ......................... 95:60 Staðan: Frakkland 13, Litháen 13, Svart- fjallaland 12, Tékkland 10, Bosnía 10, Ung- verjaland 10. >73G,&:=/D Knattspyrna Lengjudeild kvenna, 1. deild: Grindavík: Grindavík – FH .......................18 Árbær: Fylkir – Augnablik ..................19.15 Kórinn: HK – Víkingur R. ....................19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Fjölnir .....19.15 Í KVÖLD! Knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen hefur skrifað undir þriggja ára samning við Sví- þjóðarmeistara Malmö. Daníel Tristan, sem er 16 ára gamall sókn- armaður, kemur frá akademíu spænska stórveldisins Real Madríd. Daníel er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsens og Ragnhildar Sveins- dóttur. Eldri bræður hans tveir, A- landsliðsmennirnir Sveinn Aron og Andri Lucas, eru einnig atvinnu- menn í Svíþjóð. Sá fyrrnefndi leik- ur með Elfsborg en sá síðarnefndi með Norrköping. Þriðji bróðirinn til Svíþjóðar Ljósmynd/Malmö Þrír Daníel Tristan Guðjohnsen fetar í fótspor bræðra sinna. Danmerkurmeistarar FC Köben- havn eru komnir í riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu í fótbolta eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn Trabzonspor frá Tyrklandi í gær- kvöldi. FCK vann fyrri leikinn á heimavelli, 2:1, og einvígið því með sömu markatölu. Hákon Arnar Har- aldsson kom inn á hjá Köbenhavn á 78. mínútu en Ísak Bergmann Jó- hannesson var allan tímann á bekkn- um. Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt eru hins vegar úr leik eftir tap í framlengingu gegn Di- namo Zagreb frá Króatíu á útivelli. AFP/Claus Bech Köbenhavn Hákon Arnar Haralds- son í baráttunni í fyrri leiknum. Íslendingalið í riðlakeppnina UNDANKEPPNI HM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 57:87-tap á útivelli gegn Spánverjum er liðin mættust í fyrsta leik í lokaumferð undankeppni heimsmeistaramótsins í Pamplona á Norður-Spáni í gærkvöldi. Spænska liðið lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik, en hálf- leikstölur voru 51:28. Seinni hálf- leikur var töluvert jafnari og átti ís- lenska liðið fína kafla, en forskoti spænska liðsins var aldrei ógnað og þægilegur spænskur sigur varð raunin. Spánverjar eru tvöfaldir heims- meistarar og þrefaldir Evrópumeist- arar. Þá var liðið með þrjá leikmenn sem leika í NBA-deildinni í Banda- ríkjunum. Var því ljóst að verkefni Íslands yrði ærið í gærkvöldi og ekki bætti úr skák að íslenska liðið var án Martins Hermannssonar, sem er enn að jafna sig eftir að hafa slitið krossband í hné, og Jóns Axels Guð- mundssonar, sem glímir við smá- vægileg meiðsli. Í fjarveru þeirra var Elvar Már Friðriksson bestur í íslenska liðinu, en hann var með flest stig, 14, og flestar stoðsendingar, eða þrjár. Sig- tryggur Arnar Björnsson átti einnig fína spretti og skoraði ellefu stig. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson gerði átta. Spænska liðið lokaði hins vegar vel á Tryggva Snæ Hlinason og var miðherjinn stóri og stæðilegi aðeins með sex stig. NBA-leikmaður stigahæstur Hjá Spánverjum var Willy Hern- angómez, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í Banda- ríkjunum, með 19 stig og Jamie Pradilla, liðsfélagi Martins Her- mannsonar hjá Valencia, gerði 14. Íslenska liðið verður eflaust fljótt að jafna sig á leiknum í gær, enda úrslitin nokkuð eftir bókinni. Spænska liðið er eitt það allra besta í heimi og það þarf ekki að skamm- ast sín, þrátt fyrir stórtap. Mikil- vægustu leikir íslenska liðsins, og leikirnir sem skera úr um hvort liðið fer á HM eður ei, eru eftir. Mikilvægur leikur á laugardag Ísland mætir Úkraínu á laugar- dagskvöld í Ólafssal á Ásvöllum og það er lykilleikur. Með sigri þar verður staða íslenska liðsins býsna góð og framhaldið lofar góðu. Mögu- leikar Íslands á að fara á fyrsta heimsmeistaramótið lifa góðu lífi og stórtap á Spáni er langt frá því að eyðileggja þá möguleika. Ísland horfir frekar á fjóra leiki gegn Úkra- ínu og Georgíu sem leiki sem þurfa að vinnast. Spánn er einfaldlega nokkrum númerum of stór fyrir Ís- land og flest önnur lið. Í hinum leikjum L-riðils vann Ítalía 97:89-sigur á Úkraínu og Georgía sigraði Holland 77:66. Spánn og Ítalía eru því efst með níu stig og Georgía og Ísland þar á eftir með átta. Þrjú efstu liðin fara á heimsmeistaramótið í Indónesíu, Japan og Filippseyjum á næsta ári. Ísland mætti ofjarli sínum Ljósmynd/FIBA Stigahæstur Elvar Már Friðriksson, stigahæsti leikmaður Íslands í gær- kvöldi, sækir á Sebastian Saiz í Pamplona á Norður-Spáni. - Elvar stigahæstur í íslenska liðinu FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Selfoss fór upp í fimmta sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með öruggum 2:0-útisigri á Keflavík í 14. umferðinni í gærkvöldi. Selfoss fór upp fyrir ÍBV á markatölu með sigrinum en bæði lið eru með 21 stig. Keflavík er enn í sjöunda sæti með 13 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Brenna Lovera kom Selfyss- ingum yfir strax á 3. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Bergrós Ás- geirsdóttur og Íris Una Þórð- ardóttir gulltryggði sigurinn á 59. mínútu með marki eftir mikinn darraðardans í vítateig heima- kvenna. Lovera er komin með átta mörk í sumar, en aðeins Jasmín Erla Inga- dóttir er komin með fleiri, eða tíu. Sigrarnir tveir gegn Þór/KA í síð- ustu umferð og Keflavík í gær eru kærkomnir fyrir Selfyssinga eftir einn sigur í átta leikjum þar á und- an. Fyrir vikið er Selfossliðið algjör- lega búið að slíta sig frá fallsvæðinu og komið í fín mál um miðja deild. Keflvíkingar í basli Það sama er ekki hægt að segja um Keflavík, sem hefur aðeins unn- ið tvo leiki af síðustu tólf. Keflavíkurliðið var ekki sérlega ná- lægt því að skora í gær og leit ekki vel út. Keflvíkingar geta þakkað fyrir að nýliðarnir KR og Aftureld- ing skuli ekki vera að safna stigum. Það er ótrúleg tilhugsun að Kefla- vík væri í fallsæti hefði liðið ekki unnið Breiðablik, sem er í öðru sæti, og Stjörnuna, sem er í þriðja sæti. Keflvíkingar eru einfaldlega of sjaldan nálægt sínu besta og því er staðan í deildinni ekki betri en raun ber vitni. _ Íris Una Þórðardóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í 54. leiknum. Hún hafði aðeins skorað eitt mark í tæplega 150 leikjum á ferlinum fyrir gærkvöldið. _ Hin enska Erin Longsden lék sinn fyrsta deildarleik hér á landi er hún kom inn á hjá Keflavík á 75. mínútu. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Mark Bandaríski sóknarmaðurinn Brenna Lovera skoraði sitt áttunda mark í Bestu deildinni í gærkvöldi. Hún er næstmarkahæst allra í deildinni. Annar sigur Selfoss í röð - Selfyssingar upp í fimmta sætið Keflavík – Selfoss 0:2 0:1 Brenna Lovera 3. 0:2 Íris Una Þórðardóttir 59. M Samantha Leshnak (Keflavík) Kristrún Ýr Holm (Keflavík) Miranda Nild (Selfossi) Brenna Lovera (Selfossi) Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfossi) Íris Una Þórðardóttir (Selfossi) Susanne Friedrichs (Selfossi) Sif Atladóttir (Selfossi) Dómari: Helgi Ólafsson – 8. Áhorfendur: Um 60. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.