Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 50
50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Besta deild kvenna Keflavík – Selfoss ..................................... 0:2 Staðan: Valur 13 10 2 1 36:6 32 Breiðablik 13 9 1 3 35:7 28 Stjarnan 14 8 3 3 33:14 27 Þróttur R. 14 8 1 5 27:17 25 Selfoss 14 6 3 5 15:12 21 ÍBV 13 6 3 4 19:21 21 Keflavík 14 4 1 9 16:28 13 Þór/KA 14 4 1 9 17:36 13 Afturelding 14 3 0 11 14:40 9 KR 13 2 1 10 13:44 7 3. deild karla Kári – Augnablik ...................................... 2:1 Staðan: Víðir 18 10 5 3 37:19 35 Sindri 18 10 5 3 40:24 35 Dalvík/Reynir 17 11 1 5 40:25 34 KFG 18 9 6 3 37:24 33 KFS 18 9 2 7 34:39 29 Kári 18 8 3 7 31:31 27 Augnablik 18 6 6 6 23:26 24 Elliði 18 6 3 9 29:35 21 Kormákur/Hvöt 17 6 2 9 30:31 20 ÍH 18 5 2 11 33:42 17 KH 18 4 2 12 21:39 14 Vængir Júpiters 18 4 1 13 28:48 13 Meistaradeild karla Umspil, seinni leikur: Dinamo Zagreb – Bodö/Glimt ...... (frl.) 4:1 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. _ Dinamo Zagreb áfram samanlagt 4:2. Trabzonspor – Köbenhavn..................... 0:0 - Hákon Örn Haraldsson kom inn á hjá Köbenhavn á 78. mínútu en Ísak Bergmann Jóhannesson var allan tímann á bekknum og Orri Steinn Óskarsson ekki í hópnum. _ Köbenhavn áfram samanlagt 2:1. PSV – Rangers ......................................... 0:1 _ Rangers áfram samanlagt 3:2. Danmörk Bikarinn, 2. umferð: Helsingör – Lyngby................................. 2:0 - Sævar Atli Magnússon lék fyrstu 78 mínúturnar hjá Lyngby. Freyr Alexand- ersson þjálfar liðið. Svíþjóð Rosengård – Häcken............................... 2:0 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. Noregur Bikarinn, 8-liða úrslit: Brann – Lilleström .................................. 6:0 - Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn með Brann, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Rosenborg – Vålerenga.......................... 3:1 - Selma Sól Magnúsdóttir lék seinni hálf- leikinn með Rosenborg. - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn hjá Vålerenga Katar Shamal – Al-Arabi ................................... 0:1 - Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. >;(//24)3;( Danmörk Bikarinn, 16-liða úrslit: Skanderborg – Nyköbing................... 27:32 _ Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk fyrir Skanderborg. Ringköbing – Silkeborg-Voel ............ 27:33 _ Lovísa Thompson skoraði ekki fyrir Ringköbing. Elín Jóna Þorsteinsdóttir lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Svíþjóð Bikarinn: Kungsangen – Skara........................... 25:34 _ Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Skara og Ásdís Guðmundsdóttir 1. E(;R&:=/D Undankeppni HM karla L-riðill: Spánn – Ísland ..................................... 87:57 Georgía – Holland ................................ 77:66 Úkraína – Ítalía .................................... 97:89 Staðan: Spánn 9, Ítalía 9, Georgía 8, Ísland 8, Úkraína 6, Holland 5. K-riðill: Ungverjaland – Litháen ...................... 78:88 Svartfjallaland – Bosnía ...................... 88:69 Frakkland – Tékkland ......................... 95:60 Staðan: Frakkland 13, Litháen 13, Svart- fjallaland 12, Tékkland 10, Bosnía 10, Ung- verjaland 10. >73G,&:=/D Knattspyrna Lengjudeild kvenna, 1. deild: Grindavík: Grindavík – FH .......................18 Árbær: Fylkir – Augnablik ..................19.15 Kórinn: HK – Víkingur R. ....................19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Fjölnir .....19.15 Í KVÖLD! Knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen hefur skrifað undir þriggja ára samning við Sví- þjóðarmeistara Malmö. Daníel Tristan, sem er 16 ára gamall sókn- armaður, kemur frá akademíu spænska stórveldisins Real Madríd. Daníel er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsens og Ragnhildar Sveins- dóttur. Eldri bræður hans tveir, A- landsliðsmennirnir Sveinn Aron og Andri Lucas, eru einnig atvinnu- menn í Svíþjóð. Sá fyrrnefndi leik- ur með Elfsborg en sá síðarnefndi með Norrköping. Þriðji bróðirinn til Svíþjóðar Ljósmynd/Malmö Þrír Daníel Tristan Guðjohnsen fetar í fótspor bræðra sinna. Danmerkurmeistarar FC Köben- havn eru komnir í riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu í fótbolta eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn Trabzonspor frá Tyrklandi í gær- kvöldi. FCK vann fyrri leikinn á heimavelli, 2:1, og einvígið því með sömu markatölu. Hákon Arnar Har- aldsson kom inn á hjá Köbenhavn á 78. mínútu en Ísak Bergmann Jó- hannesson var allan tímann á bekkn- um. Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt eru hins vegar úr leik eftir tap í framlengingu gegn Di- namo Zagreb frá Króatíu á útivelli. AFP/Claus Bech Köbenhavn Hákon Arnar Haralds- son í baráttunni í fyrri leiknum. Íslendingalið í riðlakeppnina UNDANKEPPNI HM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 57:87-tap á útivelli gegn Spánverjum er liðin mættust í fyrsta leik í lokaumferð undankeppni heimsmeistaramótsins í Pamplona á Norður-Spáni í gærkvöldi. Spænska liðið lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik, en hálf- leikstölur voru 51:28. Seinni hálf- leikur var töluvert jafnari og átti ís- lenska liðið fína kafla, en forskoti spænska liðsins var aldrei ógnað og þægilegur spænskur sigur varð raunin. Spánverjar eru tvöfaldir heims- meistarar og þrefaldir Evrópumeist- arar. Þá var liðið með þrjá leikmenn sem leika í NBA-deildinni í Banda- ríkjunum. Var því ljóst að verkefni Íslands yrði ærið í gærkvöldi og ekki bætti úr skák að íslenska liðið var án Martins Hermannssonar, sem er enn að jafna sig eftir að hafa slitið krossband í hné, og Jóns Axels Guð- mundssonar, sem glímir við smá- vægileg meiðsli. Í fjarveru þeirra var Elvar Már Friðriksson bestur í íslenska liðinu, en hann var með flest stig, 14, og flestar stoðsendingar, eða þrjár. Sig- tryggur Arnar Björnsson átti einnig fína spretti og skoraði ellefu stig. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson gerði átta. Spænska liðið lokaði hins vegar vel á Tryggva Snæ Hlinason og var miðherjinn stóri og stæðilegi aðeins með sex stig. NBA-leikmaður stigahæstur Hjá Spánverjum var Willy Hern- angómez, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í Banda- ríkjunum, með 19 stig og Jamie Pradilla, liðsfélagi Martins Her- mannsonar hjá Valencia, gerði 14. Íslenska liðið verður eflaust fljótt að jafna sig á leiknum í gær, enda úrslitin nokkuð eftir bókinni. Spænska liðið er eitt það allra besta í heimi og það þarf ekki að skamm- ast sín, þrátt fyrir stórtap. Mikil- vægustu leikir íslenska liðsins, og leikirnir sem skera úr um hvort liðið fer á HM eður ei, eru eftir. Mikilvægur leikur á laugardag Ísland mætir Úkraínu á laugar- dagskvöld í Ólafssal á Ásvöllum og það er lykilleikur. Með sigri þar verður staða íslenska liðsins býsna góð og framhaldið lofar góðu. Mögu- leikar Íslands á að fara á fyrsta heimsmeistaramótið lifa góðu lífi og stórtap á Spáni er langt frá því að eyðileggja þá möguleika. Ísland horfir frekar á fjóra leiki gegn Úkra- ínu og Georgíu sem leiki sem þurfa að vinnast. Spánn er einfaldlega nokkrum númerum of stór fyrir Ís- land og flest önnur lið. Í hinum leikjum L-riðils vann Ítalía 97:89-sigur á Úkraínu og Georgía sigraði Holland 77:66. Spánn og Ítalía eru því efst með níu stig og Georgía og Ísland þar á eftir með átta. Þrjú efstu liðin fara á heimsmeistaramótið í Indónesíu, Japan og Filippseyjum á næsta ári. Ísland mætti ofjarli sínum Ljósmynd/FIBA Stigahæstur Elvar Már Friðriksson, stigahæsti leikmaður Íslands í gær- kvöldi, sækir á Sebastian Saiz í Pamplona á Norður-Spáni. - Elvar stigahæstur í íslenska liðinu FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Selfoss fór upp í fimmta sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með öruggum 2:0-útisigri á Keflavík í 14. umferðinni í gærkvöldi. Selfoss fór upp fyrir ÍBV á markatölu með sigrinum en bæði lið eru með 21 stig. Keflavík er enn í sjöunda sæti með 13 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Brenna Lovera kom Selfyss- ingum yfir strax á 3. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Bergrós Ás- geirsdóttur og Íris Una Þórð- ardóttir gulltryggði sigurinn á 59. mínútu með marki eftir mikinn darraðardans í vítateig heima- kvenna. Lovera er komin með átta mörk í sumar, en aðeins Jasmín Erla Inga- dóttir er komin með fleiri, eða tíu. Sigrarnir tveir gegn Þór/KA í síð- ustu umferð og Keflavík í gær eru kærkomnir fyrir Selfyssinga eftir einn sigur í átta leikjum þar á und- an. Fyrir vikið er Selfossliðið algjör- lega búið að slíta sig frá fallsvæðinu og komið í fín mál um miðja deild. Keflvíkingar í basli Það sama er ekki hægt að segja um Keflavík, sem hefur aðeins unn- ið tvo leiki af síðustu tólf. Keflavíkurliðið var ekki sérlega ná- lægt því að skora í gær og leit ekki vel út. Keflvíkingar geta þakkað fyrir að nýliðarnir KR og Aftureld- ing skuli ekki vera að safna stigum. Það er ótrúleg tilhugsun að Kefla- vík væri í fallsæti hefði liðið ekki unnið Breiðablik, sem er í öðru sæti, og Stjörnuna, sem er í þriðja sæti. Keflvíkingar eru einfaldlega of sjaldan nálægt sínu besta og því er staðan í deildinni ekki betri en raun ber vitni. _ Íris Una Þórðardóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í 54. leiknum. Hún hafði aðeins skorað eitt mark í tæplega 150 leikjum á ferlinum fyrir gærkvöldið. _ Hin enska Erin Longsden lék sinn fyrsta deildarleik hér á landi er hún kom inn á hjá Keflavík á 75. mínútu. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Mark Bandaríski sóknarmaðurinn Brenna Lovera skoraði sitt áttunda mark í Bestu deildinni í gærkvöldi. Hún er næstmarkahæst allra í deildinni. Annar sigur Selfoss í röð - Selfyssingar upp í fimmta sætið Keflavík – Selfoss 0:2 0:1 Brenna Lovera 3. 0:2 Íris Una Þórðardóttir 59. M Samantha Leshnak (Keflavík) Kristrún Ýr Holm (Keflavík) Miranda Nild (Selfossi) Brenna Lovera (Selfossi) Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfossi) Íris Una Þórðardóttir (Selfossi) Susanne Friedrichs (Selfossi) Sif Atladóttir (Selfossi) Dómari: Helgi Ólafsson – 8. Áhorfendur: Um 60. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.