Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 25.08.2022, Qupperneq 51
ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Handknattleikskonan Ásdís Þóra Ágústsdóttir er komin aftur til Vals eftir eins árs lánsdvöl hjá Lugi í Svíþjóð. Ásdís samdi við Lugi fyrir einu og hálfu ári og gerði þá tveggja ára lánssamning. Hún varð hins vegar fyrir því óláni að slíta krossband stuttu eftir að samkomu- lagið var í höfn. Ásdís sinnti endur- hæfingunni úti í Svíþjóð og lék nokkra leiki fyrir Lugi undir lok síðasta tímabils. Hún átti eitt ár til viðbótar eftir af lánssamningnum við Lugi en hefur nú ákveðið að snúa aftur heim í Val. Ásdís aftur heim í Val Morgunblaðið/Árni Sæberg Valur Ásdís Þóra Ágústsdóttir er komin aftur til Vals frá Lugi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin í raðir franska stórliðsins París Saint-Germain. Kemur hún frá norska meistaraliðinu Brann. Frá þessu er greint á vef norska fé- lagsins. Þar segir að hún hafi stað- ist læknisskoðun og skrifað undir samning við PSG. Franska félagið hafði þó ekki staðfest félagaskiptin í gær. Berglind Björg, sem er þrí- tugur sóknarmaður, gekk til liðs við Brann í upphafi þessa árs eftir hálfs árs dvöl hjá sænska úrvals- deildarliðinu Hammarby. Morgunblaðið/Eggert París Berglind Björg Þorvalds- dóttir er komin til Parísar. Frá Bergen til Parísar ÍTALÍA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Ég er mjög ánægð með þessi fé- lagaskipti og það hefur verið tekið ótrúlega vel á móti mér á Ítalíu,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og nýj- asti leikmaður ítalska A-deild- arfélagsins Fiorentina, í samtali við Morgunblaðið. Alexandra, sem er 22 ára gömul, skrifaði undir tveggja ára samning við Fiorentina sem er staðsett í Flórens en hún kemur til félagsins frá þýska 1. deildarfélaginu Ein- tracht Frankfurt. Miðjumaðurinn hélt út í atvinnu- mennsku í janúar 2021 þegar hún fór til Þýskalands frá Breiðabliki þar sem hún hafði leikið frá árinu 2018. Hún varð tvívegis Íslands- meistari með Blikum og einu sinni bikarmeistari á tíma sínum í Kópa- voginum. „Ítalska deildin heillaði mig mik- ið og þetta er deild sem er alltaf að verða stærri og stærri. Flórens heillaði mig líka enda er þetta geggjuð borg. Pabbi og mamma kíktu út til mín um daginn og pabbi ætlaði ekki að vilja fara heim. Hann var tilbúinn að selja allt heima til þess að flytja hingað, sem segir ýmislegt um það sem Flórens hefur upp á að bjóða. Svo er Fiorentina félag sem er í ákveðinni uppbyggingu kvenna- megin og þeir ætla sér stóra hluti. Eftir að ég ræddi við þjálfara liðs- ins, Patriziu Panico, þá var þetta í raun aldrei spurning. Hún lagði mikla áherslu á það að fá mig og Fiorentina þurfti að kaupa mig af Eintracht Frankfurt. Það segir manni að félagið og þjálfarinn hafi mikla trú á mér sem er mjög upp- örvandi,“ sagði Alexandra. Þurfti að skipta um umhverfi Alexandra fékk fá tækifæri með Eintracht Frankfurt á síðustu leik- tíð og gekk til liðs við Breiðablik á láni frá félaginu í maí á þessu ári til þess að fá meiri spiltíma fyrir loka- keppni Evrópumótsins sem fram fór á Englandi í sumar. „Það var erfitt að kveðja stelp- urnar í Þýskalandi en ég fann að ég þurfti að skipta um umhverfi til þess að bæta mig sem fótboltamað- ur. Það var gott að komast aðeins heim í maí og spila með Breiðabliki í aðdraganda Evrópumótsins og ég fann það sérstaklega þá hversu gott það var fyrir mig að komast í annað umhverfi. Það var í raun eins og þungu fargi væri af mér létt. Á sama tíma sé ég alls ekki eftir því að hafa farið til Þýskalands á sínum tíma. Ég lærði ótrúlega mik- ið í Frankfurt, ég kem sterkari andlega út úr þeirri lífsreynslu og ég þroskaðist mikið. Á meðan ég bjó á Íslandi var ég vön því að mamma sæi um allt. Ég gat ekki einu sinni pantað tíma í klippingu en í dag er ég fullfær um að gera hlutina sjálf.“ Áskorun að læra ítölsku Fiorentina vann tvöfalt á Ítalíu, deildina og bikarinn, tímabilið 2016-’17, og þá varð liðið bik- armeistari í annað sinn tímabilið 2017-’18 en liðið hafnaði í sjöunda sæti A-deildarinnar á síðustu leik- tíð. „Ég fann það um leið og ég kom hingað hversu mikill metnaðurinn hjá félaginu er. Við erum strax byrjaðar að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn AC Milan í 1. umferð deildarinnar um helgina. Umgjörð- in hérna er líka frábær. Við æfum sem dæmi á sama æfingasvæði og karlaliðið og erum með aðgang að allri aðstöðunni sem stendur þeim til boða. Það verður ákveðin áskorun að læra ítölskuna enda er hún mjög ólík öllu því sem maður vanur. Ég byrja í ítölskukennslu um leið og ég sný aftur úr landsliðsverkefnunum í september og það verður fínt. Það er bara töluð ítalska við mann hérna úti, bæði úti á götu sem og á æfingasvæðinu, og það er gert ráð fyrir því að maður skilji allt þannig að maður þarf að læra hratt.“ Ný keppni og nýir leikir Alexandra á að baki 26 A- landsleiki fyrir Ísland þar sem hún hefur skorað þrjú mörk en hún kom við sögu í tveimur leikjum liðsins í lokakeppni EM í sumar. Þá er hún í landsliðshópnum sem mætir Hvíta- Rússlandi og Hollandi í september í lokaleikjum sínum í undankeppni HM 2023. „Það er alltaf gaman að hitta landsliðið og ég er mjög spennt fyr- ir þessum leikjum sem fram undan eru. Við eigum góða möguleika á því að komast beint á HM ef við hittum á góðan dag. Vissulega náðum við ekki mark- miðum okkar á Evrópumótinu á Englandi en það mót er búið núna og þetta er ný keppni og nýir leikir. Við ætlum okkur á HM,“ bætti Alexandra við í samtali við Morg- unblaðið. „Ég gat ekki einu sinni pantað tíma í klippingu“ Morgunblaðið/Eggert Ítalía Alexandra Jóhannsdóttir og Valentina Bergamaschi í leik Íslands og Ítalíu á EM, þar sem Alexandra heillaði forráðamenn Fiorentina. - Alexandra komin til Fiorentina - Ítalska deildin alltaf að verða stærri Þótt íslenska kvennalands- liðinu í fótbolta hafi ekki tekist að vinna leik á Evrópumótinu á Englandi í sumar er greinilegt að ákveðnir leikmenn heilluðu með frammistöðu sinni á mótinu. Alexandra Jóhannsdóttir átti góða innkomu þegar hún kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Ítalíu og var nálægt því að skora sigurmarkið. Hún heillaði ekki aðeins íslenska stuðnings- menn, heldur einnig ítalska. Það hefur skilað sér í spennandi félagaskiptum til Fiorentina í Flórens. Alexöndru tókst ekki að vinna sér fast sæti í byrjunarliði Frankfurt í Þýska- landi en við vitum öll hve hæfi- leikarík hún er. Það verður afar spennandi að sjá hvernig hún stendur sig á Ítalíu, þar sem Ís- lendingar eru orðnir nokkuð áberandi í A-deildinni. Anna Björk Kristjánsdóttir leikur með Inter Mílanó, Guðný Árnadóttir með AC Milan og Sara Björk Gunnarsdóttir er komin til Juventus. Það verða því að minnsta kosti fjórar ís- lenskar landsliðskonur í mjög sterkum ítölskum liðum í A- deildinni á leiktíðinni, sem er af- ar vel. Þá bárust þær fréttir í gær að franska stórveldið París SG væri að ganga frá samningi við framherjann Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Berglind skoraði fyrsta mark Íslands á EM í jafn- teflinu við Belgíu og leiddi fram- línu íslenska liðsins. Það eru ein- staklega spennandi félagaskipti. Dagný Brynjarsdóttir er svo orðin fyrirliði West Ham á Eng- landi, sem eru stórskemmtilegar fréttir. Dagný hefur alla tíð verið stuðningsmaður félagsins og er magnað að hún sé nú orðin fyrir- liði Lundúnaliðsins. Æskudraum- ar geta svo sannarlega ræst. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Hollenska knatt- spyrnu- sambandið hefur tilkynnt ráðn- ingu á nýjum þjálfara A- landsliðs kvenna. Sá heitir Andries Jonker og er 59 ára gamall Hol- lendingur. Hann hefur komið víða við og til að mynda verið aðstoð- arþjálfari Louis van Gaal hjá karla- liðum bæði Barcelona og Bayern München og tók raunar við stjórn- artaumunum af van Gaal hjá Bæj- urum árið 2011 til bráðabirgða. Jonker tekur við af Mark Par- sons sem var látinn taka pokann sinn fyrr í mánuðinum eftir von- brigðagengi Hollands á EM 2022 á Englandi í sumar. Síðast var Jonk- er þjálfari hollenska karlaliðsins Telstar í B-deildinni. Fyrsta verkefni Jonkers verður mikilvægur leikur gegn Íslandi í C- riðli, úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Sá leikur fer fram 6. september næstkomandi í Utrecht í Hollandi. Holland á aðeins þennan eina leik eftir í riðlinum en Ísland tvo. Ís- land mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli 2. september og getur með sigri komist á topp C- riðils fyrir leikinn mikilvæga gegn Hollandi. Jonker ráðinn til Hollands Andries Jonker

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.