Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 52

Morgunblaðið - 25.08.2022, Side 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Verkefnavalið í vetur ber þess merki að leikhúsið er sameinandi afl. Þetta birtist m.a. mjög skýrt í söngleiknum Sem á himni sem Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir og við frum- sýnum á Stóra sviðinu um miðjan september. Hér er á ferðinni nýr söngleikur sem þegar hefur slegið í gegn erlendis. Þetta er sýning með risastórt hjarta sem snýst um sam- félagið, samstöðu og þrá okkar eftir því að tilheyra – að fá að vera saman, sem við höfum ekki fengið að upplifa nógu mikið af á síðustu tveimur árum á meðan faraldurinn gekk yfir. Við fundum sterkt fyrir því hvað áhorf- endur voru þakklátir fyrir að fá tæki- færi til að vera með öðru fólki í hvert sinn sem slakað var á samkomutak- mörkunum,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri um kom- andi leikár. „Hitt meginleiðarstef leikársins er löngun okkar til að takast á við marg- ar þeirra stóru spurninga sem hafa verið ofarlega í umræðunni í sam- félaginu síðustu misseri og veigrum okkur ekki við að takast á við snúin efni. Í því samhengi má nefna sýn- inguna Góðan daginn faggi sem við frumsýndum í fyrra við afar góðar viðtökur. Í vetur munum við fara í hringferð með sýninguna og sýna fyrir efstu bekki grunnskólans og fyrstu bekki framhaldsskólans auk þess sem hún verður sýnd hér í Kjall- aranum. Strax á nýju ári frumsýnum við í Kassanum Hvað sem þú vilt eftir Shakespeare í leikstjórn Ágústu Skúladóttur þar sem fjölbreytileik- anum er hampað í óði til þess að við fáum öll að vera eins og við erum. Þetta er ærslafullt og skemmtilegt verk, en um leið fallegt,“ segir Magn- ús Geir og tekur fram að Ágústa verði með einvalaleið gamanleikara með sér, á borð við Sigurð Sigurjóns- son og Katrínu Halldóru Sigurðar- dóttur. Frábært erlent listafólk „Við tökum á öðrum eldfimum mál- um í merkum viðburði á Stóra sviðinu þegar við heimsfrumsýnum nýjan þríleik eftir Marius von Mayenburg,“ segir Magnús Geir og bendir á að Mayenburg, sem löngum hefur starf- að við Schaubühne í Berlín, sé talinn eitt merkasta núlifandi leikskáld Evrópu. „Það er ekki bara nýmæli, að íslenskt leikhús frumflytji verk eftir leikskáld af þeirri stærðargráðu sem Mayenburg er, heldur er það auðvitað líka nýmæli að íslenskt leik- hús setji upp þríleik. Þess ber þó að geta að verkin þrjú eru algjörlega sjálfstæð þó vissulega sé áhugavert að skoða þau saman þar sem þau kall- ast á,“ segir Magnús Geir og nefnir til samanburðar kvikmyndaþríleik Kieslowskis. Að sögn Magnúsar Geirs mun Benedict Andrews leikstýra fyrstu tveimur hlutunum sem frumsýndir verða á Stóra sviðinu, hvor sínum- megin við áramót. Mayenburg hyggst sjálfur leikstýra þriðja hlut- anum sem frumsýndur verður á Stóra sviðinu haustið 2023. „Benedict Andrews vissi af þessum þríleik sem Mayenburg skrifaði í Covid og sam- talið leiddi til þess að Mayenburg varð spenntur fyrir því að frumsýna verkin hér, sem er auðvitað gaman,“ segir Magnús Geir. Hann tekur fram að Nina Wetzel, sem sé leiðandi leik- myndahönnuður í Evrópu, muni hanna umgjörð þríleiksins. „Fyrsti hluti þríleiksins, sem frum- sýndur er um jólin, nefnist Ellen B og fjallar um tvær konur sem búa sam- an. Samstarfsmaður eldri konunnar kemur í heimsókn og í samtölum kemur í ljós að hann hefur verið ásakaður um ákveðna hluti í háskól- anum þar sem hann starfar. Áður en kvöldið er úti hafa valdahlutföllin snúist á alla kanta. Að nokkru leyti er þetta uppgjör við #MeToo-bylgjuna. Þetta er með því átakameira og spennandi sem ég hef lesið í mörg ár,“ segir Magnús Geir, en í hlut- verkum eru Unnur Ösp Stefáns- dóttir, Benedikt Erlingsson og Ebba Katrín Finnsdóttir. „Ex, sem frumsýnt verður í febrúarbyrjun, fjallar um hjón þar sem fyrrverandi eiginkona mannsins bankar upp á seint um kvöld í leit að húsaskjóli, þar sem hún stendur í miðjum skilnaði, en hjónin fyrrver- andi hafa ekki hist í mörg ár. Heil- mikið uppgjör á sér stað um nóttina og við dagrenningu hefur allt breyst og ýmislegt verið afhjúpað,“ segir Magnús Geir. Með hlutverkin fara Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson og Kristín Þóra Haralds- dóttir. „Við erum mjög spennt fyrir því að fá frábært erlent listafólk til liðs við okkar einstöku leikhúslistamenn. Á síðustu misserum höfum við unnið markvisst að því að tengja leikhúsið hérlendis meira við alþjóðlegt leik- húslíf og fá erlenda listamenn, sem fremstir standa, til að vinna með okk- ur og þar með vonandi að auðga íslenskt leikhúslíf og auka fjölbreytn- ina,“ segir Magnús Geir og nefnir í því samhengi samtarf við Stefan Zeromski-leikhúsið og Complicité. „Stefan Zeromski-leikhúsið í Kielce er eitt af leiðandi leikhúsunum í Póllandi. Í lok leikársins sýna þau í Kassanum eina rómuðustu sýningu sína sem nefnist Splendor in the Grass í leikstjórn Michałs Siegoc- zyñski sem jafnframt skrifaði hand- ritið,“ segir Magnús Geir og tekur fram að sýningin verði leikin á pólsku með enskum texta. „Þetta er hluti af viðameira samstarfi þessara tveggja leikhúsa. Þessi gestasýning er hugs- uð til að kynna okkur íslenskum áhorfendum pólskt leikhús, en líka okkar viðleitni til að opna leikhúsið fyrir pólska samfélaginu hérna. Gestaleikurinn er hluti af viðamiklu listrænu samstarfi leikhúsanna tveggja. Stærsti liðurinn í samstarfs- verkefninu er að við erum að þróa nýtt leikrit saman eftir eitt fremsta leikskáld Pólverja sem nefnist Wero- nika Murek. Verkið gerist í pólska samfélaginu á Íslandi og verður sýnt bæði hér og í Póllandi í uppfærslu leikhóps sem samanstendur af leik- urum beggja leikhúsa,“ segir Magn- ús Geir, en stærsta erlenda samstarf Þjóðleikhússins sé við leikhópinn Complicité. „Þar er verið að vinna sýningu sem byggist á bókinni Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir pólska Nóbels- verðlaunaskáldið Olgu Tokarczuk sem Simon McBurney leikstýrir. Verkið verður frumsýnt í London í janúar og sýnt hér á Íslandi haustið 2023. „Simon kom hingað í vor og vann með okkar leikurum, en leik- hópurinn verður alþjóðlegur,“ segir Magnús Geir. Hann tekur fram að það sé mikill fengur í að vera í sam- starfi við Complicité sem sé einn virt- asti leikhópur heims. Beint úr samtímanum „Eftir áramót frumsýnum við á Stóra sviðinu stórsýninguna Draumaþjófurinn sem byggð er á frábærri bók Gunnars Helgasonar. Þetta verður risastór og mjög metn- aðarfull barna- og fjölskyldusýning í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Þetta er epísk bók sem tekur á risastórum samfélagslegum málefnum er snúa m.a. að hópum á flótta og umhverfis- málum, en gerir það með spennandi, heillandi og ævintýralegum heimi,“ segir Magnús Geir og bendir á að Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semji nýja tónlist fyrir verkið. „Íslensk leikritun fær mikið vægi. Í byrjun október frumsýnum við í Kassanum Nokkur augnablik um nótt eftir Adolf Smára Unnarsson í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Þetta er svakalega vel skrifað verk, beint út úr íslenskum samtíma,“ seg- ir Magnús Geir og vísar til þess að verkið feli í sér bæði persónulegt og samfélagslegt uppgjör ólíkra hópa þegar tvö pör hittast og ræða hvernig því, sem til skiptanna er, sé deilt. Með hlutverkin fara Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Ebba Katrín Finns- dóttir, Björn Thors og Hilmar Guð- jónsson. „Þetta er afar vel skrifað verk sem er hvort tveggja í senn kunnuglegt og hversdagslegt en einnig mjög ljóðrænt, stórt og stíl- fært. Verkið hefur verið í þróun í nokkurn tíma, en það er alltaf gaman að sýna verk eftir ungt leikskáld.“ Eyja nefnist samstarfsverk sem frumsýnt verður á Litla sviðinu í nóv- ember. „Þetta er mjög spennandi verkefni sem við vinnum í samstarfi við Ástbjörgu Rut Jónsdóttur og hópinn hennar. Þetta er verk sem fjallar um það að tilheyra eða ekki, en verkið er flutt bæði á íslensku og íslensku táknmáli. Ramminn er fjöl- skyldusaga, saga systkina þar sem eitt þeirra er heyrnarlaust og við fáum innsýn í þennan heim.“ Annað samstarfsverkefni nefnist Íslandsklukkan sem Þjóðleikhúsið hefur þróað í samstarfi við leikhópinn Elefent síðustu tvö árin. Verkið verð- ur frumsýnt á Litla sviðinu í lok febr- úar í leikstjórn Þorleifs Arnar Arn- arssonar. „Leikhópurinn, sem samanstendur af Aldísi Amah Hamilton, Davíð Þór Katrínarsyni, Jónmundi Grétarssyni og Maríu Thelmu Smáradóttur, miðlar þar sinni útgáfu af Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness en handritið er eftir Bjart Örn Bachmann og Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur.“ Prinsinn nefnist samstarfsverkefni Þjóðleikhússins við Frystiklefann á Rifi eftir Kára Viðarsson og Maríu Reyndal í leikstjórn Maríu. Prinsinn var frumsýndur á Rifi á síðasta leik- ári og í sumar var verkið sýnt víðs vegar um landið. „Nú er komið að því að sýna í bænum, en verkið verður tekið til sýninga í Kassanum í byrjun næsta árs,“ segir Magnús Geir. „Undir vorið er komið að sam- starfsverkefni sem nefnist Til ham- ingju með að vera mannleg eftir Sig- ríði Soffíu Níelsdóttur í leikstjórn höfundar sem sýnt verður á Stóra sviðinu. Þar er um að ræða dansleik- húsverk með texta sem Sigga Soffía vinnur úr reynslu sinni af því að greinast með krabbamein, fara í gegnum meðferð og sigrast á mein- inu. Þetta er falleg áfalla- og upp- risusaga,“ segir Magnús Geir og tek- ur fram að í gegnum tíðina hafi verið spennandi að fylgjast með Sigríði Soffíu sem listamanni sem hafi tekist á við ólík listform. „Það er alltaf von, líf og framtíð í hennar verkum, þó umfjöllunarefnið í þessu tilviki sé dimmt og krefjandi líka.“ Leita leiða til að fjarlægja múra Önnur spennandi samstarfssýning er Aspas eftir rúmenska leikskáldið Gianina Cãrbunariu í leikstjórn Guð- rúnar S. Gísladóttur. Hér er um að ræða fyrsta leikstjórnarverkefni hennar en jafnframt þýðir hún verkið sjálf. Filippía I. Elísdóttir hannar alla umgjörð og framleiðir verkið fyrir hönd hópsins,“ segir Magnús Geir og bendir á að Guðrún hafi lengi gengið með þann draum í maganum að sýna verkið hérlendis. „Með hlutverkin í leiknum fara Eggert Þorleifsson og Snorri Engilbertsson. Verkið verður sviðsett í einni af verslunum Krón- unnar og er aðgangur ókeypis,“ segir Magnús Geir og tekur fram að eitt af markmiðum stjórnenda Þjóðleik- hússins sé að finna leiðir til að opna leikhúsið fyrir öllum og ná til áhorf- enda víðs vegar um samfélagið. Þetta verði gert, m.a. með fleiri leikferðum um landið og skólasýningum. „Í því samhengi mætti einnig nefna Tröppujólin, en meðan heims- faraldurinn gekk yfir og við máttum ekki taka á móti áhorfendum í hús, brugðum við á það ráð að bjóða upp á jólaskemmtun úti við á tröppum leik- hússins. Verkefnið þróaðist út úr Covid, en um leið áttuðum við okkur á því að þarna væri kjörin leið fyrir leikhúsið til að komast nær fólki, enda aðgangur ókeypis. Við erum því sífellt að leita leiða til að fjarlægja múra og opna leikhúsið og teygja okkur út til fólks.“ Að sögn Magnúsar Geirs heldur hádegisleikhúsröðin í Kjallaranum áfram göngu sinni með frumflutningi á nýjum íslenskum leikritum. Vegna Covid reyndist aðeins unnt að frum- sýna tvö af þeim fjórum verkum sett höfðu verið á dagskrá á síðasta leik- ári. „Í vetur munum við því frumsýna Heimsóknina og Verkið auk þess sem Rauða kápan heldur áfram göngu sinni,“ segir Magnús Geir og bendir á að frá fyrra leikári haldi einnig áfram verðlaunasýningarnar Vertu úlfur og Sjö ævintýri um skömm á Stóra svið- inu, Jólaboðið í Kassanum og barna- sýningarnar Umskiptingur og Lára og Ljónsi á Litla sviðinu. Að lokum fer Magnús Geir yfir það sem í boði verður í Kjallaranum í vet- ur. „Þar verða sömu áherslur og Gréta Kristín Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Kjallarans, markaði í fyrra með breiðum hópi listamanna okkar að viðbættri þeirrri breytingu að Kjallarinn breytist í kabarett- klúbb á föstudagskvöldum í vetur milli klukkan hálfellefu og tólf, þar sem sjá má blöndu af öllu því fremsta í landinu í uppistandi, kabarett, dragi og búrleski. Í september tökum við á móti gam- anleiknum Fullorðin sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi á liðnu leikári. Improv Ísland kitlar hláturtaugar áhorfenda undir stjórn Steineyjar Skúladóttur og Jakob Birgis fer með gamanmál á skotheldri kvöldstund. Í vor bjóðum við leikhópinn Kanarí aft- ur í hús með glænýja sýningu auk þess sem Sviðslistahópurinn Óður, sem setti upp Ástardrykkinn í fyrra, snýr aftur með Don Pasquale eftir Donizetti í nýrri íslenskri þýðingu og með húmorinn að vopni. Þrátt fyrir skrýtnar aðstæður í faraldrinum náði Kjallarinn að festa sig í sessi á síðasta leikári og okkur finnst hann bæta mjög miklu við í rekstri hússins,“ segir Magnús Geir og tekur fram að eitt af því góða sem faraldurinn hafi haft í för með sér var að hann neyddi stjórnendur til að endurhugsa hlut- ina. Lærdómur faraldursins „Við hlökkum óskaplega til að mæta áhorfendum með þær metn- aðarfullu sýningar sem við ætlum að bjóða upp á á leikárinu og nú án nokkurra takmarkana heimsfarald- urs. Þrátt fyrir að síðustu tvö ár hafi verið afar krefjandi, þá hafa þau líka kennt okkur margt og fært okkur gjafir. Það er ekki sjálfgefið að fá að njóta framúrskarandi leikhúss með fullum sal gesta – og við finnum fyrir djúpu þakklæti gesta okkar og hjá okkur sjálfum. Eins hefur okkur gef- ist tími til að skoða leikhúsið í stærra samhengi, líta inn á við og þróa verk yfir lengra tímabil en oft áður. Þetta er lærdómur sem við ætlum að taka með okkur. Við leyfum okkur að leita nýrra leiða og beita ólíkum nálg- unum, erum orðin óhræddari við að snúa upp á formið og gefa okkur lengri meðgöngutíma,“ segir Magnús Geir og tekur fram að það sé sameig- inlegt verkefni ólíkra menningar- stofnana landsins að laða áhorfendur aftur á listviðburði að faraldrinum loknum og venja fólk við að neyta lista í eigin persónu og ekki aðeins við skjáinn heima. Í takt við nýja græna stefnu Þjóð- leikhússins verður Þjóðleikhús- blaðinu ekki fjöldreift inn á heimili landsmanna heldur aðeins sent í pósti til þeirra sem þess óska, en skrá má sig fyrir hvort heldur er rafrænu eða pappírseintaki á vefnum leikhusid.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Form „Við erum orðin óhræddari við að snúa upp á formið,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. „Leikhúsið er sameinandi afl“ - Þjóðleikhúsið heimsfrumsýnir þríleik eftir Marius von Mayenburg - Óhrædd við að taka á eldfim- um málum - „Íslensk leikritun fær mikið vægi,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.