Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 60
SALTO Hornsófi, hægri eða vinstri. Kentucky bonded leðuráklæði, stone eða koníak. 275×216×85 cm. Nú 295.992 kr. 369.990 kr. ECLIPSE Borðstofuborð, grár askur. 200×110×77 cm. Nú 209.992 kr. 279.990 kr. www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. 20-30% afsláttur af völdum vörum 25. - 29. ágúst HELGAR S P R E N G J A g i. 308×203×81 cm. Nú 139.993 kr. 199.990 kr. EVELAND ornsófi í Riviera dökk ráu áklæði. Vinstr 30% CANNES Hægindastóll, ýmsir litir. 159.992 kr. 199.990 kr. MADISON Hægindastóll. Ýmsir litir. Nú 34.993 kr. 49.990 kr. 30% HEAVEN 3,5 sæta sófi í fallegu Danny Nougat áklæði. 290×105×82 cm. Nú 263.992 kr. 329.990 kr. 25% Elín Hall þreytir frumraun sína sem leikkona á Stóra sviði Borg- arleikhússins í sýningunni Níu líf en hún tekur við hlutverki Reiða Bubba, Ingu og Brynju af Rakel Björk Björns- dóttur. Elín út- skrifaðist frá LHÍ í vor og fór þar með hlutverk Ófelíu í Hamlet. Hún hlaut tilnefningu til Edduverðlaunanna fyrir leik sinn í mynd- inni Lof mér að falla. Sýningar á Níu lífum, sem hlaut Grímuna sem sýning ársins, hefjast aftur annað kvöld, en búið er að sýna yfir 100 sýningar af þessu vinsæla verki sem fjallar um líf tónlistarmannsins Bubba Morthens. Nýútskrifuð leikkona í Níu lífum FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 237. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 57:87- tap á útivelli gegn Spánverjum er liðin mættust í fyrsta leik í lokaumferð undankeppni heimsmeistaramótsins í Pamplona á Norður-Spáni í gærkvöldi. Spænska liðið lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálf- leik, en hálfleikstölur voru 51:28. Seinni hálfleikur var töluvert jafnari og átti íslenska liðið fína kafla, en for- skoti spænska liðsins var aldrei ógnað og þægilegur spænskur sigur varð raunin. Ísland mætir Úkraínu í Ólafssal á Ásvöllum á laugardag. »50 Spánverjar reyndust of sterkir ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hópurinn var stór og leiðin greið þegar nýr hjólreiða- og göngustígur í Mosfellsbæ var formlega opnaður í gær. Stígurinn er frá félagsheim- ilinu Brúarlandi, fram hjá bæjar- garðinum og yfir í Leirvogstungu. Er því tenging milli elstu og yngstu hverfa bæjarins. Alls er stígurinn góði 1,7 kílómetra langur og fimm metra breiður. Á honum eru hjólareinar hvor í sína áttina og hefðbundin göngubraut. Stígurinn er samstarfs- verkefni Vegagerðarinnar og Mos- fellsbæjar og eitt af fyrstu stíga- verkefnunum sem heyra undir samgöngusáttmálann svonefnda, en þar eru í pakkanum stígar, hrað- brautir, brýr og borgarlína, sam- kvæmt því samkomulagi sem nú gildir milli ríkisins og sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. Malbikaður stígur og tvær brýr Ásgeir Pétur Ásgeirsson og Elísa- bet Steinunn Andradóttir, nem- endur í 4. bekk í Krikaskóla í Mos- fellsbæ, klipptu á borða, sem markaði formlega opnun stígsins, sem reyndar er kominn í notkun fyr- ir nokkru. Stígurinn er malbikaður og á honum tvær brýr; yfir Varmá og Köldukvísl. „Á síðustu árum hefur orðið algjör vitundarvakning hvað varðar vist- vænar samgöngur sem fólk nýtir sér sífellt meira,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, sem tók þátt í opnun stígsins góða í gær. „Víða og af mörgum hefur á undanförnum árum verið haldið á loft hvatningu til fólks um að nýta hjólreiðar í ríkari mæli þegar farið er til vinnu, út í búð og í skólann. Bæði er slíkt vistvænt og umhverfinu í hag, en vinnur líka að bættri lýðheilsu. Mín staðfasta trú er sú að fólk sem er duglegt að hreyfa sig og stunda útiveru auki með því lífsgleði sína og þar með heilsu. Auðvitað kostar talsvert að útbúa samgöngustíg eins og þennan sem nú var verið að taka í gagnið. Verði þetta hins vegar til þess að fólk hreyfi sig meira og bæti lýð- heilsu skila þeir fjármunir sér mjög fljótt aftur til samfélagsins.“ Þéttriðið stíganet um höfuðborgarsvæðið Aðstaða til útivistar og hreyfingar er með besta móti í Mosfellsbæ. Hjólastígar liggja víða um svæðið og ekki vantar mikið á að tenging sé komin til Reykjavíkur. Segja má að á höfuðborgarsvæðinu sé komið þéttriðið stíganet, sem gert hefur vistvænar samgöngur að raunhæf- um kosti fyrir fólk á ferðinni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sprettur Ungir Mosfellingar opnuðu stíginn með því að hjóla yfir brú yfir Varmá sem er í grænum lundi. Vistvænar samgöngur verða sífellt vinsælli - Nýr stígur í Mosfellsbæ - Milli bæjarhluta - Lýðheilsa Halla Karen Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.