Morgunblaðið - 01.10.2022, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1. O K T Ó B E R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 230. tölublað . 110. árgangur .
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.volkswagen.is
Multivan T7 eHybrid
7 manna fjölskyldubíll
SNORRI
ÞÝDDUR Á
FRÖNSKU
BARIST UM BIKARINN
FH OG VÍKINGUR ETJA KAPPI 36DILLMANN 14
_ Hinn átta ára gamli Sindri
Sæberg slasaðist illa í trampól-
íngarði á Tenerife í ágústbyrjun og
braut báða hæla og ökkla. Það var
þó ekki greint fyrr en löngu síðar
og þurfti fjölskyldan að þola for-
kastanleg vinnubrögð lækna er-
lendis sem töldu drenginn vera að
gera sér upp sársauka.
„„Er hann að feika þetta?“ spurði
einn læknirinn og við svöruðum að
við héldum svo ekki vera,“ segir
móðir hans Eva Dögg Jafetsdóttir,
enda var barnið mjög kvalið. Viðtal
er við Sindra og mæður hans, Evu
og Álfheiði Björk Sæberg, í Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins.
Morgunblaðið/Ásdís
Brot Sindri er nú á batavegi en hann
brotnaði á báðum hælum og ökkla.
Læknar erlendis
trúðu ekki barninu
_ Reykjavík-
urborg sagði
upp samningi
sínum við Orku
náttúrunnar,
ON, um götulýs-
ingarþjónustu
eftir að söluferli
þjónustunnar
hófst í sept-
ember sl. Það
sama gerði
Vegagerðin.
Þá sagði Akranes upp samningi
sínum síðasta vor.
Tekjur ON vegna samningsins
við borgina nema 320 m.kr. á ári.
Heildartekjur götulýsingarþjónust-
unnar námu 600 m.kr. 2021.
Aðrir viðskiptavinir götulýsing-
arþjónustu ON eru m.a. Mosfells-
bær, Seltjarnarnes og Faxaflóa-
hafnir. Heimildarmenn Morgun-
blaðsins telja ekki ólíklegt að
þessir aðilar fylgi fordæmi hinna.
Heimildir Morgunblaðsins
herma einnig að hvorki Vegagerð-
inni né Reykjavíkurborg hafi
hugnast að framselja ætti þjón-
ustuna til þriðja aðila. »22
Uppsögn eftir að
söluferli ON hófst
Ljós Skipt um peru
í höfuðborginni.
Einstök málverk eftir marga af frumherjum ís-
lenskrar myndlistar verða sýnd í dag í vélsmiðj-
unni Héðni við Gjáhellu í Hafnarfirði. Þetta eru
verk sem Markús Ívarsson, járnsmiður og stofn-
andi Héðins, eignaðist á fyrri hluta 20. aldar en
mörg þeirra voru gefin Listasafni Íslands eftir
hans dag. Sýningin í dag, hefst klukkan 13,
stendur fram eftir degi, og er öllum opin.
„Listir í öllum sínum blæbrigðum hafa alltaf
verið leiðarljós í starfsemi okkar,“ segir Halldór
Lárusson stjórnarfomaður Héðins hf. í samtali
við Morgunblaðið í dag. » 16
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Einstök málverk á sýningu í járnsmiðju Héðins
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Bandaríkin og Atlantshafsbandalag-
ið óttast ekki Vladimír Pútín Rúss-
landsforseta, að sögn Joe Biden
Bandaríkjaforseta. Lýsti hann því
yfir á blaðamannafundi í Hvíta hús-
inu í gær að Vesturlönd myndu verja
hverja einustu landspildu ef ráðist
yrði inn á landsvæði þeirra.
„Pútín, ekki misskilja mig; hverja
einustu tommu,“ sagði hann í ræðu
sinni. Fyrr um daginn hafði Pútín
lýst yfir innlimum fjögurra héraða
Úkraínu; Kerson, Saporisíja, Do-
netsk og Lúhansk, í Rússland. Volo-
dimír Selenskí Úkraínuforseti hét
því aftur á móti í gær að Úkraínu-
menn myndu aldrei ganga til samn-
inga við Rússland á meðan Pútín
væri þar forseti.
Gæti beitt kjarnavopnum
Bandaríski herinn í Evrópu er
tilbúinn í átök gerist þess þörf. Þetta
sagði Jake Sullivan þjóðaröryggis-
ráðgjafi Bandaríkjanna á öðrum
blaðamannafundi í Hvíta húsinu í
gær. Rússar hafa hert tökin og segj-
ast nú líta á árásir á héruðin fjögur,
sem þeir hafa innlimað, eins og um
árás á Rússland sé að ræða. Selenskí
mótmælti innlimuninni og benti á að
Rússar hefðu ekkert héraðanna fjög-
urra að fullu undir sinni stjórn.
Þá sagði Sullivan að hætta væri á
því að Pútín beitti kjarnavopnum.
Ekkert bendi þó til þess að slík árás
sé yfirvofandi. Aukinn kraftur hefur
verið settur í herafla Bandaríkjanna
í Evrópu að sögn Sullivan.
„Við teljum okkur viðbúin hverju
sem er,“ sagði hann. Þá muni Banda-
ríkin senda fleiri vopn til Úkraínu án
tafar. Auk þess sé von á tilkynningu
um öryggisráðstafanir sem gerðar
verði í næstu viku. »23
Biden hótar afleiðingum
- Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti um innlimun fjögurra héraða í gær
AFP
Yfirlýsing Biden hótar afleiðingum,
ráðist Rússar á svæði Vesturlanda.