Morgunblaðið - 01.10.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
489.000kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er mikill áfangi og ástæða til að óska
íbúum Norðausturlands, Landsneti og þjóð-
inni allri til hamingju með að þetta skuli loks-
ins vera komið. Enn eru mikil verkefni fram
undan sem mikilvægt er að koma áfram,“ segir
Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra orku-,
umhverfis- og loftslagsmála, í samtali við
Morgunblaðið en hann var í gær viðstaddur
spennusetningu Hólasandslínu 3.
Línan liggur frá Kröflu til Akureyrar og
tengir Eyjafjarðarsvæðið með betri hætti við
virkjanir á Norðausturlandi. Táknræn athöfn
fyrir tengingu línunnar fór fram í Ketilhúsi
Listasafns Akureyrar þegar Sigrún Björk
Jakobsdóttir, formaður stjórnar Landsnets,
gaf stjórnstöð Landsvirkjunar fyrirmæli um
að hleypa rafmagni á línuna. Viðstaddir voru
sveitarstjórnarmenn og margt starfsfólk sem
vann að verkinu.
Andri Teitsson, formaður umhverfis- og
mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, segir að
ekki hafi verið nein raforka í boði fyrir ný og
eldri fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu í um ára-
tug, ekki síst vegna takmarkana flutningskerf-
isins. Varla hafi verið hægt að opna bakarí. Nú
sé hægt að ræða um möguleika á nýrri starf-
semi sem þurfi miðlungs mikla orku og starf-
andi fyrirtæki geti hugað að þróun starfsem-
innar og auknum umsvifum. Viðræður eru í
gangi um gagnaver sem yrði lítið í upphafi og
einnig er horft til matvælaframleiðslu.
Guðlaugur Þór segir að Íslendingar hafi tek-
ið orkuöryggi sem sjálfsögðum hlut en vekur
athygli á að það sé hægt að missa. Til að ná
betri nýtingu á roforkukerfinu og tryggja
orkuöryggi þurfi að ljúka þeim verkum á þessu
sviði sem verið er að undirbúa.
Enn eru mikil verkefni fram undan
Vettvangur Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra skoðaði aðstæður í Fnjóskadal sem Hólasandslínan liggur um í fylgd Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur og Guðmundar Inga Ásmundssonar.
- Hólasandslína spennusett við táknræna athöfn - Hægt að horfa til nýrra fyrirtækja á Akureyri
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES)
lagði til í gær að dregið yrði úr veiðum
á norsk-íslenskri síld um 15% og mak-
ríl um 2% á næsta ári en að veiðar á
kolmunna yrðu
auknar um 81%.
„Það er mjög
sérstakt, en gott,
að fá svona já-
kvæðar fréttir í
ljósi þess að veiðin
úr þessum stofn-
um hefur verið
langt umfram ráð-
gjöf undanfarin
ár,“ segir Gunn-
þór Ingvason,
framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar
í Neskaupstað. „Kolmunnastofninn
hefur stækkað um rúm 80% þrátt fyr-
ir mikla veiði. Það er ljóst að við þurf-
um að auka þekkingu okkar á þessum
vísindum.“
Gunnþór segir þessar fréttir vera
góðar fyrir Síldarvinnsluna, enda er
hún stór í kolmunnaveiðum. „Það er
mikil eftirspurn eftir mjöli og prótein-
um í heiminum.“
Minna af norsk-íslenskri síld
ICES leggur til að afli árins 2023 af
norsk-íslenskri vorgotssíld verði ekki
meiri en 511 þúsund tonn. Ráðgjöf
fyrir þetta ár var 599 þúsund tonn.
Tillaga ráðsins um veiðar verður því
15% minni á næsta ári en á yfirstand-
andi ári. Samkvæmt frétt Hafrann-
sóknastofnunar er gert ráð fyrir að
stóri árgangurinn frá 2016 verði uppi-
staðan í veiði næsta árs. Yngri ár-
gangar eru metnir litlir.
„Áætlað er að heildarafli ársins
2022 verði um 828 þúsund tonn sem
er 28% umfram ráðgjöf,“ segir í frétt
Hafrannsóknastofnunar. Ekkert
samkomulag er á milli þjóðanna sem
veiða úr norsk-íslenska síldarstofnin-
um um skiptingu aflahlutdeildar.
Hver þjóð hefur sett sér aflamark.
Frá 2013 hafa veiðar á hverju ári ver-
ið 4-42% umfram ráðgjöf ICES.
Aðeins minna af makríl
Lagt er til að makrílaflinn 2023
verði ekki meiri en 782 þúsund tonn.
Ráðgjöfin á þessu ári var 795 þúsund
tonn. Áætlað er að heildaraflinn á
þessu ári verði rúmlega 1,1 milljón
tonna. Það eru 42% umfram ráðgjöf.
Hver þjóð setur sér aflamark í makr-
ílveiðunum.
Kolmunnastofninn styrkist
ICES leggur til að kolmunnaafli
ársins 2023 verði ekki meiri en tæp-
lega 1,36 milljónir tonna. Ráðgjöf
þessa árs var 753 þúsund tonn. Því er
um að ræða 81% hærri ráðgjöf en í
fyrra. Ástæðan er vaxandi hrygning-
arstofn. Áætlað er að heildaraflinn
2022 verði 1,1 milljón tonn eða 47%
umfram ráðgjöf.
„Árgangurinn frá 2020 er metinn
sá stærsti sem mælst hefur við
tveggja ára aldur (2022) og einnig er
hann metinn ríflega þrisvar sinnum
stærri nú en í stofnmati síðasta árs.
2020-árgangurinn gengur að fullu inn
í hrygningarstofninn árið 2023 og
framreikningar sýna stækkandi
hrygningarstofn næstu tvö árin, sé
ráðgjöf fylgt,“ segir í frétt Hafrann-
sóknastofnunar..
Kolmunnastofn styrkist
- ICES ráðleggur 81% meiri kolmunnaveiði - Samdráttur í
norsk-íslenskri síld og makríl - Veitt langt umfram ráðgjöf
Ljósmynd/Grétar
Kolmunnaveiðar Útlit er fyrir að kolmunnaveiðarnar aukist á næsta ári.Gunnþór
Ingvason
Icelandair fékk leyfi frá lögregl-
unni í Bretlandi í fyrrakvöld, til
að losa farangur úr flugvél félags-
ins sem vél Korean Air rakst utan
í á Heathrow-flugvelli á miðviku-
dag.
Hliðarstél Icelandair-vélarinnar
skemmdist við áreksturinn.
Vélin er nú laus úr vörslu lög-
reglu og Icelandair hefur fengið
hana afhenta, að sögn Guðna Sig-
urðssonar, upplýsingafulltrúa Ice-
landair. Vonast var til þess að allir
farþegar fengju farangur sinn í
gær.
Hafist hefur verið handa við að
skoða skemmdir sem urðu á vél-
inni og meta þær, en að sögn
Guðna þarf að fá varahluti og
skipta um þann hluta stélsins sem
skemmdist.
Allt líti út fyrir að aðeins hafi
orðið skemmdir á stélinu, en það
verði þó kannað frekar þegar við-
gerð hefst.
Gert verður við vélina í Lund-
únum og flugvirki á vegum Ice-
landair er kominn út til þess að
sinna viðgerð. „Við fáum aðgang
að skýli þarna úti á Heathrow og
hún verður lagfærð þar,“ segir
Guðni.
Gert verður við flugvél Icelandair í
Lundúnum eftir árekstur við Korean Air