Morgunblaðið - 01.10.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 01.10.2022, Síða 6
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Slökkvilið Maðurinn lenti í slysinu þegar hann þreytti þrekpróf. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Slökkviliðsmanni hjá Isavia voru dæmdar bætur í Landsrétti á þriðjudag vegna líkamstjóns, sem hann hlaut eftir að hann missti æf- ingabrúðu og hrasaði í þrekprófi í starfi sínu. Afleiðingar slyssins voru metnar til 7% örorku. Fékk hann tak í neðri hluta baks er hann lyfti upp 80 kíló- gramma brúðu, eftir að hafa misst hana. Átti maðurinn að flytja brúðuna um 30 metra vegalengd, klæddur eldgalla með reykköfunartæki á bakinu og þyngingarvesti, sem sam- tals vógu 23 kílógrömm. Dómi héraðsdóms snúið við Héraðsdómur hafði áður sýknað Isavia ohf. og Vörð tryggingar hf., og gert manninum að greiða 750.000 krónur í málskostnað. Landsréttur hefur aftur á móti nú gert Isavia og Verði að greiða manninum þrjár milljónir í máls- kostnað auk þess sem bótaskylda Isavia var viðurkennd, auk réttar mannsins til bóta úr frjálsri ábyrgð- artryggingu Isavia, hjá Verði trygg- ingum. Dæmdar bætur eft- ir slys í þrekprófi - Slökkviliðsmaður missti æfingabrúðu 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 L ag er sa la Takmarkað upplag, fyrstur kemur fyrstur fær. 20-60% afsláttur 30.sept - 2.okt SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við finnum auðvitað fyrir því að það er sam- keppni um fólk en það hefur tekist að púsla þessu vel saman,“ segir Arnbjörg Hafliða- dóttir, framleiðandi hjá Glassriver. Mikið líf er nú í kvikmyndabransanum hér á landi. Fyrir höndum eru tökur á sjónvarps- þáttunum True Detective hér í allan vetur en um þessar mundir er auk þess fjöldi forvitni- legra íslenskra kvikmyndaverkefna í tökum. Þessi verkefni eru minnst sex talsins og ljóst að margt forvitnilegt mun reka á fjörur sjón- varps- og bíóunnenda á næstunni. Erfiðari tímar fram undan Arnbjörg og hennar fólk er þessa dagana í tökum á sjónvarpsþáttunum Svo lengi sem við lifum sem Katrín Björgvinsdóttir leikstýr- ir eftir handriti Anítu Briem sem einnig fer með aðalhlutverkið. Þættirnir eru sex talsins og verða þeir sýndir á Stöð 2 á næsta ári. Arn- björg segir í samtali við Morgunblaðið að tök- ur hafi hafist í byrjun ágúst og ráðgert sé að þeim ljúki 8. október. Viðmælendur Morgunblaðsins segja að misvel hafi gengið að manna tökulið í haust. Bæði eru íslensku verkefnin mörg en auk þess hafi margir munstrað sig á skútuna frá Hollywood. „En við vinnum ágætlega saman, innlendu fyrirtækin. Það er verið að lána fólk á milli og hliðra til tíma. Vissulega finnum við fyrir því að geta ekki verið með sama hóp all- an tímann en fyrirtækin og starfsfólkið vinna saman að því að láta þetta ganga upp. Ég held reyndar að við séum að ganga inn í erfiðari tíma núna því stóru verkefnin þurfa oft að bæta við sig fólki þegar þau fara af stað,“ seg- ir Arnbjörg. Sjónvarpsþættirnir Heima er best eftir Tinnu Hrafnsdóttur eru sömuleiðis í tökum. Í gær var áttundi tökudagurinn af fimmtíu og er áætlað að þeim ljúki í nóvember. Þættirnir verða sýndir í Sjónvarpi Símans. Þá standa nú yfir tökur á kvikmyndinni Einveru sem leikstjórinn Ninna Pálmadóttir gerir eftir handriti Rúnars Rúnarssonar. Í myndinni segir af öldruðum bónda sem flytur á mölina og kynnist ungum blaðbera en kynni þeirra breyta lífi beggja. Þröstur Leó Gunn- arsson fer með hlutverk bóndans en myndin á að gerast árið 2005. Tvær vikur eru síðan tök- ur hófust og aðrar þrjár fram undan. Pegasus framleiðir. Tökur á sjónvarpsþáttunum Aftureldingu hefjast 10. október. Samkvæmt upplýsingum frá Halldóri Laxness Halldórssyni, Dóra DNA, sem er einn höfunda þáttanna, munu þær standa yfir í fjóra mánuði. Þrír leikstjór- ar skipta átta þáttum með sér, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson stýrir fjórum þáttum og þær Gagga Jónsdóttir og Elsa María Jak- obsdóttir tveimur hvor. Saga og Svandís í handbolta Í Aftureldingu segir af fallinni handbolta- hetju sem vinnur aftur hug og hjarta fólks þegar hann tekur að sér þjálfun kvennaliðs uppeldisfélagsins. Ingvar E. Sigurðsson leik- ur hann og Saga Garðarsdóttir og Svandís Dóra Einarsdóttir leika aðalkvenhlutverkin. „Svo eru Aron Mola og Steindi líka í stórum hlutverkum og við erum með geggjaðan hóp af stelpum í handboltaliðunum,“ segir Dóri. Fleira góðmeti verður reitt fram á næst- unni því ráðgert er að hefja bráðlega tökur á annarri þáttaröð af Ráðherranum. Búist er við því að ein tökuvika verði í nóvember en al- mennar tökur fari svo fram í janúar og febr- úar. Þá mun Baltasar Kormákur hefja upp- tökur á næstu kvikmynd sinni á næstu vikum. Sú kallast Snerting og er gerð eftir sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Tökur munu fara fram í London, Japan og á Íslandi og fer fyrsti hluti þeirra fram í London. Sex stór verkefni á svipuðum tíma - Mikið líf í bíóbransanum um þessar mundir - Fjórar leiknar sjónvarpsþáttaraðir í vinnslu og tvær kvikmyndir - Samkeppni um starfsfólk - Sögur af bændum, pólitíkusum og kvennaliði í handbolta Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Kvikmyndagerð Frá tökum á Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson á Mývatni. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Hér voru menn bara farnir að fá leyfi hingað og þangað til að smíða og kaupa byssur og þá skrifaði ég um- boðsmanni Alþingis, það eru svona fimm-sex ár síðan,“ segir Jóhann Vil- hjálmsson byssusmiður í samtali við Morgunblaðið. Jóhann lagði á sig nokkurra ára nám í faginu í Belgíu en starfsheitið byssusmiður er ekki lögverndað hér- lendis og kveður hann Pétur og Pál nánast geta nálgast pappíra frá rík- islögreglustjóra og skreytt sig með heitinu. Þjarmað að atvinnufrelsi „Þetta er leyfi til þess að smíða byssur og breyta þeim og það virðist ekki vera neitt mál hjá þessum mönn- um að fá þessi leyfi og við það gerði ég athugasemd hjá umboðsmanni Al- þingis á sínum tíma,“ heldur Jóhann áfram og segir að þeim mótrökum hafi einfaldlega verið teflt fram að þjarmað væri að rétti fólks til lífsvið- urværis með því að herða regluverkið um hverjir mætti smíða og breyta byssum. „Þetta er ekki löggilt iðngrein en samt er þarna kostur á heilmiklu námi, ég er reyndar lærður vélsmiður og vélvirki líka og það þarf að læra þetta allt saman. Mig minnir að það sé orðað þannig í lögunum að rík- islögreglustjóri meti hæfni þessara manna [byssusmiða],“ segir Jóhann og kveður hátt í 30 manns á Íslandi hafa pappíra frá ríkislögreglustjóra upp á að þeir megi breyta byssum og smíða þær. Hvernig skyldi þá á því standa að byssusmíði, mörg hundruð ára gömul iðja, er ekki löggilt iðngrein á Íslandi? „Flugvirkjun er ekki löggilt iðngrein heldur en ég gæti samt til dæmis ekki fengið réttindi til að starfa sem flug- virki með þá menntun sem ég hef,“ segir byssusmiðurinn, „ég vil að í þessu sé heiðarleg samkeppni, ég vil ekki að þetta sé einhver heimilisiðn- aður. Sumir eru að taka milljónir á ári og margir þeirra örugglega svart og sykurlaust, ég þori alveg að segja það,“ heldur Jóhann áfram og bendir á að einungis örfáir séu skráðir op- inberlega undir starfsheitinu byssu- smiður á Íslandi. Gerist ekki allt í rennibekk „Menn eru að dunda við þetta í bíl- skúrnum hjá sér og þurfa bara að biðja um leyfi hjá lögreglunni til að gerast byssusmiðir, þannig er þetta hvergi í heiminum held ég og ekki veit ég hvernig ríkislögreglustjóri metur hæfni þessara manna, hvort hann athugi bara hvort menn kunni á rennibekk. Þetta gerist bara ekki allt í rennibekk,“ segir Jóhann enn frem- ur. Hvað þá með breytingar á skot- vopnum, er lítið mál að breyta slíkum vopnum í hálf- eða alsjálfvirk? „Bless- aður vertu, þú getur bara farið á You- Tube til að læra það. Þú getur látið breyta hálfsjálfvirkum riffli í eins skots riffil. Svo ferðu heim og tekur eitt splitt úr og þá er hann orðinn hálfsjálfvirkur aftur. Það er alltaf hægt að fara til baka og það á aldrei að leyfa að flytja inn svona verkfæri,“ segir Jóhann og kveður auðvelt að ferðast á svig við lög um innflutning. Vélbyssa frá 1939 jafn háskaleg „Þá er talað um að þetta sé eitt- hvað sögulega tengt Íslandi og eitt- hvað ákveðið gamalt, vélbyssa sem var smíðuð 1939 er alveg jafn hættu- leg og vélbyssa sem var smíðuð 1999, það er ekkert auðveldara en að gerast safnari og kaupa sér eina vélbyssu, það er ekkert verið að fylgjast með þessu og það er ekkert verið að skoða þessa svokölluðu byssusmiði sem eru eitthvað að dútla í bílskúrunum heima hjá sér. Hver sem er getur komið og skoðað hjá mér, mér er al- veg sama, ég er með allt uppi á borð- inu,“ segir hann, „ég breyti aldrei neinum byssum, ég geri við byssur og smíða byssur og þetta er allt skráð.“ Hópur fólks hafi áhuga á að eignast breytt skotvopn sem teljast ólögleg, fyrir þau sé einfaldlega markaður. „Það er engin spurning og þess vegna finnst mér lélegt að ekki sé fylgst með þessum mönnum sem eru að vinna í bílskúrunum. Þeir eru ekki með rekstrarleyfi eða neitt, til þess að fást við þetta þarf úttekt slökkviliðis og lögregla þarf að fara á staðinn og taka út aðstöðuna. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gert hjá stórum hluta þessa hóps. Auðvitað er þetta mál sem núna er í gangi slæmt [meint hryðjuverkamál] en ég get alveg sagt þér að mér finnst ágætt að vakin sé athygli á þessu,“ segir Jóhann Vil- hjálmsson byssusmiður og leggur ríka áherslu á orð sín. Eru að taka milljónir á ári - Langskólagengnum byssusmið verulega uppsigað við rétt- indamál á Íslandi - „Menn eru að dunda við þetta í bílskúrnum“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Enginn bílskúrskarl Jóhann Vilhjálmsson lærði byssusmíði í Belgíu og er langt í frá sáttur við hvernig kaupin í þeim bransa ganga fyrir sig á eyrinni. „Ég get alveg sagt þér að mér finnst ágætt að vakin sé athygli á þessu,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.