Morgunblaðið - 01.10.2022, Page 11

Morgunblaðið - 01.10.2022, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 Hið íslenska þjóðvinafélag heldur í dag mál- þing í tilefni af 150 ára afmæli félagsins, sem raunar var á síð- asta ári. Málþingið ber yfirskriftina Bjartsýnisspá fyrir árið 2071 og hefst klukkan 14 í Grósku við Bjargargötu í Reykjavík. Guðrún Kvaran, forseti HÍÞ, ávarpar þing- ið og Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, setur það. Síðan flytja ávörp Ólafur Ragnar Grímsson, Berglind Ásgeirsdóttir, Peter Weiss, Kristrún Heimisdóttir, Har- aldur Þorleifsson og María Elísabet Bragadóttir. Í kjölfarið verða umræður þar sem Oddný Eir Ævarsdóttir, Logi Pedro Stefánsson og Bergur Ebbi Benediktsson eru í pallborði. Frið- rik Pálsson stýrir fundi og um- ræðum. Gert er ráð fyrir ráð- stefnulokum kl. 16:15. Bjart- sýnisspá fyrir 2071 - Málþing í tilefni af 150 ára afmæli Þjóðvinafélagsins Ólafur Ragnar Grímsson Mjög mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, sem greint var frá í gær, er ekki tilkomið vegna þess að fleiri leiti þangað en venjulega. Fyrst og fremst er um að ræða manneklu meðal hjúkrunar- fræðinga, að sögn Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis á bráða- móttökunni. Það sé ekki vandamál að fólk leiti á bráðamóttökuna að óþörfu. Í tilkynningu frá Landspítalanum í gærmorgun kom fram að nauðsyn- legt gæti reynst að forgangsraða eftir bráðleika og vísa fólki í önnur úrræði. Þá var fólk hvatt til að leita annað vegna vægari slysa og veik- inda. Hjalti segir að álagið ætti ekki að vera meira en venjulega, þar sem ekki séu að koma fleiri á bráða- móttökuna en í venjulegu árferði. „Það er bara venjulegt ástand í samfélaginu núna. Ég minni á að bráðaþjónusta þarf alltaf að hafa viðbragð til þess að bregðast við álagstoppum. Á venjulegum degi ætti bráðamóttakan að vera hálftóm og róleg, til þess að við getum veitt skjóta bráðaþjónustu, en þannig er þetta því miður ekki,“ segir Hjalti í samtali við mbl.is „Undirmönnunin er bara þannig að við höfum ekki starfskrafta sem þarf til að sinna þessu eins vel og við viljum,“ bætir hann við. Hjalti bendir á að ekki hafi verið brugðist við því í langan tíma að byggja upp heilbrigðisþjónustuna á Íslandi. Því sé orðið mjög erfitt að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna, hvort heldur sem er á bráða- móttöku, læknavakt, heilsugæslu eða annars staðar. Kvarnast hafi verulega úr hópi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni, en unnið sé að því hörðum höndum innan stjórnar spítalans og ráðuneytisins að leysa úr því. „Það hefur hingað til ekki gengið nógu hratt til að við náum að leysa úr stöðunni. Þess vegna er bráða- móttakan því miður undirmönnuð eins og er, en þar er starfsfólk að gera sitt besta að sinna öllum og sér- staklega leggja áherslu á þau sem eru bráðveik og alvarlega slösuð.“ Sjúklingum hætta búin Spurður hvort ástandið sé þannig að sjúklingum sé hætta búin segir Hjalti: „Það er löngu búið að lýsa því yfir að mönnun í heilbrigðiskerfinu er með þeim hætti að það er ekki hægt að veita fullnægjandi þjónustu og það felur í sér að sjúklingum er hætta búin. Það er engin leið að sinna sjúklingum innan tímamarka með viðeigandi virðingu fyrir per- sónuvernd, taka sjúkrasögu á gang- inum, eða gæta með fullnægjandi hætti að sóttvörnum.“ solrun@mbl.is Forgangsraðað vegna manneklu - Mikið álag á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi - Kvarnast hefur úr röðum hjúkrunarfræðinga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bráðamóttakan Forgangsraða þarf á bráðamótttöku vegna álags. B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 Opið 11-16 Skoðið netverslun laxdal.is VETRAR YFIRHAFNIR Tónleikaröð Karlakórs Reykjavíkur 2022 Einsöngvarar: Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran Ari Jóhann Sigurðsson tenór Píanóleikari: Peter Máté Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson Háteigskirkja Þri. 4. október kl. 20.00 Mið. 5. október kl. 20.00 Fim. 6. október kl. 20.00 Lau. 8. október kl. 15.00 Miðasala á Tix.is og við inngang Fleiri sjúklingar en áður, sem komu á bráðamóttöku Landspítalans, þurftu ekki að bíða eftir innlögn í rúm á legudeild eða fengu innlögn minna en klukkustund eftir komu á spítalann. Þetta hlutfall hefur ekki verið hærra frá árinu 2016. Þetta kemur fram í þjónustu- könnun sjúklinga Landspítala sem gerð var í maí síðastliðnum. Slíkar kannanir hafa verið gerðar á hverju ári frá 2012 í þeim tilgangi að fá upplýsingar um viðhorf sjúk- linga til þjónustu spítalans. Niður- stöðurnar eru notaðar til að bæta þjónustu við sjúklinga, að sögn spít- alans. Könnunin var rafræn. Þeir sem leitað var til voru valdir með slembiúrtaki úr hópi sjúklinga sem útskrifuðust af legudeild aðgerða- sviðs eða meðferðarsviðs í febrúar til apríl 2022, voru 18 ára eða eldri og höfðu dvalið eina nótt eða leng- ur á spítalanum. Þátttakendur fengu send bréf með slóð á könn- unina og leyniorði til að fá aðgang að henni. Í úrtakinu voru 1.084 og bárust 516 svör og svarhlutfall því 48%. gudni@mbl.is Fleiri fengu fljótt innlögn á LSH Biðtími eftir innlögn í rúmá legudeild hjá LSH Hlutfall bráðainnlagðra sem biðu skemur en 1. klst.* 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 29% Heimild: Þjónustukönnun LSH í febrúar-apríl 2022 *Skv. svörum þeirra sem koma brátt inn á spítalann í gegnum bráðamóttökuna 31% 29% 25% 38% 33% 41%Engin bið eða minni bið en 1. klst. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) er að taka upp nýtt vakta- vinnukerfi. Því fylgir mesta breyting sem orðið hefur hjá SHS frá stofnun árið 2000. Nýja kerfinu fylgir stytt- ing vinnuvikunnar hjá starfsfólkinu. Um helgar verða tvískiptar vaktir, tólf tímar hvor, en á virkum dögum þrískiptar eða átta stunda langar. Fyrstu vaktaskiptin í þrískipta kerf- inu verða á mánudag. „Við þessa breytingu fjölgar helg- um sem fólk getur verið í fríi,“ segir Birgir Finnsson, starfandi slökkvi- liðsstjóri SHS. Hann segir að fjölgað hafi verið um 24 starfsmenn í vor til að manna nýja vaktakerfið. Nýliðarnir fóru á sjúkraflutninga- námskeið í vor og leystu af á sjúkra- bílum í sumar. Þeir eru nú að hefja þjálfun í slökkvistörfum og taka vaktir á milli. Námið og þjálfunin tekur alls þrjú ár með vinnu. Nú ganga um 180 af alls um 220 starfsmönnum SHS vaktir allan sól- arhringinn. Birgir segir vaktakerfið svipað og það sem fleiri sem veita sólarhrings- þjónustu hafa tekið upp. Virka daga er mikið að gera hjá SHS í sjúkra- flutningum milli stofnana, en þeir eru ekki um helgar. gudni@mbl.is Nýtt vaktakerfi hjá slökkviliðinu - Helgarfríum fjölgar - 24 nýliðar Morgunblaðið/Rósa Braga SHS Sjúkraflutningum og slökkvi- störfum er sinnt allan ársins hring.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.