Morgunblaðið - 01.10.2022, Síða 12

Morgunblaðið - 01.10.2022, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið höfum tekið á móti yfir sex hundruð listamönnum frá því ég og vinkona mín, Kristveig Halldórs- dóttir, stofnuðum Gullkistuna árið 2009,“ segir Alda Sigurðardóttir en hún sér núna, með stuðningi ráð- gjafastjórnar, um reksturinn á miðstöð fyrir listamenn sem kennd er við kistu úr gulli. Nafnið er sótt í kennileiti á Laugarvatni, þar sem miðstöðin er til húsa. „Hér getur listafólk dvalið til að vinna að sínum verkum, umvafið náttúrufegurð og í nálægð við allt sem tilheyrir þorpinu. Miðstöðin er opin fyrir bæði íslenskt og erlent listafólk, en langflestir gestir okk- ar koma utanlands frá. Lágmarks- dvöl er mánuður, en hægt er að vera lengur og sumir dvelja allt upp í þrjá mánuði, fólk verður heimavant í þorpinu Laugarvatni og hluti af menningunni þar. Dvöl listafólks í miðstöðinni virkar líka í hina áttina, opnar aðgang að lista- fólkinu og þeirra þekkingu, enda höfum við haldið fjölmörg nám- skeið og vinnustofur í Gullkistunni. Krakkarnir í skólunum á Laug- arvatni hafa líka fengið að koma í heimsókn til listafólks og gert eitt- hvað listatengt. Einnig hafa alþjóð- legir nemendahópar komið með kennurum sínum til að vinna að ákveðnum verkefnum, svo fátt eitt sé nefnt.“ Góð vinátta verður til Gullkistan er í tveimur húsum á Laugarvatni þar sem er vinnuað- staða, sýningarrými og tímabund- ið heimili. „Frá því við fórum af stað höfum við fært okkur um þorpið, en núna erum við í fyrrum tjald- miðstöðvarhúsi þar sem eru tvö svefnherbergi, eldhús, setustofa, vinnuaðstaða og sýningarrými, en í sumarbústað við hliðina sem áð- ur var starfsmannahús, eru fjögur svefnherbergi, eldhús og stofa. Sex manneskjur geta því dvalið í Gullkistunni á sama tíma, jafnvel fleiri þegar pör eða hjón geta deilt herbergi. Núna eru þar til dæmis sjö listamenn sem koma víða að úr heiminum, Ashley King ljósmyndari frá Ástralíu, ítölsku hjónin og myndlistarfólkið Salva- tore Mauro og Alfa, rithöfund- urinn Carolina Redondo Fern- andes frá Spáni og þrjú frá Bandaríkjunum, þau Jennifer Bartlett rithöfundur, Kimberly Harris listmálari og arkítekt og Fritz Rumpf ljósmyndari. Í lok dvalar er óformleg sýning, þá hengja þau upp verkin sín, segja frá því sem þau eru að gera og svo framvegis. Flest verða þau hissa hvað þau hafa áorkað miklu,“ segir Alda og bætir við að vissulega sé nándin mikil að búa saman í mánuð eða meira með ókunnu fólki. „Oftast skapast mjög góð vinátta á milli fólks, þau sem eru núna eru orðin eins og lítil fjölskylda. Þetta er fólk á öll- um aldri og í hópnum eru tveir fatlaðir einstaklingar, en við leggjum áherslu á að hafa aðstöð- una í Gullkistunni aðgengilega fyrir fatlaða, höfum látið setja upp rampa og annað slíkt.“ Áhrif frá náttúru og fólki Tvö þeirra sem hafa dvalið saman í Gullkistunni undanfarin mánuð, þau Ashley og Jennifer, voru viðlátin þegar blaðamann bar að garði. Ashley sagðist vera í sinni fyrstu Íslandsferð en Jenni- fer hafði tvisvar áður komið til að dvelja í Gullkistunni. Þau segja vissulega ögrandi verkefni að búa í heilan mánuð með fólki sem þau hafi í upphafi dvalar aldrei áður hitt. „Þetta hefur gengið mjög vel, öllum semur vel og við borðum oft öll saman kvöldverð þar sem mikið er spjallað og hlegið,“ segir Jenni- fer og bætir við að þar sem hún búi nú í þriðja sinn í Gullkistunni, þá sé reynsla hennar sú að fólk nái auðvitað misvel saman. „Sumir bindast sterkum bönd- um á meðan aðrir eiga minni sam- leið, en allir passa að bera virð- ingu fyrir persónulegu plássi hvers og eins. Sumir sem ég hef kynnst hér hafa orðið góðir vinir mínir sem ég er enn í sambandi við.“ Jennifer segir næðið í Gull- kistunni til að sinna listinni afar kærkomið. „Til dæmis er alveg nauðsyn- legt fyrir hana Carolinu að komast í burtu heiman frá sér í næðið hingað til að sinna ritstörfunum, en hún á þrjú börn, fjóra hunda og er í krefjandi starfi heima hjá sér.“ Þau Ashley og Jennifer eru alsæl með dvölina og segjast sann- arlega hafa orðið fyrir áhrifum frá íslensku umhverfi, nær og fjær, náttúrunni, fólkinu og öðru sem hefur örvað þau til listsköpunar. „Sú staðreynd að langflestir þeirra sem hafa dvalið hér í Gull- kistunni vilja koma aftur, segir allt um hversu frábært er að vera hér, það er mjög skapandi í alla staði,“ segir Ashley og bætir við að Kimberly hafi t.d. verið afar af- kastamikil. „Hún hefur gert 140 málverk á þremur vikum. Hún fór líka í Tungnaréttir og heillaðist af fé og fólki og gerði litrík verk með kindum í framhaldinu.“ Dvöldu á Vestfjörðum Dvalargestir í Gullkistunni hafa einn bíl til umráða og ljós- myndararnir í hópnum, þeir Ash- ley og Fritz, hafa nýtt sér það óspart, enda hafa þeir unnið mikið saman að list sinni. „Við höfum farið víða í styttri og lengri ferðir til að taka myndir og Kimberly kemur stundum með okkur og rissar upp vatnslita- myndir á meðan. Við Fritz dvöld- um líka á Vestfjörðum um tíma og á Suðurströndinni, sem var stór- kostlegt. Okkur Fritz langar báða að vera sex mánuði næst á Ís- landi,“ segir Ashley en verkefnið sem hann hefur unnið að hér á landi er að myndskreyta ljóðið Al- heimsvíðáttan, eftir Jónas Hall- grímsson með ljósmyndum sínum. „Ég kynnti mér íslenska ljóð- list og ljóð Jónasar tengjast mikið íslenskri náttúru, svo það hentaði mér sem ljósmyndara vel að myndskreyta þau. Í myndskreyt- ingu minni er landslag og skepn- ur, hestar og fuglar, heitir hverir, norðurljósin og allt sem verður á vegi mínum,“ segir Ashley og bætir við að tímasetningin á Ís- landsdvöl hans sé fullkomin, því sonur hans sé í skiptinámi í Há- skóla Íslands og að þeir feðgar hafi fyrir vikið ferðast saman um landið. Nánar um Gullkistuna á heimasíðunni gullkistan.is Vinkonur Jennifer og Alfa á rölti um þorpið Laugarvatn, en hjá Gullkistunni er lögð áhersla á gott aðgengi fyrir fatlaða. Spáð og spekúlerað Carolina og Alfa skeggræða, á veggnum hanga verk af íslenskum smára eftir Carolinu sem er spænsk. Glaðir Fritz og Ashley hafa ferðast víða um Ísland til að taka myndir, hér koma þeir hlaðnir ljósmyndagræjum heim í hús. Langflestir vilja koma aftur „Hér getur listafólk dvalið til að vinna að sínum verk- um, umvafið náttúrufegurð og í nálægð við allt sem til- heyrir þorpinu,“ segir Alda Sigurðardóttir um Gull- kistu á Laugarvatni, alþjóðlega miðstöð fyrir listafólk. Ljósmynd/Ashley King Í nágrenni Gullkistu Kimberly og Fritz að störfum við Brúará, hún að vatnslita en hann að taka ljósmyndir. Vinir Alda, fyrir miðju með gleraugu, ásamt hópnum samheldna sem nú dvelur í Gullkistu. F.v. Corolina, Alfa, Fritz, Ashley, Jennifer og Kimberly. Fyrir framan situr er Salvatore, en listafólkinu hefur orðið vel til vina. Kimberly hefur gert 140 málverk á þremur vikum. Hún fór líka í Tungnaréttir og heillaðist af fé og fólki og gerði litrík verk með kindum í framhaldinu. Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.