Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 ✝ Jónína (Nína) Kristmanns Johns fæddist í Vestmannaeyjum 1. október 1934. Hún lést í Lake Wylie, SC, í Bandaríkjunum 27. júní 2022. Hún var dóttir hjónanna Inga Kristmanns banka- fulltrúa frá Garða- stöðum í Vestmannaeyjum, f. 13. nóvember 1905, d. 31. des- ember 1974, og Sigríðar Þor- gilsdóttur, f. í Dalasýslu 7. júlí 1904, d. 12. maí 1991. Fjöl- skyldan bjó i Vestmannaeyjum fram til ársins 1946 er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu á Víðimel 23. Systkini Nínu eru Ágúst Krist- manns, f. 17. febr- úar 1931, d. 7. júní 2017, Dóra Krist- manns, f. 1. októ- ber 1934 (tvíbura- systir Nínu), búsett í Bandaríkj- unum, og Þorgils, f. 25. október 1941, búsettur í Skotlandi. Nína giftist í New York 1958 Jimmie Johns olíu- verkfræðingi frá Arkansas í Bandaríkjunum og eignuðust þau þrjú börn: Eric, John og Ingrid Alice. Barnabörnin eru níu talsins. Útför Nínu fór fram í Lake Wylie 30. júlí 2022. Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. (Prédikarinn 1:3.) Jónína Kristmanns, eða Nína eins og hún var alltaf kölluð, kær skólasystir okkar og æskuvin- kona, er látin. Kallið kom ekki óvænt. Fyrir þó nokkrum árum tók heilsu Nínu að hraka. Jimmie annaðist hana á heimili þeirra af kærleika og alúð allan tímann með viðeigandi hjálp, þar til yfir lauk. Við sem eftir lifum erum harkalega minntar á að öllu er af- mörkuð stund. Við kynntumst á vori lífsins þegar leiðir okkar lágu saman í Kvennaskólanum í Reykjavík um miðja síðustu öld. Á mikilvægu mótunarskeiði æskunnar bund- umst við vináttuböndum sem aldrei hafa rofnað. Á kvenna- skólaárunum stofnuðum við, nokkrar skólasystur, sauma- klúbb, sem staðið hefur af sér brim og boða lífsins. Alls urðum við tíu og þótt þrjár úr hópnum flyttust til Bandaríkjanna höfum við alla tíð haldið svo nánu sam- bandi að þegar þær komu í heim- sókn til ættjarðarinnar var eins og aldrei hefði verið vík milli vina. Móðir systranna Nínu og Dóru, Sigríður Þorgilsdóttir, kom inn í saumaklúbbinn með okkur þegar dæturnar fluttu til Bandaríkjanna. Þannig gátum við hinar fylgst með lífi þeirra þar ytra og þær með okkar. Aldr- ei fundum við fyrir neinu kyn- slóðabili enda Sigríður alltaf kát, glöð og jákvæð. Saumaklúbburinn hefur hist nokkuð reglulega í nær 74 ár. Við höfum tekið þátt í lífi hver ann- arrar og reynt að styðja hver aðra í gleði og sorg. Slík gam- algróin vinátta og tryggð eru lífs- gæði sem við kunnum æ betur að meta. Nína var vel af Guði gerð. Hún var sterkur persónuleiki, skemmtileg og góður félagi og einstaklega vönduð til orðs og æðis. Hún hafði mikla listræna hæfileika, hannaði og saumaði föt og alls kyns handverk og allt lék í höndunum á henni. Hún unni því sem var fagurt, hafði öruggan smekk og naut þess að klæðast fallegum fötum og var alltaf vel tilhöfð. Hún spilaði bridge af ástríðu og var í nokkrum bridge- klúbbum. Nína og Jimmie voru höfðingj- ar heim að sækja. Þau tóku á móti okkur 14 skólasystrum af miklum rausnarskap þegar þau bjuggu í Hollandi. Í tvígang buðu þau okkur undirrituðum til sín til Lake Wylie. Allt ógleymanlegar ferðir þar sem við ferðuðumst vítt og breitt um Bandaríkin í gamla „Cadillacnum“ þeirra með nesti sem húsbóndinn hafði útbú- ið. Nína skenkti kaffi fyrir okkur farþegana í aftursætinu. Hugul- semin var svo einlæg að þessi minning lifir enn. Algjört ævin- týri. Á kveðjustund minnumst við Nínu vinkonu okkar með virð- ingu og söknuði og þökkum henni tryggðina og allt það góða og dýrmæta sem var. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu mætrar konu, Nínu Kristmanns Johns. Katrín Jóhannsdóttir og Rannveig Jónsdóttir. Jónína Kristmanns Johns ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskól- inn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu, Thelmu og Sigga. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 13. Helga Kolbeinsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti er Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl 11. Umsjón með stundinni hafa sr. Hans Guðberg, Sig- rún Ósk og Ástvaldur organisti. Læri- sveinar hans leika undir sönginn. BÚSTAÐAKIRKJA | Bleikur október er yfirskrift listamánaðar í Bústaða- kirkju. Kl. 11 er barnamessa með söng, biblíusögu, bænum og leik. Ávaxtastund fyrir börn og fjölskyldur að lokinni barnamessu. Kl. 12.15 flytur Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri er- indi um nýja sálmabók í safnaðarheim- ilinu. Kl. 13: guðsþjónusta. Nýir sálm- ar fluttir af Kammerkór Bústaðakirkju undir stjórn Jónasar Þóris. Séra Krist- ján Valur Ingólfsson, fv. vígslubiskup, prédikar. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari ásamt messuþjón- um. DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Ásdís og Hálfdán annast samverustund sunnudaga- skólans. Séra Sigurður Jónsson þjón- ar við guðsþjónustuna. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi, syngur. Org- anisti Kristín Jóhannesdóttir. Hressing í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. DÓMKIRKJAN | Sunnudaginn 2. október er messa klukkan 11. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og prédikar. Pétur Nói Stefánsson leik- ur á orgelið og Dómkórinn syngur. FELLA- og Hólakirkja | Messa 2. október í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Matt- hías Harðarson. Barnastarf í kennslu- stofunni á sama tíma í umsjón sr. Pét- urs Ragnhildarsonar. Kvöldmatur eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta sunnudaginn 2. október kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, safn- aðarprestur Fríkirkjunnar, leiðir stund- ina. Hljómsveitin Mantra og Sönghóp- urinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GARÐAKIRKJA | Batamessa kl. 14. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Vinur í bata flytur vitnisburð. Félagar í gospelkór Jóns Ví- dalíns syngja undir stjórn Davíð Sig- urgeirssonar. Messukaffi í hlöðunni við bæinn Krók. GRAFARVOGSKIRKJA | Helgihald sunnudagsins 2. október. Guðsþjón- usta verður í Grafarvogskirkju kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnu- dagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Ásta J. Harð- ardóttir og Kristín Kristjánsdóttir djákni. Undirleikari er Stefán Birkis- son. Selmessa verður kl. 13 í Kirkjuselinu í Spöng. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjón- ar. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi. Nýir og gamlir sálmar, Ásta Haraldsdóttir, kantor, og Kirkju- kór Grensáskirkju leiða sönginn. Sam- félag yfir kaffibolla á undan og eftir messu. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12-12.20. Fimmtudagur: Núvitundar- stund kl. 18.15-18.45, einnig á net- inu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 2. október kl. 11. Sr. Leifur Ragnar Jónsson predikar og þjónar fyrir altari. Einar Aron töframaður kemur í heim- sókn. Organisti: Antonia Hevesi. Kríla- kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Öldu Dísar Arnarsdóttur. Kaffi og djús í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Organisti er Guðmundur Sig- urðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli á sama tíma. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir prédikar. Messuþjónar að- stoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Kristný Rós Gústafsdóttir, Sólveig Franklínsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir sjá um barnastarfið. Laugardagur 1. október kl. 12. Orgel- tónleikar fyrir alla fjölskylduna. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Organ- isti er Arngerður María Árnadóttir. Fé- lagar í Kordíu, kór Háteigskirkju, leiða messusöng. Þriðjudagur 4. október kl. 13.30. Gæðastund, samvera eldri borgara. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Kirkjukórinn syngur, organisti Miklós Dalmay. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Kl. 11:00 Samkoma. Service. Transla- tion into English. Kl. 14:00 Samkoma á ensku. English speaking service. Kl. 16:00 Samkoma á spænsku. Reu- niónes en español. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagur- inn 2. október kl. 11. KFUM&KFUK messa. Sigurbjört Kristjánsdóttir leiðir söng með gítarleik. Helga Vigdís Thordersen flytur hugleiðingu. Messu- þjónar eru Guðrún Hákonardóttir og Stefán Jónsson. Sr. Erla Guðmunds- dóttir þjónar. Kirkjuselið í Spöng | Sunnudaginn 2. október verður Selmessa kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Vox Po- puli leiðir söng. Undirleikari er Hákon Leifsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Börn í 5. og 6. bekk í skólakór Kárs- nesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Helga Kol- beinsdóttir prestur þjónar, félagar úr Kór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Sara Grímsdóttir tekur á móti börnun- um í sunnudagaskólanum. Léttur há- degisverður í safnaðarheimilinu að messu lokinni. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Henning Emil Magnússon prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Með- hjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir. Leir sunnudagaskóli kl. 13. Gleði, söngur, biblíusaga og brúðuleikrit. MIÐDALSKIRKJA í Laugardal | Messa verður í Miðdalskirkju sunnu- daginn 2. október. Sr. Dagur Fannar Magnússon prédikar og þjónar fyrir altari. Jón Bjarnason leiðir almennan safn- aðarsöng og leikur undir á orgel. Mörk kapella | Guðsþjónusta sunnu- daginn 2. október klukkan 16 í kapellu Markar. Prestur er sr. Auður Inga Ein- arsdóttir heimilisprestur. Félagar úr Markarkórnum leiða söng undir stjórn Kristínar Waage organista. NESKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Háskólakórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Stefans Sand. Prestur er Steinunn A. Björnsdóttir. Eftir sameiginlegt upphaf fer sunnu- dagaskólinn í safnaðarheimilið þar sem verða söngur og sögur. Umsjón hafa Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson sem leikur undir söng. Hressing og samfélag eftir stundirnar á torginu. SELFOSSKIRKJA | Fjölskyldumessa og orgelkrakkahátíð kl. 11. Sr. Axel Njarðvík þjónar fyrir altari. Edit Molnár leikur á orgel og kirkjukór Selfoss leið- ir safnaðarsöng. Börn á öllum aldri eru sérstaklega velkomin. Fræg orgelverk, júróvisjónslagarar og óvæntir gestir líta við. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Bára leiða stundina og Helgi Hannesson spilar á píanóið. Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Sigurður Már Hannesson verður settur inn í emb- ætti prests af sr. Bryndísi Möllu Elí- dóttur, prófasti. Félagar úr Kór Selja- kirkju leiða safnaðarsöng. Organisti: Arngerður María Árnadóttir. Kaffihlað- borð í boði sóknarnefndar að lokinni guðsþjónustu. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Spjallað um Johann Sebastian Bach. Gunnar Kvar- an, sellóleikari, talar. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Rakel Pét- ursdóttir, safnafræðingur, fjallar um Louisu Matthíasdóttur vegna sýningar í kirkjunni á verkum hennar. Kamm- erkórinn syngur. Setning Listahátíðar Seltjarnarnes- kirkju. 30 ár frá fyrstu listahátíðinni 1992. Kaffiveitingar í safnaðarheimili. Morgunkaffi á miðvikudag kl. 9 og kyrrðarstund kl. 12. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa verður í sunnudaginn 2. október kl. 11. Sr. Dagur Fannar Magnússon pré- dikar og þjónar fyrir altari. Jón Bjarna- son leiðir almennan safnaðarsöng og leikur undir á orgel. VÍDALÍNSKIRKJA | Gæludýra- og bangsamessa kl. 11. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Matthildur Bjarna- dóttir þjóna. Barnakórar Vídalínskirkju syngja undir stjórn Davíðs Sigurgeirs- sonar og Ingvars Alfreðssonar. Messu- kaffi í safnaðarheimilinu. Minnum á sunnudagaskóla í Urriðaholtsskóla kl. 10. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 10 í umsjá Benna og Dísu. Skemmtileg og fjörug stund fyrir börn á öllum aldri. Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars org- anista og Hildigunnur Einarsdóttir messósópran syngur einsöng við und- irleik Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur píanóleikara. Sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffihressing í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Morgunblaðið/Ómar Hallgrímskirkja í Hvalfirði. Mannsins auður og styrkur er marg- breytilegur. Það blæs bæði með og móti í lífinu, sumt gefur og eflir, annað mótar og ristir. Öðlingur er sennilega það orð sem trónir efst í huga okkar þegar við hugsum til Sigga, ljúf- ur maður með mikla og skemmtilega kímnigáfu. Það má með sanni segja að mikil gæfa sé að kynnast mönnum eins og hon- um Sigga þegar líf hans og móð- ur Úlfars fléttuðust saman. Lífið hafði ekki alltaf farið mjúkum höndum um Sigga. Veikindi föður hans höfðu mikil áhrif á fjölskylduna, engin með- höndlun möguleg og verkjalyf væntanlega fágæt og féll faðir hans frá þegar Siggi var ein- ungis 12 ára gamall. Fráfall föð- ur hans reyndist afar erfitt fyrir móður þeirra með tvo drengi og eina litla stúlku. Eftir mikla vinnu við heyskap náði litla fjöl- skyldan að koma öllu heyi í sát- ur. Um nóttina komust kvígur inn á túnið og daginn eftir voru Sigurður H. Sigurþórsson ✝ Sigurður Har- aldur Sigur- þórsson fæddist 7. júní 1936. Hann lést 5. september 2022. Útför var 16. sept- ember 2022. sáturnar úti um allt. Þá settust þau nið- ur og ræddu málin, niðurstaðan varð að fjölskyldan var leyst upp eins og títt var í þá daga og þeir bræður sendir til vandalausra. Siggi fór á hesti sín- um með annan til reiðar og hundinn sinn og hóf líf á bæ í nágrenninu, Seljalandsseli, þar sem honum farnaðist vel. Bjó hann þar til fullorðinsára uns hann kynntist Imbu og þau hófu búskap saman. Imba og Siggi áttu fallegt heimili í Þorlákshöfn og frí- stundum eyddu þau í sumarbú- staðnum í landi Seljalandssels og áttu ófáar ferðir til Kanarí- eyja. Þau höfðu gaman af spilum og var gaman að spila við þau með keppnisskapið hver á sinn hátt. Siggi var fróðleiksfús og vel gefinn og gaman að ræða við hann um landsins gagn og nauð- synjar. Við í fjölskyldunni fórum með Sigga hans síðustu ferð til Kan- aríeyja fyrir tveimur árum og nutum stundanna. Morgnar með rúnstykkjum og kaffi og spilað, og síðdegis göngutúrar og mini- golf. Siggi sýndi okkur slóðir þeirra Imbu á svæðinu, hitti marga gamla og góða kunningja þeirra og naut sín í hvívetna. Við yljum okkur við góðar minningar um ljúfan mann. Að kynnast fólki eins og Sigga er ómetanlegt, svona fólk er salt jarðar. Aldrei heyrðum við hann hallmæla öðrum, sá það góða í hverjum manni og umgekkst fólk af kurteisi og virðingu. Við þökkum Sigga samfylgdina og yljum okkur við minningar um einstakan og víðsýnan mann. Með þakklæti. Úlfar og Gerður. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.