Morgunblaðið - 01.10.2022, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022
arbústaðnum þeirra, þar sem allt-
af var verið að fegra og bæta. Allt
virtist leika í lyndi. Þá kom reið-
arslagið.
Við ræddum sjaldan trúmál, en
ég veit að bróðir minn var andlega
sinnaður og ég trúi því að hans
bíði ný heimkynni. Ég bið góðan
guð að styrkja okkur öll í sorginni,
Guðríði, Sigga, Bubbu og fjöl-
skyldur og okkur öll hin. Ég kveð
bróður minn með sárum trega,
hann var ljúflingurinn í fjölskyld-
unni.
Jónína Einarsdóttir.
Í dag kveðjum við Samma, mág
okkar og svila, sem lést eftir stutta
sjúkdómslegu á sjúkrahúsinu á
Ísafirði. Við áttum langa samleið
sem einkenndist af vináttu og
kærleik.
Hann nam ungur rakaraiðn
sem varð hans starfsvettvangur
en í honum blundaði listamaður.
Hann var tónlistarmaður af guðs
náð, fékk það í vöggugjöf, og tón-
listin var honum yndi alla tíð.
Þekktur sem popptónlistarmaður
um árabil og svo eftir að því tíma-
bili lauk kom í staðinn kórstarf og
þátttaka í ýmiss konar tónlistar-
viðburðum í bænum sem hann var
óþreytandi viljugur að taka þátt í.
Þá liggja eftir hann ljúf lög sem
hann gaf út fyrir nokkru ásamt að
eiga í handraðanum óútgefin verk.
Þau eru ófá skiptin í gegnum
árin sem Sammi kom með hljóm-
borðið undir hendinni eða greip í
tilfallandi píanó þegar fjölskylda
okkar þurfti á að halda undirleik,
t.d. í skírnum, afmælum og ætt-
armótum. Slík viðvik voru alltaf
sjálfsögð af hans hendi eins og
annað sem hann var beðinn um.
Starfið á rakarastofunni var
honum mikil hvatning í áhuga
hans á fólki og högum þess, þar
var margt skrafað og skeggrætt
sem hann geymdi í huga sér og
varð til þess að hann skrifaði þætti
af fólki og atburðum sem komu út
í þrem bókum fyrir nokkrum ár-
um.
Hann hafði einlægan áhuga á
ættum og uppruna fólks, sérstak-
lega Ísfirðingum og fólki ættuðu
frá Jökulfjörðum og Ströndum.
Þá var hann mikill áhugamaður
um byggðasögu Ísafjarðar og íbúa
bæjarins. Sammi var ekki skoð-
analaus maður, öðru nær, sérstak-
lega hafði hann sterkar skoðanir á
ýmsum landsmálum.
Þau Guðríður og Sammi hafa
verið einstaklega samstiga þau
fimmtíu ár sem hjónaband þeirra
hefur varað. Upp á þann áfanga
var haldið á glæsilegan hátt í sum-
arbústaðnum í Mjóafirði í innan-
verðu Ísafjarðardjúpi 8. júlí sl.
Sammi hafði lagt hart að sér vik-
urnar áður að útbúa enn betri úti-
aðstöðu við bústaðinn, þá væntan-
lega orðinn veikur, sem maður
hafði ekki grun um þá.
Sammi var mikill fjölskyldu-
maður, ekki síst þess vegna var
bústaðurinn honum svo kær, því
þar var góður staður fyrir fjöl-
skylduna að hittast og njóta sam-
veru á fallegum stað.
Eitthvað er það
sem engin hugsun rúmar
en drýpur þér á augu
sem dögg þegar húmar.
(Hannes Pétursson)
Sá stutti tími frá því Sammi
greindist með krabbamein í ágúst
hefur verið erfiður og krefjandi
fyrir hans nánustu fjölskyldu. En
minningin lifir um þann gæða-
mann sem Sammi var.
Við þökkum honum allt sem
hann færði okkur. Megi Guð vera
með Guðríði systur okkar og börn-
um hennar og styrkja á erfiðum
tíma.
Sigrún og Kristinn,
Geir og Edda.
Samfélög byggjast upp, íbúar
setja mark sitt á umhverfið, nátt-
úran gefur ákveðna möguleika.
Ekkert varir að eilífu.
Sammi frændi, eins og við köll-
uðum hann, var litli bróðir
mömmu, yngstur fimm systkina
og að mörgu leyti nær okkur
systkinabörnum hans í aldri og at-
höfnum. Hann var glaðlyndur og
félagslyndur, aðlaðandi og sérlega
ættrækinn.
Hann bar ósvikna ást til heima-
haganna og hafði sterkar skoðanir
þar að lútandi. Hann kallaði þá
brottfluttu „flóttamenn“ og íveru-
staði þeirra „flóttamannabúðir“
og fór undirrituð ekki varhluta af
því! Milli okkar Samma þróaðist
dýrmæt vinátta þegar hann gekk
til liðs við Kór Ísafjarðarkirkju
um 1998 og tónlistin varð okkar
tungumál. Hann hafði mikla hæfi-
leika, var liðtækur á mörg hljóð-
færi, hafði tónfræðileg atriði á til-
finningunni, var smekklegur og
útsjónarsamur. Hljómaval hans
við píanóið var honum í blóð borið
enda ólst hann upp við mikla tón-
list, söng og hljóðfæraleik og
ræktaði þann hæfileika vel. Hann
gat sungið bæði tenór og bassa og
var fljótur að skipta yfir eftir þörf-
um.
Tónlistarferill hans verður ekki
rakinn hér, né öll áhugamál hans í
íþróttum, en Sammi var iðinn við
hvers kyns útivist og nýtti öll
tækifæri sem Ísafjörður bauð upp
á. Þá eru ótalin öll þau félagsstörf
sem hann gegndi, rakaraiðnin,
skáldlistin og tónsköpunin.
Bærinn okkar verður aldrei
samur án Samma, en eins og einn
sameiginlegur vinur okkar orðaði
það bæri hann með réttu titilinn
„Herra Ísafjörður“.
Sammi var listaverk út af fyrir
sig, listaverk í faðmi fjalla.
Elsku Guðríður, Siggi, Bubba
og fjölskyldur, missir okkar allra
er nístandi. Megi allar góðar vætt-
ir styrkja ykkur í sorginni.
Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.
(Matthías Jochumsson)
Hulda Bragadóttir.
Oft virðist manni að þeir sem
láta sér annt um samfélag sitt séu
hamingjusamari en aðrir. Sammi
móðurbróðir minn lifði lífinu af al-
úð. Hann lagði sitt af mörkum til
samfélagsins og notaði til þess þá
fjölmörgu hæfileika sem honum
höfðu verið gefnir í vöggugjöf.
Honum þótti vænt um Ísafjörð,
fólkið og umhverfið. Umhyggjan
bauð að hugurinn væri alltaf við
það sem betur mætti fara. Hann
hafði aldrei hátt – en hann lét
heyra í sér.
Guðríður og Sammi fundu
hvort annað þegar hún var bara
unglingur. Hann var þremur ár-
um eldri og átti Moskvíts. Alla tíð
síðan hafa þau verið sem eitt. Og
þau hafa átt gott líf saman, búið
við mikið barnalán og notið sín á
allan hátt. En svo er skyndilega
klippt á þráðinn.
Það var talsverður aldursmun-
ur á þeim félögunum Villa Valla og
Samma en þeir voru báðir rakarar
og tónlistarmenn og unnu saman á
stofu. Þegar lítið var að gera á
rakarastofunni gripu þeir í hljóð-
færin. Í minningunni virtist þetta
vera endalaus leit að fallegustu
hljómunum. Svo spruttu fram
undurfallegar laglínur sem sumar
rötuðu á hljómplötur. Rakarastofa
Villa Valla og Samma var líka
óendanleg uppspretta sagna,
þetta voru mannlífssögur sem
Sammi kom á prent og gerði
þannig ódauðlegar. Sammi var
næmur á tungumálið, það var hon-
um eðlislægt, líklega hefur þjálfað
tóneyrað hjálpað til. Hrynjandin í
tónlistinni og tungumálinu er af
sama meiði.
Það er til gömul mynd af okkur
Samma þegar hann er nýfermdur.
Hún er líklega tekin á 17. júní fyr-
ir framan Túngötu 5, en þar safn-
aðist stórfjölskyldan saman til að
fylgjast með hátíðahöldunum á
Sjúkrahústúninu. Hann stendur
reffilegur í nýju fermingarfötun-
um sínum og ég gægist fram við
hlið hans í stuttum kjól og hvítum
sokkum. Það leynir sér ekki að
litla fjögurra ára stelpan er bæði
hrifin og stolt af stóra frænda. Og
þannig hefur það verið allar götur
síðan.
Ástvinir hans hafa misst mikið,
en þeir eru líka ríkir að hafa átt
mann eins og hann. Við söknum
hans öll óendanlega mikið, eins
góðhjartaður og gjöfull og hann
var. Innilegar samúðarkveðjur
elsku Guðríður, Siggi, Bubba og
fjölskyldur, megi allar góðar vætt-
ir styrkja ykkur í sorginni.
Elísabet, Jón Kolbeinn og
Einar Viðar.
Sammi móðurbróðir minn er
dáinn eftir stutt og harkaleg veik-
indi. Þetta er svo sárt og vont.
Hann var yngstur fimm systkina
og sá fyrsti sem fer. Manni finnst
að það hafi verið byrjað á öfugum
enda. Hann átti þrjár eldri systur
og bróður tveimur árum eldri.
Hann var sex ára þegar hann varð
móðurbróðir. Okkur fannst hann
alltaf tilheyra okkar kynslóð frek-
ar en foreldra okkar, svona milli-
stykkið. Í minni æsku tilheyrði
hann heimili ömmu og afa í Tún-
götu. Í fjölskylduboðunum var
alltaf skemmtilegast að vera í her-
berginu hans. Hann átti plötuspil-
ara, margar plötur, bassagítar,
var með bítlahár, átti bítlaskó og
hljómsveitargalla. Hann var al-
vöru hljómsveitargæi. Svo var
komin ljósmynd í ramma af sætri
stelpu á áberandi stað á hillu í her-
berginu. Mynd af Guðríði sem þá
var í skóla á Laugarvatni og þau
skrifuðust á. Hún var kærastan
hans og hann fór ekki yfir lækinn
til að ná sér í maka frekar en
systkinin. Hann fór upp á Hlíðar-
veg 1 og þar byrjuðu þau að búa.
Siggi Sam fæddist þá. Það er
óhætt að segja að Sammi hafi farið
lengst að heiman af þeim systk-
inum, hann fór alla leið inn í fjörð
en þar byggðu þau sér heimili en
hin systkinin eru staðsett á leið-
inni þangað frá Túngötunni. Þá
fæddist dóttirin Elísabet. Barna-
börnin eru sjö og það eru sjö ung-
ar afastelpur sem eiga erfitt núna.
Þegar Sammi var smá strákur
var hann kallaður „Mozart litli“ af
vinkonum ömmu. Hann byrjaði
ungur að spila á píanó og þá eftir
eyranu. Spilaði Túngötuhljómana
sem ég held að hafa verið oftast í
moll. Hann söng í kirkjukórnum
til margra ára, Sunnukórnum,
Hátíðarkórnum, spilaði í lúðra-
sveitinni, danshljómsveitum frá
unga aldri, lengst af með BG-
flokknum fram á fullorðinsár.
Maður gekk að honum vísum ef
tónlist var annars vegar. Hann var
líka rakari og vann á rakarastof-
unni hjá Villa Valla og höfðu þeir
hljómborð á stofunni sem þeir
gátu gripið í. Á rakarastofunni
hitti ég Samma síðast, um miðjan
ágúst sl. Engan grunaði hvað þá
var fram undan. Þorsteinn var í
klippingu hjá honum og ég kom til
að sækja hann, á hraðferð eins og
venjan er. Hann segir mér að
koma og heilsa nú upp á frænda
minn sem ég geri, knúsa hann og
tölum saman góða stund, hann
sýnir mér myndir af fallega sum-
arhúsinu þeirra og öllu því sem
hann var búinn að gera þar. Við
mæltum okkur mót þar næsta
sumar. Hann verður ekki þar,
þetta var síðasta skiptið okkar en
við vissum það ekki þá. Ég verð
ævinlega þakklát fyrir þessa síð-
ustu samverustund á rakarastof-
unni með honum. Í fjölskylduboð-
unum heyrðist oft í systrum hans
„Sammi spilaðu fyrir okkur“,
hljómaði líkt og „Play it again
Sam“, og þessi öðlingur spilaði
með ánægju öll ljúfu lögin, „As
time goes by“ og fleira.
Ein minning er ofarlega núna,
fjölskyldan samankomin á afmæl-
isdegi ömmu og Sammi sat við
flygilinn í frímúrarasalnum, syst-
ur hölluðu sér upp að flyglinum,
frænkur og frændur á öllum aldri,
fjölskyldan, stóðum í kring og við
sungum með honum „We’ll meet
again, don’t know where, don’t
know when …“
Elsku Sammi, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Margrét Hreinsdóttir og
fjölskylda.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Með þessum orðum óskuðum
við vinum okkar, Samma og Guð-
ríði, til hamingju með gullbrúð-
kaupið þann 8. júlí í sumar. Þá
buðu þau fjölskyldu og vinum til
veglegrar veislu í sumarbústaðn-
um í Mjóafirðinum. Allt var svo
fallegt og fullkomið. Þau höfðu
undirbúið allt svo vel, Sammi bú-
inn að smíða, pallurinn orðinn
veisluskrýddur og veðrið alveg
yndislegt. Mjóifjörðurinn skartaði
sínu fegursta.
Það er óskiljanlegt að við skul-
um á þessari stundu vera að
kveðja hann Samma sem lék á als
oddi fram í miðjan ágúst. Minn-
ingarnar hrannast upp, allar góð-
ar, gefandi og fullar af húmor.
Ferðirnar í sumarbústaðinn,
þennan sælureit þeirra, þar sem
við nutum okkar saman. Við í
göngutúr – þeir að veiða, við að
prjóna – þeir að undirbúa grillið
og ræða málin, borða góðan mat
og fara svo í heita pottinn.
Sammi elskaði að vera í bú-
staðnum, alltaf með næg verkefni
og var orðinn mjög laginn smiður
og útsjónarsamur.
Margt höfum við brallað saman
gegnum tíðina. Gönguhópurinn
okkar, Breiðu bökin, þræddi
Hornstrandirnar í nokkur ár með
allt á bakinu og söng „vel er mætt
til vinafundar“ undir stjórn
Samma. Auðvitað raddað, à la
Sunnukórinn. Saumaklúbburinn
okkar hittist alltaf í jólaveislu á að-
ventunni. Þá var „Jónas“ alltaf
kyrjaður við undirleik Samma.
Hans verður sárt saknað í þessum
hópum.
Ferðalögin, ísrúntarnir, kóra-
starfið, já bara öll nærveran.
Hann Sammi var ekki hávær og
lét ekki mikið fyrir sér fara en var
samt svo ótrúlega stór, hafði
sterkar skoðanir og kom að svo
mörgu góðu í okkar samfélagi.
Tónlistin átti mjög stóran þátt í
lífi Samma. Hún fylgdi honum al-
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HELGA S. THORSTEINSSON
bókasafns- og upplýsingafræðingur,
Kvistavöllum 9,
Hafnarfirði,
lést á líknardeildinni í Kópavogi
24. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 7. október klukkan 13.
Jón Helgi Jónsson
Guðlaug Kristín Jónsdóttir
Sólveig Jónsdóttir Sigurjón Sigurjónsson
Saga Jónsdóttir Ólafur Loftsson
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SOFFÍA JENSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Ljárskógum 12, Reykjavík,
andaðist á Landakoti miðvikudaginn
21. september. Útför hennar fer fram frá Áskirkju
miðvikudaginn 5. október klukkan 13. Streymt verður frá
útförinni á https://hljodx.is/index.php/streymi. Hlekk á streymi
má einnig nálgast á mbl.is/andlat. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Blindrafélagið (www.blind.is).
Jóna Freysdóttir Ásmundur Eiríksson
Ásta Sóllilja Freysdóttir Michael Johnston
Stefán Freyr Michaelsson Pálína Pálsdóttir
Anton Alexander og Hendrik Hafsteinn
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og langafi,
HALLGRÍMUR SKAPTASON,
skipasmiður,
Hamratúni 9, Akureyri,
lést á Kristnesspítala aðfaranótt þriðjudags
27. september. Útför hans verður frá Akureyrarkirkju
þriðjudag 11. október klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á blóðskilunardeild
Sjúkrahússins á Akureyri.
Sólveig Hallgrímsdóttir Birgir Þór Jónsson
Skapti Hallgrímsson Sigrún Sævarsdóttir
Guðfinna Þóra Hallgrímsd. Sigurður Kristinsson
Ásgrímur Örn Hallgrímsson Lena Rut Birgisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Útför mins hjartkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
BRAGA INGASONAR
matreiðslumeistara,
Hlégerði 31, Kópavogi,
fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
6. október klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg,
upplýsingar má finna á www.landsbjorg.is.
Erla Óskarsdóttir
Anney Ósk Bragadóttir
Ingi Rúnar Bragason Kolbrún Jónsdóttir
Bragi Freyr Bragason Linda Stefánsdóttir
Ívar Bragason Aldís Hafsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
STEINÞÓR BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON
lést á hjartadeild Landspítalans
miðvikudaginn 28. september.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 5. október klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Ljósið.
Gunnur Axelsdóttir
Þorsteinn Steinþórsson Björg Stefánsdóttir
Lovísa Steinþórsdóttir
Hólmfríður Steinþórsdóttir Gunnar Freyr Steinsson
Björn Kristjánsson Þuríður Stefánsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn
SJÁ SÍÐU 32