Morgunblaðið - 01.10.2022, Page 36

Morgunblaðið - 01.10.2022, Page 36
36 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 Þýskaland Wolfsburg – Leverkusen ........................ 6:1 - Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Wolfsburg á 66. mínútu, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Ítalía Como – Inter Mílanó................................ 1:3 - Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn með Inter Mílanó. Holland Zwolle – Fortuna Sittard........................ 2:5 - Hildur Antonsdóttir var ekki í leik- mannahóp Fortuna Sittard. B-deild: Zwolle – Jong Ajax.................................. 1:1 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik- inn með Jong Ajax og skoraði. Breda – Venlo .......................................... 1:1 - Kristófer Ingi Kristinsson sat allan tím- ann á varamananbekk Venlo. Danmörk AaB – OB .................................................. 1:1 - Aron Elís Þrándarson var ónotaður varamaður hjá OB. 4.$--3795.$ Olísdeild karla Stjarnan – Haukar ............................... 29:29 Staðan: Valur 4 4 0 0 122:98 8 Fram 4 2 2 0 110:101 6 Haukar 4 2 1 1 112:109 5 Grótta 4 2 0 2 112:105 4 ÍBV 3 1 2 0 109:94 4 Stjarnan 4 1 2 1 114:110 4 ÍR 4 2 0 2 116:137 4 Afturelding 4 1 1 2 104:103 3 Selfoss 4 1 1 2 111:118 3 KA 4 1 1 2 105:115 3 FH 4 0 2 2 106:116 2 Hörður 3 0 0 3 89:104 0 Grill 66-deild karla Valur U – Víkingur............................... 32:30 Selfoss U – KA U.................................. 36:38 Fram U – HK........................................ 25:28 Kórdrengir – Þór.................................. 21:26 Staðan: HK 2 2 0 0 69:51 4 Valur U 2 2 0 0 59:53 4 KA U 2 2 0 0 68:63 4 Fjölnir 1 1 0 0 29:27 2 Víkingur 2 1 0 1 67:64 2 Þór Ak. 2 1 0 1 53:50 2 Haukar U 1 0 0 1 23:27 0 Fram U 2 0 0 2 52:58 0 Selfoss U 2 0 0 2 68:75 0 Kórdrengir 2 0 0 2 47:67 0 Danmörk Skjern – Ribe-Esbjerg ........................ 30:28 - Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir Skjern. - Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Ribe-Esbjerg en Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði ekki. Ágúst Elí Björgvinsson varði 9 skot í marki liðsins. Frakkland Ivry – Séléstat...................................... 38:32 - Darri Aronsson lék ekki með Ivry vegna meiðsla. - Grétar Ari Guðjónsson varði 9 skot í marki Séléstat. Þýskaland B-deild: Empor Rostock – Nordhorn............... 22:31 - Sveinn Andri Sveinsson skoraði eitt mark fyrir Empor Rostock en Hafþór Már Vignisson skoraði ekki. Hagen – Coburg................................... 28:22 - Tumi Steinn Rúnarsson var ekki í leik- mannahóp Coburg. %$.62)0-# 1. deild karla Skallagrímur – Sindri .......................... 80:85 Ármann – Fjölnir.............................. 112:110 Selfoss – Hrunamenn......................... 103:88 Hamar – Álftanes ................................. 92:95 Þór Ak. – ÍA .......................................... 74:77 Staðan: Selfoss 2 2 0 192:140 4 Ármann 2 2 0 205:191 4 Sindri 2 2 0 165:155 4 Álftanes 2 2 0 185:177 4 Hamar 2 1 1 197:182 2 ÍA 2 1 1 152:154 2 Þór Ak. 2 0 2 159:167 0 Skallagrímur 2 0 2 161:178 0 Hrunamenn 2 0 2 175:208 0 Fjölnir 2 0 2 162:201 0 Belgía/Holland Aris Leeuwarden – Yoast United...... 92:94 - Kristinn Pálsson skoraði 12 stig fyrir Ar- is Leeuwarden, tók tvö fráköst og gaf fimm stoðsendingar á 36 mínútum. HM kvenna í Sydney Undanúrslit: Kanada – Bandaríkin ........................... 43:83 Ástralía – Kína...................................... 59:61 _ Úrslitaleikur Bandaríkjanna og Kína og bronsleikur Ástralíu og Kanada fóru fram snemma í morgun að íslenskum tíma. 4"5'*2)0-# þessa en hann stýrði Valsliðinu til bikarsigranna þriggja á árunum 1990 til 1992. KR var með þrjá þjálfara á fimm ára sigurgöngunni, Óla B. Jónsson, Sigurgeir Guðmannsson og Karl Guðmundsson, og Skagamenn voru með tvo, George Kirby og Hörð Helgason. Matthías er fimmfaldur bikarmeistari FH hefur tvisvar orðið bikar- meistari, 2007 og 2010, og Arnar Gunnlaugsson vann einmitt sinn eina bikarmeistaratitil sem leikmaður með FH árið 2007 en Hafnarfjarð- arliðið vann þá Fjölni 2:1 í úrslita- leiknum með tveimur mörkum Matt- híasar Guðmundssonar. Matthías Vilhjálmsson, núverandi fyrirliði FH, lék úrslitaleikinn 2010 þegar FH vann KR 4:0, og skoraði tvö markanna. Björn Daníel Sverr- isson er líka eftir í liði FH af þeim sem léku þann úrslitaleik. Matthías lék einnig úrslitaleikinn 2007 en hann kom þá inn á fyrir Arn- ar undir lokin. Sigurvin Ólafsson, að- stoðarþjálfari FH, kom líka við sögu 2007 en hann kom inn á sem vara- maður fyrir Bjarka, tvíburabróður Arnars, í þeim úrslitaleik. FH-ingar hafa ekki gott hlutfall úr úrslitaleikjum bikarkeppninnar því þeir hafa tapað fimm sinnum í þau sjö skipti sem þeir hafa leikið til úr- slita. Gegn ÍBV árið 1972, á síðasta úrslitaleiknum á Melavellinum, og gegn Val 1991, ÍA 2003, ÍBV 2017 og fyrir Víkingi árið 2019. Matthías fyrirliði FH hefur þó óflekkaða sögu í úrslitaleikjum fé- lagsins því hann hefur bara spilað sigurleikina tvo en var við störf í Noregi þegar FH tapaði 2017 og 2019. Matthías setti í staðinn svip sinn á norsku bikarkeppnina með því að vinna hana með Rosenborg árin 2015, 2016 og 2018. Ísfirðingurinn er því mikill sigurvegari þegar kemur að bikarúrslitum og það er gott vega- nesti fyrir Hafnarfjarðarliðið. Sögulegur sigur 1971 Saga Víkinga í bikarúrslitum er stutt en þeir unnu þó sögulegan sig- ur á Breiðabliki haustið 1971 þegar Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið á Melavellinum, 1:0. Það er í eina skiptið sem lið utan efstu deildar hef- ur orðið bikarmeistari. Víkingar höfðu áður tapað úrslita- leik gegn KR árið 1967 en þá voru þeir líka utan efstu deildar. Þeir komust hinsvegar ekki í úrslitaleik keppninnar í 48 ár, frá 1971 til 2019. Það er lengsti tími á milli úrslita- leikja hjá íslensku félagi. Úrslitaleikurinn í dag hefst klukk- an 16 á Laugardalsvellinum. Leikið er til þrautar, framlenging og síðan vítaspyrnukeppni ef með þarf. Söguleg bikarúrslit í dag? - FH og Víkingur mætast á Laugardalsvellinum - Víkingar geta fetað í fótspor KR, ÍA og Vals - Fyrirliði FH sigursæll í bikarkeppni - Kom inn á fyrir Arnar Morgunblaðið/Óttar Geirsson Miðjan Júlíus Magnússon og Björn Daníel Sverrisson munu eflaust heyja mörg einvígi á miðjunni í úrslitaleik Víkings og FH í Laugardalnum í dag. BIKARÚRSLIT Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Víkingar geta komist í lítinn hóp sig- ursælla íslenskra knattspyrnufélaga í dag, takist þeim að leggja FH að velli í úrslitaleiknum í bikarkeppni karla, Mjólkurbikarnum, á Laugar- dalsvellinum. Víkingar freista þess að verða bik- armeistarar karla í þriðja skiptið í röð en þeir unnu FH í bikarúrslita- leiknum haustið 2019 með víta- spyrnumarki Óttars Magnúsar Karlssonar, 1:0, og lögðu svo Skaga- menn að velli, 3:0, í úrslitaleiknum fyrir ári þar sem Erlingur Agnars- son, Kári Árnason og Helgi Guð- jónsson skoruðu mörkin. Reyndar verða Víkingar komnir með bikarinn í hendurnar fjórða árið í röð ef þeir vinna í dag. Bikarkeppn- inni var hætt haustið 2020 þegar komið var að undanúrslitum, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Bikar- inn hefur því verið geymdur í Víkinni undanfarin þrjú ár. _ KR setti met sem erfitt verður að slá strax á fimm fyrstu árum bik- arkeppninnar. KR-ingar urðu bik- armeistarar 1960, 1961, 1962, 1963 og 1964. _ ÍA varð bikarmeistari þrjú ár í röð, 1982, 1983 og 1984. _ Valur varð bikarmeistari þrjú ár í röð, 1990, 1991 og 1992. Jafnar Arnar við Inga? Arnar Gunnlaugsson getur hins- vegar orðið annar þjálfarinn í sög- unni til að verða bikarmeistari karla þrisvar í röð. Ingi Björn Albertsson er sá eini sem hefur afrekað það til „Þessi leikur leggst mjög vel í okkur,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, fyr- irliði FH, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er geggjuð gulrót fyrir okkur eftir brösótt tímabil og þetta tíma- bil gæti farið úr því að vera frekar neikvætt yfir í það að vera mjög já- kvætt. Það varð ljóst mjög fljótlega, eftir að tímabilið hófst, að við vorum ekki á þeim stað sem við vildum vera í deildarkeppninni. Markmiðið var alltaf að komast í úrslit bikarkeppn- innar og tryggja sér Evrópusæti í leiðinni. Þetta er allt önnur keppni og það var gott að fá þessa bikarkeppni til að stimpla sig aðeins út úr deildinni þegar illa gekk þar,“ sagði Matthías. Liðin hafa mæst tvívegis á tímabilinu í Bestu deildinni og hafa Víkingar haft betur í bæði skiptin. „Víkingarnir eru með mjög gott lið. Þeir hafa spilað mjög flottan fót- bolta síðustu árin og eru með frábæran þjálfara líka. Heilt yfir hafa þeir verið mjög stöðugir undanfarin ár en á sama tíma hafa leikir FH og Víkings alltaf verið hörkuleikir. Við unnum þá í úrslitaleikinum í deildabikarnum rétt fyrir Íslandsmótið. Fyrsti leikur tímabilsins var mjög jafn og þótt þeir hafi unnið leikinn gegn okkur í Krikanum 3:0 finnst mér þau úrslit ekki gefa rétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Þetta hafa allt verið hörkuleikir milli tveggja hörkuliða sem vilja bæði spila fótbolta.“ Forréttindi að spila úrslitaleik Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar og flestir spá þeim sigri í bikar- úrslitunum í dag. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa og það er gríðar- lega mikilvægt að spennustigið sé rétt stillt hjá öllum. Við erum með ákveðið leikplan, sem verður ekki gefið upp, og við þurfum að fylgja því. Það er fullt af leikmönnum í báðum liðum sem hafa unnið bikara og svo eru aðrir leikmenn líka sem hafa ekki einu sinni komið inn á Laugardals- völl. Það er gríðarlega mikilvægt finnst mér að við sem lið njótum augna- bliksins og gerum okkur grein fyrir því líka að það eru ekkert allir sem fá tækifæri til þess að spila bikarúrslitaleik á sínum fótboltaferli.“ Eins og Matthías kom inn á hefur gengi liðsins í deildinni verið langt undir væntingum en FH-ingar höfnuðu í ellefta og næstneðsta sæti deild- arkeppninnar. „Það er frábær stemning í Hafnarfirðinum og Krikanum fyrir þessum leik. Við höfum verið í mótvindi á þessu tímabili og það hefur verið magnað að sjá og finna fyrir stuðningsmönnunum fylkja sér á bak við okkur á þess- um erfiðu tímum. Við leikmennirnir munum svo taka því rólega á leikdegi. Við vöknum heima hjá okkur, fáum okkur morgunmat og hádegismat með fjölskyldunni og mætum svo einum og hálfum tíma fyrir leik á völlinn, mjög hefðbundinn undirbúningur og það er best að mínu mati,“ bætti Matt- hías við. bjarnih@mbl.is Geggjuð gulrót eftir brösótt tímabil hjá okkur Matthías Vilhjálmsson „Þetta leggst bara mjög vel í okkur og það er mikil spenna. Við erum spenntir fyrir því að reyna að vinna þennan bikar í þriðja skiptið í röð,“ sagði Erlingur Agnarsson, sóknarmaður Víkings úr Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. Eftir að hafa unnið bikarmeistaratitilinn í tvö síðustu skipti telur hann aukna pressu á Víkingum. „Ég myndi alveg segja að það væri meiri pressa núna en áður og það er kannski búist við því að við vinnum þennan leik. Ég held að það sé alveg klárt.“ Víkingur vann báða leiki liðanna í Bestu deildinni í sumar, 2:1 á heimavelli og 3:0 á Kaplakrikavelli, en þó var í báðum tilfellum um hörkuleiki að ræða. Liðin eru á ólíkum stað í deildinni, Víkingur í 2. sæti og FH í 11. sæti, fallsæti. „Það er alveg búið að fara vel yfir FH-ingana og verður örugglega gert betur núna á eftir [í gær] á æf- ingu. Við vitum að FH er með helvíti góða leikmenn. Þó það hafi kannski ekki gengið vel í deildinni hjá þeim þá held ég að það skipti ekki máli í svona bikarúrslitaleik. Það getur allt gerst. Þeir eru með leikmenn innanborðs sem geta stigið upp og við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Erlingur. Finnst honum líklegast að Víkingur verði meira með boltann í leiknum og að FH liggi meira til baka. „Maður veit svo sem ekkert hvað þeir eru að fara að gera en yfirleitt í leikjum erum við að pressa lið og ýta þeim niður þannig að maður á alveg von á því.“ Hann kvaðst ekki hafa búist við FH þetta neðarlega í deildinni á þessum tímapunkti. „Ég held að fáir hafi búist við þessu. Staðan kemur alveg á óvart.“ Erlingur sagði FH þó hafa litið vel út í bikarkeppninni og sömu- leiðis leikið vel í nokkrum undanförnum leikjum í deildinni. Geggjað að taka þátt í þessu með uppeldisfélaginu Spurður út í undirbúning Víkinga fyrir bikarúrslitaleikinn sagði hann: „Þetta er yfirleitt það sama fyrir þessa stóru leiki. Það er bara góð æf- ingavika og svo eru fundir þar sem andstæðingurinn er kortlagður. Síðan vinnur hver og einn með sína rútínu. Í undirbúningi er þetta þannig séð eins og hver annar leikur.“ Hinn 24 ára gamli Erlingur er uppalinn Víkingur og hefur lifað tímana tvenna frá því að hann lék sinn fyrsta leik sumarið 2015. Frá 2015 til 2020 náði Víkingur hæst 7. sæti í deildinni en síðustu ár hefur Erlingur unnið Íslandsmeistaratitil, tvo bikarmeistaratitla og tekið þátt í Evrópu- ævintýrum. „Eftir að maður er búinn að upplifa hvernig það er að vera í toppbar- áttu, vinna titla og svoleiðis þá langar mann alls ekki að fara aftur í pakk- ann sem við vorum í. Þetta er fyrst og fremst ógeðslega gaman og geggj- að að taka þátt í þessu með uppeldisfélaginu,“ sagði hann að lokum. gunnaregill@mbl.is Aðeins meiri pressa á Víkingum núna en áður Erlingur Agnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.