Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 37
ÍÞRÓTTIR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 Í vikunni fóru af stað fréttir um að Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ hefði fyrr á árinu rætt við Heimi Hallgrímsson um mögulega endurkomu hans í starf landsliðsþjálfara karla. Vanda staðfesti orðróminn sjálf við Fréttablaðið en í kring- um þetta hafa spunnist umræð- ur um vinnubrögð formannsins og hvort hún hafi með þessu grafið undan trausti sambands- ins til Arnars Þórs Viðarssonar. Ég sé ekki betur en að Vanda hafi gert allt rétt og í raun bara verið að gera skyldu sína. Sem formaður KSÍ þarf hún að vera á tánum. Arnar Þór var lengi vel í nokkru basli sem landsliðsþjálf- ari og þegar ekki þykir ljóst hvert stefni hjá landsliðsþjálfara er í hæsta máta eðlilegt að formað- urinn horfi til næstu framtíðar. Ekki síst þegar vinsælasti og sigursælasti landsliðsþjálfari Ís- landssögunnar er mögulega á lausu á nýjan leik. En þessu máli er lokið. Heimir er kominn í sólina og raggíið á Jamaíku og sólin hefur líka risið hjá Arnari eftir að landsliðið komst vel frá verkefnunum í september. Það var síðan vel gert af Vöndu að staðfesta spjall sitt við Heimi. Hún afgreiddi þetta mál með prýði. En Vanda er í vanda í dag. Hvar verður hún laust fyrir klukk- an fjögur? Afhendir hún Vals- konum Íslandsbikarinn, eða gengur hún fyrir liðunum inn á völlinn í úrslitaleik bikarkeppni karla? Hvort tveggja tilheyrir skyldum eða venjum formanns. Það er að sjálfsögðu argasti klaufaskapur hjá KSÍ að setja bikarúrslitaleikinn og loka- umferð Bestu deildar kvenna á sama daginn. Mistök sem von- andi endurtaka sig ekki. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, úrslitaleikur: Laugardalur: FH – Víkingur R............. L16 Besta deild kvenna, lokaumferð: Hlíðarendi: Valur – Selfoss.................... L14 Garðabær: Stjarnan – Keflavík............. L14 Kópavogur: Breiðablik – Þróttur R...... L14 Eyjar: ÍBV – Afturelding ...................... L14 Meistaravellir: KR – Þór/KA ................ L14 Besta deild karla: Akureyri: KA – KR................................. S15 Keflavík: Keflavík – ÍA........................... S15 Úlfarsárdalur: Fram – Leiknir R..... S17.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Eyjar: ÍBV – Hörður .............................. S14 KÖRFUKNATTLEIKUR Meistarakeppni karla: Hlíðarendi: Valur – Stjarnan ............ S20.15 1. deild kvenna: Kennarahásk.: Ármann – Tindastóll .... L19 Hveragerði: Hamar/Þór – Breiðablik b S17 UM HELGINA! Harry Maguire, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Manchester United, verður ekki með liðinu á morgun þegar United heimsækir Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-völlinn í Manchester. Maguire, sem er 29 ára gamall, er að glíma við meiðsli aftan í læri og er óvíst hvenær varnarmaðurinn verður klár í slag- inn á nýjan leik en hann hefur ekki átt fast sæti í liði United það sem af er tímabili. Missir af stórleiknum M-GJÖFIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Atli Sigurjónsson kantmaður KR- inga hefur verið besti leikmaður Bestu deildar karla á yfirstandandi keppnistímabili samkvæmt ein- kunnagjöf Morgunblaðsins, þegar 22 umferðum er lokið af 27 í deild- inni. Atli er efstur í M-gjöf blaðsins með 20 M samanlagt í 22 leikjum KR-inga og af þeim fékk hann sex- tán M í síðustu fjórtán leikjum liðs- ins, eftir rólega byrjun á tíma- bilinu. Atli er með þrjú M í forskot á næsta mann, Jason Daða Svan- þórsson úr Breiðabliki, áður en lokasprettur deildarinnar hefst á morgun þegar liðunum hefur verið skipt í efri og neðri hluta. Nökkvi Þeyr Þórisson og Emil Atlason áttu mesta möguleika á að fylgja Atla eftir á lokasprettinum. Nökkvi var kominn með 16 M úr 20 leikjum þegar hann var seldur frá KA til Beerschot í Belgíu og Emil var kominn með 15 M úr 19 leikjum Stjörnunnar þegar hann meiddist og er væntanlega úr leik það sem eftir er tímabilsins. Þessir eru efstir í M-gjöfinni eft- ir 22 umferðir í deildinni: 20 Atli Sigurjónsson, KR 17 Jason Daði Svanþórss., Breið. 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 16 Ísak Snær Þorvaldsson, Breið. 16 Eiður Aron Sigurbjörnss., ÍBV 15 Emil Atlason, Stjörnunni 15 Höskuldur Gunnlaugss., Breið. 15 Tiago Fernandes, Fram 14 Dagur Dan Þórhallsson, Breið. 14 Ísak Andri Sigurgeirs., Stjörn. 14 Ívar Örn Árnason, KA 13 Adam Ægir Pálsson, Keflavík 13 Damir Muminovic, Breiðabliki 13 Guðmundur Magnússon, Fram 13 Júlíus Magnússon, Víkingi 13 Viktor Freyr Sigurðss., Leikni _ Breiðablik er með flest M sam- anlagt á tímabilinu, 136 talsins. Víkingur er með 114, KA 113, Val- ur 105, Stjarnan 103, Keflavík 99, KR 97, Fram 95, ÍBV 95, FH 87, Leiknir 73 og ÍA 70. Atli er efstur í M-gjöfinni - Tveir keppinautar hans eru úr leik Morgunblaðið/Árni Sæberg Efstur Atli Sigurjónsson hefur átt jafnt og gott tímabil með KR-ingum og er með forskot í M-gjöfinni þegar fimm umferðir eru eftir í Bestu deildinni. Alfreð Elías Jóhannsson verður ekki áfram þjálfari karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu á næsta tímabili. „Nú er það orðið ljóst að ég mun ekki halda áfram störfum hjá knattspyrnudeild Grindavíkur á komandi tímabili. Mig langar að þakka öllu því góða fólki sem ég hef unnið með síðastliðið ár fyrir ánægjulegt samstarf,“ skrifaði Al- freð Elías á Facebook-síðu sína í gær. Undir hans stjórn hafnaði liðið í 6. sæti 1. deildar, Lengjudeild- arinnar, á nýafstöðnu tímabili, hans eina við stjórnvölinn. Lætur af störfum í Grindavík Ljósmynd/Þórir Tryggvason Hættur Alfreð Elías Jóhannsson hefur látið af störfum í Grindavík. Kristian Nökkvi Hlynsson var á skotskónum fyrir Jong Ajax þegar liðið heimsótti Zwolle í hollensku B- deildinni í knattspyrnu í gær. Haris Medunjanin kom Zwolle yf- ir á 62. mínútu áður en Kristian jafnaði metin fyrir Jong Ajax á 80. mínútu í 1:1 og urðu það lokatölur leiksins. Kristian lék allan leikinn með Jong Ajax sem er með 12 stig í ellefta sæti deildarinnar eftir fyrstu níu umferðirnar. Þetta var fyrsta mark Kristians í deildinni á tíma- bilinu en hann skoraði tvö mörk í B- deildinni á síðustu leiktíð. Fyrsta markið í Hollandi Ljósmynd/KSÍ 1 Kristian Nökkvi Hlynsson er kom- inn á blað í hollensku B-deildinni. Sveindís Jane Jónsdóttir fór á kostum fyrir Wolfsburg þegar liðið tók á móti Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með 6:1-stórsigri Wolfsburg en Sveind- ís Jane kom inn á sem varamaður hjá þýska liðinu á 66. mínútu í stöðunni 3:1. Sex mínútum síðar lagði hún upp mark fyrir Felicitas Rauch og tveimur mínútum síðar, á 74. mínútu, skoraði hún fimmta mark Wolfsburg. Hún var svo aftur á ferðinni mínútu síðar þegar hún skoraði sjötta mark Wolfsburg og sitt annað mark en Wolfsburg, sem er ríkjandi Þýskalands- og bikarmeist- ari, er með 9 stig eða fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar. Sveindís, sem er 21 árs gömul, hefur byrjað tímabilið í Þýskalandi með miklum látum en hún hefur komið inn á sem varamaður í öllum þremur deildarleikjum sínum til þessa og skoraði í þeim tvö mörk og lagt upp önn- ur tvö mörk til viðbótar fyrir liðsfélaga sína. Frábær innkoma Sveindísar Sveindís Jane Jónsdóttir Hollendingurinn Erik ten Hag, knattspyrnustjóri karla- liðs Manchester United, var útnefndur stjóri sept- embermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United vann báða leiki sína í mánuðinum, 1:0 á útivelli gegn botnliði Leicester City, og 3:1 á heimavelli gegn toppliði Arsenal. Flest lið léku aðeins tvo leiki í deildinni í mánuðinum eftir að leikjum var frestað vegna fráfalls Elísabetar II. Bretlandsdrottningar. Ten Hag tók við Man. United í sumar og því er þetta í fyrsta skipti sem hann vinnur til verðlaunanna. Þá var Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, útnefndur besti leikmaður septembermánaðar í úrvalsdeildinni. Rashford skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í tveim- ur leikjum United í september. Hann lagði upp sigurmarkið í 1:0-sigri á Leicester City og skoraði svo tvívegis og lagði upp annað mark í sterkum 3:1-sigri á toppliði Arsenal. Þeir bestu komu frá United Erik ten Hag Stjarnan gerði sitt annað jafntefli í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, á tímabilinu þegar liðið tók á móti Haukum í TM- höllinni í Garðabæ í 4. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 29:29-jafntefli en staðan var jöfn í hálfleik, 15:15. Garðbæingar skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins en Haukar jöfnuðu metin í 6:6 eftir tíu mínútna leik. Mikið jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks. Stjarnan leiddi með tveimur mörkum, 29:27, þegar fimm mínútur voru til leiks- loka en Haukum tókst að jafna met- in á lokamínútunum og þar við sat. Leó Snær Pétursson var marka- hæstur Garðbæinga með 8 mörk og Tandri Már Konráðsson skoraði 5 mörk. Hjá Haukum var Guðmundur Bragi Ástþórsson atkvæðamestur með 8 mörk og Stefán Huldar Stef- ánsson varði 11 skot í markinu og var með 36% markvörslu. Stjarnan er með 4 stig í sjötta sætinu en Haukar eru í því þriðja með 5 stig. Morgunblaðið/Eggert Skot Hafnfirðingurinn Andri Már Rúnarsson sækir að Garðbæingum í TM- höllinni en hann var atkvæðamikill fyrir Hauka og skoraði 7 mörk í gær. Jafnt í frábærum leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.