Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Indie wire
UPPLIFÐU STÆRSTU MYND ALLRA TÍMA Í
STÓRKOSTLEGUM 4K MYNDGÆÐUM OG
UPPFÆRÐRI ÞRÍVÍDD.
SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL
SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMASÁLFRÆÐITRYLLIR SEM SÍFELLT KEMUR Á ÓVART
EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ
Telegraph
É
g horfi á fólk og velti fyrir
mér hvað hefur á daga
þess drifið,“ segir hin
finnska Evi sem ferðast
um heimaland sitt og stýrir karíókí-
viðburðum. Evi nýtur þess að sjá hið
ólíkasta fólk yfirstíga ótta sinn og
syngja af öllu hjarta, eins og hún lýsir
því sjálf. Karíókí er hennar líf og yndi
og fólkið sem mætir til hennar af öll-
um stærðum og gerðum. Hver og ein
manneskja á sér sína sögu, eins og
áhorfandinn er minntur á í þessari
stuttu og fallegu heimildarmynd sem
sýnir hversu mikið er hægt að segja á
stuttum tíma.
Karíókí paradís varpar ljósi á hinar
ýmsu persónur sem njóta þess að
syngja í karíókíi af ólíkum ástæðum.
Ung kona segist hafa flutt í fallegt
hús úti í sveit en varið mestöllum
tíma sínum á spítala. Frá þessu segir
hún með grátstafinn í kverkunum og
síðar í myndinni kemur í ljós hvers
vegna og það er nístandi sárt. Næst
sjáum við sömu konu stífmálaða með
mikla og ljósa krulluhárkollu og sól-
gleraugu. Hún er á leið á svið að
syngja, að farast úr stressi enda um
undankeppni heimsmeistaramóts í
karíókísöng að ræða. Já, það er hægt
að vera heimsmeistari í karíókíi!
Karíókí er ekki fyrir feimna og inn
á það er vissulega komið í myndinni,
líkt og svo margt annað. Ungur mað-
ur segist hafa skolfið á beinunum
þegar hann tók lagið fyrst. Honum
líður illa frammi fyrir áhorfendum,
enda er maður sjaldnar berskjald-
aðri. Öðru máli gegnir þegar hann er
í sturtu, þar er hann jafnöruggur með
sig og Elvis Presley.
Söngurinn brýtur niður allar varn-
ir og sá sem syngur illa verður oft að
athlægi, eins og alkunna er. En hve-
nær syngur fólk illa og hvenær ekki?
Syngur ekki hver með sínu nefi?
Þessar spurningar og fleiri vakna
þegar maður horfir á þessa skemmti-
legu og hjartnæmu finnsku heimild-
armynd.
Sáluhjálp
Gamall maður tekur lagið á bifreiða-
verkstæði. Já, meira að segja á slík-
um stöðum má finna karíókítæki. Að
söng loknum talar sá gamli af ein-
lægni við félaga sína um fagrar kon-
ur. Einn veifar þá síma og virðist vera
að sýna hinum makaleitar-app. Nota
gamlir karlar í Finnlandi Tinder?
Símaeigandinn biður dóttur sína að
taka mynd af sér fyrir appið sem er
algjörlega kostulegt atriði.
Þannig kemur hver eftirminnileg
svipmyndin á eftir annarri í Karíókí
paradís og það sem tengir fólkið sam-
an er dálæti þess á karíókíi. Hver hef-
ur sinn djöful að draga, sumir glíma
við einmanaleika, söngkona ein glímir
við Parkinsonsjúkdóminn og tánings-
dóttir hennar hefur áhyggjur af
henni. Þær slá samt sem áður á létta
strengi sem er líklega besta leiðin til
að takast á við ótta og óvissu. Mamm-
an tekur síðar lagið á sjúkrahúsi, á
leið í aðgerð.
Evi, karíókístjórnandinn sem
fylgst var með í byrjun myndar, segir
karíókí lífsstíl frekar en starf og að
hún hafi stýrt þúsundum „gigga“. Á
ferð hennar um landið má sjá fallegt
landslag Finnlands og dýr hlaupandi
á vegum, hesta og elgi. Þeir eru
frjálsir líkt og söngvararnir eru í
algleymi karíókísins, drukknir jafnt
sem allsgáðir, þungarokkarar jafnt
sem sveitatónlistarunnendur. Evi
segir að hana hafi alltaf dreymt um að
hjálpa fólki en lífið því miður hagað
því þannig að hún gat ekki orðið sál-
fræðingur. Karíókíið er hennar leið til
að hjálpa öðrum.
Sungið í gufubaði
Gröfukarl stígur stirðbusalegan dans,
sá sami og var með símann að skoða
konur í makaleitarappinu sínu. Hann
er að læra að dansa fyrir stefnumót. Í
skítugum vinnugallanum. Óborg-
anlegt atriði! Þegar karlinn kemur
heim hlær dóttir hans að honum. Lík-
lega þykir henni hann krúttlegur.
Í Karíókí paradís eru mörg svona
atriði, bæði spaugileg og hjartnæm,
raunsönn og sorgleg. Að öllu saman-
lögðu er þetta einkar vel heppnað
verk sem ætti að fá hvern sem er til
að brosa út að eyrum eða tárast. Og
hvað skyldu nú Finnar vera þekkt-
astir fyrir? Jú, gufuböð og í einu slíku
syngja eldri hjón hvort til annars.
Karíókí í gufubaði! Þvílík snilld-
arhugmynd!
Er kannski betra að syngja en tala
saman? Getur karíókí veitt líkn við
lífsins raunum? Örugglega. Söngur-
inn hefur jú sameiningarmátt og um
það og svo miklu fleira fjallar þessi
mannlega og fallega mynd Einaris
Paakkanens sem hlýtur að vera ein
sú allra besta á RIFF í ár.
Gufubað Úr Karíókí paradís, hjón syngja hvort til annars í gufubaði. Rómantískara verður það varla.
Lækningarmáttur karíókísins
Háskólabíó og Kex hostel
Karíókí paradís bbbbm
Leikstjóri: Einari Paakkanen.
Finnland, 2022. 76 mín. Sýnd á RIFF.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Framleiðslu-
fyrirtæki Hann-
esar Þórs Hall-
dórssonar,
Floodlights, hef-
ur keypt kvik-
myndaréttinn að
bók Stefáns
Mána, Húsinu. Er
haft eftir Hann-
esi í tilkynningu
að Húsið sé dimm
og drungaleg saga og efni í góða
kvikmynd. Hannes segir enn langt í
land en handritsvinnuna þó hafna.
Stefán Máni er sagður afar ánægð-
ur með samninginn og hlakka til að
fylgjast með þróuninni.
Hannes Þór hefur leikstýrt fjölda
auglýsinga og var Leynilögga,
fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd,
frumsýnd í fyrra og hlaut góða
aðsókn. „Ásamt Húsinu er ég
tengdur nokkrum mjög áhugaverð-
um verkefnum og hugmyndin er að
bretta upp ermar og koma miklu í
verk næstu árin,“ er haft eftir
Hannesi í tilkynningu.
Keypti kvikmyndaréttinn að Húsinu
Hannes Þór
Halldórsson
Heimildarmyndin Exxtinction
Emergency, eða Útdauði neyðar-
ástand, verður frumsýnd á morgun,
2. október, á RIFF og er hún eftir
Sigurjón Sighvatsson og Scott
Hardie. Er myndin fyrsta leikstjórn-
arverkefni Sigurjóns og fjallar um
umhverfissamtökin Extinction
Rebellion sem stofnuð voru í Bret-
landi árið 2018 í kjölfar skýrslu
milliríkjanefndar Sameinuðu þjóð-
anna um loftslagsbreytingar. „Sam-
tökin vöktu strax gríðarlega athygli
vegna aðferða sinna við að vekja
athygli á sinnu-
leysi stjórnvalda
gegn loftslags-
breytingum,“
segir í tilkynn-
ingu og að sam-
tökin hafi á
stefnuskrá sinni
að mótmæla með
þeim hætti að
yfirvöld telji sig
tilneydd að hand-
taka sem flesta þátttakendur vegna
truflana sem þeir valdi. „Borgara-
leg óhlýðni fjöldans, en alltaf án
ofbeldis, liggur til grundvallar í
aðgerðum Extinction Rebellion,“
segir í tilkynningu og að aðgerðir
samtakanna hafi farið illa í íhalds-
söm öfl víða um heim.
Sigurjón er stofnandi fram-
leiðslufyrirtækisins Palomar
Pictures og situr einnig í stjórn
Scanbox Entertainment sem er
skandínavískur dreifingaraðili
kvikmynda. Hann hefur lengi beitt
sér fyrir umhverfisvernd með ýms-
um hætti.
Fyrsta leikstjórnarverkefni Sigurjóns sýnt á RIFF
Sigurjón
Sighvatsson