Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Seðlabankinn hækkaði vexti enn einu sinni í gær enda verð- bólga langt yfir því sem ásættanlegt getur talist. Hækk- unin var þess vegna það sem búast mátti við og kom ekki á óvart, nema helst fyrir það að vera ekki meiri en 25 punktar. Margir höfðu búist við 50 punkta hækkun, en varla meiru. Seðlabankastjóri rökstuddi ákvörðun peningastefnunefndar ágætlega og sendi að auki gagn- leg skilaboð til ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins sem tæp- ast verður hægt að horfa framhjá. Hann benti á að verðbólgan í september hefði lækkað um 0,6% og að vísbendingar væru komnar fram um að árangur væri að nást í baráttunni við þann vágest þó að undirliggjandi þrýstingur hefði að vísu aukist á milli vaxtaákv- arðanafunda sem gefur bank- anum tilefni til að vera á varð- bergi. Seðlabankastjóri nefndi verðþróun á íbúðamarkaði sem jákvæða vísbendingu og að mögu- lega þyrfti ekki að hækka vexti frekar, en það væri þó óvissu háð. Sú óvissa er aðallega tvíþætt, annars vegar aðhaldið sem ríkis- sjóður sýnir og hins vegar hvern- ig kjarasamningar gerðir verða á næstu mánuðum. Seðlabankinn á eftir að gefa út formlegt álit á fjárlagafrumvarp- inu en bankastjórinn fór þó ekki leynt með að hann hefði viljað sjá þar meira aðhald. Innspýtingin vegna kórónuveirufaraldursins þyrfti að ganga hraðar niður, en þó sagði hann að það væri „að ein- hverju leyti“ hemill á útgjöld- unum í frumvarpinu, sem er út af fyrir sig ekki mikið hrós, enda hafa tekjur ríkisins vaxið mikið vegna aukinna umsvifa í hagkerf- inu og útgjöldin sömuleiðis. Eins og seðlabankastjóri benti á er erfitt að vinda ofan af miklum útgjaldaaðgerðum eins og þeim sem ríkið réðst í þegar farald- urinn skall á. Það breytir því ekki að það er algjörlega nauðsynlegt að slá á útgjöldin enda er þróunin þannig að útilokað er að halda áfram á sömu braut til lengdar. Þingið er nú með fjárlögin til meðferðar og það er mikið áhyggjuefni því að þingmenn eru mun fúsari til að bæta í útgjöldin en að skera niður. Þeir verða þó að þessu sinni að hafa orð seðla- bankastjóra í huga því að ef opn- að verður á enn frekari útgjöld er líklegt að það verði til þess að vextir þurfi að halda áfram að hækka með tilheyrandi kostnaði fyrir heimili og fyrirtæki. Hin óvissan sem seðla- bankastjóri nefndi snýr að aðilum vinnumarkaðarins, en ábyrgð þeirra er ekki minni en ríkisins í þessum efnum. Seðlabankastjóri var skýr um ábyrgð þeirra sem gera kjarasamninga: „Vinnu- markaðurinn ræður líka til um verðbólguvæntingar og ef forystumenn verkalýðsfélaganna koma síendurtekið fram í fjölmiðlum og segjast ætla að hækka laun miklu meira en fer saman við verðbólgumark- mið Seðlabankans og þeir eru teknir trúanlegir, þá hækka verð- bólguvæntingar út af því.“ Í framhaldi af ummælum seðla- bankastjóra ræddi mbl.is við framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins sem sagði greinilegt út frá orðum bankastjórans að „boltinn er hjá vinnumarkaðinum og ríkinu og við tökum við þeirri sendingu og skiljum þann ábyrgðarhluta sem hvílir á aðilum vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga“. Við slíkum viðbrögðum mátti búast enda hafa Samtök atvinnu- lífsins talað fyrir hófsemd í samn- ingagerð og bent á gríðarlega mikla kaupmáttaraukningu á undanförnum árum. Þá hefur launahlutfallið hækkað og hvort tveggja er þetta með því allra mesta sem þekkist. Vandinn er þó sá að ýmsir í for- ystu verkalýðshreyfingarinnar gefa lítið fyrir slík sjónarmið og telja að samninga eigi að gera í efnahagslegu tómarúmi og án nokkurrar tengingar við veru- leikann. Þeir telja í raun að hlut- verk verkalýðshreyfingarinnar í kjarasamningum sé ekki að tryggja sem best kjör umbjóð- enda sinna og landsmanna allra, heldur að knýja í gegn sem mest- ar krónutöluhækkanir hverjar sem afleiðingarnar verði. Blásið er á að nokkurt samhengi sé á milli mikillar samningsbundinnar launahækkunar og verðbólgu, hvað þá vaxtahækkana seðla- banka. En þó að fáeinir háværir for- ystumenn tali með óábyrgum hætti þá gera aðrir sér vitaskuld grein fyrir samhengi hlutanna og miklu skiptir að þeir sitji ekki hljóðir hjá. Almennir félagsmenn verkalýðsfélaganna og almenn- ingur í heild sinni hefur mikilla hagsmuna að gæta í þessum efn- um því að vaxandi verðbólga og hækkandi vextir gera ekkert ann- að en rýra lífskjör almennra launamanna, sama um hvað verð- ur samið og hvort sem einstaka forystumenn viðurkenna það eða ekki. Seðlabanki Íslands steig einna fyrstur þau vaxtahækkunarskref sem seðlabankar heimsins hafa síðan tekið. Það var farsæl stefna eins og sjá má af þeim árangri sem þegar hefur náðst. Takist að halda ríkisútgjöldum í skefjum og kjarasamningum hóflegum eru allar líkur á að bæði verðbólga og vextir þróist með hagfelldum hætti á næstu misserum og að kjör almennings geti fljótlega farið að batna á nýjan leik. Geri ríkið eða vinnumarkaðurinn mis- tök nú verða þau dýrkeypt fyrir allan almenning. Ríkisvaldinu og að- ilum vinnumarkaðar ber að taka mark á varnaðarorðum seðlabankastjóra} Árangur sem ekki má kasta á glæ E ndurreisn ferðaþjónustunnar á Íslandi hefur tekist vel eftir áföll heimsfaraldursins. Þannig hefur ferðaþjónusta á Íslandi náð 95% af fyrri styrk frá því fyrir heimsfaraldur samanborið við 57% þeg- ar horft er á ferðaþjónustu á heimsvísu sam- kvæmt tölum frá Alþjóðaferðamálastofn- uninni, einni af undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru áhugaverðar tölur sem við getum verið stolt af. Gott gengi ferðaþjónustunnar skiptir miklu máli en hún er sú atvinnugrein sem skapar mestan erlendan gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Þróttmikill vöxtur greinarinnar undangeng- inn áratug hefur átt stóran þátt í að gera Seðlabankanum kleift að byggja upp öflugan og óskuldsettan gjaldeyrisvaraforða sem veg- ur nú um 30% af landsframleiðslu miðað við um 5% af landsframleiðslu á árunum fyrir fjármálaáfallið 2008. Þessi sterka staða eykur sjálfstæði og getu peninga- stefnunnar ásamt því að gera stjórnvöldum kleift að stunda markvissari og skilvirkari efnahagsstjórn, bregðast örugglega við efnahagslegum áföllum og stuðla að stöðugleika fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Þessi kröftuga viðspyrna ferðaþjónustunnar á árinu gerist ekki af sjálfu sér. Forsenda hennar er mikil út- sjónarsemi og þrautseigja ferðaþjónustufyrirtækjanna og starfsfólks þeirra í góðu samstarfi við stjórnvöld í gegnum heimsfaraldurinn. Tíminn var vel nýttur þar sem stjórnvöld lögðu áherslu á að styðja við fólk og fyrirtæki í gegnum faraldurinn. Þannig náðist að verja mikilvæga þekkingu fyrirtækjanna og þá innviði sem nauðsyn- legir eru til að taka á móti fjölda ferðamanna á ný. Að sama skapi var aukið verulega við fjárfestingar í innviðum, bæði í samgöngum og á ferðamannastöðum, svo þeir yrðu betur í stakk búnir til að taka á móti fleiri gestum á ný. Aukinheldur ákvað ríkisstjórnin að verja háum fjárhæðum í markaðssetningu á Ís- landi sem áfangastað, með markaðs- verkefninu „Saman í sókn“ í gegnum allan faraldurinn, þrátt fyrir litla eftirspurn eftir ferðalögum á þeim tíma. Eitt af fyrstu verk- um mínum sem ferðamálaráðherra var að setja 550 m.kr. í aukna markaðssetningu til að skapa fleiri tækifæri fyrir íslenska ferða- þjónustu um allt land, en mælingar á lykilmörkuðum hafa aldrei sýnt jafn ríkan vilja til að ferðast til Íslands og nú. Við lifum á tímum þar sem ýmsar stórar og krefjandi áskoranir blasa við okkur í heimsmálunum. Það hefur því aldrei verið jafn mikilvægt og nú að vera á vaktinni og gæta að íslenskum hagsmunum í hvívetna og tryggja áframhaldandi lífskjarasókn á grundvelli öflugs atvinnu- lífs til framtíðar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill 95% samanborið við 57% Höfundur er ferðamálaráðherra og varaformaður Framsóknar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is M ér fannst áberandi hvað það er almenn pólitísk og samfélagsleg sam- staða um málefni út- lendinga í Danmörku og Noregi. Það greinir okkur mjög frá þessum ná- grannaríkjum okkar,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fór nýlega til þessara landa og kynnti sér m.a. málefni útlendinga og hvernig tekið er á þeim. Hún sagði að bæði danskir og norskir þingmenn hafi orðað það mjög fljótlega að lönd þeirra væru með virka endursendingarstefnu. „Það var áhugavert því á sama tíma heyrði maður fréttir að heiman um að ríkislögreglustjórinn væri að senda fólk út. Slík mál virðast ekki fá sömu athygli og umfjöllun annars staðar á Norðurlöndum og þau fá hér,“ segir Bryndís. „Þau líta svo á að það skipti öllu máli að umsækjendur fái réttláta og góða málsmeðferð. Fái fólk synjun að henni lokinni beri því að yfirgefa landið. Þau eru hörð á því.“ Bryndís sagði að málsmeð- ferðartíminn sé misjafn því mál séu ólík. Við höfum misst tökin Mikill munur er á því hvernig Danir og Norðmenn annars vegar og Íslendingar hins vegar taka á móti hælisleitendum, að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem fór með nefndinni út. Hann segir að Norðmenn hafi talað um 48 klukkustunda leiðina, það er að úrskurða um umsóknir um alþjóðlega vernd innan tveggja sólar- hringa, sem mjög mikilvæga. „Mér fannst allir vera sammála um að það sem er í boði í hverju landi hafi veruleg áhrif á hælisleitenda- strauminn þangað. Ekki síst hve miklir möguleikar eru á að tefja af- greiðslu mála með áfrýjunum og frestunum,“ segir Sigmundur. Hann segir að í stefnu Dana sé lykilatriði að enginn komi skilríkja- laus og sæki um hæli. Sækja þurfi um hæli í Danmörku frá öðru landi. „Það var viðurkennt að menn stundi það að losa sig við skilríki til að geta verið lengur í umsóknarferlinu. Í Dan- mörku hittum við mann í móttöku- stöð sem sagði að yfir 90% umsækj- enda frá tilteknu landi, sem segðust vera á barnsaldri, væru fullorðnir.“ Þeir sem sækja um alþjóðlega vernd í Danmörku verða að afhenda farsíma sinn og lykilorðið að honum svo hægt sé að kanna hver mann- eskjan er og hvaðan hún kemur. Mikil fjölgun hælisleitenda á Ís- landi hefur vakið athygli í nágranna- löndunum. Eins hve stór hluti kemur frá Venesúela, mun fleiri en til hinna ríkja Norðurlandanna. „Það er af- leiðing af því að íslensk stjórnvöld ákváðu að fólk frá Venesúela ætti rétt á að fá alþjóðlega vernd á Ís- landi. Það spurðist mjög hratt út.“ Sigmundur telur að Íslendingar hafi misst tök á málaflokknum. Það hafi t.d. verið auglýst á samfélags- miðlum þegar Alþingi ákvað að allir skyldu hafa sama rétt á þjónustu og kvótaflóttamenn, hvort sem þeir kæmu löglega eða ólöglega til Ís- lands. Ísland sér á parti í útlendingamálum Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Brottvísunum hælisleitenda hefur verið mótmælt og þær rata oft í fréttir hér, ólíkt því sem tíðkast í nágrannalöndum, að sögn þingmanns. Bryndís Haraldsdóttir Sigmundur D. Gunnlaugsson „Við vorum öll heilluð af aðlög- unarstefnu Norðmanna,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar. Norska ríkið greiðir með þeim sem fá alþjóðlega vernd til sveitarfélaga sem taka við flóttafólkinu. Þau bera ábyrgð á að kenna viðkomandi á norskt samfélag og geta haft fjárhagslegan ávinning af því. Danski þingmaðurinn Bertil Haarder benti íslensku þing- mönnunum á að alþjóðlegar reglur giltu um brottvísun þeirra sem ekki uppfylla skilyrði um vernd. Ekki eigi að vera neinar sérreglur sem eyðileggja kerfið. „Ég tel að við þurfum að taka út eitthvað af þeim séríslensku ákvæðum sem við erum með í lögum um málefni útlendinga,“ segir Bryndís. „Það er einhver ástæða fyrir því að við fáum hlutfallslega langmest af hælis- umsóknum á Norðurlöndum.“ Engar sér- reglur landa ÚTLENDINGASTEFNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.