Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Kristín Heiða
Egill Hann var fyrstur til að sjá lömbin úti á túni.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g trúði varla mínum eig-
in augum, þetta gat ekki
verið og ég hrópaði til
ömmu Rósu sem var með
mér í bílnum: amma, amma, sjáðu!
Eru þetta lítil lömb?! segir Egill
Freyr Traustason, 10 ára, sem var
fyrstur til að taka eftir að tvö nýbor-
in lömb trítluðu á eftir móður sinni á
túni þar sem hann hafði farið á rúnt-
inn með ömmu sinni, Rósu Paulsen,
bónda í Austurhlíð í Biskupstungum,
sl. sunnudag, til að líta eftir kindum
ömmu sinnar og afa.
„Ég gat varla trúað þessu held-
ur,“ segir Rósa og bætir við að hún
hafi orðið mjög spennt við að sjá
þetta óvænta ungviði og ætlað að
stökkva út og huga að hvers kyns
lömbin væru. „Egill bannaði mér
það, hann var mjög strangur við
ömmu sína, sagði að ég mætti ekki
trufla kindina, hún væri alveg nýbor-
in og mætti ekki hlaupa frá lömb-
unum sem voru nýfarin að ganga og
rétt svo komin á spena. Ærin er
stygg og gaf ekki færi á sér, enda er
hún gemlingur og hefur aldrei áður
átt lömb, svo ég hlýddi Agli og lét
hana vera,“ segir Rósa og bætir við
að hún hafi lítið sofið nóttina eftir.
„Ég hafði svo miklar áhyggjur
af nýbornum lömbunum úti í haust-
rigningunni sem lamdi húsið, en þau
eru eldspræk, ég er búin að ganga úr
skugga um það. Þau eru falleg á lit-
inn, móbotnótt eins og mamma sín,
Celica, sem er nafn á Toyota sport-
bíl, en yngsti sonur okkar sem er
mikill bílakarl, hann á þessa kind að
nafninu til, þó hann sé orðinn fullorð-
inn og löngu fluttur að heiman,“ seg-
ir Rósa og bætir við að Celica sé af
eðalkyni sem kallað er Mórkollukyn,
en Mórkolla ættmóðir þess kom frá
Hofi í Öræfum. „Kindur af Mórkollu-
kyni hér á bæ bera allar bílanöfn, svo
væntanlega fá litlu lömbin slík nöfn.“
Lömbin missa af sumri og sól
Rósa og eiginmaður hennar,
Magnús Kristinsson, halda um 60
kindur sér til gamans, eftir að þau
komust á eftirlaunaaldur. Magnús
segir tíðindin heldur betur hafa
komið sér á óvart.
„Ég var staddur á Haukadals-
heiði í leit með Kristínu dóttur minni
og fleira fólki, þegar hún fékk senda
mynd í símann frá Rósu af lömbun-
um. Ég hélt að Kristín ætti lömbin,
enda eru hún og Trausti maður
hennar með 600 kindur, en þessi
októberlömb reyndust þá vera und-
an kind frá okkur Rósu. Litur lamb-
anna bendir til að faðirinn sé hinn
ellefu vetra forystuhrútur Keisari,
sem Kristín á. Keisari var settur
fyrir misskilning saman við geld-
ærnar okkar Rósu í vor þegar við
settum þær út til að skapa pláss í
fjárhúsinu fyrir sauðburð. Ég hef
heyrt að forystuhrútar hafi þá sér-
stöðu að vera hæfir til að lemba ær
allan ársins hring, á meðan þeir
hrútar sem ekki eru af forystukyni
tapa þeim hæfileika á vissum árs-
tíma, þeir verða nánast ófrjóir að
vori, þá minnka eistu þeirra og kólf-
ur. Celica hefur fengið fang snemma
í vor, um miðjan maí, því meðgöngu-
tíminn er um 20 vikur. Ærnar eiga
ekki að vera að ganga á þessum árs-
tíma, en sældin hefur sjálfsagt eitt-
hvað með þetta að gera, þær voru
vænar hjá okkur Rósu, enda dekur-
kindur. Auk þess var komið þó
nokkurt gras þessar fyrstu vikur í
maí þegar þær fóru á tún, nýgræð-
ingurinn hefur sjálfsagt sett þetta af
stað hjá Celicu. Ég veit þetta gerðist
hjá nágranna mínum Sighvati á Mið-
húsum einhverju sinni þegar hann
setti forystuhrúta út með geldfénu
að vori. Ég man líka eftir að lamb
hafi fæðst í janúar hjá Steina heitn-
um í Helludal,“ segir Magnús og
bætir við að vissulega missi lömbin
af ýmsu þegar þau komi í heiminn á
svo röngum tíma í náttúrudagatali
sauðkinda, sem raun ber vitni. „Þau
missa af sumri, sól og sæld sem þau
lömb fá sem fæðast að vori. Nú þurf-
um við að taka þau inn á hús svona
ung og þau fá ekki sömu útiveru og
hreyfingu sem náttúran gerir ráð
fyrir hjá vorlömbum. Ætli við leyf-
um þeim ekki að skottast í hlöðunni
með mömmu sinni í vetur, en við
þurfum að taka þau undan henni í
desember þegar fengitími fer af
stað.“
Ljósmynd/Kristín Sigríður Magnúsdóttir
Eigendur októberlamba Rósa og Magnús ætla að leyfa lömbunum að skottast í hlöðunni með mömmu sinni í vetur.
Egill trúði
varla sínum
eigin augum
Öllum að óvörum komu tvö lömb í heiminn núna í
október í Austurhlíð í Biskupstungum, en slíkt á vart
að geta gerst. Meintur faðir er forystuhrúturinn Keis-
ari sem hefur áður náð að lemba ær á röngum tíma.
Morgunblaðið/Kristín Heiða
Morgunblaðið/Kristín Heiða
Stygg Celica hljóp, leyfði ei myndatöku nema í fjarlægð.
Fallegt Annað lambið hljóp frá
styggri móður og þá náðist mynd.
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
www.vest.is • Ármúli 17 • Sími 620 7200
Takmarkað upplag,
fyrstur kemur fyrstur fær.
20-60%
afsláttur
30. sept. - 2. okt.
L
ag
er
sa
la
Hinn meinti faðir októberlambanna, Keisari, er hrein-
ræktaður forystuhrútur og Kristín, eigandi hans, segist
hafa farið í sérstaka ferð með pabba sínum norður á
Strandir til að ná sér í hreinræktaða forystugimbur, sem
seinna varð móðir Keisara.
„Ég keypti mömmu hans, Bínu Zö-
beck, af Valgeiri og Hrefnu í Árnesi.
Bína var af svaðalegu kyni og þegar
ég náði í hana var hún sótt upp í fjall
af því mamma hennar hafði strokið
með þetta eina litla lamb, engar girð-
ingar héldu henni, þó hún væri með
staurfót. Þessi móðir Bínu var kölluð
Sautján strengja Flekka, með vísan í
yfir hversu háar girðingar með mörg-
um strengjum hún gat stokkið.“
Kristín segir að þegar Bína hafi
verið gemsi hjá henni þá hafi hún ver-
ið sædd, af því hún vildi fá hreinræktuð forystuafkvæmi
undan henni. „Ég valdi fyrir Bínu sæðingahrútinn Karl
Philip, sem var hreintæktaður forystuhrútur. Ég hitti
hann á sæðingastöðinni og hann var svo skemmtilegur,
spakur og flottur. Ég kom á sæðingastöðina á fengitíma
og þá var Karl Philip svo graður að kann kumraði ekki
einvörðungu í fé heldur líka í fólk. Hann reyndi við allt,“
segir Kristín og hlær. „Ætli Keisari hafi ekki frá pabba
sínum að vera svona nátúrumikill, því þetta er ekki í
fyrsta sinn sem Keisari nær að lemba kind á óvenju-
legum tíma. Hann náði eitt sinn að lemba kind hjá mér á
Jónsmessu, en það er afar óvenjulegt að hrútar séu frjóir
þá. Einnig er óvenjulegt að kind sé að ganga um hásum-
ar. Hún bar um mánaðamótin október/nóvember og ég
fékk eftirminnilegt handskrifað bréf frá Ólafi Dýr-
mundssyni þegar þessi óvenjulegi atburður átti sér stað.
Ólafur er með Keisara skráðan hjá sér sem sérstakt
fyrirbæri, en hann er sérfræðingur í frjósemi sauðfjár
og skrásetur og safnar upplýsingum. Ólafur vill meina
að forystukyn, mislitt, kollótt og ættað af Ströndum, séu
þættir sem hafi með frjósemi allt árið að gera.“
Kristín segir að þegar Keisari hafi viljað í heiminn
koma á sínum tíma, hafi Bína ekki getað borið sjálf, svo
hann var tekinn með keisaraskurði. „Þannig fékk Keis-
ari nafnið sitt, en Bína hélt aldrei aftur lambi í sínu móð-
urlífi eftir þessa aðgerð. Keisari er því hennar eina af-
kvæmi. Amma Keisara, fyrrnefnd Sautján strengja
Flekka, var kollótt, faðir hennar var ferhyrndur og Bína
var það sem kallað er ferukollótt, með brúsk eins og fer-
hyrnt fé en kollótt. Fyrir vikið er Keisari með óvanaleg
horn, þau eru nett og hann var náhyrndur, en við reynd-
um að laga hornin með því að draga í þau vír.“
Kristín segir að nú sér Keisari í vist hjá foreldrum
hennar, Rósu og Magnúsi, því Trausti eiginmaður henn-
ar sé ekki hrifinn af að hafa hann í fjárhúsinu.
„Ég held mikið upp á Keisara, hann er fyrirbæri, hæfi-
leikarík forysta og eldklár. Hann á gott með að fá aðra
til að fylgja sér úti þó hann vilji fara sínar eigin leiðir.
Keisari er gamalt rör og rosalega frekur og ákveðinn.
Hann er ekki vinsæll í húsi, hann klifrar yfir allt og
lembir þær ær sem honum sýnist. Hann verður alltaf al-
veg óður á fengitímanum, lemur stíuna og hina hrútana
sem eru þar með honum. Hann brjálast ef hann er ekki
tekinn úr stíunni, hann tekur langt tilhlaup og reynir að
brjóta fólk og fleka til að komast til kindanna. Hann vill
fá að lemba. Ætli ég komi honum ekki á mömmu og
pabba í vetur, þá getur fjölskyldan verið öll saman, Ce-
lica, Keisari og afkvæmin tvö, ef Keisari hagar sér vel.“
Karl Philip, faðir Keisara, reyndi við allt
Keisari Eldklár forystuhrútur sem fer sínar eigin leiðir.
Bóndi Kristín Sig-
ríður Magnúsdóttir