Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
✝
Sjöfn Lára Jan-
usdóttir fædd-
ist í Reykjavík 3.
júlí 1927. Hún lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Sól-
vangi 22. septem-
ber 2022.
Fósturforeldrar
Láru voru Janus
Guðmundsson vél-
stjóri, f. 6. janúar
1896, d. 9. júní
1985, og Friðrika Sigurveig
Friðriksdóttir húsfreyja, f. 12.
september 1898, d. 16. sept-
ember 1987. Foreldrar Láru
voru Þorsteinn Jakobsson Elías-
son, f. 27. júlí 1899, d. 7. febrúar
1967, og Bjarney Kristín Þor-
steinsdóttir, f. 26. júlí 1892, d. 4.
mars 1945.
Eiginmaður Láru var Guð-
laugur Björgvin Þórðarson
kaupmaður, f. 19. apríl 1922, d.
28. mars 2006. Synir Láru og
Guðlaugs eru: 1) Þórður Jón, f.
13. maí 1953, d. 23. júlí 2005.
Þórður var kvæntur Brynhildi
Garðarsdóttur, f. 23. febrúar
1950. Synir þeirra eru Guð-
laugur Jón, f. 11. júlí 1975,
2004 og Aron Knútur, f. 13. júlí
2008. Daði, f. 20. nóvember
1984, kvæntur Guðríði Stein-
grímsdóttur, f. 13. júlí 1984.
Börn Daða og Guðríðar eru Sig-
rún Vala, f. 10. febrúar 2015,
Karen Jana, f. 24. ágúst 2016,
Kristín Lára, f. 24. ágúst 2016,
d. 24. ágúst 2016, og Kári, f. 26.
apríl 2021. Andri, f. 27. júní
1986, kvæntur Birnu Dís Birg-
isdóttur, f. 21. nóvember 1986.
Synir Andra og Birnu eru Alex-
ander Jan, f. 21. maí 2011, og
Brynjar Daði, f. 9. júlí 2015. 3)
Kristinn, f. 15. febrúar 1968,
kvæntur Hönnu Ragnarsdóttur,
f. 31. ágúst 1960. Börn þeirra
eru Elías Kristinn, f. 23. júní
1999, í sambúð með Elsu Rut
Leifsdóttur, f. 29. mars 1999, og
Elísa Katrín, f. 18. desember
2000. Börn Hönnu eru Davíð
Valdimar, f. 3. febrúar 1990, og
Kristín Anna, f. 7. september
1994. Davíð Valdimar er kvænt-
ur Særúnu Valdísi, f. 12. ágúst
1994. Synir þeirra eru Krist-
mundur Einar, f. 25. ágúst 2018,
og óskírður sonur, f. 28. ágúst
2022. Sonur Davíðs er Daníel
Hrafn, f. 27. júlí 2011, og sonur
Særúnar er Benedikt Nóel, f. 8.
september 2014. Kristín Anna
er í sambúð með Jóni Kristni, f.
6. desember 1992.
Útförin fer fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði í dag, 6. októ-
ber 2022, klukkan 11.
kvæntur Ernu Mjöll
Grétarsdóttur, f.
12. janúar 1976.
Sonur Guðlaugs og
Ernu er Þórður
Jón, f. 7. september
2007. Helgi, f. 7.
október 1977,
kvæntur Önnu Ósk
Óskarsdóttur, f. 2.
janúar 1981. Börn
Helga og Önnu eru
Gabríel Ingi, f. 30.
september 2004, og Matthildur
Thea, f. 1. júní 2010. Stjúpsonur
Þórðar frá 1973 er Gunnar Ár-
mannsson, f. 10. apríl 1967,
kvæntur Þóru Helgadóttur, f.
15. júlí 1965. Dóttir Gunnars er
Fjóla Hreindís, f. 10. júlí 1995, í
sambúð með Hjörleifi Þórð-
arsyni, f. 5. apríl 1993 og eiga
þau óskírðan son, f. 29. ágúst
2022. 2) Janus Friðrik, f. 7. októ-
ber 1955, kvæntur Sigrúnu
Eddu Knútsdóttur, f. 24. sept-
ember 1955. Börn Janusar og
Sigrúnar eru Lára, f. 3. júlí
1974, eiginmaður Láru er Har-
aldur Guðjónsson, f. 19. maí
1974. Börn Láru og Haraldar
eru Helena Ingibjörg, f. 17. júní
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
Þannig hljómar kvöldsöngur
kvenskáta en hugmyndafræði
skátanna var móður okkar Sjöfn
Láru Janusdóttur kær í gegnum
lífið. Hann á vel við hér á
kveðjustund. Hún var tápmikil
og fjörug á yngri árum en hélt
fast í trú sína sem styrkti hana
til ýmissa verka. Móðir okkar
var tekin í fóstur og flutti 9 mán-
aða til Keflavíkur þar sem Janus
Guðmundsson og Friðrika Sig-
urveig Friðriksdóttir bjuggu
henni einstaklega gott og ástríkt
heimili og gengu henni í foreldra
stað. Hún var lánsöm og þess
nutum við bræður síðar meir til
hins ýtrasta.
Hún sleit barnsskónum í
Keflavík, lauk þar barnaskóla-
námi samhliða því sem hún gekk
í skátafélagið Heiðabúa. Hún
naut þess að syngja og dansa
auk þess að búa við góðan fé-
lagsskap alla tíð. Hún flutti sig
til Hafnarfjarðar til að sækja
nám í Flensborgarskóla á árun-
um 1944-1946. Þar kynntist hún
föður okkar, Guðlaugi Björgvini
Þórðarsyni eða Lauga sem flest-
ir nefndu. Eftir útskrift frá
Flensborg sótti hún nám við
Hússtjórnarskólann í Reykjavík
á árunum 1946 til 1947 þar sem
hún lærði til verka sem húsmóð-
ir þess tíma. Sumarið 1947 sótti
hún nám í vefnaði við Hússtjórn-
arskólann á Akureyri.
Eftir að hún gifti sig og faðir
okkar tók alfarið við rekstri
Verslunar Þórðar Þórðarsonar í
Suðurgötu 36 í Hafnarfirði helg-
aði hún sig verslunarstörfum
með honum í hálfa öld eða til
ársins 1995 þegar þau ákváðu að
loka versluninni. Móðir okkar
var listfeng, prjónaði, heklaði og
óf af miklum krafti. Hún hafði
einstaklega fallega rithönd og
næmt auga fyrir listum og tísku.
Eftir hana liggur fjöldinn allur
af munum með merkingunni;
Handmálað af Láru Jan.
Hún naut þess að ferðast en
síðan kom að því að þau fjár-
festu í sumarhúsi í Þrastaskógi
þar sem þau nutu útivistar og
hvíldar frá annasömum búðar-
störfum. Í Þrastaskógi var
þeirra sælureitur. Móðir okkar
var félagslynd kona og naut þess
að vera innan um fólk. Hún tók
virkan þátt í félagsstörfum, fyrst
sem skáti í Keflavík, síðan með
Hraunbúum og St. Georgsgild-
inu í Hafnarfirði þar sem hún
var ein af stofnendum. Þá sat
hún í safnaðarstjórn Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði.
Hún fylgdist vel með afkom-
endum sínum og vinum. Var
minnug allt fram á síðasta dag.
Spurðist fyrir um börnin og
hvernig þeim vegnaði. Það var
henni erfiður tími þegar Þórður
bróðir okkar féll frá árið 2005 og
síðan faðir okkar ári síðar. En
með trúna að vopni og hug-
myndafræði skátanna að leiðar-
ljósi var hún staðföst að halda
lífi sínu áfram.
Við leiðarlok viljum við þakka
starfsfólki á Sólvangi fyrir alúð
þeirra og umhyggju. Við kveðj-
um móður okkar með miklu
þakklæti, óskum henni góðrar
ferðar, vitandi það að vel verður
tekið á móti henni í nýjum heim-
kynnum. Ljóð Hrefnu Tynes
skátahöfðingja á vel við á þess-
um tímamótum:
Tendraðu lítið skátaljós,
láttu það lýsa þér,
láttu það efla andans eld
og allt sem göfugt er.
Þá verður litla ljósið þitt
ljómandi stjarna skær,
lýsir lýð alla tíð,
nær og fjær.
Meira á www.mbl.is/andlat
Janus og Kristinn.
Í dag kveðjum við elsku
ömmu Láru, tengdamóður mína,
sem hefur haft mikil áhrif á okk-
ur öll á sinni löngu lífsleið.
Ég kynntist ömmu Láru, eins
og hún var alltaf kölluð í okkar
fjölskyldu, fyrir næstum 25 ár-
um. Hún var kraftmikil kona
sem alltaf hafði eitthvað fyrir
stafni. Föndur, postulínsmálun,
bakstur, hannyrðir, allt lék þetta
í höndunum á henni. Eftir hana
liggur mikið safn af alls konar
gersemum sem prýða nú heimili
okkar og margra annarra.
Börnin hændust að ömmu
Láru sem var í senn hlý og
ákveðin. Hún reyndist okkur af-
ar vel þegar okkur vantaði pöss-
un fyrir barnahópinn okkar. Þá
nægði henni ekki að hugsa um
hópinn, heldur notaði hún tím-
ann líka í tiltekt á heimili okkar
sem hún skipulagði með barna-
hópnum. Það var vel þegið af
uppteknum foreldrum.
Ferðir til ömmu Láru og afa
Lauga í „sveitina“, bústaðinn
þeirra í Grímsnesinu eru líka
minnisstæðar. Þar dvöldum við
gjarnan um helgar með þeim og
börnunum okkar og skemmtum
okkur vel. Amma Lára sá líka
um að alltaf væri eitthvað góð-
gæti á borðum fyrir hópinn sinn.
Nú minnumst við ömmu og afa
með hlýju og þakklæti í sveitinni
okkar.
Amma Lára var mikil sögu-
kona. Hún var vinamörg, átti
viðburðaríka ævi og hafði frá
mörgu skemmtilegu og áhuga-
verðu að segja. Eftirminnilegar
eru ferðirnar með henni norður í
land að hitta gamla vinkonu og
suður með sjó, þar sem við fór-
um með henni um æskuslóð-
irnar og hún rifjaði upp minn-
ingar um fólk og atburði.
Nú er hún lögð af stað í nýja
ferð og fær að hitta alla ástvin-
ina sem á undan eru farnir.
Góða ferð elsku Lára og
hjartans þakkir fyrir allt.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson
frá Presthólum)
Þín
Hanna.
Amma Lára var listakona af
öllu hjarta og verkin hennar
komu víða við. Svo víða að ég
rakst á verk frá henni alla leið
til ömmu og afa í Hveragerði.
Ég kynnti seinna ömmurnar
tvær, Láru og Deddí, í barna-
afmæli hjá mínum elsta strák
og það fór einstaklega vel á
með þeim frúm, nema hvað að
amma Deddí tók ömmu Láru í
guðatölu og sagði að hún væri á
allt öðru hæfileikaþrepi en hún
sjálf (verandi handverkskona
sjálf) og svoleiðis listakonu
hefði hún aldrei áður kynnst.
Þvílíkar voru lýsingarnar.
Amma var einstaklega fram-
takssöm og lét aldrei verk úr
hendi falla. Hún var fengin til
að passa litlu systkini mín eina
helgi þegar ég var fjarverandi.
Ég hafði skilið herbergið mitt
eftir í rúst eins og mér var ein-
um lagið án þess að gefa því
nokkurn gaum en þegar ég
sneri aftur um sunnudags-
kvöldið kom ég að tandur-
hreinu herbergi, búið að þrífa
hátt og lágt og taka allt til.
Hausinn á mér sprakk næstum
því, það var engu líkara en að
Heiðar snyrtir hefði mætt heim
til mín og farið um eins og
stormsveipur með kústinn í
hendinni. Þá var það bara
amma Lára sem hafði vaðið
þarna um, skipað litlu systk-
inum mínum fyrir verkum og
gengið í verkið. Það er ekki
hægt að hafa herbergið svona!
Ég að sjálfsögðu dauðskamm-
aðist mín fyrir að hafa orðið til
þess að öldruð amma mín hefði
fundið sig tilneydda til að taka
til í lestarslysinu sem var her-
bergið mitt.
Mér er alltaf minnisstætt
þegar hún var að hella mjólk í
glasið hjá mér eftir að ég var
búinn að borða og drekka næst-
um allt sem hún átti og hún
sagði „Þú færð ekki meira, og
hananú.“ Mér brá heldur betur
í brún og svo hló hún. Þessa
setningu hef ég endurtekið við
börnin mín þó nokkrum sinn-
um. Eina persónan sem ég vissi
af, önnur en amma, sem mælti
þessi orð var Viggó viðutan úr
bókum sem ég las mikið í þá
daga. „Ætli hún amma lesi
Viggó viðutan?“ hugsaði ég.
Elsku amma mín. Þú hefur
verið mér fyrirmynd í listum,
sköpun, dugnaði og framtaks-
semi. Þín verður sárt saknað og
njóttu þess nú að vera komin í
paradísardalinn til afa Lauga.
Kær kveðja
Davíð.
„Heim er ég kominn,
og halla’ undir flatt.“
Þessa setningu fékk ég að
heyra í hvert einasta skipti
þegar ég gaf ömmu Láru far
heim. Það gat allt eins verið bíl-
ferð heim úr matarboði yfir í
nýafstaðin og árangursrík
kortaviðskipti við Nonna Gull á
Strandgötunni. Þessi setning
varð að órjúfanlegum hluta bíl-
ferðarinnar og eftir henni beið
ég alltaf fullur tilhlökkunar.
Þegar bílferðunum fór að fjölga
var ég farinn að taka undir og
oft litum við hvort á annað og
sögðum hana saman í kór. Það
var loks stórmerkileg uppgötv-
un að komast að því að þessi
setning er hluti af fyllerísvísu
sem ber heitið Timburmennirn-
ir.
Vert er einnig að nefna kræs-
ingarnar sem þú töfraðir fram.
Sama hvaða dagur var, hvernig
viðraði og hvort það var tilefni
eða ekki var ætíð fullt borð af
kræsingum hjá þér. Kexkökurn-
ar, eplaskífurnar og pönnukök-
urnar þínar, elsku amma Lára,
munu alltaf geymast mér í
minni.
Þér var margt til lista lagt og
eitt er víst að annan eins dugn-
aðarfork eins og þig verður erf-
itt að finna. Þú hafðir jafnframt
þína skoðun á hlutunum og
stóðst ætíð föst á þínu. Öll þín
gildi, sýn á lífið og þín mikla
atorkusemi mun veita mér gott
veganesti út í lífið. Þú hefur
kennt mér ótal margt og af því
dreg ég mikinn lærdóm. Fyrir
það er ég ævinlega þakklátur.
Þú hugsaðir alla tíð vel um þig
og þína og hafðir ávallt mikinn
áhuga á því sem afkomendur
þínir tóku sér fyrir hendur. Þér
tókst að mynda einstakt sam-
band við hvern og einn í fjöl-
skyldunni og það smitaði frá sér
svo mikla hlýju og kærleika.
Það kom varla sá dagur þar
sem þú varst ekki vel tilhöfð.
Alltaf í þínu fínasta pússi, með
skartgripi og glænýtt naglalakk.
Það er þannig sem ég mun
muna eftir þér kæra amma.
Ég kveð þig með miklum
söknuði en á sama tíma lít ég yf-
ir farinn veg og sé þar allar dýr-
mætu minningarnar sem við eig-
um saman. Allt frá því þú fékkst
mig í fangið fyrst og fram að því
þegar ég hélt í hönd þína í síð-
asta sinn.
Að lokum vil ég fyrst og
fremst þakka þér fyrir allar bíl-
ferðirnar, allar búðarferðirnar,
allar sögurnar, allar sumarbú-
staðaferðirnar, allar KFC ferð-
irnar, allar kræsingarnar, allar
samverustundirnar og allar
minningarnar.
Heim ertu nú komin, amma
mín, og hafðu það sem allra best
í sumarlandinu. Ég skila hlýrri
kveðju á allt settið þitt.
Takk fyrir allt amma.
Elías Kristinn
Mín elsta minning af ömmu
Láru var af Suðurgötunni þar
sem hún bjó með Lauga sínum.
Amma tók alltaf svo vel á móti
okkur á Suðurgötunni með hlýja
brosið sitt. Hún var oft að hafa
eitthvað til inní eldhúsi þegar
við komum, á meðan afi Laugi
lagði kapal og sagði okkur
brandara. Eplaskífurnar hennar
ömmu voru í miklu uppáhaldi.
Amma var listræn og skapandi
og Suðurgatan bar það með sér.
Þar var að finna listaverk og
skrautmuni eftir hana í öllum
krókum og kimum. Við áttum
eftirminnilegar stundir saman
þar sem hún kenndi mér að
mála postulín. Á neðri hæð Suð-
urgötunnar var heilmikill lager
af postulíni sem hún seldi, en
þar voru handmáluðu jólasveina-
bollarnir vinsælastir.
Þegar ég var um 10 ára göm-
ul kom amma Lára reglulega að
passa okkur systkinin. Um leið
og foreldrar okkar voru farin út
af heimilinu var amma búin að
kemba allt húsið, m.a. barna-
herbergin þrjú, en þau voru iðu-
lega troðin af dóti því við systk-
inin vorum ekki þau duglegustu
í tiltekinni. Það þýddi ekkert að
hangsa í kringum ömmu Láru.
Engum var hlíft frá tiltektinni
og allir fengu sitt hlutverk.
Amma fór eins og stormsveipur
inn í hvert herbergið á fætur
öðru – og við systkinin á eftir.
Okkur var rétt dót og sagt hvert
það skyldi fara. Það fór ekki
sekúnda til spillis og á örskots-
stundu var allt orðið hreint og
fínt.
Þessi saga lýsir ömmu Láru
nokkuð vel, enda vildi hún alltaf
hafa eitthvað fyrir stafni og sat
sjaldnast auðum höndum. Hún
fór í gegnum lífið með mikilli
seiglu, jákvæðni og bjartsýni.
Amma Lára náði 95 árum á
þessu jarðríki en nú hvílir hún
með afa Lauga og Þórði syni
þeirra.
Hvíl í friði, elsku amma.
Kristín.
Elsku amma. Þá ertu farin yf-
ir í sumarlandið blíða þar sem
Þórður sonur þinn og afi Laugi
bíða þín með útbreiddan faðm-
inn til að taka á móti þér.
Margar hlýjar og hjartnæmar
minningar koma upp í kollinn
þegar ég hugsa til baka.
Þegar við Gulli bróðir vorum
litlir guttar fengum við marg-
sinnis að leika og gista hjá ykk-
ur á Suðurgötunni og það oftast
á svörtu og rauðu dýnunum inni
í herbergi hjá ykkur. Yfirleitt
bauðstu upp á steikta ýsu og
nýjar kartöflur, vel af smjöri,
eða hakk og spagettí. Eftir
kvöldmatinn voruð þið afi Laugi
alltaf reiðubúin að taka í spil.
Fjölmörgu ferðirnar með
Gulla bróður upp í sumarbústað-
inn ykkar í Grímsnesinu þar
sem við bræður gátum leikið
okkur endalaust niðri á grasi að
sparka í tuðru, úti að leika með
flugdreka eða taka í spil inni í
bústað ef veður var leiðinlegt.
Man líka eftir löngu gönguferð-
unum niður í Þrastalund eftir
vatni í stóru vatnsdunkana sem
voru léttir aðra leiðina en svo
aldeilis ekki léttir þegar búið var
að fylla þá af vatni og öll gangan
eftir til baka. En þetta gerðum
við engu að síður með glöðu
geði, þar sem þú gaukaðir að
okkur nokkrum krónum fyrir ís
í Þrastalundi.
Man traustið sem þið afi
sýnduð mér þegar þið kennduð
mér fyrst á búðarkassann í búð-
inni ykkar og ég fékk að af-
greiða fyrsta viðskiptavininn
sem var Sigga hans Einars á
Suðurgötu 32. Ferðirnar með
ykkur og strákunum ykkar á
rúgbrauðinu til að skutlast með
kostinn víða um Hafnarfjörð og
þótti mér alltaf mest spennandi
að afhenda kostinn í bátana niðri
á bryggju. Fékk að raða í hillur í
búðinni, fylla á kælinn, skrifa í
bókina, setja á prjóninn, taka við
pöntunum gegnum síma, versla
á lagerinn og svo auðvitað af-
greiða viðskiptavini. Þið afi rák-
uð glæsilega verslun áratugum
saman við góðan orðstír og vor-
uð sennilegast með glæsilegasta
kjötborð í Hafnarfirði.
Það hefur sennilega enginn
passað betur upp á að ég fengi
svefnfrið þegar ég bjó hjá ykkur
sumarið þegar mamma og pabbi
fluttu tímabundið til Reykjavík-
ur. Ef einhver hringdi eða bank-
aði upp á og spurði eftir mér og
ég var sofandi eftir næturvakt,
þá sást þú til þess að viðkom-
andi hringdi eða kæmi aftur síð-
ar, það mátti svo sannarlega
ekki trufla svefninn!
Þegar ég var við nám í Flens-
borgarskólanum kom ég til ykk-
ar afa í næstum hverju hádeg-
ishléi og fékk hjá þér hreint
skyr hrært í nýmjólk og sykri.
Fékk að auki nýjar flatkökur
með hangiketi. Ég sagði þér nú
aldrei frá því, en mér fannst
betra að fá að ná í skyrið sem
átti að hræra fyrir mig fram í
búð sjálfur en að fá það tilbúið
hrært, það kom fyrir að skyrið
var útrunnið, en þá var bara
meiri sykri hrært saman við og
borðað hraðar.
Þú varst mikill og góður verk-
stjóri og það var aldrei skortur á
verkefnum þegar komið var í
heimsókn til ykkar.
Postulínið eftir þig, listaverk-
in þín, sköpunargleðin, alltaf
stórglæsilega til fara í öllum
veislum, uxahalasúpan með
eggjunum og svo margt margt
fleira!
Ég er þakklátur fyrir alla þá
hlýju sem þú hefur sýnt mér og
minni fjölskyldu í gegnum tíð-
ina.
Bless elsku amma Lára.
Helgi.
Sjöfn Lára
Janusdóttir
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744