Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 GreenBytes var stofnað árið 2020 í Reykja- vík til að hjálpa veitingastöðum að stjórna rekstri, minnka matarsóun og auka hagnað. Aðrir þátttakendur í fjármögnuninni eru APX, vísisjóður frá Berlín, og valdir engla- fjárfestar frá Þýskalandi. GreenBytes stefn- ir á að nýta sér vélanám (e. machine learn- ing) til að hjálpa við að besta aðfangakeðju veitingastaða. Það leiðir til aukins hagnaðar hjá veitingastöðum, minni matarsóunar og minna kolefnisspori þeirra. GreenBytes, sem hefur höfuðstöðvar í Reykjavík, var stofnað af Renötu Bade Bar- ajas og Jillian Verbeurgt en báðar eru þær útskrifaðar úr meistaranámi HR í orkuverk- fræði og hafa núna beint athygli sinni að matarsóun. Jillian og Renata hafa báðar starfað í veitingageiranum og þekkja því af eigin reynslu hversu krefjandi slík störf geta ver- ið. Þær komust að því að tímatakmörk, áhersla á afköst og þörfin fyrir að veita góða þjónustu gera það að verkum að mikill tími fer í að panta og viðhalda gæðahráefn- um frá mörgum mismunandi birgjum. „Oft á tíðum eru birgðastjórnun og pant- anir birgða eitthvað sem fólki yfirsést vegna yfirlegunnar sem til þarf svo vel sé að verki staðið. Við erum að byggja og þróa GreenBytes til að hjálpa veitingastöðum að draga úr rekstrarkostnaði, minnka matar- sóun og auka sveigjanleika starfsmanna til að veita góða þjónustu og elda ljúffengan mat,“ segja þær Jillian og Renata um fyrir- tækið. „Við höfum fylgst með GreenBytes- teyminu frá stofnun og erum afar hrifin af framtíðarsýn þeirra og framkvæmdagetu. Við teljum að nú sé rétti tíminn fyrir veit- ingageirann að auka afkastagetu sína með hjálp stafrænnar tækni og gervigreindar,“ segja þær Helga Valfells og Svenja Harms, fjárfestar hjá Crowberry Capital. „Við erum afar spennt fyrir því að styðja við GreenBytes á þeirri vegferð að minnka matarsóun á snjallan og áhrifaríkan hátt. Fyrirtækið hefur með góðum árangri þjón- ustað sína fyrstu viðskiptavini og byggt upp traust þeirra. Það sem sannfærir okkur þó hve mest er allur sá drifkraftur og orka sem teymið býr yfir. Það verður lykilatriði meðan þær búa til ómissandi vöru fyrir veitingahúsaeigendur,“ segir Henric Hung- erhoff hjá APX. Veitingahúsaeigendur vita sumir að nú er rétti tíminn fyrir snjallvæðingu og tilfærslu í átt að meiri sjálfbærni. Þær stöllur segja að þeir séu óðum að gera sér grein fyrir að nú sé rétti tíminn fyrir snjallvæðingu og meiri sjálfbærni. „Markmið okkar er að koma í veg fyrir matarsóun og með hjálp GreenBytes trúum við að við getum gert það. Við höfum verið að vinna að þróun kerfisins með þeim og erum mjög spennt að fá að notfæra okkur það. Með kerfinu munum við geta einfaldað pöntunarferli okkar og létt þar með vinn- una fyrir verslunarstjóra okkar og sparað þeim tíma,“ segir Gurrý Indriðadóttir, veit- ingahúsaeigandi, sem nýtt hefur sér þjón- ustu fyrirtækisins. Næstu skref hjá GreenBytes eru að þróa vöruna áfram. Fyrirtækið sé nú starfandi hér á landi en næstu skref séu að færa sig inn á þýska markaðinn. Hafa safnað 140 milljónum til að draga úr matarsóun veitingastaða Íslenska tæknifyrirtækið GreenBytes býður veitinga- stöðum græna lausn. Fjár- festar, með sjóðinn Crowberry Capital í broddi fylkingar, hafa nú fest eina milljón evra, jafn- gildi 140 milljóna króna í fyrir- tækinu. Frumkvöðlar Þær Jillian Verbeurgt og Ren- ata Bade Barajas eru útskrifaðar úr meistara- námi HR í orkuverkfræði og hafa núna beint athygli sinni að matarsóun. „Þetta er búið að vera æðislegt – eiginlega lyg- inni líkast,“ segir Jón Arnar en þétt hefur ver- ið setið á staðnum sem býður upp á ítalskan mat eins og hann gerist bestur. „Ég er með tvo ítalska snillinga í eldhúsinu, hálfgerðar mömmur, sem eru ótrúlegar. Þær kunna ekki að gera vondan mat og eiga það til að taka upp- skriftir sem hafa hingað til verið heilagar í mínum augum og gera þær ennþá betri. Þetta er því algjör matarveisla hérna,“ segir Jón Arnar sem nýverið tók upp á því að bjóða upp á hlaðborð í hádeginu á virkum dögum. „Þetta er alvöru ítalskt hlaðborð þar sem boðið er upp á geggjaða forrétti, klassíska aðalrétti, pítsur og flest það sem gott hlaðborð þarf að hafa til að bera.“ Að sögn Jóns Arnars eru spennandi tímar fram undan enda jólavertíðin að nálgast. „Þetta hefur farið ótrúlega vel af stað og fyrir það erum við þakklát. Maturinn er ekki bara góður hjá okkur heldur erum við ótrúlega stolt af öflugu þjónustuteymi hjá okkur en það hef- ur sannarlega reynst okkur vel að leita út fyrir kassann og ráða eldra og reynsluríkara fólk. Þetta var frábær ákvörðun sem skilar sér í enn skemmtilegra andrúmslofti á staðnum. Ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna,“ seg- ir Jón Arnar að lokum. Ítalskt og æðislegt Boðið er upp á ítalskar eðalveitingar í hádeginu. Ítalskt hlaðborð í hádeginu Það hefur verið mikið um að vera frá því að veitingastaðurinn Grazie var opnaður á Hverfisgötu í sumar en viðtökurnar hafa verið framar björtustu von- um að sögn Jóns Arn- ars Guðbrandssonar veitingamanns. Morgunblaði/Arnþór BirkissonLitla Ítalía Jón Arnar Guðbrandsson er maðurinn á bak við Grazie Trattoria á Hverfisgötunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.