Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Vörðum leiðina saman Innviðaráðuneytið býður, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkum ráðuneytisins. Meginviðfangsefni þeirra verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður fjallað um nýsamþykkta byggðaáætlun. Öllum er velkomið að taka þátt í fjarfundunum, sem flestir eru haldnir milli kl. 15:00-17:00 á auglýstum fundardögum. Fundirnir verða haldnir í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams. Hægt er að skrá sig á vef Stjórnarráðsins — www.stjornarrad.is/vordumleidinasaman. Skráningu lýkur daginn fyrir hvern fund. Þátttakendur fá boð í tölvupósti til að tengja sig á fundina. Fundardagar: 10. október – Höfuðborgarsvæðið 11. október – Suðurland 18. október – Austurland 19. október – Norðurland eystra 20. október – Norðurland vestra 24. október – Vestfirðir 26. október – Vesturland 27. október – Suðurnes Stjórnarráð Íslands Innviðaráðuneytið Samráðmeð íbúum um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tilfinnanlegur skortur er á íbúðar- húsnæði á Akureyri og nauðsynlegt er að fá allt að 250 eignir til viðbótar á söluskrá svo eðlilegur markaður myndist. Þetta segir Björn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri og löggiltur fasteignasali hjá Byggð á Akureyri. Á síðstu átján mánuðum segir hann að fasteignaverð í bæn- um hafi hækkað um nærri fjórðung þó hækkunin geti verið örlítið breytileg milli eignaflokka. Verð- hækkanir á síðasta eina og hálfa árinu hafi fyrst náð til íbúða í fjölbýli og svo yfir allan markaðinn. Nú hafi þetta ferli stöðv- ast og jafnvægi myndast, að minnsta kosti tímabundið. „Stóru frétt- irnar í hækkun- um síðustu miss- era er að nú sjáum við ein- staka eignir hér á Akureyri oftar en ekki seljast á yfir 100 milljónir króna. Þetta gildir þá um einbýlis- hús og stærri eignir, sem eru kannski 200 fermetrar með bílskúr. Mörg slík hús eru hér í bænum og í öllum hverfum,“ segir Björn Guð- mundsson. „Á undanförnum árum hafa vissulega nokkrum sinnum komið í sölu stór hús sem hafa sprengt hundrað milljóna króna múrinn. Slíkt hefur hins vegar verið undantekning. Nú er þetta hins vegar nánast að verða regla.“ Á landsvísu hefur að undanförnu mjög hægt á hækkun fasteigna- verðs. Í dag fylgir verðið þróun verðlags en fer ekkert þar umfram. „Alveg fram á síðustu mánuði var markaðurinn seljendamarkaður en nú sýnist mér að kaupendamark- aður sé að myndast. Þar sem verð- hækkanir hafa stöðvast leiðir það til þess að ýmsir, sem keyptu eignir til að festa fé sitt og fá góða ávöxtun, gætu sett þær í sölu til að tryggja sína rentu enn betur. Þá er fjöldi nýrra íbúða á Akureyri í byggingu, það er í svonefndu Holtahverfi, eignir sem koma í sölu með vorinu. Framboðið er því að aukast og verð að ná jafnvægi, þó svo stóru eign- irnar verðleggist áfram á 100 millj- ónir kr. eða þaðan af meira,“ segir Björn Guðmundsson. Íbúðaskorturinn á Akureyri er mikill - Fasteignaverð hækkaði um fjórðung á 18 mánuðum - Múrinn rofinn - Stóru fjölskylduhúsin nú verðlögð á meira en 100 millj. kr. - Kaupendamarkaður hefur myndast - Jafnvægi er nú að nást Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Jöfn fólksfjölgun í bænum kallar á aukið framboð íbúða. Björn Guðmundsson Farið verður fram á áfram- haldandi gæslu- varðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa staðið að skipulagningu hryðjuverka hér á landi. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is í gær. Mennirnir hafa þegar setið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur, en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim rennur út í dag. Ólafur vildi ekki gefa upp hvað yrði farið fram á langt varðhald. „Kröfugerðin er í smíðum. Beiðn- in verður lögð fram fram og fjallað um hana á morgun [í dag].“ Þá vildi hann ekki segja til um hvort þess yrði krafist að mennirnir sættu áfram einangrun, en þeir hafa verið í einangrun frá því þeir voru handteknir þann 21. sept- ember síðastliðinn. Talin þörf á einangrun Lögmenn mannanna hafa gagn- rýnt hve lengi mennirnir hafa verið í einangrun, en í samtali við mbl.is á mánudag sagði Ólafur að talin væri þörf á einangrun vegna rann- sóknarhagsmuna. Ekki væri krafist einangrunar nema talin væri þörf á því að beita henni. Lögreglan gæti svo dregið úr takmörkunum eftir þörfum. Farið fram á lengra gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur Hryðjuverkamál Vopn sem lagt var hald á í málinu. Karlmaður á fimmtugsaldri var í síðustu viku dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa í vörslu sinni um 5,7 kg af amfetamíni og amfetamín- vökva. Í dóminum kemur fram að lög- regla hafi fundið 4,7 kg af amfeta- míni með 70-72% styrkleika og 990 ml af amfetamínvökva með 61% styrkleika ofan í frystikistu í geymslu íbúðar í Hafnarfirði. Þá hafði maðurinn einnig í vörslu sinni tvö sverð, útdragan- lega kylfu, tvö handjárn, lásboga og gasskotvopn, en lögreglan fann þau einnig í umræddri geymslu. Maðurinn, Garðar Ingvar Þor- mar, játaði brot sín skýlaust og var hann fundinn sekur á grund- velli játningar sinnar. Dæmdur í fangelsi fyrir fíkniefnabrot Héraðsdómur Reykjaness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.