Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 10

Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Vörðum leiðina saman Innviðaráðuneytið býður, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkum ráðuneytisins. Meginviðfangsefni þeirra verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður fjallað um nýsamþykkta byggðaáætlun. Öllum er velkomið að taka þátt í fjarfundunum, sem flestir eru haldnir milli kl. 15:00-17:00 á auglýstum fundardögum. Fundirnir verða haldnir í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams. Hægt er að skrá sig á vef Stjórnarráðsins — www.stjornarrad.is/vordumleidinasaman. Skráningu lýkur daginn fyrir hvern fund. Þátttakendur fá boð í tölvupósti til að tengja sig á fundina. Fundardagar: 10. október – Höfuðborgarsvæðið 11. október – Suðurland 18. október – Austurland 19. október – Norðurland eystra 20. október – Norðurland vestra 24. október – Vestfirðir 26. október – Vesturland 27. október – Suðurnes Stjórnarráð Íslands Innviðaráðuneytið Samráðmeð íbúum um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tilfinnanlegur skortur er á íbúðar- húsnæði á Akureyri og nauðsynlegt er að fá allt að 250 eignir til viðbótar á söluskrá svo eðlilegur markaður myndist. Þetta segir Björn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri og löggiltur fasteignasali hjá Byggð á Akureyri. Á síðstu átján mánuðum segir hann að fasteignaverð í bæn- um hafi hækkað um nærri fjórðung þó hækkunin geti verið örlítið breytileg milli eignaflokka. Verð- hækkanir á síðasta eina og hálfa árinu hafi fyrst náð til íbúða í fjölbýli og svo yfir allan markaðinn. Nú hafi þetta ferli stöðv- ast og jafnvægi myndast, að minnsta kosti tímabundið. „Stóru frétt- irnar í hækkun- um síðustu miss- era er að nú sjáum við ein- staka eignir hér á Akureyri oftar en ekki seljast á yfir 100 milljónir króna. Þetta gildir þá um einbýlis- hús og stærri eignir, sem eru kannski 200 fermetrar með bílskúr. Mörg slík hús eru hér í bænum og í öllum hverfum,“ segir Björn Guð- mundsson. „Á undanförnum árum hafa vissulega nokkrum sinnum komið í sölu stór hús sem hafa sprengt hundrað milljóna króna múrinn. Slíkt hefur hins vegar verið undantekning. Nú er þetta hins vegar nánast að verða regla.“ Á landsvísu hefur að undanförnu mjög hægt á hækkun fasteigna- verðs. Í dag fylgir verðið þróun verðlags en fer ekkert þar umfram. „Alveg fram á síðustu mánuði var markaðurinn seljendamarkaður en nú sýnist mér að kaupendamark- aður sé að myndast. Þar sem verð- hækkanir hafa stöðvast leiðir það til þess að ýmsir, sem keyptu eignir til að festa fé sitt og fá góða ávöxtun, gætu sett þær í sölu til að tryggja sína rentu enn betur. Þá er fjöldi nýrra íbúða á Akureyri í byggingu, það er í svonefndu Holtahverfi, eignir sem koma í sölu með vorinu. Framboðið er því að aukast og verð að ná jafnvægi, þó svo stóru eign- irnar verðleggist áfram á 100 millj- ónir kr. eða þaðan af meira,“ segir Björn Guðmundsson. Íbúðaskorturinn á Akureyri er mikill - Fasteignaverð hækkaði um fjórðung á 18 mánuðum - Múrinn rofinn - Stóru fjölskylduhúsin nú verðlögð á meira en 100 millj. kr. - Kaupendamarkaður hefur myndast - Jafnvægi er nú að nást Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Jöfn fólksfjölgun í bænum kallar á aukið framboð íbúða. Björn Guðmundsson Farið verður fram á áfram- haldandi gæslu- varðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa staðið að skipulagningu hryðjuverka hér á landi. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is í gær. Mennirnir hafa þegar setið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur, en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim rennur út í dag. Ólafur vildi ekki gefa upp hvað yrði farið fram á langt varðhald. „Kröfugerðin er í smíðum. Beiðn- in verður lögð fram fram og fjallað um hana á morgun [í dag].“ Þá vildi hann ekki segja til um hvort þess yrði krafist að mennirnir sættu áfram einangrun, en þeir hafa verið í einangrun frá því þeir voru handteknir þann 21. sept- ember síðastliðinn. Talin þörf á einangrun Lögmenn mannanna hafa gagn- rýnt hve lengi mennirnir hafa verið í einangrun, en í samtali við mbl.is á mánudag sagði Ólafur að talin væri þörf á einangrun vegna rann- sóknarhagsmuna. Ekki væri krafist einangrunar nema talin væri þörf á því að beita henni. Lögreglan gæti svo dregið úr takmörkunum eftir þörfum. Farið fram á lengra gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur Hryðjuverkamál Vopn sem lagt var hald á í málinu. Karlmaður á fimmtugsaldri var í síðustu viku dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa í vörslu sinni um 5,7 kg af amfetamíni og amfetamín- vökva. Í dóminum kemur fram að lög- regla hafi fundið 4,7 kg af amfeta- míni með 70-72% styrkleika og 990 ml af amfetamínvökva með 61% styrkleika ofan í frystikistu í geymslu íbúðar í Hafnarfirði. Þá hafði maðurinn einnig í vörslu sinni tvö sverð, útdragan- lega kylfu, tvö handjárn, lásboga og gasskotvopn, en lögreglan fann þau einnig í umræddri geymslu. Maðurinn, Garðar Ingvar Þor- mar, játaði brot sín skýlaust og var hann fundinn sekur á grund- velli játningar sinnar. Dæmdur í fangelsi fyrir fíkniefnabrot Héraðsdómur Reykjaness.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.