Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 „EN HVAÐ EF OKKUR KEMUR EKKI SAMAN VEGNA ÞESS AÐ VIÐ ERUM OF LÍKAR?“ „ÉG VILDI BARA HITTA ÞIG Í EIGIN PERSÓNU OG SEGJA ÞÉR AÐ ÞÚ ERT MEÐ YFIRDRÁTT UPP Á 1.000 KRÓNUR OG ÞAÐ ER Í FÍNU LAGI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem heldur okkur saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GRETTIR, SMÁKÖKURNAR ERU HORFNAR! KANNSKI FÓRU ÞÆR Í FRÍ HANN VAR EINU SINNI SVERÐAGLEYPIR Í SIRKUSNUM! KLÓNUN 90.000 KR. SPAR ISJÓ ÐSS stíl til fólksins og sá að þetta var stór vettvangur til þess.“ Önnur áhugamál Everts eru fjalla- hjól og skíðamennska og svo er hann mikill áhugamaður um mat og vín. „Það vaknaði þegar ég var þjónn á Grillinu, einum besta veitingastað sögunnar á Íslandi. Við hittumst reglulega vinirnir og smökkum nýjar víntegundir og borðum góðan mat. Ég er duglegur að elda og hef mjög gaman af því, held reglulega veislur og er þekktur í crossfit-heiminum fyrir hamborgara sem ég geri, en þeir eru með sultu og hafa úti verið kallaðir jamburger. Ég borða samt það sem ég predika, 90 prósent af því sem ég borða er hreinn matur, nátt- úruleg fæða og eins óspillt og hún getur orðið. En svo leik ég með rest- ina og borða allt. Ef næringin kemur að mestu leyti úr náttúrunni þá ertu í góðum málum.“ Fjölskylda Eiginkona Everts er Þuríður Guð- mundsdóttir, f. 29.8. 1984, kíróprakt- or. Þau eru búsett í Vogahverfi í Reykjavík. Foreldrar Þuríðar eru hjónin Guðmundur Ómar Þráinsson, f. 8.9. 1957, og Bergþóra Haralds- dóttir, f. 1.10. 1958, búsett í Reykja- vík. Dóttir Everts og Thelmu Guð- mundsdóttur er Teresa Evertsdóttir, f. 14.8. 2001, nemi í reiðmennsku og tamningum við Háskólann á Hólum í Hjaltadal. Sonur Everts og Rakelar Halldórsdóttur er Anton Smári Evertsson, f. 6.4. 2007, nemi við Framhaldsskólann á Sauðárkróki. Sonur Everts og Þuríðar er Jökull Aron Evertsson, f. 8.8. 2021. Systkini Everts eru Thelma Víg- lundsdóttir, f. 21.9. 1971, hársnyrtir að mennt, og fasteignasali hjá Trausta fasteignasölu, búsett í Garðabæ; Aron, f. 1980, markaðs- og dreifingastjóri hjá Bíó Paradís, bú- settur á Hvanneyri, og Jónína Arn- fríður Víglundsdóttir, f. 2.4. 1982, hársnyrtir að mennt, vinnur hjá Póstinum, búsett í Stykkishólmi. Foreldrar Everts eru hjónin Víg- lundur Þorsteinsson, f. 24.6. 1941, raftæknifræðingur, og Kristjana Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, f. 11.4. 1947 vann við hjúkrun á Sjúkrahús- inu á Húsavík. Þau eru búsett í Reykjavík. Evert Víglundsson Jóhanna Sigfúsdóttir húsfreyja í Hvammi Aðalsteinn Jónasson bóndi í Hvammi í Þistilfirði Hólmfríður Jónína Aðalsteinsdóttir húsfreyja á Húsavík Skarphéðinn Jónasson bifreiðarstjóri á Húsavík Kristjana Guðbjörg Skarphéðinsdóttir vann við hjúkrun, býr í Reykjavík Kristjana Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja á Húsavík Jónas Bjarnason vegaverkstjóri á Húsavík Svanborg Stefanía Björnsdóttir húsfreyja á Hauksstöðum Víglundur Helgason bóndi á Hauksstöðum í Vopnafirði Jónína Arnfríður Víglundsdóttir húsfreyja á Blómsturvöllum og á Akureyri Þorsteinn Stefánsson bóndi á Blómsturvöllum í Kræklingahlíð, Eyjafirði, síðar verkamaður á Akureyri Sigríður Guðrún Pálsdóttir húsfreyja á Blómsturvöllum Stefán Valdimar Sigurjónsson bóndi á Blómsturvöllum Ætt Everts Víglundssonar Víglundur Þorsteinsson raftæknifræðingur í Reykjavík Á boðnarmiði yrkir Friðrik Steingrímsson: Hlýir dagar færast frá og farga sumarþránni, kuldabragur er nú á árans veðurspánni. Guðmundur Stefánsson skrifar: „Fyrir nokkru voru hér vangavelt- ur um vísuna um sr. Sigurð Hauk- dal á Bergþórshvoli. Ég hef traust- ar heimildir fyrir því að höfundur hennar sé Oddgeir Guðjónsson í Tungu í Fljótshlíð. En vísan er svona“: Ánægður klerkur við amstur og puð og íhaldsins þrotlausu dellu. Við tíðir í kirkju hann talar um Guð en trúir á Ingólf á Hellu. Atli Harðarson veltir fyrir sér: Mér er spurn: Ef speglast líka speki þeirra vísu manna hvort úr því verði öfugmæli um eðli sjálfra nifteindanna. Dagbjartur Dagbjartsson segir að verði menn slæmir í (ein- hverjum) fætinum megi þó alltaf vona að hann skáni: Margur telja myndi höpp og meir um annað fátt rætt ef að skyldi lagast löpp á lúnum karli um áttrætt. Maðurinn Með Hattinn yrkir: Á því er stundum ekkert lag að atast í vísnasmíði. En alltaf er gaman að yrkja brag á þó fáir hlýði. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir: „Ég þrasa og þess vegna er ég því ég þoli’ ekki heimsku það sver ég“, mælir Hallbjörn en þá segir Hildibjörg Gná: „Ég hugsa og þess vegna fer ég“. Hestavísa eftir Ingólf Ómar Ár- mannsson: Blakks er lundin býsna ör beislahundur fimur. Hruflar grundir frár í för foldin undir glymur. Reinhold Richter kvað: Fátt til nota gæfan gaf gleði-tórði-snauður hann Iifði ekki lífið af og lagðist niður dauður. Halldór Guðlaugsson bætti við: Engan hér skal óttinn hrjá þó endalokum kvíði sömu örlög flestir fá sem fást við vísnasmíði. Jón Jens Kristjánsson segir að færri bæjarfulltrúar komist að en vilja á Akureyri: Í uppsigling virðast einhver læti alltaf koma fleiri og fleiri sem hurðir knýja og heimta sæti í hreppsnefndinni á Akureyri. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Trúir á Ingólf á Hellu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.