Morgunblaðið - 07.11.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
60+ Á TENERIFE
MEÐ LÓLÓ RÓSENKRANZ
Komdu með til Tenerife og njóttu
samvista við jafnaldra, vini og
kunningja í yndislegu loftslagi.
Lóló heldur úti fjölbreyttri dagskrá
sem hentar öllum. Hún býður upp á
leikfimi, göngutúr ásamt mörgum
skemmtilegum uppákomum.
Ekki missa af þessari skemmtilegu
ferð, þar sem Lóló fer á kostum!
BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA
INNRITAÐUR FARANGUR
GISTING Á BEST JACARANDA 4*
HÁLFT FÆÐI
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
SÉRSNIÐIN DAGSKRÁ
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
INNIFALIÐ Í VERÐI:
15 DAGAR | 04. - 18. JANÚAR
VERÐ FRÁ 295.900 KR.
Á MANN M.V. 3 FULLORÐNA
Lóló Rósenkranz
Fararstjóri ferðarinnar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Reykjavíkurtjörn dregur alltaf til
sín fjölda ferðamanna á hverju ári
sem vilja smella af góðum myndum
af dýralífinu í borginni. Á þessu ári
gerir Ferðamálastofa ráð fyrir að
1,7 milljónir erlendra ferðamanna
muni sækja landið heim. Á því
næsta er spáð tæplega 2,4 millj-
ónum ferðamanna, sem fjölga muni
jafnt og þétt upp í tæplega þrjár
milljónir árið 2025. Samkvæmt
langtímahorfum má ætla að ferða-
menn geti orðið um 3,5 milljónir ár-
ið 2030 en sú spá er mikilli óvissu
háð.
Kortavelta erlendra ferðamanna
hefur aldrei verið meiri að nafn-
virði en í júlí á þessu ári frá því að
mælingar hófust árið 2012. Það má
því gera ráð fyrir að straumurinn
þyngist enn frekar við Tjörnina og
að endurnar og aðrar fuglateg-
undir muni sjá enn fleiri brosandi
andlit bak við símaskjái.
Morgunblaðið/Eggert
Setja sig í
stellingar við
bakkann
Baldur S. Blöndal
baldurb@mbl.is
Ný lyf við offitu geta dregið verulega
úr eftirspurn eftir efnaskiptaaðgerð-
um. Sjúkratryggingar Íslands þurfa
þó að vera fljótari að grípa inn í og
fjármagna lyfjagjöf til sjúklinga.
Þetta er mat Erlu Gerðar Sveinsdótt-
ur læknis sem hefur sérhæft sig í
meðferð við offitu. Efnaskiptaaðgerð-
ir eru þó enn öflugasta meðferðin við
alvarlegri offitu að hennar sögn.
Erla hélt erindi á fræðsludegi
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
fyrir helgi um þessi nýju lyf við offitu
sem hún segir hafa gefið afar góða
raun. Lyfin sem Erla vísar til eru líra-
glútíð og sema-
glútíð, sem eru
ætluð einstakling-
um með offitu og
sykursýki. Þó að-
lyfin séu upphaf-
lega sykursýkis-
lyf, og hafi oftast
verið notuð til að
meðhöndla sykur-
sýki samhliða of-
fitu, hafa nýjar
rannsóknir sýnt fram á góða virkni
lyfjanna hjá þeim sem eru með offitu
án þess að vera með sykursýki.
„Þetta er langtímameðferð við of-
fitu sem er langvinnur sjúkdómur.
Þannig að auðvitað er eðlilegt að fólk
leiti eftir því að vita hvort lyfið henti
því þegar það heyrir af þeim. Þá er
það á ábyrgð fagaðila að upplýsa vel,
styðja vel og gefa þeim lyfið sem hafa
mest gagn af því og fylgja meðferð-
inni vel eftir.“ En áhugi á lyfjunum
hefur aukist verulega síðustu miss-
eri.
Aukaverkanir geti verið
tengdar vanþekkingu
Hún segir að þær aukaverkanir
sem algengt er að fylgi notkun
lyfjanna, svo sem ógleði og hægða-
tregða, geti tengst vanþekkingu á
virkni þeirra og segir að hægt sé að
komast hjá þessum aukaverkunum í
flestum tilfellum.
„Ef fólk notar lyfin samhliða gömlu
möntrunni, það er að borða minna til
að léttast meira, þá lendir maður í
ógöngum. Lyfin virka ekki sem skyldi
ef borðað er of lítið, þá taka varn-
arkerfi líkamans yfir og stöðva
þyngdartap,“ segir Erla og lýsir þrí-
þættri virkni lyfjanna. Í fyrsta lagi
verkar það á seddusvæði heilans, í
öðru lagi hægir það á tæmingu mag-
ans og hefur áhrif á þarmana, og í
þriðja lagi jafnar lyfið blóðsykur
sjúklinga. Lyfin eru enda í grunninn
sykursýkislyf.
Erla varar við því að líta á lyfin sem
töfralausn en telur samt sem áður að
Sjúkratryggingar Íslands séu of rag-
ar að taka þátt í greiðslu kostnaðar
við notkun lyfsins fyrr en allt of seint í
ferlinu. „Sjúkratryggingar hefja ekki
greiðsluþátttöku fyrr en sjúkdómur-
inn er orðinn of alvarlegur og gera
það þá í of stuttan tíma fyrir svona
langvinnan sjúkdóm.“
Erla segir margt mæla með auk-
inni notkun lyfjanna og þá sérstak-
lega í ljósi þess að næsta skref í með-
ferð þeirra sem glími við offitu sé
efnaskiptaaðgerð.
„Lyfin eru farin að ná árangri sem
er ansi nálægt því sem þekkist eftir
magaermaraðgerð,“ segir Erla og
lýsir muninum á þessum tveim úr-
ræðum þannig að lyfjanotkunin hafi
töluvert minni kostnað í för með sér
ásamt því að vera minna inngrip.
Lyf gegn offitu sífellt vinsælli
- Læknir á sviði offitu segir ný lyf gefa góða raun - Lyfin geti dregið úr þörf fyrir efnaskiptaaðgerðir
Erla Gerður
Sveinsdóttir
halda áfram að sigla næstu vikurnar.
„Þetta voru auðvitað ákveðin von-
brigði, en gott að þetta kom í ljós þeg-
ar skipið var í slipp og auðveldlega
hægt að taka það upp aftur og við með
varaskipið klárt. Ef þetta hefði komið
upp eftir tvær eða þrjár vikur hefðum
við verið í miklu verri málum,“ segir
Hörður sem kveður koma í ljós á
morgun hversu löng biðin eftir vara-
hlutunum verður. Bilunin mun kosta
sitt, því rekstur Herjólfs III er dýrari
en Herjólfs IV.
Herjólfur IV var ekki fyrr kominn úr
slipp en hann var tekinn aftur upp,
eftir að í ljós kom ný bilun í skipinu.
„Það er búið að taka skipið aftur upp í
slipp og verið að bíða eftir varahlutum
sem koma frá Hollandi,“ segir Hörð-
ur Orri Grettisson, framkvæmda-
stjóri Herjólfs. Herjólfur IV átti að
hefja áætlunarsiglingar milli lands og
Vestmannaeyja um helgina, en bilun-
in kom í ljós á föstudag. Herjólfur III,
sem notaður hefur verið til siglinga á
meðan sá nýrri var í slipp, mun því
Herjólfur aftur í
slipp eftir slipp
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Varaskeifa Herjólfur III kemur til hafnar í Vestmannaeyjum um helgina.