Morgunblaðið - 07.11.2022, Side 10

Morgunblaðið - 07.11.2022, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022 Ekki vera gamaldags! HR Monitor rauntíma starfsánægjumælingar er nútíminn FRÉTTASKÝRING Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Krabbamein og hjarta- og æða- sjúkdómar voru helsta dánarorsök á Íslandi árið 2021, eins og síðustu ár. Nýlega var talnabrunnur, töl- fræði yfir dánarorsakir landsmanna fyrir árið 2021, birtur á vef landlæknisembættisins. „Allar greiningar yfir dánar- orsakir byggjast á skráningu í dán- armeinaskrá og þær eru kóðaðar eftir svokallaðri ICD-10-kóðun. Það er flokkun þar sem teknir eru sam- an nokkrir sjúkdómskóðar og undir þessum flokki eru þarna í efsta flokknum á korti 1 [súluritinu hér til hliðar] sjúkdómar í blóðrásarkerfi, og er sá flokkur byggður á ICD-10- kóðunum I00 til I99,“ segir Jón Óskar Guðlaugsson, verkefnastjóri á upplýsingasviði landlæknisemb- ættisins og annar höfunda talna- brunnsins. „Ef kóðatréð fyrir þessa kóða er skoðað sést að þarna eru sjúkdómar eins og háþrýstingssjúkdómar, blóðþurrðar- og hjartasjúkdómar, heilaæðasjúkdómar, lungna- og hjartasjúkdómar og sjúkdómar í lungnablóðrás og ýmis önnur form hjartasjúkdóma. Flokkurinn kemur hæst út á þessari mynd því gífur- lega margir sjúkdómar falla undir þennan flokk,“ segir Jón Óskar. Samkvæmt kortinu eru 29% allra dauðsfalla í þessum flokki en í næsta flokknum, æxli, eru 27,3% allra dauðsfalla. Krabbamein efst tíu sjúkdóma Myndin breytist hins vegar tals- vert ef skoðaðir eru tíu efstu sjúk- dómarnir sem helstu dánarorsakir Íslendinga á síðasta ári. Sú flokkun er í ætt við hefðbundna flokkun sem þekkt er t.d. frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem hefur verið tek- in upp hérlendis. „Þar er dánar- tíðnin aldursstöðluð á hverja 100.000 íbúa, en dánartíðni sem hef- ur verið stöðluð með þessum hætti leiðréttir mun sem kann að vera til staðar vegna ólíkrar aldurssamsetn- ingar í samfélögum frá einum tíma til annars,“ segir í talnabrunni land- læknisembættisins. Helmingur allra dauðsfalla Þegar efstu tíu sjúkdómarnir eru skoðaðir sem dánarorsök Íslendinga kemur í ljós að þar tróna krabba- meinin efst, en hjartasjúkdómar fylgja í kjölfarið og eru þessir tveir flokkar langt fyrir ofan alla aðra og nærri helmingur allra dauðsfalla á síðasta ári er af þeirra völdum. Þær niðurstöður eru í samræmi við nið- urstöður síðustu ára. Illkynja æxli eru helsta dánar- orsökin hjá báðum kynjum og var aldursstöðluð dánartíðni á 100 þús- und íbúa 177,8 hjá körlum en 145,5 hjá konum. Þegar skoðað er hvaða krabba- mein eru skæðust hjá körlum eru það illkynja æxli í barkakýli, barka, berkju eða lunga sem voru helsta orsök andláts 66 karla á síðasta ári. Fast á eftir kom síðan illkynja æxli í blöðruhálskirtli sem var orsök and- láts 57 karla á síðasta ári. Hjá konum eins og körlum voru illkynja æxli í barkakýli, barka, berkju eða lunga algengust eða hjá 64 konum en fast í kjölfarið komu illkynja æxli í brjósti hjá 52 konum. Hefur samt farið lækkandi Þó er mikilvægt í þessu sambandi að benda á að þrátt fyrir hátt gengi krabbameina sem undirliggjandi or- sakar dauða, hefur talan samt farið mikið lækkandi á undanförnum ár- um. Ef skoðað er tímabilið frá 1996 til og með árinu í fyrra hefur krabbamein sem helsta dánarorsök karla lækkað um 41% en um 30% hjá konum. Hættan eykst með aldrinum Það voru 2.332 einstaklingar með lögheimili á landinu sem létust árið 2021 og þar af voru 1.177 karlar og 1.155 konur. Þegar tekið er mið af fjölda miðað við 100 þúsund íbúa eru það 626 einstaklingar. Þegar skoðaður er kynjamunurinn eru það 616 karlar á hverja 100 þúsund íbúa karla og 637 konur miðað við hverja 100 þúsund íbúa kvenna. Það kemur ekki á óvart að hæsta tíðni dauðsfalla vegna krabbameina er hjá elsta aldurshópnum. Í fyrra voru 2⁄3 sem létust af völdum krabbameina yfir 70 ára aldri, en þriðjungur var á aldrinum 40-69 ára. Jákvæð áhrif lífsstíls á heilsu Ef hjartasjúkdómar eru skoðaðir sérstaklega er mikill munur á kynj- unum. Þar eru 152,8 karlar á hver 100 þúsund að deyja vegna þeirra á móti 83,9 konum á hverjar 100 þús- und konur. Ef skoðuð eru öll andlát í fyrra eru ¾ dauðsfalla hjá hópnum sem er 70 ára og eldri, en fjórðungur undir sjötugu. Karlar deyja frekar yngri en konur, eða 30% yngri en 70 ára á móti 18% kvenna. Einnig er meðalævi lengri hjá konum en körl- um, eða 84,1 ár á móti 80,9 árum karla. Þegar þróun tengd dánartíðni vegna hjartasjúkdóma er skoðuð sést að eins og með krabbameinin þá fer þessi tala líka lækkandi á tímabilinu frá 1996 til og með síð- asta ári. Hjá körlum hefur tíðnin lækkað um 57% en um 50% hjá kon- um. Offita aukinn hættuvaldur „Þessa jákvæðu þróun má að miklu leyti rekja til framfara í læknisfræðilegri meðferð og til betri lifnaðarhátta, svo sem minni reykinga og aukinnar meðvitundar um háþrýsting. Á hinn bóginn hefur orðið veruleg aukning á offitu og sykursýki af tegund II undanfarin ár. Það, ásamt hækkandi meðalaldri þjóðarinnar, getur leitt til þess að hægja mun á þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við hjarta- sjúkdóma undanfarna áratugi,“ seg- ir í nýjasta talnabrunni landlæknis- embættisins. Sveiflur í tíðni sjálfsvíga „Við drögum fram sérstaklega sjálfsvíg í skýrslunni þó þau séu ekki stór flokkur dánarorsaka,“ seg- ir Jón Óskar, en bætir við að þau flokkist undir ótímabær andlát og því sé ekki skrýtið að þau veki at- hygli því mikilvægt sé að reyna að bregðast við þessum vanda. „En sjálfsvíg eru sveiflukennd á milli ára út af því hvað við erum fámenn þjóð og það þarf svo lítið til að það sveifl- ist og ekki hægt að tala um mark- tækar breytingar milli ára.“ Í skýrslunni kemur fram að fjöldi sjálfsvíga hefur verið á bilinu 34-49 á ári, eða um 11-12 á hverja 100 þúsund íbúa undanfarinn áratug. Eins og áður er kynjamunur og eru karlar í meiri áhættuhópi og taka frekar sitt eigið líf en konur. Á undanförnum áratug tók að meðal- tali 31 karl sitt eigið líf, á móti 9 konum. Einnig er hættan mest meðal yngra fólks, 44% af þeim sem taka sitt eigið líf eru undir fertugu. Örfá Covid-dauðsföll 2021 Þegar skoðaðar eru tölur um dauðsföll tengd kórónuveirunni voru aðeins sex andlát tengd far- aldrinum árið 2021. Sú tala verður miklum mun hærri á þessu ári en komið hefur fram að tala látinna þar sem Covid-19 er orsök eða með- virkandi þáttur í andláti á þessu ári er komin yfir 200 og árið ekki úti enn. „Við höfum verið að reyna að flýta þessum skráningum fyrir emb- ættið til að geta rýnt í þessar tölur.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sólarlagið Þegar skoðað er hvaða krabbamein eru skæðust hjá körlum eru það illkynja æxli í barkakýli, barka, berkju eða lunga. Ef hjartasjúkdómar eru skoðaðir er mikill munur á kynjunum. Fleiri karlar deyja undir sjötugu - Hjartasjúkdómar og krabbamein helmingur allra dánarorsaka 2021 - Hlutfall lækkað mikið frá 1996 með breyttum lífsstíl - Konur verða eldri - Offita hættuþáttur - Fá Covid-dauðsföll 2021 29,0% 27,3% 11,7% 8,0% 6,9% 4,7% 3,3% 2,7% 2,1% 1,9% 1,2% Hlutfall látinna eftir dánarorsökum 2021 Sjúkdómar í blóðrásarkerfi Æxli Sjúkdómar í taugakerfiog skynfærum Sjúkdómar í öndunarfærum Ytri orsakir áverka og eitrana Geðraskanir og atferlisraskanir Sjúkdómar í meltingarfærum Innkirtla-,næringar- og efnaskiptasjúkd. Sjúkdómar í þvag- og kynfærum Einkenni og illa skilgreindar orsakir Smit- og sníklasjúkdómar Minna en 1% dánarorsaka: Sjúkdómar í vöðva- og beinvef og í bandvef. Tilteknir kvillar með upphaf á burðarmálsskeiði. Meðfæddar van- skapanir og litningafrávik. Sjúkdómar í blóði, blóðfærum og ónæmisraskanir. Sjúkdómar í húð og húðbeð. Heimild: Embætti landlæknis Dánartíðni eftir kyni á 100.000 íbúa Vegna illkynja æxla og hjarta- sjúkdóma, 1996-2021 400 300 200 100 0 '96 '01 '06 '11 '16 '21 Hjartasjúkdómar: Karlar Konur Illkynja æxli: Karlar Konur Heimild: Embætti landlæknis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.