Morgunblaðið - 07.11.2022, Page 11

Morgunblaðið - 07.11.2022, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Heilsugæslan er í örri faglegri þróun og eru falin æ fleiri verk- efni. Hins vegar vantar okkur fleiri lækna og svigrúm þar til að enn betur megi sinna því fólki sem til okkar leitar,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Fé- lags íslenskra heimilislækna. „Gjarnan er sagt að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Ég er sam- mála þeirri stefnu, því á grunn- stigi er oft hægt að sinna veik- indum fólks og vanda fljótt og vel. Ef fólk er með heimilislækni sem þekkir skjólstæðinginn og að- stæður hans geta samskipti orðið einföld og þægileg. Rannsóknir sýna raunar að ævilíkur og lífs- gæði aukast hjá þeim sem eru skráðir hjá heimilislækni auk þess sem kostnaður samfélagsins við þjónustuna er minni en ella.“ Heilsugæslan fengið mörg ný verkefni Heilsugæslan á Íslandi er í dag á tímamótum og úrlausnar- efnin á líðandi stundu eru mörg. Álag hefur aukist mikið og verk- efnum fjölgað án þess að því hafi fylgt fé eða fleira starfsfólk, segir Margrét Ólafía. Í þessu sambandi nefnir hún til dæmis þjónustu og eftirfylgd við krabbameinssjúkl- inga, fólk með heilabilun og minn- isglöp og geðheilbrigði. „Álag á heilsugæsluna var mikið í Covid, í aðstæðum þar sem við tileinkuðum okkur ýmsar tæknilausnir og hópvinnu sem hefur verið verið til bóta. Þar fékkst meðal annars reynsla sem kom sér vel í haust í bólusetn- ingum fyrir inflúensu. Þegar heimsfaraldri lauk fór aftur að koma til heilsugæslunnar fólk sem hafði beðið með að leita aðstoðar til dæmis vegna ýmissa lang- vinnra sjúkdóma, sem það var jafnvel búið að missa tökin á. Þetta eru mál sem þarf að vinna upp nú, sem tekur tíma,“ segir Margrét Ólafía sem starfar á heilsugæslustöðinni í Efstaleiti í Reykjavík. Hún bætir jafnframt við: „Í aðstæðum eins og nú finn- um við að fleiri heimilislækna þarf til starfa, því að margir af þeim sem lærðu þessa sérgrein þegar heilsugæslan á Íslandi var að þróast í núverandi mynd fyrir um fjörutíu árum eru nú að hætta störfum. Allar sérgreinar lækn- isfræðinnar fara í gegnum tísku- bylgjur og einu sinni voru heim- ilislækningar mjög heitar. Svo kom lægð og nú er um 100 útskrif- aðir læknar að taka þessa sér- grein. Koma væntanlega til starfa í heilsugæslunni eftir fimm til sex ár. Þá er orðið að mestu leyti hægt að taka sérfræðinám heim- ilislækna hér heima sem er til bóta,“ Greiðslumódeli þarf að breyta Í ályktunum aðalfundar Fé- lags íslenskra heimilislækna sem haldinn var nýlega segir að breyta þurfi greiðslumóeli því sem heilsugæslan starfar samkvæmt. Hvarvetna sé undirmönnun og vandræði að manna læknisstöður. Viðmiðið sé að hver heilsugæslu- stöð fái fjárveitingar samkvæmt fjölda sjúklinga og aldri þeirra, en þær breytur ráða miklu um verk- efnin á hverri stöð. Þessar fjár- veitingar hafi ekki fylgt launa- vísitölu og því sé rekstur stundum í vanda, svo sem á einkareknum stöðvum. Þá sé nærri lagi að hver heimilislæknir geti haft um 1.200 skjólstæðinga svo þeim megi sinna vel og af yfirsýn. Algengt er hins vegar nú að hver læknir hafi um 2.300-2.400 manns í þjónustu sem er einfaldlega of mikið þannig að vel sé, segir Margrét Ólafía og heldur áfram: fræðsla á auðskiljanlegu máli. Í þessu sambandi hafi Þróunar- miðstöð íslenskrar heilsugæslu hlutverk. „Fólk þarf að geta greint helstu sjúkdómseinkeni á eigin skinni og brugðist við samkvæmt því,“ segir Margrét Ólafía og nefnir að nú sé vetrarflensan farin að minna aðeins á sig. Para- inflúensa með kvefveirum malli víða um þessar mundir og mik- ilvægt sé því fyrir fólk að fara að öllu með gát. Alltaf sé bót að bólu- setningu. Hin klassíska vetrar- flensa komi væntanlega snemma á næsta ári. „Við þekkjum flest hefð- bundna flensu; slappleika, bein- verki og 39-40 stiga hita; pest sem gengur í flestum tilvikum yfir á um vikutíma. Á meðan samkomu- takmarkanir giltu í heimsfaraldri varð inflúensu lítið vart á Íslandi. Nú þegar aðstæður í samfélaginu eru aftur orðnar eðlilegar má hins vegar búast við aukning verði og flensan leggist á marga. Því er heilsugæslan viðbúin.“ „Við teljum líka að endur- skoða verði verkefnin sem heim- ilislæknar þurfa nú að sinna. Þar er skriffinnska orðin stór hluti af starfinu, verkefni sem stundum eiga ekkert skylt við læknisfræði. Eins og tæknin er frábær getur hún verið íþyngjandi. Í ár hafa borist um 300.000 erindi í gegnum vefinn Heilsuvera til heilsugæslu- lækna og margir þeirra verja nú tveimur klukkustundum á dag í þennan þátt starfsins. Þetta er viðbót við annað í erilsömu starfi og stundum vinna læknar vegna þessa lengri daga en ætlast er til. Vefinn verður því að endurskoða og raða erindum þannig að tími lækna nýtist betur.“ Vetrarflensan er komin Í ályktun aðalfundur Félags íslenskra heimilislækna er skorað á stjórnvöld að efla og bæta heilsulæsi almennings. Í slíku felst fræðsla og upplýsingar, meira ör- yggi fólks í að gæta að sjálfu sér og heilsu sinni. Mikilvægt sé því að fram séu settar upplýsingar og Mikið álag á heilsugæsluna sem er í örri faglegri þróun, segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heilbrigðismál Endurskoða þarf verkefnin sem heimilislæknar sinna nú, segir Margrét Ólafía í viðtalinu. Heilsulæsi þarf að bæta - Margrét Ólafía Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 1981. Hún útskrifaðist úr læknadeild Há- skóla Íslands 2007 og sem sér- fræðingur í heimilislækningum 2014. Lauk doktorsprófi í heimilislækningum og lýð- heilsuvísindum frá HÍ og NTNU í Þrándheimi 2017. - Starfar á heilsugæslunni í Efstaleiti í Reykjavík og er lekt- or við læknadeild HÍ. Formaður Félags íslenskra heimilislækna og er kennslustjóri sérnáms í heimilislækningum á Íslandi. Að auki í stjórn Læknavakt- arinnar og fulltrúi í stjórn Læknafélags Íslands. Hver er hún? Krafa stjórnar Fornbílafjelags Borgarfjarðar var lögð fyrir byggðarráð Borgarbyggðar í síð- ustu viku, vegna lokunar á hús- næði félagsins í Brákarey snemma á síðasta ári. Krafan hljóðar upp á rúmar 112 milljónir króna. Í kröf- unni má finna útreikning vegna þess tjóns sem riftun leigusamn- ings Borgarbyggðar við Fornbíla- fjelagið hafi valdið og muni valda félaginu. Meðal annars er krafist rúmlega 60 milljóna króna fyrir framkvæmdir á núverandi sýning- arsal, kaffistofu og húsi að utan- verðu og vegna tekjutaps miðað við núverandi leigusamning, sem gildir til ársins 2035, upp á 30 milljónir. „Ljóst er að ófyrirsjáanlegur kostnaður fyrir sveitarfélagið sem yrði í námunda við slíka fjárhæð myndi hafa veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins og svig- rúm til fjárfestinga í nauðsyn- legum innviðum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram gagnvart stjórn Fornbílafjelags- ins,“ segir í bókun byggðarráðs. urdur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Brákarey Leigusamningi Fornbílafjelagsins var rift snemma á síðasta ári. Krefjast rúmlega 112 milljóna króna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.