Morgunblaðið - 07.11.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.11.2022, Qupperneq 14
SVIÐSLJÓS Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is H lýnun jarðar hefur orsak- að sífellt stærri elda í Síberíu og á næstu ára- tugum gætu þeir losað mikið magn af koltvísýringi sem nú er fast í jarðveginum. Árin 2019 og 2020 eyðilögðu eldar í þessum heimshluta yfirborðsflat- armál sem jafngildir næstum helm- ingi þess sem brann á síðustu 40 ár- um. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist nýlega í vísindaritinu Science. Þessir nýlegu eldar hafa spúið um 150 milljónum tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið, að mati vísindamanna. Svæðið fyrir ofan heimskauts- bauginn hitnar fjórum sinnum hrað- ar en aðrir hlutar yfirborðs jarðar. „Það er þessi aukning sem veldur óeðlilegri virkni elda,“ sagði David Gaveau, einn höfunda rannsókn- arinnar, við AFP-fréttastofuna. Vís- indamenn einbeittu sér að svæði sem er rúmlega fimm sinnum stærra en Frakkland og fylgdust með gervi- hnattamyndum sem sýna brennt yfirborðsflatarmál á hverju ári frá 1982 til 2020. Oftar farið yfir þröskuldinn Árið 2020 brann rúmlega 2,5 millj- óna hektara land. Það ár var sum- arið í Síberíu að meðaltali þrisvar sinnum heitara en það var árið 1980. Hiti í rússnesku borginni Verkhoj- ansk fór í 38 gráður, sem er met á norðurslóðum. Meðallofthiti yfir sumarið, frá júní til ágúst, fór fjórum sinnum yfir tíu gráður á því tímabili sem rannsakað var, það er árin 2001, 2018, 2019 og 2020. Þetta reyndust jafnframt vera árin þar sem flestir eldar urðu. Gaveau óttast að þessar tíu gráður verði þröskuldur sem oftar verði far- ið yfir. „Kerfið fer úr böndunum og vegna lítillar aukningar úr tíu gráð- um á Celsíus sjáum við skyndilega fullt af eldum.“ Jarðvegur á norðurslóðum hefur að geyma mikið magn af lífrænu kol- efni. Það er oft frosið en hlýnun jarð- ar gerir það að verkum að það þiðn- ar, sem verður til þess að stórir norðurskautseldar verða líklegri. Eldur skaðar frosinn jarðveg sem nefnist sífreri, sem losar enn meira kolefni. Í sumum tilfellum hefur það verið fast í ís öldum saman og jafn- vel lengur. „Þetta þýðir það að kolefnisvaskar verða að kolefn- isgjöfum,“ sagði Gaveau. „Ef það heldur áfram að loga á hverju ári verður jarðvegurinn í sífellt verra ástandi. Þannig að það verður meiri og meiri losun frá þessum jarðvegi og þetta er það sem er verulegt áhyggjuefni.“ Aukið magn af koltvísýringi losn- aði árið 2020 en hlutirnir gætu orðið enn skelfilegri í framtíðinni, að sögn Gaveau. Tvennt kemur til greina Hærra hitastig hefur margvísleg áhrif. Meiri vatnsgufa verður í and- rúmsloftinu sem veldur fleiri storm- um og þar með fleiri eldingum. Meiri gróður vex, sem leiðir til meira magns af eldsneyti fyrir eld, en hann andar líka meira. Þegar horft er til framtíðar komu tvær aðstæður til greina í rannsókn- inni. Í þeirri fyrri er ekkert gert til að berjast gegn loftslagsbreytingum og hitastigið fer stöðugt hækkandi. Í þessu tilviki geta eldar komið upp af jafnmiklum þunga og árið 2020. Í síðari sviðsmyndinni nær styrk- ur gróðurhúsalofttegunda stöðug- leika og hitastig jafnast út á síðari hluta þessarar aldar. Í því tilviki myndu alvarlegir eldar eins og þeir voru árið 2020 koma upp að meðal- tali á tíu ára fresti. Eldar gætu losað gíf- urlegt magn af CO2 AFP Reykur Árið 2020 brunnu rúmlega 2,5 milljónir hektara eftir heitt sumar. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það ríkir eitt- hvert und- arlegt upp- lausnarástand í rekstri Reykjavík- urborgar. Ekki eru margir mán- uðir frá því að allt var sagt í himnalagi í rekstr- inum og að framundan væru bjartir tímar. Þetta var fyrir kosningar og nú er komið í ljós að reksturinn er afleitur og út- litið mjög slæmt. Þetta hefur verið staðfest með boðuðum aðgerðum meirihlutans til að fækka starfsfólki, sem er eflaust óhjákvæmileg aðgerð eins og komið er, ekki síst þegar horft er til launaþróunar, sem meirihlutinn í Reykjavík ber reyndar ríka ábyrgð á. En það er ekki langt síðan Ráðhús Reykjavíkur var fullt af foreldrum með ung börn sín vegna þess að ekki fengust pláss á leikskólum borg- arinnar þrátt fyrir ítrekuð lof- orð þess efnis að þau mál væru að leysast. Sú skýring sem meðal annars heyrðist á þess- um skorti á leikskólaplássum var að mikill skortur væri á leikskólakennurum og að við því gæti borgin lítið gert. Nú, fáum vikum síðar, er annað hljóð komið í strokkinn. Nýj- ustu tíðindi frá meirihlutanum í borginni eru þau að leik- skólakennarar séu allt of margir og að ætlunin sé að fækka þeim. Nú eru leikskólar yfirmannaðir, fyrir skömmu vantaði sárlega starfsfólk á leikskólana. Þetta er fjarri því sannfær- andi fyrir borgarbúa, þá sem greiða ekki aðeins fyrir þjón- ustu borgarinnar heldur einn- ig laun borgarfulltrúa meiri- hlutans, sem virðast algerlega hafa tapað áttum í rekstr- inum. Ekki er heldur sannfærandi að meirihlutinn skuli í óðagoti síðastliðinn fimmtudag hafa lagt fyrir borgarráð tillögu um meira en þriggja milljarða króna lántöku og hafi neitað að fresta afgreiðslunni til að minnihlutinn fengi tækifæri til að kynna sér málið. Vissulega má hafa fyrirvara á því þegar minnihlutinn óskar eftir frest- un á afgreiðslu eða gagnrýni hans almennt. Það er auðvitað hans hlutverk að gagnrýna og meirihlutinn getur þurft að keyra mál í gegn óháð slíkum athugsemdum minnihlutans. En að þessu sinni kom fram að minnihlutinn hefði fengið inn- an við klukkustund til að kynna sér tillögu meirihlutans um lántöku. Minnihluti sjálf- stæðismanna bókaði um þetta og sagði þar meðal annars: „Með óvið- unandi upplýs- ingagjöf og mikilli tímapressu býr borgarstjóri svo um hnúta að borg- arráð fær ekki eðlilegt svigrúm til að rýna umrædda tillögu og greinar- gerð með fullnægjandi hætti. Enda virðist hann líta á borg- arráð sem eins konar stimpil- púða, sem eigi án eðlilegrar rýni að samþykkja vafasamar ráðstafanir meirihlutans í fjármálum borgarinnar.“ Þetta eru skiljanlegar at- hugasemdir og einnig þær sem fram komu frá borgar- ráðsfulltrúa Flokks fólksins, sem kvartaði undan því að fyrirvarinn hefði verið lítill, gögn komið seint „og sum gögn eru leynileg. Flokkur fólksins hefur enga möguleika haft til að kynna sér þetta mál til að hafa á því skoðun. Flokk- ur fólksins mótmælir þessum vinnubrögðum.“ Fulltrúi Flokks fólksins spurði einnig út í þennan hraða afgreiðsl- unnar og hvers vegna ekki hefði verið vitað um þetta fyrr og klykkti út með því að greinilegt væri að neyðar- ástand ríkti. Borgarráðsfulltrúar meiri- hlutans, Samfylkingar, Fram- sóknar, Pírata og Viðreisnar, mótmæltu þessu og sögðu í gagnbókun að skuldabréfaút- boðið væri afgreitt „með hefð- bundnum hætti nú eins og endranær“. Nú kann að vera að svo sé, að minnilhlutinn fái aldrei tíma til að kynna sér mál og að upplýsingar um lánamálin séu jafnvel leynilegar, hvers vegna svo sem það er. Það rifj- ar raunar upp fleiri atvik af sama tagi þar sem meirihlut- inn í borginni afgreiðir stór mál viðskiptalegs eðlis með leynd og felur upplýsingar í lokuðum herbergjum sem enginn má fara inn í nema bundinn trúnaði þannig að borgarbúar fái sem minnstar upplýsingar. En þegar rekst- ur borgarinnar er kominn í þær ógöngur sem raun ber vitni og hringlandahátturinn slíkur að upplýsingagjöfin er endurskoðuð og snúið alger- lega á haus á fáeinum vikum, þá er meira en tímabært að bæta upplýsingagjöfina þann- ig að borgarbúar geti kynnt sér allt sem að baki býr og myndað sér skoðun á ástand- inu í stað þess að þurfa aðeins að treysta á spunameistara meirihlutans og þær „upplýs- ingar“ sem þeir kjósa að veita hverju sinni. Rekstur Reykjavík- urborgar er bersýni- lega stjórnlaus. Um hann má ekki að auki ríkja leynd} Upplausnarástand Á næsta ári hefst undirbúningur að umfangsmikilli viðbragðsæfingu þar sem sett verður á svið at- burðarás vegna rofs á net- og símasambandi við útlönd. Aðgerð- in nefnist „Ísland ótengt“ og krefst mikils og víðtæks undirbúnings fjölmargra stofnana og fyrirtækja. Í sem stystu máli mun hún leiða í ljós hvað gerist ef landið verður skyndilega sambandslaust við umheiminn. Markmiðið er að viðbrögð við skyndilegu sambandsleysi við önnur lönd verði eins raunhæf og markviss og frekast er kostur. Æfingin „Ísland ótengt“ er meðal 64 aðgerða í fyrstu aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggi sem ég kynnti á ráðstefnu um net- öryggismál í síðustu viku. Aðgerðaáætlunin hvílir á Netöryggisstefnu Íslands fyrir árin 2022-2037 sem gefin var út í febrúar. Aðgerða- áætlunin stefnir annars vegar að því að hér á landi sé af- burða hæfni og nýting á netöryggistækni og hins vegar að því að hér sé öruggt netumhverfi. Traust netöryggismenning og netöryggisvitund, öflugri menntun, rannsóknir og þróun, þjónusta og nýsköpun er meðal markmiða sem aðgerðirnar eiga að stuðla að. Þá er lögð sérstök áhersla á netöryggisvitund og vernd barna og er t.a.m. stefnt að því að þróað verði fjölbreytt námsefni um netöryggi á öllum skólastigum. Öruggt netumhverfi á Íslandi er okkur mikilvægt og að- gerðirnar lúta að miklu leyti að öflugri löggæslu, vörnum og þjóðaröryggi ásamt skilvirkum viðbrögðum við atvik- um og traustu lagaumhverfi. Til dæmis fela að- gerðir í sér greiningu og endurmat á valdheim- ildum stjórnvalda vegna alvarlegra netárása og hvort ákvæði almannavarnalaga þarfnist endurskoðunar með tilliti til þróunar í staf- rænni tækni. Þá stendur til að endurskoða regluverk um starfsemi hýsingaraðila með staðfestu á Íslandi til að koma í veg fyrir brota- starfsemi í skjóli nafnleyndar. Veikasti hlekkur netöryggis á Íslandi er líkt og annars staðar fólginn í vanþekkingu, mann- legum mistökum og of miklu trausti í netnotk- un. Stærstu tækifærin til úrbóta liggja því í efl- ingu á hæfni og vitund alls almennings um net- og upplýsingaöryggi. Netöryggismál ná þess vegna til alls sam- félagsins og verða sífellt flóknari og víðtækari, t.d. með tilkomu gervigreindar. Þess vegna er mikilvægt að hafa skýra framtíðarsýn varð- andi netöryggismál þjóðarinnar. Sú sýn felur í sem stystu máli í sér að þjóðin búi við netöryggi sem einkennist af öfl- ugri öryggismenningu, traustum netvörnum og löggæslu, virku samstarfi, innanlands og alþjóðlega, og traustri lög- gjöf sem stuðlar að nýsköpun og framþróun í þjónustu á netinu. Árangursrík framkvæmd aðgerða í netöryggi mun leiða til stórstígra framfara til aukins öryggis alls samfélagsins og færa Ísland framar í alþjóðlegum samanburði. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Ótengt Ísland Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP27, hófst í Egyptalandi í gær. Þar var með- al annars samþykkt að ræða um stofnun bótasjóðs fyrir þær þjóðir sem verða fyrir verstu af- leiðingum hlýnunar jarðar. Núverandi þróun mun leiða til þess að kolefnismengun aukist um tíu prósent í lok áratugarins og yfirborð jarðar hitni um 2,8 gráður á Celsíus. „Við munum draga fólk til ábyrgðar,“ sagði Simon Stiell, yfirmaður loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum. COP27-ráð- stefnan hafin SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR AFP Fundað Loftslagsráðstefna SÞ, COP27, er haldin í Egyptalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.