Morgunblaðið - 07.11.2022, Page 17
Okkur Íslendingum
þætti mörgum kær-
komið ef við gætum
hugsað okkur einhvern
samastað erlendis, sem
gæti nú virst sem upp-
byggileg huggun, svo
sem á þessum dögum
kuldakasta og stríðs-
vandamála.
Mér sýnist að slíkur
staður gæti verið
gríska eyjan Ródos í
Miðjarðarhafi. Hún er huggulega
stór og fjölmenn eyja, með sólríka og
gróðursæla náttúru, sem við getum
hugsað okkur sem systurey okkar í
tilverunni og hlakkað til að heim-
sækja sem flest aftur! Og á meðan
yljað okkur við að hugsa til hins
gamla bókmennta- og listaarfs Evr-
ópu þar um slóðir, sem grillir líka svo
mikið í víða hér heima!
Margreynd menningar-eyþjóð!
Við þetta bætist að með einbeittri
umhugsun getum við líka fundið til
styrkjandi samkenndar með þeim
»Ródos er huggulega
stór og fjölmenn
eyja, með sólríka og
gróðursæla náttúru.
sem NATÓ-landsvæðis;
með sína eigin útgáfu af
klassískri þjóðtungu og
þjóðerniskennd. Þeir
hafa líka tvöfalt eða þre-
falt lengur en við þurft
að líða öðru hverju yf-
irgang nágrannaríkja!
Mér finnst nú, eftir
margar stíltilraunir, að
ég þurfi ekki að teygja
lopann meira um þetta,
en vísa frekar á netið
sem ítarefni!
…
Að lokum vil ég þó vitna í ljóð mitt
um grísku skáldkonuna Erinnu frá
Ródos, sem var uppi um 350 fyrir
Krists burð.
Hún varð fyrir áfalli er hún missti
æskuvinkonu sína og læt ég hana yrkja
m.a. svo í ljóði mínu, sem heitir: Erinna
til Bákisar. Þar segi ég í upphafi:
Við smástúlkurnar
í skelbökuleik í fjörunni:
skríðum upp á hvor aðra
eins og hvítfyssandi báruhestarnir.
…
Í draumi mínum ég hrópa:
Ekki stökkva, skjaldbaka,
fram af kletti kletta,
undan fákum fáka!
En dauðaþögn er í húsinu
veslings Bákis mín
er ég græt nú þessu ópi.
Ródos sem óska-
parey Íslands?
Tryggvi V. Líndal
Tryggvi V Líndal
Höfundur er skáld og menningar-
mannfræðingur.
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
BMW X5
XDRIVE45E
Dráttarkrókur (rafmagns)
19” álfelgur
4 heilsársdekk
Aksturstölva
Bakkmyndavél
Bluetooth hljóðtengi
Hiti í fram- og aftursætum
Rafdrifin framsæti
Stafrænt mælaborð
USB tengi
Rafdrifnir hliðarspeglar
Litað gler
Leðuráklæði
Hraðastillir
Stöðugleikakerfi
Leiðsögukerfi
Regnskynjari
Aðfellanlegir hliðarspeglar
Hiti í hliðarspeglum
Birtutengdir hliðarspeglar
Akreinavari
Lykillaus ræsing
Fjarlægðarskynjarar framan
Umferðarskiltanemi
Sjálfvirk há/lág aðalljós
Raðnúmer 247869
Ekinn 52 Þ.KM
Nýskráður 3/2020
Næsta skoðun 2024
Sjálfskiptur
Fjórhjóladrif
Hybrid
286 hestöfl
Verð kr. 11.990.000
Kóralrifið mikla
undan ströndum Ástr-
alíu var meira en 2.000
km að lengd en hefur
minnkað um tvo þriðju
á aðeins tveimur eða
þremur árum. Þör-
ungar vaxa yfir kór-
alinn sem veldur því
að hann fölnar og
deyr. Á nyrstu rifj-
unum hafa meira en
80% kóralsins fölnað
vegna hlýnandi sjávar, sem veldur
því að öllu lífi sem í kóralrifinu býr
er ógnað eða hreinlega eytt. Menn
hafa fylgst með þessari ógnvænlegu
þróun með gervihnöttum undanfarin
ár.
En því er ekki að fagna með ráða-
menn Íslands. Öllum kóral við Ís-
land skal eytt og þar með griðastað
ungviðisins.
Svandís og „ráðgjafar“ hennar
ætla nú að hleypa togurum inn fyrir
12 sjómílur, sem kemur
þá til með að eyðileggja
og rústa kóralrifjum
sem eru hér við Ís-
landsstrendur. Hugsið
ykkur: Úti í hinni stóru
veröld eru menn að
vakna og gera sér grein
fyrir eyðileggingu í
náttúrunni og gera allt
sem hugsast getur til að
sporna við henni, en
nei, þá ætlar Svandís að
stuðla að enn frekari
eyðingu og eyðilegg-
ingu hafsbotnsins hér
undan Íslandsströndum. Allt í þágu
togaraflotans, sem nú þegar er langt
kominn með að eyða öllu lífi hér í
kringum Ísland innan 200 sjómílna
landhelgi landsins, jafnvel utan
hennar. Víða erlendis eru augu
manna að opnast og þeir gera sér
grein fyrir því skaðræði sem tog-
ararnir eru og banna togveiðar víða.
Ég var á togurum hér á árum áður
og sá og heyrði ýmislegt. Þar á með-
al að þeir trolluðu oft bara með
bobbingalengjuna, engin net, yfir
heilu hafsvæðin í þeim tilgangi að
hefla svæðin. Þeir jöfnuðu við jörðu
mikinn kóral sem annars hefði stór-
skaðað netin og rifið.
Við hugsandi fólk höfum sífellt
meiri áhrif og þess vegna hefur aldr-
ei verið mikilvægara að vernda stór-
fengleg heimkynni okkar. Nei, Svan-
dís okkar ráðherra sjávar,
strengjabrúða stóru aflanna, þeirra
sem eiga togarana, hefur ákveðið að
hunsa allar rökfærslur og stað-
reyndir og efla frekar en hitt tog-
veiðar undan Íslandsströndum alveg
upp í harða land!
Búsvæði ungviðisins
Hjörtur Sævar
Steinason
Hjörtur Sævar Steina-
son
»… þeir trolluðu oft
bara með bobb-
ingalengjuna, engin net,
yfir heilu hafsvæðin í
þeim tilgangi að hefla
svæðin.
hjortur@jakinn.is
Sannleikurinn um
græna álið:
Skipta má álfram-
leiðslu í átta aðalstig
og ef reiknað á eitt kíló
fullunnins áls þá fæst:
1) Báxíð unnið úr
jörðu þarf 0,5
kWh (orka frá
jarðefnaeldsneyti)
2) Vinnsla súráls úr
báxíði 13,6 kWh
(orka kol eða jarð-
gas og eitthvað lítið rafmagn)
3) Raflausnarefni 1,8 kWh (orka
rafmagn og jarðefnaeldsneyti)
4) Skautkol og kolfóðringar í ker
4,3 kWh (orka aðallega olíugas
eða jarðgas)
5) Svartolía til forskautavinnslu
(koks) 0,6 kWh
6) Eldsneyti til hráálsvinnslu (olía,
gas og rafmagn)
7) Raforka til hrááls-
vinnslu, flutninga
innan álvers og
hreinsunar ker-
reyks og afgangs-
ins af verksmiðj-
unni allt að 16,6
kWh, mest þó raf-
magn en líka jarð-
eldsneyti (olíugas,
svartolía og dísil-
olía)
8) Úrvinnsla hrááls
(flutningur með
skipum og bílum, hitun ofna
með jarðeldsneyti, gasi eða raf-
magni og rafmagnsdrifnar úr-
vinnsluvélar)
Á Íslandi er liður 7 hjá álverunum
og hreina orkan (rafmagnið) um 40%
sem hefðu farið eitthvað lækkandi
með stærri kereiningum og betri
stjórnun framleiðslunnar. Heildar-
orka til álafurða er því um þrisvar
sinnum meiri en bara hrááls-
framleiðslan ein og sér eða svipað og
hjá stál- og koparframleiðslu sé mið-
að við rúmmálseiningu fullunninnar
vöru. Og nú stefnir í að rafmagnið sé
að verða of dýrt til rafgreiningar!
Þetta hefur því verið kallað orku-
frekur iðnaður! Það er bara flugið
sem getur ekki verið án áls.
Pálmi Stefánsson »Núverandi áliðnaður
er langt í frá grænn.
Bara endurbræðsla
brotaáls næði því að
kallast græn væru
bræðsluofnarnir raf-
kyntir með orku frá fall-
vötnum.
Pálmi Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Orkan við álframleiðslu er
ekki öll græn eða frá vatnsafli
Utanríkismál eru
mismikið til umræðu í
samfélaginu. Nýlegt
dæmi eru átökin í
Úkraínu. Þótt innrás
Rússa sé flestum í
fersku minni þá er ekki
rætt jafnmikið um
stríðið nú og á fyrstu
vikum þess. Þótt mála-
flokkurinn sé missýni-
legur hefur hann haldið
mikilvægi sínu síðan
utanríkismál þjóðarinnar komust í
hendur okkar sjálfra.
Til skamms tíma var ekkert sam-
komulag um hvaða grunngildi Íslend-
ingar vildu miða við í utanríkisstefnu
sinni. Deilur um þau voru sérstaklega
áberandi í kalda stríðinu sem stuðlaði
að því að umræðan var oft afar óvæg-
in og ómálefnaleg. Það var ekki fyrr
en árið 2016 sem þjóðaröryggisstefna
var samþykkt á Alþingi. Í henni er til-
tekið hverjar megináherslur í utan-
ríkismálum eigi að vera. Stefnumót-
unin var mikið happaskref því í
kjölfarið fóru umræður um mála-
flokkinn í frjórri farveg. Viðhorf til
þjóðaröryggis verða auðvitað aldrei
greypt í stein sem sést best á því að
þótt ekki sé áratugur liðinn síðan
stefnan var samþykkt er verið að
ræða um endurskoðun á henni.
Full ástæða er til að taka undir þær
vangaveltur enda hafa öryggismál í
okkar heimshluta tekið stakkaskipt-
um. Helsta ástæða þessa er auðvitað
hernaður Rússa í Úkraínu. Um er að
ræða umfangsmestu hernaðarátök á
meginlandi Evrópu frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar, nokkuð sem er
auðvitað afar dapurlegt og verður
Rússum til ævarandi skammar. Þótt
Úkraína sé langt frá Íslandi munu
átökin hafa áhrif hér á landi á næstu
árum. Ástæðan er aðild Íslands að Atl-
antshafsbandalaginu og auknar varn-
arskuldbindingar Bandaríkjamanna í
Evrópu. Stríðið hefur jafnframt áhrif
á aðra öryggisþætti, t.a.m. netöryggi.
Nauðsynlegt er fyrir Íslendinga að
leggja meiri áherslu á málaflokkinn í
framtíðinni. Nýjar hættur hafa komið í
ljós og nefna má öryggi
samskiptakapla neð-
ansjávar. Svo hefur ör-
yggisumhverfið á Norð-
urlöndum breyst. Svíar
og Finnar hafa fallið frá
hlutleysisstefnu sinni og
ákveðið að ganga í Atl-
antshafsbandalagið. Sé
horft enn lengra norður
þá á eftir að koma í ljós
hvað mun gerast í mál-
efnum norðurslóða en
gera má ráð fyrir að sú
þróun sem þar hefur átt
sér stað taki breytingum á næstu ár-
um.
Aukna áherslu verður einnig að
leggja á önnur öryggismál. Þannig
varpaði nýlegur Covid-heimsfaraldur
ljósi á brotalamir á ýmsum sviðum.
Hvað mun síðan gerast þegar stríð-
inu í Úkraínu lýkur? Rússnesk
stjórnvöld verða án efa áfram til
vandræða en óljóst er hver geta rík-
isins verður enda hefur það stór-
skaddast vegna styrjaldarinnar.
Hvernig mun Kína nýta sér breytta
stöðu á taflborðinu? Ýmsar banda-
lagsþjóðir okkar og þá sérstaklega
Bandaríkin líta á Kína sem sívaxandi
ógn. Umræðan um hvort svo sé á að-
eins eftir að aukast eftir að Xi Jinping
braut reglu forvera sinna á 20. flokks-
þingi kínverska kommúnistaflokksins
og lét krýna sig til fimm ára til við-
bótar. Íslendingar verða að fylgjast
með svo við getum reynt að móta
okkur skynsamlega stefnu í þessum
málaflokki á næstu árum enda er
hætt við að hann muni skipta miklu
máli er líður á öldina.
Kristinn
Valdimarsson
Kristinn
Valdimarsson
» Breytingar á örygg-
isumhverfi Evrópu
gera það að verkum að
endurskoðun þjóðarör-
yggisstefnu Íslands er
tímabær.
Höfundur er stjórnmála- og
stjórnsýslufræðingur.
kvaldimars@yahoo.com
Þróun þjóðar-
öryggisstefnu