Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022 Er veisla framundan? Skoðaðu úrvalið á bakarameistarinn.is Fjölskylda Sambýlismaður Heiðdísar er Rúnar Már Smárason, f. 26.6. 1971, sölufulltrúi í Garðabæ. Foreldrar Rúnars eru Ingigerður Höskuldsdóttir, f. 10.8. 1954, fyrrv. starfsmaður Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis á Akranesi, og Smári Jónsson, f. 9.8. 1948, málarameist- ari á Akureyri. Uppeldisfaðir Rúnars og eiginmaður Ingigerðar er Haraldur Steinar Daníelsson, f. 4.1. 1945, fyrrv. bifreiðarstjóri á Akranesi. Fyrrv. maki Heiðdísar var Tómas Björnsson, f. 4.8. 1969, d. 29.7. 2007, iðnrekstrarfræðingur. Leiðir þeirra skildi. Sonur Heiðdísar og Tómasar er Daníel Heiðar Tómasson, f. 29.6. 2000, tölvunarfræðinemi í Garða- bæ. Börn Rúnars eru: 1) Tinna Rún Rúnarsdóttir, f. 23.11. 1998, sálfræði- nemi í Reykjavík. Sambýlismaður: Sveinbjörn Jóhannesson; 2) Dagur Karl Rúnarsson, f. 30.3. 2005, framhaldsskólanemi í Reykjavík; 3) María Eva Rúnarsdóttir, f. 24.6. 2009, grunnskólanemi í Reykjavík. Bræður Heiðdísar eru Guð- brandur Magnússon, f. 17.9. 1955, framkvæmdastjóri Landsprents í Reykjavík, og Sigurjón Magnússon, f. 20.3. 1959, fyrrv. kennari við Gler- árskóla á Akureyri. Foreldrar Heiðdísar voru hjónin Magnús Heiðar Sigurjónsson, f. 24.7. 1929, d. 21.1. 2020, verslun- arstjóri og framkvæmdastjóri á Sauðárkróki, og Kristbjörg Guð- brandsdóttir, f. 15.6. 1934, d. 3.12. 2009, kaupmaður á Sauðárkróki. Þau gengu í hjónaband 17.10. 1954. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir Kristbjörg Gísladóttir húsfreyja í Klettakoti og Ólafsvík Sigþór Pétursson bóndi og skipstjóri í Klettakoti, síðar búsettur í Ólafsvík Kristjana Sigþórsdóttir húsfreyja í Klettakoti og organisti í Ólafsvík Guðbrandur Guðbjartsson bóndi í Klettakoti á Snæfellsnesi og hreppstjóri í Ólafsvík Kristbjörg Guðbrandsdóttir kaupmaður á Sauðárkróki Guðbranda Þorbjörg Guðbrandsdóttir húsfreyja á Hjarðarfelli Guðbjartur Kristjánsson útgerðarmaður, síðar bóndi á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi Helga Indriðadóttir ljósmóðir og húsfreyja í Gilhaga Magnús Jónsson bóndi, organisti og forsöngvari í Gilhaga í Skagafirði Margrét Helga Magnúsdóttir húsfreyja á Nautabúi Sigurjón Helgason bóndi á Nautabúi í Skagafirði Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Ánastöðum og Reykjum Helgi Björnsson bóndi á Ánastöðum og Reykjum í Skagafirði Ætt Heiðdísar Lilju Magnúsdóttur Magnús Heiðar Sigurjónsson framkvæmdastjóri og verslunarstjóri á Sauðárkróki Vísnahorn Geislaflóð og limrueldur Davíð Hjálmar Haraldsson skrifar og yrkir á Boðnar- miði: Búðardals-Krambúð er búlla við sjó – berast á fjörur þar sprekin. Við afgreiðslukassann var kona sem dró að kaupendur; daman var brosmild og hló og spjallaði glaðlega „heil öll!“ og „hó!“ við heimamenn – því var hún rekin. Skýring: Krambúðin í Búðar- dal sagði upp afgreiðslukonu af því að hún talaði of mikið við viðskiptavini. „Verið að loka versluninni Brynju“. Jón Atli Játvarðarson spyr: „Spurning hvað kemur í staðinn? Einhver uppástunga; mögulega bar og uppistand?“ Enginn lúser leynist þar, laðast mús að höllum. Fæ mér krús á Brynjubar og bölva Rússlandströllum. Pétur Stefánsson skrifar: „Þrátt fyrir gegndarlausar hækkanir á matvöru og öðrum nauðsynjavörum stend ég keik- ur“. Heimilið er mitt helga vé og húsfreyjan gæfubrautin. Þótt auðugur ég ekki sé á ég salt í grautinn. Ágætlega enn ég sef, ekkert þjakar Pétur. Áhyggjur ég engar hef um mitt sálartetur. Þórunn Hafstein segir „Flottur“: Keikur stendur kátur, kletturinn hann Pétur. Er enginn eftirbátur; með auðugt sálartetur. (Kom bara svona, strax eftir lesturinn). Pétur Stefánsson yrkir við fallega ljósmynd: Sólin faðmar fjallatind, friðargeisla ber‘ hún. Drottinn er að mála mynd, mjög svo falleg er‘ hún. Þórunn Hafstein svarar og seg- ir, að falleg mynd veki hugann. – Sólin: Undir sínum verndarvæng, veröld hlýju gæðir. Eins og æðardúnsins sæng, ávallt blessun glæðir. Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir: Glitrar árdags geislaflóð glæður himins bála. Þessa skæru skýjaslóð skaparinn var að mála. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... koss á móti. GLEÐILEGAN SKRÖKVULYGIDAG! OG GLEYMIÐ EKKI… AÐ KÖKUR ERU MEGRUNARFÆÐI! HELGA, ÉG DÁIST AÐ ÞVÍ HVERSU RÓLEG ÞÚ ERT YFIR ÖLLUM ÁRÁSUNUM Á HEIMILI OKKAR! DUNK DUNK DUNK DUNK DUNK TAKK MIG VANTAÐI MEIRA SKÁPAPLÁSS! „ÞEIR RIFTU SAMNINGNUM. VILTU AÐ ÉG TALI VIÐ ÞÁ OG REYNI AÐ SETJA PLÁSTUR Á SÁRIÐ?“ PLÁSTRAR OG TEIP EHF. BANNAÐ AÐ GANGA Á VATNINU Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.