Morgunblaðið - 17.11.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.11.2022, Qupperneq 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2022 20-40% afsláttur af öllum vörum þessa daga Ástund, Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 568 4240, astund.is Stærðir 36-46 20% afsláttur af skóm 17.-19. nóvemberAfmælisdagar í Borgaryfirvöld hafa heimilað Fiski- kónginum að stækka lóð fiskbúðar- innar Sogavegi 3 og hefja fram- kvæmdir sem eiga að lágmarka ólykt og hávaða. Kristján Berg Ásgeirsson, eða Fiskikóngurinn eins og hann er oft- ast kallaður, hefur rekið fiskbúð við Sogaveg um árabil. Fasteignafélag hans, Djúpidalur ehf., sótti um leyfi til að stækka lóðina til vesturs og suðurs. Þá kynnti hann áform um um að byggja yfir núverandi port, stækka kjallara og koma þar fyrir vinnustöðvum og alrými í tengslum við starfsmannarými. Einnig að út- búa stæði fyrir vöruflutningabíl og sorpgerði við lóðarmörk. Tillagan var kynnt fyrir ná- grönnum í haust og bárust fjórar athugasemdir. Voru þær í meginat- riðum samhljóða um að mikið ónæði væri frá því snemma á morgnana vegna umferðar og affermingar vöruflutningabíla, lyftara og tækja vegna starfsemi á lóðinni. Einnig þykir stafa ólykt af fiskikörum á lóð. Verkefnastjóra skipulagsfulltrúa Reykjavíkur var falið að yfirfara um- sóknina. Hann svaraði athugasemd- um nágranna. Segir hann að áform um yfirbyggingu núverandi ports séu gerð í þeim tilgangi að lágmarka há- vaða og truflun af umferð og afferm- ingu vöruflutningabíla vegna starf- semi fiskbúðarinnar sem fyrir er á lóðinni. Gert sé ráð fyrir að ástandið batni við fyrirhugaða framkvæmd. Það varð niðurstaða verkefnastjór- ans að leggja til að tillagan yrði sam- þykkt enda áform um yfirbyggingu núverandi ports gerð til þess að lág- marka ólykt og hávaða af umferð og affermingu vöruflutningabíla vegna starfsemi fiskbúðarinnar. Ekki er lagst gegn stækkun kjallararýmisins að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar en bent er á að ekki er hægt að vera með starfsemi þar. Leysa skal flóttaleiðir innan lóðarmarka. Þá ítrekar verk- efnastjórinn að eingöngu sé heim- ilt að reka fiskbúð á þessari lóð. sisi@mbl.is lFiskikóngurinn ætlar að byggja við fiskbúðina á SogavegilKvartað var yfir ónæði á morgnana Lágmarkaá ólykt oghávaða Morgunblaðið/sisi Sogavegur Lóðin verður stækkuð og byggt við fiskbúðina vestanverða. Heildartekjur ríkissjóðs vegna sölu erlendra aðila á rafrænni þjónustu til landsins hafa aukist hratt síðustu ár. Þær eru innheimtar í formi VSK. Líkt og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni er búist við að tekjurnar á þessu ári verði á bilinu 3-4 milljarðar króna. Þó ekki liggi fyrir sundurliðun á þessum heildartekjum má líklegt telja að stór hluti þeirra sé til kominn vegna kaupa Íslendinga á þjónustu streymisveitna á borð við Netflix. Þegar tölur frá fyrri árum eru sundurliðaðar má sjá að þessar VSK-greiðslur hafa aukist mikið síð- ustu ár, á sama tíma og streymisveitur hafa skotið rótum. Þannig voru aðeins tæpar níu milljónir innheimtar árið 2011 en árið 2015 voru greiðslurnar rúmar 300milljónir króna. Árið eftir varð Netflix aðgengilegt á Íslandi og þá tvöfölduðust þessar VSK-greiðsl- ur. Þær hafa síðan vaxið ár frá ári og námu í fyrra rétt tæpum þremur milljörðum króna. Eins og kom fram íMorgunblaðinu á þriðjudag hefur Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, viðrað þá hugmynd að VSK-greiðslur frá erlendum streymisveitum verði nýttar til að styðja við íslenska, rit- stýrða fjölmiðla. „Kannski ættu þær VSK-tekjur sem við höfum nú af streymisveitum að renna beint til fjölmiðla hér,“ sagði Lilja sem hefur auk þess nýverið lagt fram minnis- blað á fundi ríkisstjórnarinnar um svokallaðmenningarframlag erlendra streymisveitna sem innheimt er í mörgum Evrópuríkjum. Lilja telur að rétt sé að sækja frekari tekjur til erlendra streymisveitna, en nú þegar eru erlend fyrirtæki, sem selja raf- ræna þjónustu, fjarskiptaþjónustu eða útvarps- og sjónvarpsþjónustu til neytenda hér á landi, skyldug til þess að innheimta og standa skil á virðisaukaskatti á Íslandi. lNámu þremurmilljörðum í fyrra og verða enn hærri í ár Tekjur vegna rafrænnar þjónustuhafa aukist hratt Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Virðisaukaskattur á rafræna innflutta þjónustu 2011 til 2021 Heimild: Fjármálaráðuneytið '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 3 2 1 0 3,0 1,9 1,0 0,3 0,09 Milljarðar króna „Pabbi varð áttræður 1. septem- ber síðastliðinn og finnst það fín tímamót til að hætta. Hann hefði getað hætt fyrir 15 árum en hann hefur elskað þennan rekstur og ekki verið tilbúinn til þess fyrr en nú,“ segir Guðmundur Ragnars- son veitingamaður á Lauga-ási. Í gær spurðist það út að þessum rótgróna veitingastað verði lokað fyrir jól. Ragnar Guðmundsson, faðir Guðmundar, opnaði staðinn við Laugarásveg í Reykjavík ásamt Gunnlaugi Hreiðarssyni í júní árið 1979 og hefur staðið vaktina með fjölskyldu sinni síðan. Lauga-ás er með elstu veitinga- stöðum landsins og hefur verið rómað fyrir sígildan heimilismat og innréttingar og útlit sem hefur fengið að halda sér frá fyrsta degi. Brátt þurfa þó fastagestir að leita annað til að fá frægt fiskigratín staðarins og aðrir veitingastaðir geta nú keppst við að gera bestu béarnaise-sósuna í bænum. Lauga-ás hefur haldið vinsæld- um sínum og reksturinn skilaði 30 milljóna hagnaði í fyrra. Það er því ekki verið að yfirgefa sökkvandi skip. Því skal siglt mynduglega í höfn. „Það er ágætt að hætta á toppnum. Pabbi hefur rekið þetta með góðum hagnaði og borgað sína skatta og alla reikninga,“ segir Guð- mundur, sem sjálfur rekur meðal annars veisluþjónustu og er í öðrum veitingarekstri. Spurður hvað verði um inn- réttingar staðarins og rauðköflóttu gardínurnar frægu, sem Bára Sigurðardóttir móðir Guðmundar hefur saumað, segir veitingamað- urinn að það sé óráðið. „Þetta fer sjálfsagt á einn stað en ég sagði nú reyndar við pabba að það væri kannski ráð að bjóða upp stólana og gardínurnar og gefa ágóðann til góðs málefnis. Það væru eflaust margir sem vildu eiga minjagrip um Lauga-ás.“ Hætta á toppnum eftir 43 ára rekstur lVeitingastaðnumLauga-ási lokað Morgunblaðið/Hari Kveðjustund Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson á veitingastaðnum Lauga-ási. Staðnum verður lokað í næsta mánuði. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.